Dagblaðið - 02.03.1981, Síða 16

Dagblaðið - 02.03.1981, Síða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. MARZ 1981. Sigurður Gíslason ökukennari: ÖKUKENNSLAN ER MÖRG- UM ÁRUM Á EFTIR TlMANUM — hefur rekið sinn eigin ökuskóla um tíu mánaða skeið ,,Ég hef verið við ökukennslu í tíu ár og á þeim tíma hefur fræðslan, sem nemendum er veitt, eiginlega alveg staðið í stað. Kennslugögn eru því eins og gefur að skilja orðin fremur gömul. Það var meðal annars af þessari ástæðu, sem ég ákvað að stofna minn eigin skóla,” sagði Sig- urður Gíslason ökukennari er blaða- maður Dagblaðsins ræddi við hann. Hann rekur skóla sinn einn. ,,Met)n hafa áður reynt að standa að svona skóla saman, en einhverra hluta vegna hefur það ekki gengið,” sagði hann. Sigurður hefur nú starfrækt skólann í um tíu mánuði. Áður en hann réðst í það fór hann til Dan- merkur og Þýzkalands og kynnti sér með hvaða hætti fræðslan fer fram þar. ,,Þá sá ég fyrst almennilega hve langt við erum orðnir á eftir hér á landi,” sagði hann. ,,Ég fékk þarna úti mikið af kennslugögnum, bæði kvikmyndir, skyggnur og fleira. Þjóðverjar og sérstaklega Danir voru boðnir og búnir að gera allt fyrir mig, sem þeir gátu.” Námskeiðin hjá Sigurði Gíslasyni standa í þrjú kvöld, allt upp í fjórar klukkustundir á kvöldi. Hann kvaðst mjög ánægður með árangurinn því að fallprósentan hjá nemendum sinum væri sáralítil. „Það eru ekki allir ökukennarar ánægðir með þetta framtak mitt,” sagði Sigurður. ,.Stéttin er dálítið íhaldssöm og þegar einhver fitjar upp á nýjungum finnst hinum að hann sé að reyna að stela frá sér nemendum. Því er ekki að neita að með því að auka fræðsluna í ökuskóla sparast tímar, sem fara i að kenna í bílunum og þar með verður námið nokkuð ódýrara. • Ekki eru allir ökukennarar þó á móti skólanum, því að nokkrir senda nemendur sína til mín, meira að segja stjórnarmaður í Ökukennarafélag- inu.” Námskeið í fræðslumiðstöð Ökukennarafélagsins hafa hingað til tekið tvö kvöld. Nú stendur til að fjölga kvöldunum upp í þrjú. Á nám- skeiðunum er oft mikill fjöldi nemenda. Sigurður takmarkar fjöldann hjá sér við tuttugu manns. — „Ég tel að betri árangur náist ef fjöldi nemendanna er skikkanlegur,” sagði hann. „Bezt væri auðvitað að hafa nokkra litla skóla i stað eins stórs, en ég býst ekki við að þróunin breytist í þá átt á næstunni.” Sigurður Gislason var að lokum spurður hvort umferðarmenningin á íslandi og sérstaklega i Reykjavik, sem flestir eru sammála um að sé ærið léleg, væri slæmri fræðslu að kenna. ,,Það er ekki neitt eitt atriði, sem veldur því að umferðarmenningin hér er slæm,” svaraði hann. „Fræðslan er eitt þeirra. Kröfurnar, sem gerðar eru til ökukennara, prófdómara og prótaka í almennu bifreiðarstjóra- námi, eru þær sömu og fyrir um það bil tuttugu árum. Við vitum hve miklar breytingar hafa orðið á öilum hlutum á þeim tima. Ökukennarar og prófdómarar þurfa enga sérmenntun. Velflestir kennarar hafa annað aðalstarf. Svona mætti lengi telja. Á meðan ekkert er gert til aðbæta kennsluna og fleiri atriði batnar umferðarmenningin ekki. Það gerist ekki fyrr en hið opinbera vaknar. Ég setti skólann minn ekki á stofn til að auka nemendafjöldann hjá mér, heldur einungis vegna þess að mér blöskraði ástandið. Fræðslan hérna hjá mér miðast ekki við það að koma nemendunum á sem auðveldastan hátt í gegnum bilprófið, heldur að þeir séu ögn betur undir það búnir en fyrr að leggja út í umferðina.” -ÁT- SÍRurftur Gislawn: — i.nyin von á úrbólumfyrr cn hið opinhcra vaknar. -DB-mvnd: Þorri. Hreiðarsskóli á Akureyri jafnaður við jörðu: Þaðan ómaði bamasöngur óslitið í átján vetur Við öll hús tengjast einhverjar mannlegar tilfinningar. Gömlu húsin eru kannski sérstök að þessu leyti. Þeim eru tengdar margar minning- arnar. Og þegar húsin hverfa rifjast lljónin Jcnna of> Hrciðar Stefánsson eru kunnir barnahókarilhöfundar. Þau eru einnif; kunnfyrir kennslustörf sln itf• Akurcvrinyar þekkja Hreiðar velfrá þvi að hann rak Hreiðarsskóla. DB-mynd Bjarnleifur. Nú cr húsið horfið ok minninyin um Hreiðarsskóla ein eflir.. DB-mvnd Guðmundur Svansson, Akureyri. þær jafnan upp. Vafalaust eiga margir minningar frá gamla Verzlun- armannafélagshúsinu á Akureyri. Það hús þekkja allir Akureyringar, að minnsta kosti þeir sem eru komnir eitthvað til ára sinna, undir nafninu Hreiðarsskóli. Hreiðarsskóli var starfræktur í hvorki meira né minna en 18 ár. Það var Hreiðar Stefánsson rithöfundur, sem rak forskóla fyrir 5 og 6 ára börn í húsinu. Má nefna fólk eins og Sig- rúnu Stefánsdóttur fréttamann, Guðmund Inga Kristjánsson frétta- þul og Jörund Guðmundsson eftir- hermu, sem sátu á skólabekk i Hreiðarsskóla ásamt mörgum fleiri sem þekktir eru í þjóðfélaginu.” Hreiðarsskóli stóð við Gránufélagsgötu 9. Á hverju ári komu þangað 120—140 börn til að læra að lesa og hlusta á sögur Hreiðars. Hreiðarsskólinn var stofnaður 1945. Áður hafði Hreiðar kennt um tima hjáísaki ísaksskóla. Hreiðarsskólinn varð því ísaksskóli þeirra Akureyringa. ,,Mér þykir leitt að heyra að búið sé að rífa gamla Verzlunarmanna- félagshúsið. Frá þessu húsi á ég ljúfar minningar frá starfsárum mínum á FÓLK Akureyri,” sagði Hreiðar Stefánsson er við spjölluðum við hann um skólann. „Það er óhætt að segja að í þessu húsi hafi verið gleði og söngur óslitið allan veturinn. Á hverjum vetri var ég einn með 120—140 börnum og skipti ég þeim i 4—5 deildir. Hver deild sat í einn og hálfan tíma á dag. Ogum leiðogein deildin fór kom önnur inn. Fyrstu árin var ég á neðri hæðinni, þar var einn stór salur og eitt herbergi. Þá var hitað upp með stórum kolaofni. Ég man að ég sat oft með börnunum fyrir framan ofninn og sagði þeim sögur,” sagði Hreiðar. „Seinna flutti ég á efri hæðina og hafði ég hana þá alla. Þar voru tveir samliggjandi salir, tvö herbergi og eldhús. Þarna var nægt rúm til að fara í leiki við börnin, enda lét ég þau aldrei sitja lengur en í 10—15 mínútur í einu. Litlu jólin voru alltaf dálítið sér- stök hjá okkur, þá komu í kringum 200 börn til að vera með. í þá daga var stundum erfitt að fá epli. í eitt skiptið þegar séð var að skipið með eplasendingunni næði ekki til Akureyrar fyrir litlu jólin var gripið til þess ráðs að búa til 200 marsipansvín. Það var Björgvin Júníusson (nú tæknimaður hjá út- varpinu á Akureyri) sem bjargaði því máli og auðvitað gerði þetta mikla lukku hjá börnunum,” sagði Hreiðar. Hreiðar Stefánsson kennir nú börnum i Langholtsskóla. ,,Ég hef alltaf haft mestan áhuga á að kenna börnum. Það er svo þægilegt að eiga við þau. Ég er stundum spurður að því hvort ég ætli ekki að fara að hætta að kenna og snúa mér að rit- störfum, en þá svara ég alltaf því til að ég geti ekki skrifað ef ég er ekki með börnum,” sagði Hreiðar Stefánsson bamakennari og rit- höfundur að lokum. -ELA, FÓLK íherklœðum í kokkteil Vigdísar Islendingar búsettir í Kaupmanna- höfn, jafnt betur stæðir vinnandi menn sem fátækir námsmenn (að ógleymdum þeim er Iiggja við akkeri á „sósialnum”), hlökkuðu óskaplega til að komast í kokkteilinn hjá Vig- dísi á laugardaginn. Vandræðin voru bara þau að margir, sérstaklega þeir sem minna mega sín, áttu ekki spari- klæði sem þóttu við hæft. Það sást því gjarnan til fátækra landa af karl- kyni skjótast á milli húsa fyrir helgina og líta við í búðum er selja notuð föt til að leita uppi dökk spari- föt. Hægt var að gera góð kaup, jakkaföt mátti fá sem kostuðu aðeins 50 krónur. Aðrir komust af með minna og fengu klæðin gefins hjá fatagjafadeild Hjálpræðishersins i Höfn. Íslenzk-amerískur kapítalisti á kínverskri grund Hjörleifur Sveinbjörnsson heitir íslenzkur námsmaður sem leggur stund á kínversku og sögu í Peking- borg. Hann er einn nokkurra náms- manna sem farið hafa alla leið til Kina til fræðaiðkunar. Hjörleifur lenti í því í fyrrasumar að leika í kvik- mynd sem Kínverjar framleiddu. Kvikmyndaiðnaðurinn er heilmikið að rétta úr kútnum eftir fall fjór- menningaklíkunnar margumtöluðu og menningarfasismans, sem hún innleiddi. Hjörleifur leikur amerískan kapítalista i myndinni, en ekki fylgir sögunni hvort auðmaðurinn á að tákna hið illa eða góða! Hvað um það, mörgum þykir forvitnilegt að sjá hvernig íslendingi gengur að setja sig i spor bandarísks auðjöfurs á kínverskri grund. Er nú unnið að því að fá kvikmyndina til landsins. Ekki kominn heim ennþá Þrír góðborgarar húsvískir voru að tala saman og barst áfengisneyzla meðalannarsi tal. „Svo eru menn farnir að taka upp á alls konar vitleysu. Ég frétti um einn sem fór út með ruslið á föstu- daginn og kom ekki heim fyrr en á sunnudagskvöld.” „Já, þessu trúi ég vel,” sagði annar og bætti um betur: ,,Ég frétti af öðrum sem fór út í búð að kaupa mjólk til helgarinnar handa fjölskyldunni. Það spurðist ekkert til hans fyrr en í vikunni eftir og þá varð hann að hringja heim til að láta konuna senda sér peninga fyrir fargjaldinu heim.” Var nú komið að hinum þriðja, sem hlustaði þögull á félaga sína hneykslast tæpitungulaust: „Þetta er nú ekki mikið. Ég vissi af einum, sem fór til Akureyrar 1952 til að kaupa brennivín og hann var ekki kominn heim enn síðast þegar ég vissi.” (Tekið traustataki úr Víkurblaðinu á Húsavík). Flt’ifú- F0LK

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.