Dagblaðið - 20.02.1981, Blaðsíða 1
HAr.m a mn cacti inAr.i id m ccddi'iad mo i
GREIFINN AF MONTE CRISTO - sjónvarp laugardag kl. 21,45:
Sjómaður dæmdur saklaus
til ævilangrar fangavistar
— í fangelsinu fær hann vitneskju um fjársjóð og tekst að flýja á ótrúlegan hátt
Brezk biómynd frá árinu 1974,
byggð á hinni kunnu sögu Greifanum
•af Monte Cristo, eftir Alexandre
Dumas, verður sýnd í sjónvarpinu
annað kvöld, laugardagskvöld.
Sagan fjallar um sjómann sem
fyrir upplognar sakir er dæmdur sak-
laus til ævilangrar fangavistar. Fjórir
menn tóku sig saman um að koma
honum í fangelsi en hver þeirra hafði
sína ástæðu til að losna við hann.
Daginn fyrir brúðkaup sitt er sjó-
manninum varpaðí fangelsi.
Áratug síðar situr hann enn inni
þegar prestur í næsta fangaklefa
grefur sig inii tii hans. Þessi prestur
býr yfir vitneskju um mikinn fjársjóð
og þeir ákveða að flýja úr fangelsinu í
sameiningu og finna fjársjóðinn. En
presturinn deyr. Sjómaðurinn not-
færir sér dauða hans á hugvits-
samlegan hátt og honum tekst að
sleppa úr prísundinni.
Leikararnir í myndinni eru ekki af
lakara taginu. Richard Chamberlain
fer með stærsta hlutverkið en auk
hans má nefna Trevor Moward,
Louis Jordan, Donald Pleasence og
Tony Curtis. Leikstjóri er David
Greene.
Höfundur sögunnar, Alexandre
Dumas, var franskur, fæddist árið
1802. Hann gat sér fyrst orð er hann
llr Greifanum af Monte Cristo.
sendi frá sér sögulega skáldsögu um
Hinrik þriðja 1829 en hans kunnustu
sögur eru Skytturnar þrjár og Greif-
innaf MonteCristo.
Ekki eru mörg ár síðan Háskólabió
sýndi þessa mynd um Greifann af
Monte Cristo en sagan hefur verið
kvikmynduð nokkrum sinnum.
- KMU
Miðvikudagur
25. febrúar
Sjónvarp
Laugardagur
21. febrúar
16.30 íþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
18.30 _ Leyndardómurinn. Fjórði
þáttur. Efni þriðja þáttar: Prest-
urinn og doktorinn, vinur hans,
fara á bókasafn, og þar fá þeir
gagnlegar upplýsingar um týnda
kaleikinn. En meðan presturinn er
á safninu, er brotist inn á heimili
hans. Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
18.55 Enska knattspyrnan.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Spitalalif. Bandarískur
gamanmyndaflokkur. Þýðandi
Ellert Sigurbjörnsson.
21.00 Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Fjórði þáttur undanúrslita. Tíu
manna hljómsveit leikur undir
stjórn Magnúsar Ingimarssonar.
Söngvarar Björgvin Halldórsson,
Haukur Morthens, Helga Möller,
Jóhann Helgason, Pálmi
Gunnarsson og Ragnhildur Gísla-
dóttir. Kynnir Egill Ólafsson.
Umsjón og stjórn upptöku Rúnar
Gunnarsson.
2l.45Greifinn af Monte Cristo. (The
Count of Monte Cristo). Bresk
biómynd frá árinu 1974, byggð á
hinni kunnu sögu eftir Alexandre
Dumas. Leikstjóri David Greene.
Aðalhlutverk Richard Chamber-
lain, Trevor Howard, Louis
Jordan, Donald Pleasence og
Tony Curtis. Sjómaðttrinn Dantes
er dæmdur saklaus til ævilangrar
fangavistar. Hann sver þess dýran
eið að hefna sín, sleppi hann
nokkru sinni úr fangelsinu.
Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
23.25 Dagskrárlok.
Sunnudagur
22. febrúar
16.00 Sunnudagshugvekja. Séra
Valgeir Ástráðsson, prestur í
Seljasókn, flytur hugvekjuna.
16.10 Húsið á sléttunni. Gull —
fyrri hluti. Þýðandi Óskar Ingi-
marsson.
17.05 'Ósýnilegur andstæðingur.
Fjórði þáttur er um fyrstu
bólusetninguna sem dugði við
hundaæði. Þýðandi Jón O.
Edwald.
18.00 Stundin okkar. Meðal efnis:
Gamla Iðnó verður heimsótt, rætt
við leikara oe sýnt brot úr
gleðileiknum Ótemjunni eftir
William Shakespeare. Tónlistar-
þáttur útvarpsins, Abrakadabra,
verður fluttur i sjónvarpi.
Umsjónarmennirnir, Bergljót
Jónasdóttir og Karólína Eiríks-
dóttir, kynna hljóð og hljóðfæri.
Úmsjónarmaður Bryndís Schram.
Stjórn upptöku Andrés Indriða-
son.
18.50 Skíðaæfingar. Sjöundi þáttur
endursýndur. Þýðandi Eiríkur
Haraldsson.
19.20 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 F'rétlir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Sjónvarp næstu viku.
20.45 Þjóðlíf. Efni þessa þáttar
tengist einkum íslenskum dýrum.
Sýnd verður ný kvikmynd af
hreindýrum, tekin á Borgarfirði
eystra, og rætt er við hreindýra-
eftirlitsmann. Hundar, hestar,
refir og fleiri dýr koma og við
sögu úti á landi og í sjónvarpssal
verður vikið að dýrum í myndlist,
dönsum og kvæðum. Umsjónar-
maður Sigrún Stefánsdóttir.
Stjórn upptöku Valdimar Leifs-
son.
21.45 Sveitaaðall. Breskur mynda-
flokkur i átta þáttum, byggður á
sögum eftir Nancy Mitford.
Annar þáttur. í fyrsta þætti, sem
gerðist um jólin 1924, voru kynnt-
ar helstu sögupersónur, flestar á
unglingsaldri. Annar þáttur gerist
sex árum síðar, þegar ungu
stúlkurnar eru orðnar gjafvaxta.
Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir.
22.35 Skáld í útlegð. Heimildamynd
um Ciger-Xwin, sem er eitt af ást-
sælustu ljóðskáldum Kúrda.
Hann yrkir gjarnan um baráttuna
fyrir frelsi og baráttu þjóðar
sinnar og dvelst nú í útlegð í
Svíþjóð. Þýðandi Þrándur
Thoroddsen. (Nordvision —
Sænska sjónvarpið).
23.05 Dagskrárlok.
Mánudagur
23. febrúar
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Sponni og Sparði. Tékknesk
teiknimynd. Þýðandi og sögumað-
urpuðni Kolbeinsson.
20.40 íþróttir. Umsjónarmaður Jón
B. Stefánsson.
21.15 Hýenunni stekkur ekki bros.
Sænskt sjónvarpleikrit. Höfundur
handrits og leikstjóri Carlos Lem-
os. Aðalhlutverk Thomas Hell-
berg, Lars Wiberg og Pia Garde.
Nokkrir suður-amerískir útlagar
leggja undir sig sendiráð lands síns
í Stokkhólmi og taka sendiherrann
í gíslingu. Þýðandi Hallveig Thor-
lacius. (Nordvision — Sænska
sjónvarpið).
23.15 Dagskrárlok.
Kanfnurnar Sponni og Sparfli eru á
sfnum venjulega tfma, eftir fráttir á
mánudag og þriðjudag.
Þriðjudagur
24. febrúar
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Sponni og Sparði. Tékknesk
teiknimynd. Þýðandi og sögumað-
ur Guðni Kolbeinsson.
20.40 Styrjöldin á austurvígstöðvun-
um. Þriðji og síðasti hluti. Þýski
skriðdrekaher’inn fór halloka fyrir
hinum rússneska, og Sjúkov sótti
frant til Berlinar með gífurlegum
herafla. Þjóðverjar börðust nú
fyrir lifi sínu, en leiðtogar banda-
manna sátu fundi með Stalín til
þess að marka framtíð Evrópu.
Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson.
21.35 Ovænt endalok. Drottningar-
hunang. Þýðandi Kristmann Eiðs-
son.
22.00 Þingsjá. Þáttur um störf At-
þingis. Umsjónarmaður Ingvi
Hrafn Jónsson.
22.50 Dagskrárlok.
18.00 Herramenn. Herra Klúðri.
Þýðandi Þrándur Thoroddsen.
Lesari Guðni Kolbeinsson.
18.10 Böm í mannkynssögunni.
Lokaþátturinn er um barn í
Frakklandi á hernámsárunum í
seinni heimsstyrjöldinni. Þýðandi
Ólöf Pétursdóttir.
18.30 Vetrargaman. Skíðafjallganga
— fyrri hluti. Þýðandi Eiríkur
Haraldsson.
18.55. Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttirogveður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Vaka. Fjallað verður um
óperustarfsemi i Reykjavík og
nýja, íslenska tónlist. Umsjónar-
maður Leifur Þórarinsson. Stjórn
upptöku Kristin Pálsdóttir.
Fyrri hluti bandarfskrar sjónvarps-
myndar, sem byggð er á skáld-
sögu metsölurithöfundarins Har-
old Robbins, verður sýndur á mið-
vikudag.
21.05 Framadraumar. (The Dream
Merchants). Bandarísk sjónvarps-
'mynd í tveimur hlutum, byggð á
skáldsögu eftir Harold Robbins.
Aðalhlutverk Mark Harmon, Vin-
cent Gardenia og Morgan Fair-
child.
Fyrri hluti. Sagan hefst í Banda-
ríkjunum skömmu fyrir fyrri
heimsstyrjöld. Peter Kessler er
þýskur innflytjandi, sem á litið
kvikmyndahús. Ungur og stór-
huga vinur Kessler, Johnny, fær
hann til að selja kvikmyndahúsið
og flytjast til New York, en þar
ætla þeir sjálfir að frantleiða kvik-
myndir. Síðari hluti myndarinnar
verður sýndur miðvikudagskvöld-
ið 4. mars. Þýðandi Kristmann
Eiðsson.
22.40 Dagskrárlok.
Föstudagur
27. febrúar
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingarog dagskrá.
20.40 Ádöfinni.
20.50 Allt í gamni með Harold
Lloyd s/h. Gamanmyndaflokkur
i 26 þáttum, unninn ttpp úr göml-
um Harold Lloyd-myndum, bæði
þekktum og fáséðum. Fyrsti þátt-
ur. Þessir þættir verða á dagskrá
annan hvern föstudag næstu ntán-
uðina. Þýðandi Þrándur Thor-
oddsen.
21.15 Fréttaspegill. Þáttur unt inn-
lend og eilend ntálefni á líðandi
stund. Umsjónarmenn Helgi E.
Helgason og Ögmundur Jónas-
son.
22.25 Skothríðin hljóðnar. (The Sil-
ent Gun). Nýleg, bandarisk sjón-
varpsmynd. Aðalhlutverk- Lloyd
Bridges og John Beck. Brad Clint-
on er fræg byssuskytta í „villta
vestrinu”. Hann hefur fengið sig
fullsaddan af eilífum vigaferlum
og strengir þess heit að reyna
framvegis að gæta laga og réttar
án blóðsúthellinga. Þýðandi
Ragna Ragnars.
23.35 Dagskrárlok.