Dagblaðið - 10.03.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 10.03.1981, Blaðsíða 16
FÓLK ASGEIR TÓMASSON Gömlu fötin hennar Carolu Idu Köhler tolldu ekki einu sinni uppi eftir að hún var búin að fjarUegja gömlu bumbuna. Sambandið virðist ætla að gripa til þeirra ráðstafana sem duga til þess að fjölga bændum. Svo virðist sem SÍS treysti ekki alveg sæði bænda eða geri ráð fyrir að flestir þeirra séu ein- hleypir, því í nýjustu Sambandsfréti- um hvetur innflutningsdeild SÍS bændur til að huga að sáðvörupönt- unum sínum fyrir vorið. Fram kemur að deildin á allmikið af sáðvörum i pöntun, þannig að freyjur þessa lands þurfa engu að kvíða. Hægra augað Geir hafði ákveðið að taka bíl- próf. Hann fór því til læknisins og falaði af honum vottorð um að hann væri heilbrigður. Að skoðun lokinni lýsti læknirinn yFtr ánægju sinni með hreysti Geira, nema að einu leyti: — Því miður ertu ekki nema með þrjátiu prósent sjón á hægra auganu, sagði hann. — Þrjátíu prósent, sagði Geiri, — það kalla ég góða sjón áglerauga. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1981. Kolbrún Gunnarsdóttir býst til að létta á sér. Hún fékk úsamt nokkrum öðrum viðurkenningu fyrir góðan árangur á skömmum tlma. Ástirsam- lyndra hjóna Sœðið afgreitt fyrir vorið Reynir Sigurósson reytir utan af sér púða og annað tróð. Þau fengu viðurkenningu á árshátlð megrunarklúbbsins Llnunnarfyrir að hafa staðið sig vel til þessa. Hópurtnn er þó enn ekkiútskrifaður. Hann á vonandieftir að láta hressilega „ásjá”á nœstunni. DB-myndir: Sigurður Þorri. Fólk á árshátíð megrunarklúbbsins Línunnar: KÓNGUR KVÖLDSINS LÉTTIST UM 52 KlLÓ A SEX MÁNUÐUM Fjármálastjórn Reykjavíkurborgar kvartaði mikið undan tapinu á Lista- hátíð, sem nam tugum milljóna króna, gamalla að vísu. Gekk það svo langt að forkólfar Listahátíðar, örnólfur Árnason og Njörður P. Njarðvík, skrifuðu langt bréf til skýr- ingaogyfirbóta. En ástin lætur ekki að sér hæða. Fjármálastjórnin og Listahátíðarfor- kólfarnir hafa nú fallizt í faðma líkt og gerist í ástum samlyndra hjóna. Njörður P. Njarðvík var kosinn i framkvæmdastjórn til næstu tveggja ára og síðan formaður framkvæmda- stjórnar. Framkvæmdastjóri var endurráðinn, örnólfurÁmason. Vér bíðum næstu bréfaskrifta. Margir telja að feitt fólk sé almennt glaðlynt og ánægt með tilveruna. Það kann að vera, en feita fólkið vill stundum gjarnan vera aðeins mjórra um miðjuna. Þannig var háttað um hópinn sem skemmti' sér saman eina kvöldstund í Domus Medica á föstudagskvöldið. Þar fór sem sagt fram árshátíð megrunar- klúbbsins Línunnar. Krýndu kóng — og drottningu „Það var fjölmennt og stemmningin með ágætum,” sagði Margrét Guðmundsdóttir hjá Linunni í samtali við blaðamann DB. „Við höfðum ýmislegt til skemmtunar. Til dæmis voru kóngur og drottning klúbbsins krýnd. Þau voru Ásta Magnúsdóttir og Einar Andrésson. Bæði sýndu þau mjög góðan árangur í megruninni og náðu kjörþyngd á mettíma. Einar léttist um 52 kiló á sex mánuðum og Ásta missti 25 kilóá fjórum mánuðum. Einnig kom fram hópur fólks sem fékk viðurkenningu fyrir að hafa létzt mikið á tiltölulega skömmum tíma. Þau eru þó ekki útskrifuð ennþá. — Þá má nefna nýstárlega danssýningu þar sem daman sýndi ErKalli eitthvað hinsegin? Morgunblaðið heldur áfram kryddsildarþýðingum sínum. Sl. fimmtudag greindi blað allra lands- manna frá því að hefðarfraukan Diana ætlaði sér að kvongast Karli prinsi Filippussýni af Bretlandi. Og hvað á þá blessaður prinsinn að gera? • Ekki gráta allir skrefatalninguna Reykvíkingar reyta nú hár sitt vegna væntanlegrar skrefatalningar Jóns Skúlasonar símamálaforstjóra. Virðast þar fáar fortölur duga, enda Póstur og sími með erfiðari stofnun- um við að eiga. En sumir gráta ekki skrefatalninguna. Það eru símalausir Akureyringar. Þeir sjá ekki fram á síma fyrr en eftir tvö ár. Skrefataln- ing plagar þá ekki eða reykvískur harmagrátur. Ásta Magnúsdóttir og Einar Andrésson voru kjörin kóngur og drottning kvöldsins fyrir að hafa náð mjög góðum árangri I að megra sig á stuttum tima. Þau eru bœði útskrifuð úr Línunni. tvist í orðsins fyllstu merkingu og herrann mætti með lítinn rokk.” Fólk kemur og fer Margrét sagði að ómögulegt yæri að segja til um hversu margir væru í Línunni hverju sinni því að dálítið er um að fólk gefist upp og komi svo síðar aftur. Enn sem komið er eru það fleiri konur en karlar, sem koma til meðferðar, en Margrét sagði að körlum færi sífellt fjölgandi. Hún nefndi sem dæmi að fyrir nokkru hefðu sjö karlmenn tekið sig saman og farið 1 megrun hjá Línunni. Á fjórum vikum tókst þeim að losa sig við samtals fimmtiu kílógrömm. Og að lokum: hvaða matur skyldi vera á borðum, þegar megrunar- klúbbur heldur árshátíð? Margrét Guðmundsdóttir svaraði þvi: „Við fengum rækjukokkteil og grillað lambalæri með þykkri sósu fyrir gesti og kjötsoði fyrir þá stabílu. Með þvi var boðið upp á hrásalat og kartöflur fyrir gesti. — Hvort einhver af Línu-félögunum laumaðist í kartöfiurnar og sósuna? Ég er ekki alveg viss, en þó grunar mig ýmis- legt,” sagði hún og hló. -ÁT- LJOSMYNDIR SIGURDUR ÞORRI SIGUROSSON IM

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.