Dagblaðið - 02.03.1981, Side 24
24
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. MARZ 1981.
SpM ar austangolu «ða kalda um
alt land, vWa varður þokumóda maö
atröndlnnl an akýjað tl landakia.
Kkikkan 6 var auatan 2, akýjafl og 3
■tig | Rayklavk, auatan 2, akýjað og 1
adg é Qufuakálum, haagvlM, akýjað
og 2 atlg á Qaltarvlta, haagvlM, látt-'
akýjað og 4 atlg á Akurayri, haag-
vlðrl, akýjað og -2 atlg á Raufarhðfn,
haagvlM, Jrokumóða og 1 adg á Dala-
tanga, norðauatan 2, akýjað og 3 adg
á Hðfn og auatan I, akýjað og 5 adg á
Stðrfiðfða.
I Pðrahðfn var akýjað og 4 adg,
anjðál og -1 adg I Kaupmannahttfn,
akýjað og -4 adg I Oalð, akýjað og -4
adg I 8tokkhðhnl, Hgnlng og fi adg I
London, þoka og -1 adg I Hamborg,
rlgning og 7 adg I Paria, láttakýjað og
-1 adg I Madrld, láttakýjað og 10 adg I
Llaaabon, og akýjað og • adg I Nasv
Guðbjöm Jensson, sem lézt 19. febrú-
ar, fæddist 18. apríl 1927. Foreldrar
hans voru Sigriður Ólafsdóttir og Jens
Hallgrímsson. Áriö 1950 lauk Guð-
björn hinu meira fiskimannaprófí og
fór fljótlega sem 2. stýrimaður á b/v
Helgafell. Árið 1961 var hann fastráð-
inn skipstjóri á Hvalfellinu. Eftir það
var hann skipstjóri á ýmsum skipum,
t.d. Sigurði og eftir það eingöngu á
skipum Bæjarútgerðar Reykjavíkur.
Árið 1975 lét hann af störfum vegna
sjúkleika. Árið 1953 kvæntist Guð-
björn Viktoríu Skúladóttur og áttu þau
4 syni. Hann veröur jarðsunginn i dag,
2. marz, kl. 14 frá Bessastaðakirkju.
Bjöm Jóhannes Óskarssori hagræðing-
arráðunautur, sem lézt 23. febrúar,
fæddist 25. júni 1921. Foreldrar hans
voru Óskar Ólafsson og Jóhanna Jó-
hannesdóttir. Björn hóf sjómennsku
ungur og stundaöi hana samfellt í um
30 ár. Árið 1945 lauk hann hinu meira
fískimannaprófí og var eftir það
stýrimaður á bátum og síðar skipstjóri í
Þorlákshöfn um 10 ára skeið. Árið
1968 réðst hann til Sölumiðstöðvar
’hraðfrystihúsanna sem eftirlitsmaður.
Árið 1978 varð hann leiðbeinandi og
hagræðingarráðunautur í Framleiðni-
deild. Árið 1948 kvæntist Björn Sigríði
Ólafsdóttur og áttu þau 1 son. Björn
verður jarðsunginn í dag, 2. marz, kl.
13.30 frá Háteigskirkju.
Geirþrúður Geirmundsdóttir, Ytri-
Knarrartungu Breiðuvíkurhreppi, Snæ-
fellsnesi, lézt 26. febrúar.
Birna Kristín Bjarnadóttir, Einimel 18,
lézt 25. febrúar.
Ólafía Valdimarsdóttir, Álftamýri 36,
lézt í Landakotsspítala 26. febrúar.
Guðrún Sigurðardóttir frá Hvítadal
verður jarðsungin þriðjudaginn 3.
marz kl. 14 frá Kirkjuhóli, Saurbæ
Dalasýslu.
Anna Þorkelsdóttlr, Njálsgötu 59, lézt i
Landakotsspitala 27. febrúar.
Guðlaug Sveinsdóttir frá Hvilft, sem
lézt 20. febrúar, fæddist 28. febrúar
1885 aö Flateyri við Önundarfjörð.
Foreldrar hennar voru Sigríður Svein-
bjarnardóttir og Sveinn Rósinkrans-
son. Guðlaug fór ung til Noregs og
dvaldi þar við nám í tvo vetur. Árið
1910 giftist hún Finni Finnssyni og áttu
þau 11 börn.
Guðbjörg Aðalsteinsdóttir, sem lézt 21.
febrúar, fæddist 15. marz 1897. For-
eldrar hennar voru Ágústína Sveins-
dóttir og Aöalsteinn Halldórsson. Hún
ólst upp hjá föðursystur sinni, Guð-
rúnu Haildórsdóttur. Guðbjörg giftist
Jóni Nielssyniog áttu þau 5 börn. Jón
lézt árið 1932 og eftir það bjó hún hjá
elztu dóttur sinni.
Einar Dagbjartsson, Grindavík, sem
lézt 21. febrúar, fæddist 24. júní 1917
að Velli i Grindavík. Foreldrar hans
voru Valgerður Guðmundsdóttir og
Dagbjartur Einarsson. Einar vann um
tíma með föður sínum við skipasmiðar
Bílaleiga Akureyrar
Akureyri: Tryggvabr 14 - S 21715, 23515
Reykjavík: Skeifan 9 - S 31615, 86915
Mesta úrvalið, besta þjónustan
Við útvegum yður afslátt
á bilaleigubílum erlendis
FILMUR OG VÉLAR S.F.
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI 2023S.
„Okkar drottning”
bar af þeirri dönsku
Drottningarnar, Margrét og Vig-
dis voru eiginlega bæöi fyrst og síðast
á sjónvarpsdagskrá helgarinnar,
eða því sem ég sá af henni. Á
föstudagskvöldið voru myndir í frétt-
unum frá þvi þegar okkar
„drottning” Vigdís kom til Dana-
veldis.
Ég var svo stolt af henni að ég
fékk tár i augun en gengur ekki
þjóðerniskenndin einum of langt,
að forsetinn skuli nauðbeygður að
klæðast í gærujiels sem misklæddi
hana svona herfilega? Með allri
virðingu'fyrir gærupelsum, þá var
þetta meiraenlítiðmisheppnað.
Hvers vegna er ekki hægt að gefa
forsetanum pels úr Islenzkum,
minkum? Það hefði lika verið
íslenzkur pels, en ólíkt smekklegri og
klæðilegri.
í myndum sjónvarpsins frá komu
forsetans til landsins í gærkvöldi
sýndist mér hún vera komin í
minkapels og skelfing var ég fegin.
Mér verður tíðrætt um þátt for-
setaheimsóknarinnar til Danmerkur í
sjónvarpsdagskránni. Sennilega er
það sá þáttur helgardagskrárinnar
sem fæstir hafa viljað láta framhjá
sér fara. — Mér fannst „okkar
drottning” bera af gestgjafanum og
móður hennar í veizlunni miklu.
Meira jafnræði var með
drottningunum á blaðamanna-
fundinum að mínum dómi, nema
hvað Vigdís var smekklegar klædd,
hárið á henni var miklu fallegra en á
Margréti Þórhildi. Annar þáttur 1
sjónvarpsdagskránni i gærkvöldi,
sem ég læt ekki framhjá mér fara, var
þáttur Björns Th. Alveg er það stór-
furðulegt hvernig Björn getur talað
blaðlaust. Það er svo gaman að
hlusta á hann að með ólíkindum er.
Fyrir daga sjónvarps lét ég ekki út-
varpsþætti hans framhjá mér fara,
þótt þeir geri það stöku sinnum i
dag. — Björn er áreiðanlega það sem
kallað er fæddur kennari og væri sá
nemandi sem ekki gæti lært hjá
honum áreiðanlega meira en lítið
gallaður.
Ég get ekki að því gert en mér
fínnst brezki þátturinn um líf sveita-
aðalsins frekar lítið skemmtilegur.
Að vísu er hann ákaflega vandaður
að allri gerð og leikurinn frábær eins
og í öllum þessum brezku þáttum,
sem við höfum fengið að sjá. En
auðvitað þarf ég ekki endilega að
hafa gaman af öllum þáttum
sjónvarpsins.
Mig langar einnig til þess að
minnast á hve mér hefur þótt vel
takast til með tvo þætti sem byrjað
var á í haust. Annar er á föstudags-
kvöldum, þegar svokölluðum „dag-
bókartilkynningum” er safnað
saman i einn bunka og þeir lesnir af
Birnu Hrólfsdóttur með viðeigandi
myndum, en ekki blandað saman við
fréttirnar. — Hinn er kynning á sjón-
varpsefni næstu viku á
sunnudagskvöldum. Báðir þessir
þættir eru til bóta.
En hvað skyldi vera orðið af
Prúðu leikurunum? Það er nú orðið
býsna langt síðan þeir hafa verið á
„sínum stað” í dagskránni. Ég held
einnig að það hafi verið misráðið að
fá Sponna og Sparða í stað Tomma
og Jenna, þrátt fyrir fábæra þýðingu
og lestur Guðna Kolbeinssonar.
Loks væri gaman að fá einni
spurningu varðandi þýðingu
sjónvarpstexta svarað. Hvers vegna
er nöfnum á sumum persónum í
Húsinu á sléttunni breytt en öðrum
ekki? Ég get ekki skilið hvers vegna
Grace þarf endilega að heita Gyða í
þýðingunni, o.s.frv.
-A.Bj.
en tók svo próf sem veittu honum rétt-
indi til að verða formaður á fiskiskipi.
Einar rak útgerð í um 40 ár, fyrst með
Jónasi Gíslasyni frá Vík en siðar með
Guðmundi bróður sínum og mági
sinum Gisla Jóhannssyni. Einar var
kvæntur Laufeyju Guðjónsdóttur og
áttu þau4börn.
Ingólfur S. Ragnarsson yfírvélstjóri,
Hlíðarvegi 18 Kópavogi, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju í dag, 2.
marz, kl. 13.30.
Óli Andrés Matthíasson verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju í dag, 2.
marz, kl. 15.
Jóna Finnbogadóttir, Ásvallagötu 62,
lézt í Landakotsspítala 27. febrúar.
Hallgrimur Ólafsson fyrrverandi bóndi
á Dagverðará lézt 21. febrúar. Útförin
fer fram frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 4. marz kl. 10.30.
Sigrlður Guðmundsdóttir, Ránargötu
22, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni
þriðjudaginn 3. marz kl. 13.30.
Skúli Þorkelsson húsasmíðameistari,
Framnesvegi 17, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju 3. marz kl. 13.30.
Birna Magnúsdóttir, Álfhólsvegi 45
Kópavogi, verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju þriðjudaginn 3. marz kl.
10.30.
Tónleikar
___............A
Jazzleikar
í Lækjarhvammi
I kvöld. mánudaginn 2. marz vcröa haldnir nýstárlcgir
jazztónlcikar að Hótel Sögu. Þessir tónleikar cru
haldnir á vegum tónlistarmanna, scm hafa áhuga á
jazzlcik. bæði þcim scm leikið hafa i litlum hljómsveit-
um. en þó ckki si/t Þcim. scm leikið hafa svokallaða
..Big-band” jazztónlist.
Aðdragandi þessara jazzleika, cn svo nefnast tón-
leikarnir. er óvcnjulega langur. 1 raun og vcru hefur
undirbúningur þeirra lekið rösk tvö ár. ;Þessi langi
undirbúningur felst i. æfingum 19 manna stór jazz '
hljómsveitar. sem nú kcmur fram i'fyrsta sinn opin
berlega.
Stórhljómsvcitin Big baud'81 bóf: æfipga/ f.vrir
tveimur árum. þá scm æfingahljómsveit jazzáhuga '
manna i FlH. Siðan hafa mál hljómsveitarinnariþró;
azt þannig. að hún hefur yerið opin.öllum. atvinnu
mönnum sem áhugamönnum. I hljómsveitinni leika
bæði ungir og eldri jazzleikarar. Af þeim eldri má telja
Björn R. Einarsson básúnulcikara. Kristján Magnús
son pianista, ólaf Gauk gitarleikara. og Reyni Sig-
urðsson vibrafónleikara. sem gerir sér litið fyrir og
lcikur á trompet mcð hljómsveitinni.
Yngri meðlimir eru m.a. þcir Vilhjálmur Guðjóns-
son og Sigurður Flosason á allosaxa. Jóhann Morávek
á baritónsax. Sigurður Long á tenórsax, Þorleikur
Jóhannesson á trompct og Oddur Björnsson á básúnu.
Auk Big-band ’81 kemur Tradkompaniið fram með
sérstakt dixielandprógram. en Tradkompaníið þarf
vart að kynna sértaklcga. Þeir félagar hafa vakið bæði
ánægju og athygli undanfariö. ekki sizt vegna vel-
heppnaðra sjónvarpsþátta.
Þá kemur Básúnukvartettinn fram og leikur nokkur
lög. Hann skipa feðgarnir Björn R. Einarsson og
Oddur Björnsson. Guðmundur R. Einarsson. föður-
bróðir Odds. og Árni Elfar vinur fjölskyldunnar.
Inn á milli vcrður trió Kristjáns Magnússonar í
startholunum, en með Kristjáni leika þeir Friðrik
Theodórsson á bassa og Sveinn Óli Jónsson á
trommur.
Rúsina jazzleikanna á Sögu verður auðvitað ..eitt
allsherjar djamm" eins og það heitir á máli atvinnu
manna. Þá leiða saman hesta sína allir helztu jazz-
knapar landsins. Jazzleikarnir hcfjast kl. 21.
Kammermúsík-
klúbburinn
Tónleikar verða i kvöld i Bústaðakirkju og hefjast kl.
20.30. Á efnisskránni verða verk cflir J. Haydn. B.
Barlok og L.v. Bcethoven. Márkl-strengjakvartettinn
mun leika á þessum tónlcikum en kvartettinn kemur
frá Þýzkalandi gagngert til þess.
■ - ... *. . . .^j
funátr
Dagskrá um frelsisbaráttuna
í Mið-Ameríku
1 kvöld, 2. marz, veröur dagskrá i tali. tónum og
mynduni um frelsisbaráttu i Mið-Ameriku. Dagskráin
hefst klukkan hálfniu og verður í Félagsstofnun stúd-
enta viðHringbraut.
Hér á landi er nú staddur Manucl Neira. cinn af að-
standendum stuðningshóps FDR I Noregi. En sem
kunnugt er þá er FDR. Lýðræðissinnaða byltingar-
fylkingin, hreyfing sem sameinar stjórnarandstöðuna i
El Salvador. Þessi hreyfing innihcldur pólitísk öfl allt
frá kristilegum demókrötum, sem ekki styðja herfor-
ingjastjórnina lengur. til byltingarsinna.
Mörg samtök á Islandi munu standa að dagskránni.
m.a. Stúdentaráð Hi. SÍNE o.íl.. en fjöldi þeirra er
óljós nú. Á fundinum verður sýnd litmynd frá
Nicaragua. gerð 1979, sem fjallar um lokasókn
sandinista og fleiri gegn hinni illræmdu stjóm
Somoza. Þetta mun vera mjög áhrifamikil mynd. að
sögn þeirra sem séö hafa. i tengslum við myndina, sem
er með norskum texta. mun Manuel segja frá fram-
vindu mála í Nicaragua að undanförnu. Ýmislegt tón-
listarefni verður flutt af plötum og spólum frá S-
Ameriku. sérstaklega nýtt efni frá Nicaragua og fleiri
löndum. örstutt erindi verða og flutt á íslenzku.
Að lokum mun Manuel greina frá þróun mála i El
Salvador og gefst þar færi á að fá upplýsingar scm
hafa litt birzt í fjölmiðlum. í þvi sambandi verður
einnig greint frá frelsisbaráttu i Mið-Ameriku í stuttu
máli og þýðingu hennar i þessum heimshluta.
P.S. Stúdentakjallarinn opinn. — Allar veitingar.
— S-amerisk tónlist.
AA-samtökin
1 dag mánudag verða fundir á vegum AA-samtakanna
sem hér segir: Tjarnargata 5b (kvennadeild) kl. 21 og
14. Tjarnargata 3c kl. 18 og 21, Langholtskirkja
(opinn) kl. 21. Suðureyri Súgandafirði kl. 21. Akur-
eyri. Geislagata 39 (s. 96-22373), kl. 21. Vestmanna-
eyjar Heimagata 24 (98-1140) kl. 20.30. Hafnarfjörfr
ur. Austurgata 10, kl. 21. Mosfellssveit, Brúarland
(uppi), kl. 21 og Hvammstangi Félagsheimili kl. 21.
í hádeginu á morgun þriðjudag verða fundir sem
hér segir: Tjarnargata 3c kl. 12. Tjarnargatá 5b kl. 14.
Keflavikurflugvöllur (Svavar) kl. 11.30.
Ýmssl&gif
k. ______"W .
Ef lum f ramfarir fatlaðra,
gíróreikningur 50600-1.
GENGIÐ
GENGISSKRÁNING Nr. 41 — 27. febrúar 1981 v - Ferðamanna- gjaldeyrir
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandarikjadollar 6,665 6jS83 7,241
1 Stariingapund 14,473 14,512 15,963
1 Kanadadollar 5,467 6,482 6,030
1 Dönsk króna 0,9843 0,9870 1,0857
1 Norskkróna U047 1,2080 1,3288
1 Sœnsk króna 1,4146 1,4184 1,5602
1 Finnskt mark 1,6055 1,6099 1,7709
1 Franskur franki 1,3137 1,3173 1,4491
1 Belg. franki 0,1887 0,1892 0,2081
1 Svissn. franki 3,3461 3,3552 3,6901
1 Hollenzk florina 2,7912 2,7989 3,0788
1 V.-þýzkt mark 3,0851 3,0935 3,4029
1 itölsk lira 0,00640 0,00641 0,00705
1 Austurr. Sch. 0,4356 0,4368 0,4805
1 Portug. Escudo 0,1141 0.1152 0,1287
1 Spánskur peseti 0,0757 0,0759 0,0835
1 Japansktyen 0,03136 0,03147 0,03462
1 IrsktDund 11,284 11,315 12,447
SDR (sérstök dráttarréttindi) 8/1 8,0250 8,0471
* Breyting fré siðustu skróningu. Simsvarí vegna gengisskróningar 22190.