Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.03.1981, Qupperneq 13

Dagblaðið - 02.03.1981, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. MARZ 1981. IM r" Kjallarinn Hrafn Sæmundsson Byr f segkinum Þessi ótti minn kemur að utan. Hvarvetna í Vestur-Evrópu geisar nú kreppa, mismunandi dulin að visu. Á slíkum timum hefst mikil barátta um þjóðarkökuna. Auðvitað gildir þar lögmálið, að þeir sterkustu fá mest og á kostnað hinna veikari. Þetta er til að mynda að gerast á Norður- löndunum. Þar standa málin þannig, að byrjað er á að skera niður félags- lega málaflokka. Á íslandi höfum við byr í seglunum eins og er. Við vitum þó, að efnahagsmál okkar hanga á blá- þræði. Og við sjáum hugarfar hinna sterku þrýstihópa. Þeir þurfa ekki að fá mikla golu i seglin sín, til að ráðist verði á garðinn, þar sem hann er lægstur. Ég minnist hér aðeins á einn félagslegan málaflokk, öldrunar- hjúkrunina og aðbúnað aldraðra. Þræða mætti önnur svið á líkan hátt. Það væri nú skynsamlegt að taka mið af hugsanlegri þróun og gera stórátök í þessum málum, meðan tími vinnst til. Ef Ð-álman yrði nú til að mynda reist í lotunni, myndi hún ekki verða rifin aftur niður. Þar yrði þá til staðar ytri umgjörð, sem byggjamætti inn 1. Hrafn Sæmundsson, prentari. 13 Viðbrögð sjálf- stæðismanna við efnahagstillögunum Sennilega hefur það komið ríkis- stjórninni nokkuð á óvart, hversu málefnalega þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa tekið á bráðabirgða- lögunum um ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu. Ráðherrar og stuðn- ingsmenn ríkisstjómarinnar voru fyrirfram búnir að segja, að sjálf- stæðismenn myndu telja allt óalandi og óferjandi, sem frá ríkisstjórninni kæmi. Þeir bjuggust þvi við hat- rammri og blindri andstöðu gegn lög- unum á sama hátt og stjórnarand- staðan hefur oft gert undir svipuðum kringumstæðum. Fyrstu viðbrögð þingflokks sjálf- stæðismanna birtust í hógværri ályktun í byrjun janúar, þar sem fram kom að þingflokkurinn gæti ekki stutt lögin, en myndi flytja mál- efnalegar breytingartillögur við þau. Síðan hafa þingmenn flokksins haft uppi málefnalega gagnrýni á lögin og bent m.a. á, að eina efnisatriði lag- anna, sem einhverja þýðingu hefur, er kjaraskeröing um 7%. Við höfum einnig bent á, að lögin fela ekki 1 sér neinar aðgerðir, sem duga til lengdar i baráttunni gegn verðbólgunni. í mesta lagi munu lögin leiða til þess, að haldið er í horfinu um stutt skeið, en engin tilraun gerð til að koma verðbólgunni niður. Hún verður áfram sú sama og hún var í á siðasta ári og vafalaust meiri, ef ekkert verður frekar að gert. Breytingartillögurnar Við meðferð málsins á Alþingi hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins flutt breytingartillögur við lögin til að gera þau efnismeiri og til að lagfæra ýmsa galla i þeim. Þessar tillögur eru í stórum dráttum eins og hér segir: 1. Gert er ráð fyrir, að sú lögbundna verðstöðvun, sem hér hefur verið 1 gildi árangurslitið í mörg ár og er itrekuð í bráðabirgðalögunum, hverfi úr gildi 1. mai nk., en þá skuli verðlagslögin, sem sam- þykkt voru á Alþingi 1978, taka gildi á ný. Þau lög hafa ekki komist í framkvæmd að fullu, þ.e. ekki sá þáttur þeirra, sem fjallar um frjálsa verðlagningu, þar sem unnt er að tryggja frjálsa samkeppni. 2. Lagt er til, að bætur lífeyristrygg- inga í almannatryggingakerfinu skerðist ekki um 7%, eins og launin. Ríkisstjórnin hefur nú að ekki einhliða rétt til að skera niður framkvæmdir, heldur skuli hún leggja tillögur sínar um lækk- un útgjalda til framkvæmda og reksturs fyrir Alþingi. Öeölilegt er, að ríkisstjórnin ein taki slikar ákvarðanir þvert ofan í fjárlög og lánsfjárlög. 4. í fjórðu breytingartillögunni er lagt bann við millifærslum til að halda uppi óraunhæfu gengi. Við teljum það algjört grundvallar- atriði, aðekki sévísvitandi stefnt i taprekstur sjávarútvegs og út- flutningsiðnaðar, sem bættur sé með sköttum 1 einhverju formi. Bara kjaraskerðing 5. Þá eru lagðar til skattalækkanir til að koma til móts við launþega, sem verða fyrir kjaraskerðingu. „Látið sem veriö sé aö færa launþegum mikla kjarabót á silfurfati... ” hluta komið til móts við það sjón- armið, en ekki að öllu. Trygginga- bætur skerðast því verulega. 3. Lagt er til, að ríkisstjómin hafi Tillögurnar um skattbreytingu eru sem hérsegir: Tekju- og eignaskattur haldist óbreyttir frá siðasta ári, þ.e. Birgirlsl. Gunnarsson skattvísitala hækki í samræmi við verðbólguna. Lögin um sérstakt vörugjald á gosdrykki og sælgæti verði felld úrgildi. Sérstakt vörugjald lækki um 6% og söluskattur um 2%, en það þýðir lækkun á vöruverði í land- Þessar tillögur til skattalækkunar eru raunhæfar og myndu færa lands- mönnum 25 milljarða gamalla króna. Rikisstjórnin hefur nú tilkynnt nokkra skattalækkun, en hún er framkvæmd með þeim furðulega hætti, að fyrst eru ákveðnar stófelld- ar skattahækkanir, en síðan er hluti af þeim tekinn til baka og látið sem að verið sé að færa Iaunþegum mikla kjarabót ásilfurfati. Ríkisstjórnarflokkarnir tóku þá af- stöðu að fella allar þessar breytingar- tillögur. Eftir stendur þá það eitt, að lögin skerði alla kjarasamninga í landinu um 7%. Annaö felst ekki i lögunum. Á því verður ríkisstjórnin ein að bera ábyrgð. Birgir ísl. Gunnarsson alþm. Kjallarinn Krístinn Andersen þeir innprentað þjóðinni og ekki sízt almennum stúdentum ranga mynd af hlutverki SHÍ. Þeim hefur aldrei skil- izt tilgangur Háskólans og starfsemi nemenda innan hans. Það er ekki skoðun mín að innan Háskólans megi ekki fara fram umræða um landsins gagn og nauðsynjar. Ein- ungis er afar vafasamt að margt það sem róttæklingar hafa sett á oddinn eigi nokkuð skylt við hagsmunamál stúdenta. Má taka sem dæmi afstöðu þeirra gegn Coca-Cola, en tæplega hefur nokkur tekið mark á vinstri- mönnum þar fremur en víðast ann- arsstaðar. Þá er ekki að furða þótt margir fussi og sveii þegar stúdenta- ráðberágóma. Vonleysi til vinstri Vinstrimenn eru orðnir þreyttir. Starfsemi félags þeirra hefur verið i algjöru lágmarki í vetur, félagsfund- um tæpast brugðið fyrir og forystan einangrazt. Ástandtö er oröið~~svo slæmt að þeir viðurkenna þessar staðreyndir sjálfir í dreifibréfi sem dreift var nýlega meðal stúdenta. Nú er komið að kosningum og þá taka þeir marxiskan kipp. Sæla vetrarins varir ekki að eilifu og góð ráð eru dýr. Innan Háskólans þyrla þeir upp árlegu moldviðri sem nemendum er kunnugt. „Allt er pólitik”. „Skipt- ingin í vinstri og hægri menn verður því alltaf til staðar i stúdentapólitík- inni svo sem i allri annarri pólitík”. Þetta eru slagorð vinstrimanna i kosningabaráttunni í ár. Það hefur alltaf verið þcim heilög hugsjón að draga störf stúdenta að hagsmuna- málum sinum inn í pólitískar hár- togarnir og þessa hlið sýna þeir nú sem endranær. Gott dæmi um „hugsjónastarf” vinstrimanna er Stúdentablaðið — sem tæpast verðskuldar það ágæta nafn lengur. Yfirleitt er leitun að um- ræðu um málefni stúdenta í því riti, en hvers kyns utanríkispólitík og stéttatogstreitur eiga þar tryggan sess. Svo ósmekklega er staðið að útgáfu Stúdentablaðsins að vinstri- menn ráða þar ritstjóra fyrir rúmar 50 þús. nýkr. árlega meðan hæfum og reyndum umsækjendum hefur verið hafnað þrátt fyrir boð um launalausa ritstjórn. Miðað við út- komutíðni Stúdentablaðsins má telja ritstjóra þess hálaunamann og ríflega það. Þá eru auglýsingar svo gott sem bannorð í Stúdentablaðinu. Til samanburðar er Vökublaðið gefið út stúdentum að kostnaðarlausu. Það blað er fjármagnað með auglýsingum sem yfirleitt skila hagnaði þegar upp er staöið og sjálfboðaliðar starfa að útgáfunni. Vökumenn hafa árum saman hamraö á þeirri óráðsíu sem fylgir Stúdentablaðinu og geta flestir vafalaust tekið undir sjónarmið Vöku í þeim efnum. „Óháðir" flokksgæðingar Þau blaðaskrif um félagsmál stúd- enta sem fyrr var vitnað til eru að mestu sprottin upp úr framboði „fé- lagshyggjandi umbótasinna” til stúd- entaráðs. Kjartan Ottósson, máls- svari hinna félagsþenkjandi, skrifaði nýlega kjallaragrein í DB þar sem hann reifaði málefni SHÍ, róttækl- inga og Vöku stuttlega. Ekki var farið djúpt í saumana og meira skammazt en bent á úrbætur. Til þess eins að koma til móts við einhliða áróður Kjartans gegn Vöku og starfi þess félags, ætla ég stuttlega að svara áburði hans. í fyrsta lagi er vafasamt fyrir Kjartan að veitast að formanni Vöku fyrir það eitt að vera flokksbundinn sjálfstæðismaður eða hafa persónu- legar skoðanir á þjóðmálum. Innan Vöku hefur alltaf starfað fólk úr Sjálfstæðisflokki, rétt eins og óflokksbundnir eða framsóknar- og alþýðuflokksmenn. Því verður ekki mótmælt að Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur lýðræðisflokkanna þriggja og þvi ekki óeðlilegt að stuðnings- menn hans sé að finna innan félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Ef Vaka tæki upp þau vinnubrögð að velja sér félags- og forsvarsmenn úr hópi óflokksbundinna og hlutlausra undir yfirskini „hlutleysis og jafnvægis” fælist augljós mótsögn í því skipulagi einu sér. Ef þvinga á fram tilbúið hlutleysi ber það ekki lengur nafn með rentu. Við Vökumenn hristum af okkur glósur andstæðinganna um ihaldssemi og öfgaskoðanir. Félag okkar hefur alltaf verið opið öllum stúdentum sem vilja starfa að sam- eiginlegum markmiðum með lýðræð- isleg vinnubrögð að leiðarljósi og svo verður um ókomna framtíð. Kjartani hefur staðið þetta til boða eins og öðrum, en framagirni eða aðrar hvat- ir virðast hafa borið hann ofurliði. Um það verður hvorki fjölyrt né full- yrt hér. Kjartan Ottósson er virkur I fél. ungra jafnaðarmanna, þ.e. Al- þýðuflokknum og ritstýrir m.a.s. Málþingi, tímariti ungmennanna þar. Með þetta veganesti vekur furðu að hann fordæmir svo formann Vöku án þess að bera kinnroða fyrir. Hið „óháða framboð umbótasinnanna” er þá aðeins ævintýramennska ótil- tekinna aðila innan Alþýðuflokksins sem ætla sér að þvæla landsmála- pólitík inn I málefni stúdenta og ota þar tota sinum. í öðru lagi gagnrýnir Kjartan stefnu Vöku í hagsmunamálum stúd- enta. Vaka leggur til að námslán verði ekki skert fyrir það framtak manna að reyna að standa á eigin fótum og vinna fyrir sér að einhverju leyti með náminu. Þetta gagnrýnir Kjartan. Hann gerir ráð fyrir að námsmenn séu áfjáðir i. að taka námslán þótt þeir þurfi þeirra ekki með. Sú staðreynd gleymist að náms- lánin eru tryggilega vísitölubundin (eitt „afreka” rpttæklinga i SHÍ) og enginn safnar líkum skuldum að höfði sér að nauösynjalausu. Eins og málum er nú háttað þýðir t.d. ekki fyrir einstæða stúlku með barn að bæta fjárhag sinn með aukavinnu utan námsins, lánasjóðurinn „refs- ar” henni með lækkun námslána. Greinilegt er að Kjartan þarf að lesa sig betur til um lánamálastefnu Vöku og ég bendi honum á stefnuskrá fé- lagsins sem birtist m.a. í Vökublað- inu. Eftir lestur greinar Kjartans varð ég litlu visari um stefnu hins umbóta- sinnaða félagshyggjumanns. Hver er stefnan í lánamálum? Hvað með mál- efni Félagsstofnunar stúdenta og menntamál innan Háskólans? Lík- lega hefði verið tímabært fýrir Kjart- an að snúa sér að ritstörfunum eftir að hin umbótakennda umbótastefna lægi fyrir. A.m.k. hefði greinin að tarna þá e.t.v. orðið einhverjum til fróðleiks og umhugsunarefni fyrir kjördag. Jarðarförin auglýst síðar... Innan félags vinstrimanna (rót- tæklinga) rikir upplausn. Félagið er klofið I hóp hinna róttæku (sem fara þar með völdin) og hinna sem hægar fara sér, s.s. alþýðubandalagsmanna. Ekki er ólíklegt að „umbótafram- boðið óháða” taki til sín eitthvað af atkvæðum utangarðsmannanna og eflaust er ætlunin að fá sneið af fylgi Vöku meðal óháðra og alþýðuflokks- manna. Þannig er klofið framboð vinstrimanna innan Háskólans í ár hvort tveggja i senn: örvæntingarfull tilraun til að stöðva þann uppgang sem orðið hefur hjá Vöku í kosning- um undanfarinna ára og um leið dauðakrampar þess tizkukommún- isma sem rikt hefur innan Háskólans en er nú deyjandi. Atkvæðisréttinn verða allir að nýta Vaka er nær hálfrar aldrar gömul, en húti er s!terk.‘Sivaxandi fýlgi und- anfarinna ára hefur hert Vökumenn I baráttunni fyrir sigrinum gegn alræði róttæklinga innan Háskólans. Nú vantar aðeins herzlumuninn á að nýtt vor boði komu sína í stúdentaráð H.í. Stuðningsmenn Vöku hafa lof- orð um bót og betrun vinsrimanna að engu, hvort heldur þeir kalla sig Félag vinstrimanna eða Umbóta- sinnaða vinstrimenn. Öllu máli skipt- ir að enginn láti sig vanta á kjördag. Þá verður róttæklingaveldið I Há- skóla íslands lagt til hinztu hvíldar. Kristinn Andersen, rafmagnsverkfræðinemí. - ^ Vinstrimenn halda ritstjóra Stúdenta- bladsins i hálaunaflokki en hafna sjálf- boöavinnu í þágu stúdenta...”

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.