Dagblaðið - 02.03.1981, Síða 33

Dagblaðið - 02.03.1981, Síða 33
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. MARZ 1981. 33 Erlent Erlent Erlant Erlent i Vinsældir hljómsveitarinnar Slade vaxa nú stöðugt Hljómsveitin Slade. — Eftir þriggja ára gleymsku er hún komin fram á sjónarsviðið á ný, hávœrari en nokkru sinni áður. bylgjuþrúguninni og sneri sér að nýju að hressilegri hlutum, til dæmis gamla góða rokk og rólinu.” Hljómsveitin Slade er komin fram á sjónarsviðið á nýjan leik og verður stöðugt vinsælli og vinsælli. Hún’ þykir ein hávaðasamasta rokkhljóm- sveit Englendinga og ættu liðsmenn hennar samkvæmt þvi að vera með heyrn eins og gamalmenni. Sú er þó síður en svo raunin. Heyrn Noddys Holder, Jims Lea, Daves Hill og Dons Powell er í góðu meðallagi, læknum til mikillar furðu. Liðsmenn Slade voru fyrir skömmu heyrnarmældir vegna rannsóknar á áhrifum háværrar tónlistar á heyrnina. Noddy Holder, þrítugur aðalsöngvari Slade, sagði um niður- stöðurnar: „Allir voru standandi hlessa. Þetta þýðir að við þurfum síður en svo að lækka okkur.” í toppbaráttuna að nýju Lagið We’ll Bring the House Down með Slade er nú á uppleið á enska vinsældalistanum. Það er hið fyrsta sem hljómsveitin kemur á lista um þriggja ára skeið. „Það er ósköp gott að vera kominn aftur fram á sjónarsviðið,” segir Noddy Holder, „sérstaklega því að flestir voru búnir að afskrifa okkur alveg. — í sex ár nutum við gífurlegra vinsælda. Við komum tuttugu lögum á vinsældalistana og sex þeirra höfnuðu í efsta sæti. En skyndilega duttum við úr tízku og enginn nennti að hlusta á okkur lengur. Auðvitað sárnaði okkur ákaflega að vera ekki með í toppbaráttunni lengur. En við bitum á jaxlinn og byrjuðum aftur frá grunni. Sú vinna er nú farin að bera ávöxt. Þeir sem sáu Slade í Laugardals- höllinni fyrir um það bil sjö árum muna eflaust eftir öllum útbúnaði hljómsveitarinnar og klæðnaði fjór- menninganna. Nú er þetta allt breytt — nema tónlistin — sem er háværari en nokkru sinni áður. Slade kemur nú fram eins og hver önnur „heavy metal” hljómsveit. Rauðu silki- buxurnar eru komnar í efstu hillu og liðsmenn hennar koma fram í galla- buxum, hinir látlausustu að flestu leyti. Rokkið kemur af tur Noddy Holder segir að Slade hafi alla tíð frá stofnun átt sína góðu og slæmu daga, þó að þeir slæmu hafi orðið anzi margir í seinni tíð. Þó hvarflaði aldrei að þeim að gefast upp og hætta. „Við vorum alltaf sannfærðir um að fólk yrði fyrr en síðar leitt á ný- Ingrid Bergman í viðtali: Ferill minn er á enda Leikkonan Ingrid Bergman lýsti því nýlega yfir í viðtali við ísraelskt blað að ferli hennar sem leikkonu væri lokið. Hún mun hvorki koma fram í kvik- mynd eða á sviði oftar. Hún ætlar þess í stað að ferðast sem víðast — og Ieika sér við barnabarn sitt. „Nú er komið að því að ég geri það sem ég haf aldrei haft tíma til að gera,” sagði leikkonan í viðtalinu við blaðið Yideoth Ahronoth. Reyndar lýsti hún því yfir, eftir að hafa orðið að gangast undir tvær erfiðar skurðaðgerðir i fyrra, að sennilega væri nú Ieikferillinn á enda en hún gæti vel hugsað sér að leika eitt hlutverk enn. Nú leikur hins vegar enginn vaft á því lengur að Ingrid Bergman hefur lært sína siðustu rullu. maikaður hefst mánudaginn 2, marz aðLaugavegi 103 ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Flauelsbuxur á börn og fullorðna Gallabuxur á börn og fullorðna Stakkar og úlpur, margar gerðir Drengjastakkar og úlpur Föt, jakki og buxur Föt m/vesti Stakir jakkar Stakar terylenebuxur ★ ★ ★ ★ Skyrtur Peysur Bolir Sokkar Allar þessar vörur eru á ótrúlega lágu verði sannkölluð kjarabót í dýrtíðinni

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.