Dagblaðið - 10.03.1981, Page 3

Dagblaðið - 10.03.1981, Page 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1981. 3 Þessi mynd er af hinum umtaiaða vamargarði i Kópaskeri, mitt á milli háflóðs og háfjöru. Bimi Halldórssyni Kópaskeri svarað: MÁLEFNIÐ VIRÐIST ORÐIÐ AUKAATRIÐI DB-m.vnd Marinó Eggertsson. — við erum aðeins venjulegir menn Auðunn Benediktsson, Kópaskeri, skrifar: Heldur er það dapurlegt að þurfa að standa í blaðaskrifum við ná- granna sína en hjá því verður ekki komizt í þetta sinn, eftir hina kurteis- legu kveðju Björns Halldórssonar til okkar sjómanna á Kópaskeri i Dag- blaðinu 19. febrúar sl. Ekki mun ég fjalla efnislega um þann málflutning (en hann minnir mann óneitanlega á söguna af ind- verska bóndanum, sem eignaðist kú og geymdi hana í glerhúsi). Málefnið sem fjallað var um virðist að mestu hafa farið fram hjá Birni, enda snúast skrif hans upp i persónulegt skítkast á okkur sjómenn. Ekki er ljóst við hvað Bjöm miðar þegar hann daemir hæfni okkar sjómanna, en hann verður að gera sér ljóst að við erum aðeins venjulegir menn og verðum aldrei nein „ofurmenni”. Að lokum vil ég benda Birni á að kynna sér allar hliðar þeirra mála sem hann ætlar sér að fjalla um, áður en hann lætur þjónustulund sína hlaupa með sig í gönur. Má bjóða þér íbfltúr, ríkið borgar: Peningabruðl hjá ríkisfyrirtækjum — allir f lækjast fyrir öllum milli þess sem þeir taka pásu 3974—8290 skrifar: Ég var að lesa það í blöðum að starfsmenn Ríkisútvarpsins og Pósts og sima fái felld niður viðkomandi afnotagjöld, því langar mig til að spyrja um það hvort ég sem húsa- smiður eigi ekki að fá t.d. ókeypis lóð undir húsnæði eða sleppa við fast- eignagjöldin, eða pípulagningar- maður á hann ekki að fá ókeypis heitt vatn og rafvirki að fá ókeypis raf- magn. Bæði Ríkisútvarpið og Póstur og sími eru alltaf að kvarta yfir peninga- leysi, ég held að það ætti að láta starfsfólkið hjá þessum fyrirtækjum borga sín afnotagjöld eins og aðra. Ekki fmnst mér skipulagið upp á marga fiska hjá Pósti og síma. Ég vil taka sem dæmi: Við byggingu húss sem ég vann við komu menn frá þessu fyrirtæki, þeir áttu að grafa skurð, sem var 2 metrar á kant og innan við metra á dýpt, það komu 9 menn og 2 gröfur, svo flæktust auðvitað allir fyrir öllum á milli pásanna. Og svo er'annað! Ég þekki strák sem vinnur hjá Pósti og sima og býr fyrir utan bæinn, hann fer alltaf heim til sín á hverju kvöldi á bíl fyrirtækis- ins. Þessar bifreiðar virðast vera mjög mikið misnotaðar. Eins þekki ég verkstjóra hjá Véla- miðstöð Reykjavíkurborgar, hluti af hverjum vinnudegi hans fer í innkaup, auðvitað á bíl frá borginni, og svo notar hann bilinn allar helgar, þannig mætti lengi telja upp dæmi um mis- notkun á bilum hjá öllum þessum opinberu fyrirtækjum. Svo er alltaf verið að kvarta yfir peningaleysi, ég held að maður ætti að hætta að borga skattana. Svo eru margir af þessum ríkis- bílum ekki neinir smá bílar, heldur bara keypt það flottasta og dýrasta og ekkert hugsað um bensíneyðslu. Svo segja starfsmennirnir: Má bjóða þér í bíltúr, ríkið borgar. Spurning dagsins Ertu orðin(n) þreytt(ur) á veðurfarinu? Rúnar Sigurðsson tannsmiður: Já, því er ekki að neita. Þetta veðurfar er farið að fara í skapið á manni. Hannes Vigfússon rafverktaki: Já, þetta er orðinn nokkuð strangur vetur. Það er búiö að vera leiðindaveöur alveg síðan í nóvember. Bæringur Guðvarðsson, starfar i byggingavinnu: O, já, mér er farið að finnast þetta nokkuð mikið af þvi góða. Annars væri allt í lagi að hafa harðan vetur ef sumarið verður gott. Bréfritari finnur að því að starfs- menn hjá Pósti og sima fái ókeypis fastagjöld af síma. Við teljum aö notaðir VOL VO bílar séu betri en nýir bílar af ódýrari gerðum. VOLVO 244 GL ÁRG. 1980 beinskiptur, ekinn 14 þús. kr. 120.000 VOLVO 244 GL ÁRG. 1979 beinskiptur, ekinn 31 þús. kr. 105.000 VOLVO 244 GL ÁRG. 1979 sjálfskiptur, ekinn 32 þús. kr. II 0.000 VOLVO 244 DL ÁRG. 1978 beinskiptur, ekinn 45 þús. kr. 80.000 VOLVO 244 DL ÁRG. 1978 sjálfskiptur, ekinn 50 þús. kr. 85.000 VOLVO 244 DL ÁRG. 1978 beinskiptur, ekinn 24 þús. kr. 84.000 VOLVO 245 DL ÁRG. 1978 beinskiptur, ekinn 36 þús. kr. 85.000 VOLVO 245 DL ÁRG. 1978 beinskiptur, ekinn68 þús. kr. 85.000 VOLVO VELTIR HF Suðurlanasbraut 16, K. Sími 35200. Katrfn Jakobsdóttlr starfsstúlka á sjúkrahúsi: Já, ég er orðin mjög þreytt áveðurfarinu. Ellen Blumenstein: Ég er orðin afar þreytt á veðurfarinu. Trausti Jónsson veðurfræðingur: Nei, þetta er mitt lifibrauð, ég verð aldrei þreytturáþví.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.