Dagblaðið - 02.03.1981, Síða 6

Dagblaðið - 02.03.1981, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. MAR7.1981. Li'itarmennirnir röðuðu sér upp i beina röð með stuttu millibili ou pjakka með álstöngum í gegn um snjóinn með 70 sm milli- bili. Kf maður fannst undir snjónum hlupu nnkkrir til og bvrjuðu að moka hann upp. Hinir héldu áfram pjakkinu þar til allir voru fundnir. Franian við þá má sjá skiði og skiðastaf, sem tilheyrðu einum þeirra er leitað var. DB-myndir: Atli Rúnar. i Fjögurra sæta flugvél, TF-RAK, fórst á föstudaginn á leiðinni frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur. Flakið fannst nálægt Bláfjöllum. Flugmaður- inn og farþegi fundust á lífi en annar farþegi látinn. Skömmu siðar bárust fréttir af því að snjóflóð haft fallið á svipuðum slóðum og undir því ient þrír skíðamenn. Björgunarsveitir fóru á vettvang og í gærmorgun fundust mennirnir allir heilir á húfi undir snjó- skriðunni. Áður en lengra er haldið er rétt að upplýsa að sem betur fer eru þessar fréttir uppspuni frá rótum, en voru þó raunveruleiki í hugum vaskra manna í Flugbjörgunarsveitinni. Þeir voru við æfingar á Bláfjallasvæðinu og ná- grenni um helgina. Æfð var allsherjar- leit að týndu fólki í smáum og stórum atriðum og farið I gegnum margbrotið skipulag hennar. Hópur nýliða í sveit- inni fékk sína eldskírn á æftngunni og i gærmorgun var bæði þeim og nýliöum i Björgunarsveit Ingólfs kennt að leita að fólki sem grafið er undir snjóskriðu. Blaðamaður Dagblaðsins fylgdist með leitinni t snjóflóðinu og björgun þriggja manna. Einn maðurinn hafði legið grafinn í snjónum í rúma tvo tima áður en hann fannst. Annar lá í hálf- tima, en sá þriðji reyndist jvegar til kom verapbki fyllturaf teppum! Ruglaður flugstjóri á gangi fannst við Fjallið eina á laugardags- kvöld. Björgunarmenn voru ekki nema rétt búnir að finna vélarflakið er þeim barst tilkynning um að tveir menn væru týndir á Bláfjallasvæðinu. Var ákveðið að grafa snjóhús á staðnum og láta fyrirberast utn nóttina til'að leit gæti hafizt strax í birtingu. Rétt eftir að menn voru sofnaðir voru þeir ræstir um miðnættið til leitar, en sézt hafði neyðarblys á Þrengslavegi. Laust eftir kl. 1 fannst maður, farþegi úr flugvél- inni. Þá var hægt að sofa áfram. Löng helgi og ströng hjá Flugbjörgunarsveitarmönnum: Lítil flugvél fórst, þrír menn f snjóðf lóði —en sem betur fer voru f regnimar upplognar, þetta var bara æf ing Klukkan 8 í gærmorgun voru björgunarmenn enn kallaðir til leitar. í þetta sinn að mönnum sem grunur lék á að hefðu lent í snjóflóði. Skriða hafði falliö og að henni lágu skíðaför.. Þriggja manna var saknað. öllu liðinu var stefnt að snjóskriðunni og einnig hóp úr Björgunarsveit Ingólfs. Magnús Hallgrímsson verkfræðingur og félagi í Flugbjörgunarsveitinni stjórnaði leit- inni og leiðbeindi björgunarmönnum að bera sig rétt við að pota í skriðuna með 3ja metra löngum álstöngum. Ætlunin var að setja af stað snjóflóð með dýnamitssprengingu til að leita i, en móðir náttúra gerði betur en dýnamítið og setti sjálf af stað stórflóð, svonefnt flekaflóð. Mennirnir eru anzi litlir i samanburði við snjóskriðuna. Reynt var að hafa æfinguna eins raun verulega og framast var unnt. A föstu- daginn var Flugbjörgunarsveitin kölluð út til leitar að TF-RAK. Sveitarmenn héldu þegar út úr bænum áleiðis til Blá- fjallasvæðisins. Þar var liðinu skipt í 4 hópa og leit hafin. Flugstjórinn fannst á gangi og kom í Ijós að hann var meira en lítið ruglaður í kollinum eftir slysið. Hann gat litið sagt til um hvar flug- vélarflakið væri niðurkomið en á honum mátti skilja að 2 km vestnn við hann væri maður úr vélinni. Þar fannst svo lik annars farþegans. Flakið sjálft Snjóflóðsmaðurinn staðinn á fætur með kaffitár sér til hressingar. Hann hafði legið undir snjónum f hálfan þriðja klukkutfma áður en strákarnir fundu hann og fann til kulda undir það sfðasta. Helgi Ágústsson heitir maðurinn, félagi í Flugbjörgunarsveitinni. Maður fundinn. Leitarmenn mokuðu varlega l'rá honum og þegar rúmt var orðið I kringum hann var komið með sjúkrabörur og maðurinn borinn burt. Allir samtaka og hifopp! Maðurinn kominn á börurnar (þetta eru sérstaklega búnar börur til að hifa menn úr sprungum og þvilíku við erfiðar aðstæður. Börur af þessari tegund kosta 10.000 krónur (I milljón gkrónur)! Eftir leit í á þriðja tíma voru allir fundnir heilir á húfi og æftngunni þar með lokið. Ekki heiglum hent að komast í flugbjörg- unarsveitina Margir nýliðarnir voru greinilega orðnir dálítið þreyttir og slæptir eftir langa og stranga helgi. Það er ekki tekið út meðsældinni aðgerast félagi í sveitum sem kallaðar eru út til leitar og alls kyns hjálparstarfa við erfiðustu aðstæður. Nýliðar í Flugbjörgunar- sveitinni eru þjálfaðir í 1 1/2 til 2 ár og þurfa að sýna og sanna að þeir hafi áhuga á og séu hæfir til að komast í sjálfa aðalsveitina. Þeir sem ganga til liðs við sveitina sitja fundi í hverri viku, einn eða fleiri, eru í þrekæftngum og á fræðslufundum. Um helgar eru ýmsar æfingar, og til viðbótar eru útköllin þegar samborgararnir þurfa á hjálp að halda. Og það er hreint ekki sjaldan. í mánudagsfárviðrinu mikla fyrir skömmu voru Flugbjörgunarsveitar- menn sendir upp á þak Loftleiðahótels- ins til að negla járnplötur sem voru að losna og fjúka. Þeir sinntu líka hjálpar- starfi í Árbænum, við Borgarspítalann og viðar um borgina. Og bíll frá þeim fór til leitar að sendibíl frá Hveragerði sem fauk út af veginum á Hellisheiði. Allt þetta leggja menn á sig án þess að fá nokkuð í staðinn nema ánægjuna af því að hafa orðið einhverjum að liði. Kostnaður við rekstur tækja sveitar- innar er greiddur að nokkru leyti með fé sem safnað er eða fæst fyrir sölu merkja. Hið opinbera styrkir starfsem- ina lika nokkuð. Athygli vekur að opinberu styrkirnir rýrna að verðgildi ár frá ári, sem kemur sér skiljanlega mjög illa fyrir þá sem í þessu stappi standa. Er þá illa komið fyrir stjórn- Magnús Hallgrimsson t.v. stjórnaði leit- inni i snjóflóðinu og kenndi rétt vinnu- brögð. Hann hefur sótt námskeið erlendis f snjóflóðafræöum og miðlar mörgum manninum af þekkingu sinni og reynslu. Til hægri er Rúnar Nordquist, félagi hans úr Flugbjörgunarsveitinni. málamönnum ef næsta útkall björg- unarsveitamanna verður til að leita með logandi ljósi að góðvild hins opin- bera sem það ætti skilyrðislaust að auð- sýna ómetanlegu starfi sjálfboðaliða. -ARH.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.