Dagblaðið - 10.03.1981, Síða 6

Dagblaðið - 10.03.1981, Síða 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 198L [( Erlent Erlent Erlent Erlent )] Meiri bjartsýni íPóllandi: Eining f restar verk- föllum um stundarsakir — meðan á viðræðum Walesa og forsætisráðherrans stendur Pólski verkalýðsforinginn Lech er í fyrsta skipti sem þeir hittast form- Walesa hittir forsætisráðherra Pól- lega. Andrúmsloftið í Póllandi var létt- lands, Wojciech Jaruzelski í dag. Þetta ara í morgun eftir að frjálsu verkalýðs- Kreditkorthafar velkomnir §[]^CQ)Tr[íMi]n{E)©Tj^®niR£i Laugalæk 2, Reykjavík, Sími 86511 TILKYNNING til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjald- dagi söluskatts fyrir febrúarmánuð er 15. mars. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkisins ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið 6. mars 1981. NEMENDALEIKHÚSIÐ Peysufatadagurinn eftir Kjartan Ragnarsson Sýning í kvöld kl. 20. Sýning fimmtudag kl. 20. Miðasala opin í Undarbœ frá kl. 16-19 alla daga, nema laugar- daga. Miðapantanir i sima 21971 á sama tima. LAUS STAÐA YFIRLÆKNIS Laus er til umsóknar staða yfirlæknis endurhæfingar- deildar Landspítalans. Staðan veitist frá og með 1. maí 1981. Umsóknir ásamt upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist ráðuneytinu fyrir 1. apríl 1981. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 5. mars 1981. Allsherjar- Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs í Félagi starfsfólks i veitingahúsum fyrir næsta starfsár. Frestur til aðskila tillögum rennur út fimmtudaginn I2. marz kl. 13.00. Skila þarf lista með: 1. Formannsefni. 2. 6 mönnum I aöalstjúrn. 3. Þrem til vara i aðalstjórn. 4. Tólf aðalmönnum i trúnaðarmannaráð. 5. Átta til vara í trúnaðarmannaráð. 6. Tveim cndurskoðendum og einum til vara. Tillögum skal skilað til kjörstjórnar á skrifstofu félagsins, Hverfisgötu 42. ásamt meðmælum að minnsta kosti 65 félagsmanna. Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs liggur frammi á skrifstofu félagsins. Stjórnin. samtökin, Eining, báðu verkamenn i tveimur borgum Póllands að hætta við verkfall. Eining gaf út tilkynningu í gærkvöldi til verkamanna í borgunum Lodz og Radom, þar sem menn voru beðnir að halda áfram vinnu sinni vegna við- ræðna verkalýðsleiðtogans og forsætis- ráðherrans. Með þessum tilmælum er reynt að koma í veg fyrir að sá friður sem ríkt hefur á pólskum vinnumark- aði i fjórar vikur fari út um þúfur. Eining sagði að samkomulag hefði náðst um fimm félagsmenn Einingar í Lodz, en þeim var sagt upp störfum í síðasta mánuði. Ekki fylgdi sögunni út á hvað samkomulagið gekk. Opinbera fréttastofan í Póllandi vék aðeins lítil- lega að samkomulaginu í fréttum. REUTER Yfirmaöur lögreglu, Kjell Lorentsson, við tunnurnar I verksmiðjunni Eituref naf undur setur smábæi í Svíþjóð á annan endann EITUREFNIÐ HEFÐIGETAÐ DREPIÐ 40 ÞÚSUND MANNS — óvarðar eiturtunnur í krómverksmiðju —allir starfsmenn rannsakaðir — menn hræðast mengun neyzluvatns Allir fyrri starfsmenn og þeir sem nú starfa í krómverksmiðju nokkurri rétt hjá Malmö i Suður-Svíþjóð verða teknir til nákvæmrar rannsóknar, þar sem óttazt er að þeir hafi orðið fyrir eitrun sem m.a. getur leitt til alvar- legs krabbameins. Við rannsókn fann lögréglan þrjár tunnur í verksmiðjunni með eiturefn- inu cyanid og hefði efnið í þessum þremur tunnum nægt til þess að drepa 40 þúsund manns. Að auki fundust i verksmiðjunni 20 tunnur til viðbótar en rannsókn á innihaldi þeirra er ekki lokið. Þegar eftir fund eiturefnisins i verksmiðjunni Plateline í Hököp- inge, sem er smáþorp fyrir sunnan Malmö, var verksmiðjunni lokað. Eiturefnið fannst bak við vegg í mat- sal verksmiðjunnar og í skúr um 20 metra frá verksmiðjubyggingunni. Talið var að í opnum kerjum undir verksmiðjugólfinu væri vatn, veru- lega mengað af eitrinu. íbúar þorpsins eru bæði reiðir og skelkaðir. Mikill ótti hefur komið upp vegna þess að alls ekki er útilok- að að eitrið hafi komizt í grunnvatn i Erlendar fréttir þorpinu. Lögregla og vísindamenn hafa tekið sýni af vatni víða í þorp- inu. Ef vatnið er mengað af eitrinu, kann það að hafa í för með sér ófyrir- sjáanlegar afleiðingar fyrir þetta litla samfélag. Eftir að eitrið fannst minnast menn sjúkdómstilfella sem upp hafa komið í verksmiðjunni. Starfsmenn hafa fengið útbrot á handleggi, andlit og í nef. Staðfest er að þrítugur maður, sem vann í verksmiðjunni árið 1978, fékk krabbamein i handlegg. Yfir- völd telja nú að krabbameinið sé til- komið vegna áhrifa króms. Rannsóknarlögregla hefur rann- sakað skrifstofu verksmiðjunnar og lagt hald á gögn. Verksmiðjueigand- inn hefur verið ákærður fyrir að geyma eiturefni með ólögmætum hætti, þannig að hætta stafaði af og það komst út í umhverfið.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.