Dagblaðið - 02.03.1981, Side 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. MARZ 1981.
5
Hálfs annars tíma f undur leiddi ekki til niðurstöðu:
Framkvæmdastofnunin ráð-
þrota ítogarakaupamálinu
— „fleipur úr lausu lofti gripið að ég haf i átt slímusetur á fundum með kaupendum togarans,”
segir Sverrir Hermannsson
„Svar ríkisstjórnarinnar er bljóst
og ófullnægjandi. Engar nýjar til-
lögur eða bókanir liggja fyrir þessum
fundi. Málið þarf nánari viðræðna
við ríkisstjórn. Það er því áfram í
biðstöðu og óafgreitt af hálfu þessar-
arstofnunar.”
Þannig hljóðar bókun sem Eggert
Haukdal stjórnarformaður lét bóka
er fundur stjórnar Framkvæmda-
stofnunar ríkisins hafði staðið í um
hálfan annan tíma á föstudagsmorg-
un, án þess að þar væru nokkrar til-
lögur lagðar fram um afgreiðslu
málsins. Sleit Eggert siðan fundi.
Eggert vildi helzt ekki meira um
fundinn tala, kvað það speglast í
ofangreindri bókun hvað þar hefði
gerzt.
1 fréttatilkynningu ríkisstjórnar-
innar um afgreiðslu togarakaupa-
málsins á ríkisstjórnarfundi á
fimmtudaginn er allmikið visað til
fundahalda og vitneskju forstjóra
Framkvæmdastofnunarinnar um álla
þætti togaramálsins. DB spurði því
forstjórann, Sverri Hermannsson,
um þessar tilvitnanir fréttatilkynn-
ingarinnar. Hann sagði:
„Ég vísa á bug fleipri úr lausu lofti
gripnu að ég hafi átt einhverjar
slímusetur á fundum með kaupend-
um þessa skips. Ég fékk fyrst að vita
það á fundi 28. janúar að skipið ætti
að kosta 28 milljónir norskra króna.
Kaupsamningurinn sem ég sá hljóð-
aði hins vegar upp á 21 milljón n.kr.
Ég gerði að vísu ráð fyrir að við
myndu bætast 3—400 milljónir gkr.
vegna kostnaðar við kaupin og komu
togarans. En að bætt hefði verið 1000
til 1100 milljónum gkr. við kaupverð
skipsins vissi ég ekki fyrr en 28. jan.
og það á fundi sem ég boðaði kaup-
endurna til vegna orðróms sem mér
hafði borizt til eyrna.
í millitíðinni höfðu kaupendurnir
ákveðið að útbúa skipið sem verk-
smiðjutogara í algjörum blóra við
mig eða Framkvæmdastofnun.
Það er um þetta atriði sem hvellur-
,inn stendur og upplýsingar rikis-
stjórnarinnar um fundi mina með
þessum drengjum eru úr lausu lofti
gripnar,” sagði Sverrir.
-A.St.
Eplið er tölva fyrir:
Fyrirtœki (tollvörugeymsluútreikningar),
skóla, vísindamenn og heimilið. Við höfum
þúsundir forrita frú Bandaríkjunum.
Hafið samband við tölvudeild vora í síma
29800, Hermann Karlsson.
rínrff^
Einkaumboð á Islandi
fyrirÁpple
Computerlnc,
TniBimr
SKIPHOLTI 19 SIMI 29800
■SgBWKÍtÆag™— <
EæSÆiMÆmAÆWmmfMsM s v 3
ip»
elMtsftcs tor*ccnotr6sto~*, éij
hk. v*
ÍSÝNISHORN ÚR
SÖLUSKRÁ
ILA-
MARKAÐ-
URINN
GRETTISGÖTU
síMi 25252
Subaru 1600 (fjórhjóladríftnn)
1978, kremlitaður (USA-útgáfa),
ekinn aóeins 25 þús. mflur. Falleg-
ur bfll. Verð kr. 58 þús.
|Dodge Ramcharger 1977, brúnn
og hvftur, 8 cyl. (318) m/ðllu, ekinn
aðeins 27 þús. km. Góð innrétting.
Verð kr. 98 þús. Skipti á nýlegum
fólksbll.
Galant 2000 GLX 1977, brúnsans-
eraður, sjálfskiptur, ekinn 50 þús.
jkm. Gott útlit. Verð kr. 62 þús.
Ford Bronco disil 1979, rauður og
hvftur, ný 6 cyl. Perkins dfsilvél,
4ra gira, beinsk. Mjög góð innrétt-
|ing. Verð kr. 230 þús.
Ford Fairmont 1978, kremgulur, 4
cyl. Einkabfll. Verð kr. 60 þús.
Skipti á ódýrarí.
Ford Granada Chia 1979, 6 cyl.,
sjálfsk. m/öllu. Glæsilegur 2ja dyra
sportbfII. Verð 110 þús. Skipti
mögulega á ódýrari bll.
:3 ’
Daihatsu Charade 1979, silfur-
grár, ekinn 29 þús. km. Snyrti-
legur bfll. Verð kr. 49 þús., útborg-
un 35 þús., eftirst. á 5 mán.
Ford Escort 1300 1978, drapp-
litur, ekinn 24 þús. km. Verð kr.
52 þús.
Blazer K-5 1977, blár og hvitur, 8
cyl. (390), sjálfsk. rn/öllu, ekinn 31
þús. mílur. Verð kr. 105 þús.
Skipti.
International Diesel Pickup
m/framdrifi 1971, gulur. Vél: Ford
D-300, 4ra gira beinsk. 6 manna
‘hús. Verð kr. 65 þús. Ymis skipti.