Dagblaðið - 02.03.1981, Síða 14

Dagblaðið - 02.03.1981, Síða 14
14 veitir greiðan aðgang að góöri pjónustu fjölmargra fyrírtækja í flestöllum viðskiptagreinum Hringdu og fáðu sendan upplýsingabækling um Eurocard þjónustuna. E Kreditkort h.f.Ármúla 28. Sími 85499 Systema LC3400 Afhverju borga meira enþúþarft? 50 vísindalegir möguleikar • Þrefaldur svigi • Slekkur á sér sjálf eftir viðvörun • Rafhlaða 1000 klukkutima Verð289.- Grensásvegi 24 — Sími 82660. ert þú með rétta andlitið? Við, sem vinnum að gerð sjónvarpsauglýsinga, erum sífellt að leita að „rétta“ andlitinu. Ef tilviller það þittandlit. Okkur vantar börn og unglinga, karla og konur, fríða og ófríða, unga og aldna - sem sagt alls konar andlit. Ef þú vilt vera með í gerð sjónvarpsauglýsinga þá líttu við þessa viku kl 13—17 og láttu sjá framan í þig. Ef til vill ert þú með andlitið, sem við leitum að. HUGMYND hf. Laugavegí 178,2. hæó til vinstri, Síminn er 84045 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. MARZ 1981. inga Huld Hákonardótlir um var mikið dekrað við mig, þá fann ég fyrst að ég hefði sjens! ” Jökulhlaup og sand- byljir á Skeiðarársandi Framhaldsmenntun sína í skóla lífsins hlaut hann fimm ára í Skafta- felli í Öræfum þegar móðir hans gerðist þar ráðskona í eitt ár. Þangað var þáyfir miklar torfærurað faraog náttúran hrikaleg þegar austur var komið. Og Jón fer að rifja upp áhrifin sem hann varð fyrir af þessum mikiifeng- legu náttúruöflum og því yfirvegaða og góða fólki sem mótazt hafði af glímunni við þau. „Það varð stórhlaup í Skeiðará þetta ár. Kolmórautt fljótið beljaði yfir hálfan sandinn. Símastaurarnir stóðust ekki áhlaupið, losnuðu upp og flutu ofan á vatnselgnum, hang- andi saman á símastrengjunum. Öðru sinni man ég eftir sandroki. Vindur stóð af jöklinum svo Skeiðar- ársandur bókstaflega lyftist upp og varð eins og myrkur veggur sem byrgði alla sýn til suðurs. En það komu lika sólardagar og einn slíkan var ég að leika mér fyrir framan smiðju. Sólin glampaði á ,,Má ég ekki hafa kaffið sterkt?” spyr Jón Ásgeirsson tónskáld og sparar vatnið þar sem hann stendur í eldhúsinu og hellir upp á. Við erum komin í morgunkaffi á heimili hans á Flókagötu í tilefni þess að hann hlaut nýskeð menningarverðlaun Dag- blaðsins á sviði tónlistar. Það er allt sterkt kringum Jón, ekki sízt hláturinn sem ekki þarf að lýsa fyrir þeim sem heyrt hafa. Hann er á við meðal Kröflugos. Jón er vinnuþjarkur hinn mesti, enda þurfti meira en venjulegan kraft til að rífa Þjóðleikhúsið upp úr þeirri lægð sem það var komið í nú í vetur. Og hefðu víst fáir trúað að það átak yrði unnið með heilskvöldsballett, og það íslenzkum. Með þessu framtaki gaf Jón fjölmörgum dönsurum og hljóðfæraleikurum tækifæri til að blómstra og lyfti þannig miklu fieir- um en sjálfum sér upp í Ijósið. Hann hefur leikið þennan leik áður, fyrir fáum misserum, þegar hann samdi óperuna Þrymskviðu sem einnig var flutt i Þjóðleikhúsinu. Og kynnu ein- hverjir að halda að nú væri hann orðinn þreyttur þá er það algjör mis- skiiningur. „Sólon íslandus — alþýðumaður eins og ég... ,,Nú er maður fyrst að byrja starfs- ævina,” Segir Jón, sem nú er rúmlega fimmtugur. Hann hefur kennt baki brotnuvið Tónlistarskólann i Reykja- vík og víðar, staðið í íbúðarkaupum og öðru því basli, sem dæmist á fjöl- skyldufeður. Listagyðjan heillar að vísu marga þannig að þeir láta börn sín og konur reka á reiðanum í þeirri von að þau bjargist einhvern veginn. En það hefur Jóni aldrei dottið i hug. Eldri börn hans eru nú í framhalds- námi erlendis. Hann hefur sjálfur lítið farið utan og mörg önnur tón- skálda okkar hafa hlotið meiri frama á alþjóðavettvangi. Kannske má segja að Jón sé einna hreinræktað- asta barn alþýðunnar í því prúða liði. Enda hefur hann dálæti á Sóloni ís- iandusi og hefur mynd hans á stofu- vegg, en hvorki Beethoven, Jón Sig- urðsson né Stalin. það var raunar Skúli sem smíðaði kistilinn fræga sem faðir hans færði Valdemar kóngi. „Systurkistill við þennan er í eigu hálfbróður míns á ísafirði.” Tveggja ára gamall fluttist hið til- vonandi tónskáld til Reykjavíkur og lenti strax í árekstri við nútímann. Ungur kaupmaður var að sýna kær- ustunni sinni hvað hægt væri að bruna hratt á tryllitækinu bifreið út úr bænum. En efst á Laugaveginum, inni við Ás, var Jón í grandaleysi, tveggja ára, að eltast við púddur, þegar ófreskjan kom þjótandi og henti honum ttpp í steinvegg. „Ég man eftir sjálfum mér háorgandi inni í drossíunni og þótti mikil upphefð að sitja í slíkum stað,” segir Jón og strýkur örið yfir augabrúninni, sem hann fékk til menja. „En á spítalan- ... en langafi minn var Eiríkur frá Brúnum" Hann er alinn upp af einstæðri móður og rangfeðraður. „Ásgeir dó tveimur árum áður en ég fæddist,” segir Jón, og tröllahláturinn glymur í eldhúsinu. „Minn rétti faðir var Skúli Skúlason á ísafirði, sonur Skúla Þ. Eiríkssonar sem var einn fyrstur lærður úrsmiður á landinu. Klukkur, sem hann smíðaði, eru enn til, mér er sagt að ein með nafni hans hangi á Hjálpræðishernum á ísa- firði.” En faðir þess Skúla var enginn annar en Eiríkur okkar á Brúnum og „I Skaftafellssýslum er hrikalegasta landslag og hjartabezta fólk sem ég hef þekkt — því kynntist ég fimm ára gamall,” segir tónskáldið. DB-mynd: Einar Ólason. ' * Verðlaunahaf i DB á sviði tónlistar: NÚ ER MAÐUR FYRST AÐ BYRJA STARFSÆVINA — segir Jón Ásgeirsson tónskáld og hef ur á prjónunum óperu úr Fornaldarsögum Norðurlanda og kórverk við annálatexta, að ógleymdum sellókonsert

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.