Dagblaðið - 02.03.1981, Síða 12

Dagblaðið - 02.03.1981, Síða 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. MARZ 1981. í M/WB fifálst, óháð dagblað Útgefandi: DagblaðW hf. FramkvœmdastJ6rí: Svainn R. EyjöHsson. Ritstjörí: Jónas Krístjánsson. Aóstoóarrítstjórí: Haukur Helgason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrífstofustjörí rítstjömar Jöhannes Reykdal. iþröttir Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoöarfróttastjörí: Jönas Haraldsson. Handrít Ásgrímur Pábson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaðamenn: Anna BJarríason, Atli Rúnar HaHdörssorí, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Döra 8tafánsc|6ttk, EKn Albertsdöttir, Qlsli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jönsson, Inga Huld Hákonardöttir, Krjicjárí Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Lfósmyndin Bjajnlelfur BjamlaHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Slgurðsson, Sigurður Porrí Sigurðsson og Svalnn Parmóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyJÓHsson. Gjaldkarí: Práinn PoríaHsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Helldóre- son. DreHingarstjórí: Valgarður H. Svainsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12- Afgraiðsla, áskríftadaikl, augtýslngar og skrífstofur Þverholti 11. AOAIml btetelna w 2702TÍÖ knuri. Satning og umprot Dagblaðið hf., Slðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun:. Arvakur hf., Skalfunnl 10. Aakriftarvarð á mánuðl kr. 70,00. Varð I lauaaaðki kr. 4,00. Hver étur togarann? Nokkuð hefur verið rætt um þá staðhæfingu utanríkisráðherra, að Alþýðubandalagið muni ,,éta ofan í sig” flugskýli varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli. Alþýðubandalagsmenn hafa fúlsað við skýlunum, en ekki ólíklegt, að þeir muni að lokum gleypa bitann, þó aðeins að með honum fylgi eitthvað bragð- bætandi. Önnur spurningin er nú efst á baugi í slíkum matarmálum. Hver mun ,,éta” Þórshafnartogarann, áður en lýkur, Framkvæmdastofnun, ríkisstjórn eða Alþingi? Þessi togarakaup eru svo bragðvond, að enginn vill við taka, svo að til sjáist. Hver vísar á annan. Umfjöllun stjórnarblaðanna, Þjóðviljans og Tím- ans, á föstudaginn um togarakaupin segir þá athyglis- verðu sögu. Ríkisstjórninni tókst loks á öðrum fundi um togara- málið í síðustu viku að koma frá sér boðskap. Þjóð- viljinn telur málinu lokið og kaupin samþykkt. Hann segir: „Þórshafnartogarinn. Málalok í gær. Ríkis- stjórnin féllst á þá leið, sem Framvkæmdastofnunin lagði til.” Ennfremur segir, að málið sé nú þannig til lykta leitt, að togarinn verði keyptur. En hvað gerði ríkisstjórnin í rauninni? Það mátti sjá í hinu stjórnarblaðinu, sem sýndi merkilega viðleitni til frjálsrar blaðamennsku í þessu máli. Tíminn sagði: ,,Þórshafnartogarínn. Ríkisstjórnin vill ekki ráða en vísar málinu aftur til Framkvæmda- stofnunar.” Tíminn sagði ennfremur: ,,Þótt völd séu líklega almennt talin eftirsótt, virðist eftirsókn eftir ákvörðunarvaldi um kaup á Þórshafnartogaranum margumrædda þó vera undantekningin, sem sannar regluna.” Allt fór vel af stað í kerfinu með þessi togarakaup. Þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra báðu um stuðning við þau, undir forystu Stefáns Valgeirssonar, sem er fremstur meðal jafningja í fyrirgreiðslupólitík. Málið hlaut blessun ríkisstjórnar og stjórnar Fram- kvæmdastofnunar. Togarinn reyndist svo miklu dýrari en þessir lands- feður höfðu talið, að þeirra sögn nú. Fjármögnun varð ívafa. Síðustu vikur taka málin nýja stefnu. Fram- kvæmdastofnun samþykkir að lokum „málamiðlun” um fjármögnun, sem hún taldi vera tillögu komna frá ríkisstjórn. Stjórnendur stofnunarinnar lýstu því, að þeir álitu sig vera að fara að vilja ríkisstjórnarinnar. Þá birtust ráðherrar og þvoðu hendur sínar opinberlega, sumir hverjir. Þeir sögðu, að ríkisstjórnin hefði enga samþykkt gert í líkingu við það, sem stjórn stofnunarinnar hefði talið. Einhverjir ráðherrar hefðu rætt slíkalausn „prívat”. Stjórn Framkvæmdastofnunar vildi ekki sitja uppi með skömmina og gerði tilraun til að fá ríkisstjórn til að bera hana. Hún bað ríkisstjórnina um nánari skýringar á afstöðu sinni og sögðu stjórnarmenn stofnunarinnar málið stöðvað að svo komnu. Ríkisstjórn hefur nú svarað þessari beiðni út í hött og vísað öllu saman til Framkvæmdastofnunar enn á ný. Stjórn Framkvæmdastofnunar ræddi málið á föstudag, taldi svar ráðherra óljóst og ófullnægjandi, vildi ekki taka við ábyrgðinni og bað um frekari viðræður. Og hver kyngir bitanum að lokum? Heilsugæslu- mál aldraðra Þór Halldórsson yfirlæknir segir í ræðu á ráðstefnu um málefni aldraðra árið 1979 meðal annars um öldrunarlækningar og ástand þeirra hér á landi: . „Borið saman við nágrannalönd okkar, Breta og Skandinava, verður hverjum ljóst, sem kynnir sér þessi mál, að við erum illa vanþróaðir í þessum efnum og erum sennilega 15 til 20 árum á eftir þessum nágrönnum okkar, bæði hvað snertir fram- kvæmd og skipulag öldrunar- lækninga og samhæfingu þeirra við félagslega þjónustu.” Dapurleg þróunarsaga Um það hvernjg staðið hefur verið -—að ytri búnaði fyrir öldrunarhjúkrun segir Þór meðal annars: ,,Á Reykjavíkursvæðinu er að undantekinni upprunalegu 30 manna hjúkrunardeild DAS engin hjúkrunarstofnun, sem er til húsa í húsnæði, sem upprunalega er hannað fyrir þessa starfsemi.” Þegar Þór hefur rakið dapurlega þróunarsögu þeirra bygginga, þar sem öldunarhjúkrun fer fram, endar hann þá upptalningu á þessu dæmi: „Átakanlegasta dæmið um þetta er þó öldrunardeild Landspítalans, sem upprunalega var hönnuð sem íbúðir fyrir öryrkja. Þar eru á öllum" sjúkrastofum mjóar dyr og eldhús- innrétting í hverri sjúkrastofu. öll þessi dæmi eru tínd til hér,” segir Þór, „til að undirstrika, að öldrunarlækningaroghjúkrunarstarf- semi hefur þróazt skipulagslítið af hálfu yfirvalda, og hver einstök - /" ....... stofnun hefur verið uppfærð til að bjarga neyðarástandi hvers tíma, en ekki sem liður í skipulagðri heil- brigðisþjónustu.” Lítil læknisf ræðileg tengsl Um hina faglegu hlið öldrunar- hjúkrunar segir Þór Halldórsson: „Heilbrigðisþjónusta fyrir aldraða er hugtak, sem hingað til hef- ur verið næstum óþekkt í heilbrigðis- kerfi okkar. Það hefur ekki verið litið á heilsugæzlumál aldraðra sem sér- stakt viðfangsefni sérhæfðra lækna, sérgreinin öldrunarlækningar eða geriatric hefur ekki hlotið viður- kenningu af læknadeild Háskólans sem sérgrein innan læknisfræðinnar og engin kennsla í þessu fagi er fyrir læknastúdenta og mjög takmörkuð kennsla í hjúkrunarskólunum í þessum fræðum. Hér á landi hafa öldrunarlækningar verið dreifðar í öllum_þáttum heilbrigðiskerfisins og jafnvel utan þess, þar sem meiri hluti hjúkrunarrýma eru tengd elli- og dvalarheimilum, en þau eru mjög lítið læknisfræðilega tengd sjúkra- húskerfmu yfirleitt”. Þar rís auðvitað hæst Þó að þessar upplýsingar séu ekki frá því í gær, hefur engin bylting verið gerð á flestum þessara sviða sem minnsterá. Þó hefur það gerst nú að stór átök eru í gangi til að bæta úr ytri aðstæðum í sambandi við öldrunar- hjúkrun. Þar rís auðvitað hæst bygging B-álmunnar við Borgar- spitalann. Hitt gefur auga leið, að 15 til 20 ára slóði verður ekki dreginn inn á stuttum tíma. Þó ber að fagna því, að það sem gert er núna í sam- bandi við nýja starfsemi í öldrunar- hjúkrun er þó í takt við það, sem fyrir löngu hefur verið talið sjálfsagt í nágrannalöndum okkar. Ástæðan til þess, að ég reyni nú að vekja athygli á þessum þætti í málefnum aldraðra er sú, að ég ótt- ast, að almenn þjóðfélagsmál og á- stand efnahagsmála okkar almennt muni verða til þess að hindra þá þróun, sem nú er í gangi i þessum félagslega málaflokki. „Ræstingafólk óskast — Há- skóli íslands” Það er trú fjölmargra að Háskóli íslands sé uppeldisstöð 1 þógu rót- taekra vinstri afla. Stór hluti íslend- inga gerir sér litla grein fyrir því starfi sem fer fram innan Hóskólans, hvorki i kennslu- og rannsóknamól- um né þaðan af síöur félagsmólum stúdenta. Þetta þekkingarleysi ó mólum Hóskólans þarf ekld að koma neinum spónskt fyrir sjónir því grein- argóðar upplýsingar til almennings um starfsemi þar eru mjög af skorn- um skammti. Um meginhlutverk Hó- skólans, kennslu og rannsóknir, væri hægt að fjalla I löngu móli, en það læt ég ógert hér. Hins vegar hafa gef- izt tilefni til umræðu um félagsmól stúdenta i H.í. Sérstaklega mó telja til blaðaskrif nýverið þar sem þessi mól hafa veriö f brennidepli. Það er ekld ný bóía að félagsmól stúdenta lendi undir smósjó i fjölmiðlum. Ein óstæöan er sú að stúdentar sjólfir eru fjölmargir óónægðir með forystuna og þykir kominn timi til að ræstinga- fólk komi og hreinsi til i stjórn stúd- entaróðs. . . Stúdentaráð Háskóla íslands Byrjum á réttum enda. Stúdenta- ráð Háskóla íslands (SHÍ) er sú sam- kunda sem standa á vörð um hags- muni stúdenta og vera málssvari þeirra. í stúdentaráði sitja 30 nem- endur og eru stúdentaráðsliðar kjörn- ir árlega í almennum kosningum meðal stúdenta í H.í. Störf stúdenta- ráðs eru oft ærið timafrek og ekki verður þátttakan í þeim girnilegri þegar á það er litið að almennir stúd- entaráðsliðar inna alla vinnu af hendi í sjálfboðavinnu. Þá er því ekki að neita að svo óverulegt álit sem SHÍ nýtur víða meðal stúdenta og al- mennings hvetur menn ekki til starfa áþeim vettvangi. Tvö félög stúdenta hafa lengst af verið starfandi í SHÍ, Vaka — félag lýðræðissinnaðra stúdenta og Félag vinstrimanna. Það eru vinstrimenn- irnir sem hafa haft meirihluta og þar með stjórnina á sinni könnu innan SHÍ sl. áratug. Áður nefndu þeir fé- lag sitt Verðandi, en fyrir nokkru tók að halla undan fæti og saxaðist óðum á meirihlutann. Þegar rosknar konur finna fyrir aldrinum í hrukkum and- litsins grípa þær stundum til andlits- lyftingar —1 og það varð þrautaráð Verðandi sem skipti um nafn, heitir nú Félag vinstrimanna. Sama fólkið var þar á ferðinni og með sömu rull- una og róttæklingar hafa kyrjað um árabil. „Bylting er boðuð þreyttum ogþjáðum. . ,”o.s.frv. Meðvitað eða óafvitandi hafa rót- tæklingar eyðilagt stúdentaráð. Meðj gaspri sínu um heimspekilegan þankagang i anda marxismans og aðgerðum í samræmi við þa’ð hafa

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.