Dagblaðið - 10.03.1981, Page 28

Dagblaðið - 10.03.1981, Page 28
Gráfeldur lokar saumastof unni: Otryggt hráefnisverð og vextimir óbærilegir — „skinnaverð hækkar hér þegar það lækkar á heimsmarkaðnum,” segir f ramkvæmdast jórinn „Við höfum lokað saumastofunni. Þetta ber sig ekki og þá er ekkert annað að gera en hætta,” sagði Agnar Fr. Svanbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Gráfelds hf. í viðtali við DB í gær. Gráfeldur hf. hefur að ýmsu leyti verið brautryðjandi í ieður- og skinn- fatagerð hér á landi. Svonefnd mokkaskinnföt hefur fyrirtækið framleitt um árabil og náð fót- festu meða! annars á erlendum mark- aði. „Útflutningurinn í fyrra var um 100 milljónir króna,” sagði Agnar Svanbjörnsson. ,,Nú er útilokað að halda áfram útflutningi. Verðið er of hátt,” sagði Agnar. Hann kvað nokkra þætti hafa megináhrif. Meðal þeirra mætti nefna þá staðreynd, að á sama tima sem hráefnin í skinnavöru lækkuðu á heimsmarkaði, þá hækkaði þetta hráefni hér. Þá sagði Agnar, að ógerningur væri að fá samninga um fast verð á hráefni um tiltekinn tíma. Þetta hefði þau áhrif, að ekki væri heldur hægt að gera samninga um sölu framleiðsl- unnar erlendis fram í tímann. Þar sem verðið væri þannig með öllu óþekkt, væri yfirleitt tilgangslaust að tala um sölusamninga. Til framleiðslunnar væru í raun engar reglur um lánafyrirgreiðslur. Ekki væri ástæða til að kvarta yfir Landsbankanum, þar sem fyrirtækið hefði haft sín viðskipti. Þar hefði það yfirleitt mætt skilningi. Hins vegar væru engar reglur gildandi um rekstr- arlán fyrir þennan iðnað og þvi væri staðan á því sviði ævinlega ótrygg. Af þessu leiddi og að þau Ián sem fáanleg væru á annað borð bæru vexti sem þessi iðnaður stæði ekki undir. „Vextirnir eru orðnir hærri en heildarlaunagreiðslur,” sagði Agnar Fr. Svanbjörnsson, framkvæmda- stjóri Gráfelds hf. Á saumastofu Gráfelds hafa unnið 12 menn að jafnaði. Svo til allt þetta fólk missir nú sina fyrri atvinnu, en fyrirtækið hefur starfað í rúm lOár. Skinnaframleiðandinn sem Grá- feldur hefur nær eingöngu keypt af er skinnavörudeild Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Saumastofa Sam- bandsins er jafnframt stærsti sam- keppnisaðilinn hérlendis. „Bæði Sláturfélag Suðurlands og Loðskinn hf. á Sauðárkróki fram- leiða nú stöðugt betri skinn til þeirrar framleiðslu sem við höfum stundað. Við munum fylgjast með þróuninni á skinnamarkaðnum hér og erlendis,” sagði Agnar, „og enn er það spurn- ing hvað gert verður í haust.” -BS. Eldur íbíl Eldur kviknadi í liilum Renault-bll ú bifreiðaverkslœði Kristins Guðnasonar I gcerdag. Slökkviliði var tilkynnt um eldinn kl. 15.53. Mikill og þykkur reykur var á verkstœðinu en eldur hafði borizt í bensln sem lak úr bllnum. Þrír reykkafarar voru sendir inn á verkstceðið og slógu þeir á eldinn innan dyra en bíllinn var slðan dreginn út. Skemmdir urðu litlar á verkstœðinu, nema af sóti og reyk, en blll- inn er talsvert skemmdur. Slökkvistarfiðgekk hratt og vel. JH/DB-mvnd: EÓ. Akureyri: lláragutti stal vélsleða — upplýst þrjú innbrot samaaðilans Rannsóknarlögreglan á Akureyri hcfur upplýst þrjú innbrot sama aðilans og standa nú yfir yfirhcyrslur i málinu. M.a. var brotizt inn tvisvar á sama staðinn, reiðhjólaverzlun og verkstæði og stolið þaðan tveimur hjólum og ýmsum búnaði. Brotizt var inn í verzlunina með tveggja daga millibili, 5. og 7. marz. Verzlunareig- andinn saknaði þó aðeins annars hjólsins, en þau reyndust tvö er að var gáð. Þá gómaði Akureyrarlögreglan 11 ára gutta í gær sem stolið hafði vél- sleða frá Rafmagnsveitum rikisins. Stráksi réð við gripinn þótt ungur væri, en lögregla kom þó í veg fyrir frekari ökuferðir. Þá hafði einnig verið brotizt inn hjá Hjólbarðaþjón- ustunni og reynt að koma vélsleða í gang. Það tókst þó ekki. Ekki liggur enn fyrir hvort þar var sami drengur aðverki. *JH. Valþór EA-210 sökk við Grímsey: Tveimur mönnum bjargað snarlega — aðeins sex mínútum ef tir að Valþór sendi út neyðarkall Valþór EA 210 fórst í gær við Grímsey en tveimur mönnum sem voru á var bjargað um borð í Magnús EA 25. Samkvæmt upplýsingum til- kynningarskyldunnar í morgun kall- aði Valþór Siglufjarðarradíó upp kl. 21.28 í gærkvöldi, en þá hafði bátur- inn tekið niðri rétt utan við höfnina í Grímsey. Siglufjarðarradíó kaliaði upp báta á þessu svæði og náði m.a. sambandi við Magnús EA, sem var að landa í Grímsey. Magnús hélt þegar til móts við Valþór og var kominn að bátnum kl. 21.34, þannig að aðeins liðu sex mínútur frá því að Valþór sendi út kallið. Það kom sér vel hve Magnús var snar í snúningum, því Valþór var hálfsokkinn er að var komið og hvarf alveg kl. 21.45 eða 11 mínútum síðar. Svo virðist sem botninn hafi rifnað undan Valþóri, en báturinn festist ekki. Hann var þvi keyrður áfram í átt til hafnar. Leiðindaveður var á slysstaðnum í gærkvöldi, hríðarkóf og vaxandi vindur. Valþór EA 210 var 11 tonna bátur, svonefndur Bátalónsbátur, úr eik og furu, smíðaður árið 1974. -JH frjálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1981. Einvígi Karpovs og Kortsnojs: Enn von um að Reykjavík verði valin — þótt hvorugur keppandinn hafi hana efstáblaði Framámenn íslenzkrar skáklistar gera sér enn góðar vonir um að Reykja- vík verði fyrir valinu fyrir heims- meistaraeinvígið í skák í sumar eða haust. Hvorki heimsmeistarinn Ana- toli Karpov né áskorandinn Viktor Kortsnoj hafá að vísu sett Reykjavík efst á sinn óskalista en íslenzka tilboðið gæti orðið málamiðlun. Friðrik Ólafsson forseti FIDE segir að enn komi allir þrír staðirnir til greina — þ.e. Reykjavik, Merano á Ítalíu og Las Palmas á Kanríeyjum — en það verður nú hlutverk Friðriks að samræma sjónarmið skákmeistaranna. Takist það ekki mun Friðrik ákveða sjálfur hvar heimsmeistaraeinvígið í skák ’81 fer fram. Áður mun hann væntanlega fara til bæði Merano og Las Palmas til að kynna sér allar aðstæður. Fulltrúi Kortsnojs var hérlendis um og fyrir helgi til að líta á aðstæður í Reykjavík og var hann að sögn ánægður með staðinn. *ÓV. menn haf na ASÍ-aðild Nýstofnað Félag bókagerðarmanna hefur ákveðið að ganga ekki í Alþýðu- samband íslands. Var tillaga þar um felld með miklum meirihluta atkvæða í allsherjaratkvæðagreiðslu, eða 386 at- kvæðum gegn 180. Félagið var stofnað um siðustu ára- mót, þegar Hið íslenzka prentarafélag, Bókbindarafélag íslands og Grafíska sveinafélagið voru lögð niður. Tvö fyrrnefndu félögin voru í ASf og prent- arafélagið meðal stofnfélaga sam- bandsins. _óv Reynt verður að bjarga Sigurbáru — skipið hugsanlega seltástaðnum til björgunar „Það verður gert út um það í dag á hvaða hátt reynt verður að bjarga Sigurbáru af strandstað á Skógar- sandi,” sagði Gunnar Felixson hjá Tryggingamiðstöðinni í morgun. „Meiningin er að reyna að bjarga skip- inu en hér er um mjög kostnaðarsamt fyrirtæki að ræða og því kemur til greina að selja skipið á staðnum til björgunar. Þá yrði samið um það hvern hlut Tryggingamiðstöðin ætti í skipinu,’” sagði Gunnar. Skipið er mjög illa farið og því mun erfiðara að standa að björgun þess. Smíða þarf bráðabirgðabotn í skipið og þétta það áður en hægt verður að huga að því að draga það á flot. -JR. diet pepsi MÍNNA I N I IN KAl.ÓRÍAÍ 1 IÖSKU Stinilas

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.