Dagblaðið - 10.03.1981, Page 9

Dagblaðið - 10.03.1981, Page 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1981. I G Erlent Erlent Erlent Erlent Farartæki framtíöarinnar? Á tímum orkukreppu snúa æ fleiri sér að reiðhjólum, ekki aðeins almenningur, heldur einnig fyrirtæki, sem sífellt reyna að þróa reiðhjólin, — setja fram nýjar og betri tegundir á markað. Peugeot og Raleigh eru fyrirtæki sem bæði hafa verið áberandi í framleiðslu reiðhjóla, Peugeot að vísu þekktara fyrir bílaframleiðslu. Þau hafa gert tilraunir með ýmsar útfærslur af reiðhjólum, eins manns, tveggja, þriggja og jafnvel fjögurra manna hjól, tvihjól jafnt sem þríhjól. Að sjálfsögðu er draumurinn sá að reiðhjólin geti í æ ríkara mæli leyst bílana af hólmi og því eru gerðar tilraunir með yfirbyggð og hraðskreið hjól. Við birtum hér myndir af nokkrum útgáfum. sumar þeirra fá fólk sjálfsagt til að brosa en aldrei er að vita nema inn á milli leynist fyrirmyndin að samgöngutækjum framtíðarinnar. Þetta hjól nær ekki nema um 30 km hraða enda minnir það á dýr, sem ekki er þekkt fyrir að fara hratt yfir. EÐULEGRA AÐ FÆÐA SITJANDI? —f ramleiðsla f æðingarstóla haf in Okumaöur þessa þríhjöls liggur á maganum inni i þvi. Fyrirtæki eitt í Nebraska hefur þegar framleitt 185 fæðingarstöla. Þetta tvihjól minnir óneitanlega á skordýr. Tveggja manna „gróðurhús" á fullri ferð? Flestar mæður i dag fæða börn sín liggjandi á bakinu. Ástæðan er ekki sú að það sé auðveldara fyrir konur að fæða þannig, heidur hefur verið talið að viö liggjandi fæðingu sé auðveldast fyrir þá, sem aðstoða við fæðinguna að athafna sig. Nú hefur hugmynd um nýja stöðu við fæðingu verið viðruð — konan situr upprétt í fæðingarstól. Reyndar er langt frá því að hér sé um nýja hugmynd að ræða. í Grikklandi hinu forna var þessi aðferö notuð og vitað er til þess að I Feneyjum hafi verið til V-laga fæðingarstóll á 16. öld. Upprétt fæðing hefur ýmsa kosti umfram hina. Dr. Warner Nash sem er læknir við Lenox-sjúkrahúsið í New York, segir að vegna byggingar mjaðmagrindarinnar sé sitjandi fæðing eðlilegust fyrir konuna. Einnig gangi slík fæðing hraðar fyrir sig vegna þess að þyngdaraflið haft áhrif. Því er einnig haldið fram að sitjandi fæðing sé þægilegri fyrir konuna, dragi úr verkjum auk þess sem hún minnkar þrýstinginn á bakið. ,,Það er skammarlegt fyrir okkur læknana að við skuium loksins læra það sem náttúran kenndi okkur fyrir langa löngu á árinu 1981,” segir Dr. Nash. „Flestar konur myndu fæða I lóðréttri stöðu ef enginn læknir, eða annar aðstoðarmaður, væri til staðar til að segja þeim aðleggjast.” Þetta hjól var hannað með aðstoð tölvu. ■■ , ■.':■'

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.