Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.03.1981, Qupperneq 27

Dagblaðið - 10.03.1981, Qupperneq 27
[ vvipAc Til notkunar í báta og vinnuvélar. Varagler fyr- irliggjandi. ARAAULA 7 - SIMI 84450 MIÐDEGISSAGAN - útvarp kl. 15,20: Opinská, ein- læg og hlý frásögn —endurminningar þýzku leikkonunnar Lilli Palmer Fimmti lestur miðdegissögunnar, Litlu vænu Lillí, er á dagskrá úvarps í dag kl. 15.20. Guðrún Guðlaugs- dóttir heldur áfram lestri sínum úr minningum þýzku leikkonunnar Lilli Palmer í þýðingu Vilborgar Bickel- ísleifsdóttur. Samtals verða þættirnir 31. Lilli Palmer er fædd í Posen í Þýzkalandi árið 1914. Foreldrar hennar voru bæði gyðingar, faðir hennar skurðlæknir en móðir hennar var frá Dresden. Á menntaskólaárum sinum lagði hún m.a. stund á leiklistarnám en eftir að nasistar komust til valda í Þýzkalandi og gyðingaofsóknir fóru að magnast, flúði hún ásamt systur sinni til Frakklands. Foreldrar hennar urðu hins vegar eftir. Frá Frakklandi hélt hún yfir til Bretlands, þar sem hún fékk at- vinnuleyfi sem leikkona. Árið 1941 kynntist hún Rex Harrison og tveim árum seinna gengu þau i hjónaband sem entist í 15 ár. Að sögn lesarans, Guðrúnar Guðlaugsdóttur, er frásögn Lilli Palmer opinská, einlæg og hlý. -KML. VIDEO Video — Tœki—Filmur Leiga — Sala Kvikmyndamarkaðurinn — ssimi 15480. Skólavörflustig 19 (Klapparstigsmegin). KVIKMYNDIR GUMMÍKLÆDD - VATNSHELD VINNUVELALJOS Ljósmyndavélar frumherjanna voru ekki beinlinis handhægar. Þær voru fvrirferðarmiklar og stundum Itafðar á hjólum eins og þessi. LITIÐ Á GAMLAR UOSMYNDIR - sjónvarp kl. 20,40: Fyrstu stríðs- fréttamyndimar Annar þáftur heimildamynda- flokksins um upphaf ljósmyndunar verður á dagskrá sjónvarps í kvöld. Hann nefnist Skyggnzt bak við stríð. í fyrsta þætti var fjallað um upphaf og þróun þeirrar tækni sem ljós- myndun byggir á og m.a. sýndar fyrstu ljósmyndirnar, sem teknar voru. í næstu þáttum verða sýndar flokkaðar ljósmyndir — í kvöld fréttamyndir, sem tengjast stríðsátökum, aðallega úr bandarísku borgarastyrjöldinni, þræla- stríðinu svokallaða. í því stríði hófust stríðsfréttamyndatökur fyrir alvöru. Guðni Kolbeinsson er þýðandi en þulur Hallmar Sigurðsson. -KMU. Skógar undir Evjafjöllum. Þar er skóli og á sumrin er rekið þar hótel. Á Skógum er einnig bvggðasafn. BYGGÐIN UNDIR BJÖRGUNUM - sjónvarp kl. 21,40: EIN BLÓMLEGASTA SVEIT LANDSINS Myndin um byggðina undir Eyja- fjöllum, sem frumsýnd var á páska- dag í fyrra, verður sýnd í annað sinn í sjónvarpinu í kvöld. Umsjón með gerð hennar hafði Magnús Bjarn- freðsson sem einnig er þulur. Sigur- liði Guðmundsson annaðist kvik- myndun, Sigfús Guðmundsson hljóðupptöku og klippinguna sá ísidór Hermannsson um. Sveitin undir Eyjafjöllum afmarkast af Markarfljóti að vestan og Sólheimasandi að austan. Hún hefur löngum verið talin ein búsæld- arlegasta sveit landsins enda er gróðursæld þar mikil. Aldrei hefur þó náð að myndast þar þéttbýlis- staður og er ástæðan liklegast hafnleysan. Landbúnaður er því nánast einaatvinnugreinin. í þessari mynd er fylgzt með dag- legu líFt heimamanna, svipmyndum brugðið upp af starfi þeirra og einnig tómstundum. Þá verða rifjaðar upp gamlar sagnir úr sveitinni og staldrað við á nokkrum merkum sögustöðum. -KMU. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1981.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.