Dagblaðið - 27.03.1981, Page 3
Messur
Guðsþjónustur i Reykjavíkurprófastsdæmi
sunnudaginn 29. marz 1981.
ÁRBÆJARPRESTAtíALL: Barnasamkoma i
safnaðarheimili Arbæjarsóknar kl. 10.30 árd.
Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu kl. 2. Minnum á
páskabingó fjáröflunarnefndar mánudagskvöldið
20. marz kl. 20.30 í Árbæjarskóla. Sr. Guðmundur
Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALL: Messa að Norðurbrún 1 kl. 2.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Sunnudagaskólinn
er kl. 10.30. Messa kl. 2.e.h. í Breiðholtsskóla.
Almenn samkoma á vegum Breiðholtssafnaðanna
miðvikudagskvöld kl. 20.30 að Seljabraut 54. Sr.
Lárus Halldórsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasamkoma kl. ll.Guðs-
þjónusta kl. 2. Organleikari Guðni Þ. Guðmunds-
son. Sr. Ólafur Skúlason.
DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í
safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl^ 11.
Fermingarguðsþjónusta i Kópavogskirkju kl.
10.30. Sr. Þorbergur Kristjánsson.
DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr. Þórir
Stephensen. Kl. 2 föstumessa. Dómkórinn syngur,
organisti Marteinn H. Friðriksson. Sr. Hjalti Guð-
mundsson.
LANDAKOTSSPÍTALI: Kl. 10 messa.
Organleikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Hjalti
Guðmundsson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10 árd. í
umsjá sr. Bjama Sigurðssonar frá Mosfelli.
FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL: Laugardagur:
Frumsýning helgarinnar—revían Skornir skammtar:
LÍF 0G STARF Á FRÓN-GRILU
Veitingahúsið Frón-grill er alltaf á
hausnum, þrátt fyrir að eigandi þess,
Jón Sigurðsson áhugavert, sé stöðugt
að reyna að hifa það upp. Gestir á
Fróni eru bæði þjóðkunnir borgarar
og minna þekktir, sem koma saman
til að rabba um lífsins gang og
nauðsynjar, gefa tízkusýningum auga
og fleira i þeim dúr.
Frón-grill er rauði þráðurinn í
gegnum revíuna Skornir skammtar
sem Leikfélag Reykjavikur frumsýnir
á sunnudagskvöldið. Að öðru leyti er
stykkið sjálfstæðir bútar, eða skornir
skammtar, eins og höfundarnir Jón
Hjartarson og Þórarinn Eldjárn hafa
kosið að kalla það.
Skornir skammtar er þriðja revian
sem Leikfélag Reykjavíkur setur á
svið i Iðnó. Iðnó-revían var sýnd árið
1969 undir stjórn Sveins Einarssonar.
Fimm árum 'síðar voru íslendinga-
spjöll sett á svið. Leikstjóri þeirrar
reviu var Guðrún Ásmundsdóttir,
sem einnig stjórnar Skornum
skömmtum.
Jón Sigurðsson áhugavert á Frón-
grilli er leikinn af Kjartani Ragnars-
syni. Tvær gengilbeinur eru á
grillinu. Helga Þ. Stephensen og
Sigríður Hagalin fara með hlutverk
þeirra. Átta leikarar til viðbótar
koma fram í ýmsum hlutverkum.
Tólfti maður sýningarinnar er
Jóhann G. „ekki sá” Jóhannsson,
sem sér um alla tónlistina.
Meðal þess sem tekið er til
umfjöllunar í Skornum skömmtum
má nefna bókmenntaumræður.
Bezta barnabókin, Jói eignast vanda-
mál, er verðlaunuð. Höfundur
hennar fær silfurskottuna í verðlaun.
Þá fá stjórnmál sinn skammt,
húsnæðisvandi ríkisútvarpsins,
kvótakerfið og margt fleira.
Uppselt er á frumsýningu
Skorinna skammta á sunnudags-
kvöldið. Önnur sýning er á
þriðjudagskvöld og hin þriðja á
fimmtudag.
-ÁT-
Meðal annars sem Jón Sigurðsson
áhugavert á Frón-grilli býður gestum
sínum uppá er tízkusýning. Hér
stormar Guðmundur Pálsson inn á
sviðið iklæddur búningi, sem fær
fólk til að imynda sér að það sé rót-
tækt, þó að það sé það í raun og veru
alls ekki.
DB-mynd: Sig. Þorri.
Pólskt framúrstefnuleikrit, Vatzlav
eftir Mrozek, í Menntaskólanum
við Hamrahlíð f kvöld:
Yfirstéttarhjón
drekka blóð alþýðunnar
Leikritið Vatzlav sem frumsýnt
verður af nemendum Menntaskólans
við Hamrahlíð i kvöld er eftir
Slawomir Mrozek.
Mrozek er fæddur 1930 og einna
bezt þekktur pólskra framúr-
stefnuskálda. Fyrsta leikrit hans,
frumsýnt I Varsjá 1958, vakti mikið
umtal. Það lýsir ríki þar sem leynilög-
reglan hefur barið niður alla and-
stöðumenn ríkisstjórnarinnar nema
einn harðjaxl. Þegar hann loks er
yfirunninn er grundvöllurinn fyrir
starfi lögreglunnar brostinn, en
fremur en að leggja sjálfa sig niður
fær hún sína eigin menn til að fremja
pólitíska glæpi.
Þrjú leikrit Mrozeks hafa verið
sýnd hér á landi, Tangó, Á rúmsjó og
Meðgöngutími.
Vatzlav verður það fjórða og
fjailar það að sögn nemenda um úr-
kynjun mannkynsins. Höfundurinn
hæðist þar napurlega að valdinu og
setur stór spurningamerki við
hugtök eins og réttlæti, frelsi og vald.
Aðalpersónan, Vatzlav, er
galeiðurþæll, sem lendir í skipreika
en bjargast upp á strönd ríkis sem
gæti verið hvar sem er á hnettinum.
Þar kynnist hann m.a. yfirstéttar-
hjónum, sem drekka blóð
alþýðunnar í bókstaflegri merkingu.
Sonur þeirra er fullvaxta en barn í
anda. Þegar hann kemst að athæfi
þeirra breytist hann í bjarndýr og
hvetur bændurna til að gera
uppreisn.
í ríkinu eru einnig snillingur, sem
er leiðtogi mannkynsins af köllun, og
dóttir hans, ung og saklaus, sem er
tákn réttlætisins í leiknum.
Ennfremur kynnist Vatzlav hers-
höfðingjanum Barbaro, sem stýrir
frelsissveitum, og grísku sagna-
hetjunni Ödipusi Rex, sem telur sjálf-
an sig vera ómissandi fyrirmynd
mannkynsins, enda hvíli heims-
skipulagið á herðum hans.
Karl Ágúst Úlfsson hefur þýtt
verkið á mjög skemmtilegt mál en
leikstjóri er Andrés Sigurvinsson og
hönnuður Ijósa Lárus Björnsson. Um
fjörutíu nemendur hafa unnið að
sýningunni.
Sýningar eru i kvöld, sunnudags-,
mánudags- og miðvikudagskvöld,
alltaf kl. 20.30. Alla sýningardaga
eru miðar seldir í anddyri skólans frá
hádegi og tekið við pöntunum í síma
39010 frákl. 17—19.
-IHH.
Unga stúlkan, Sönn, tákn réttlætisins
í lciknum, er svo saklaus, að hún
trúir föður sínum, prófessornum,
sem telur sig sjálfkjörinn leiðtoga
mannkynsins, þegar hann segir henni
að börn verði til með hjálp
skynseminnar og stökkvi út úr
höfðum foreldra sinna.
DB-mynd: Einar Ólason.
Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h.
Sunnudagur: Barnasamkoma í Fellaskola kl. 11 f.h,
Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu að Keilufelli 1 kl.
2. Sameiginleg samkoma safnaðanna í Breiðholti
miðvikudag 1. apríl kl. 20.30 að Seljabraut 54. Sr.
Hreinn Hjartarson.
GRENSASKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.
Guðsþjónusta, altarisganga. örn B. Jónsson djákni
predikar. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Ahnenn
samkoma nk. fimmtudag kl. 20.30. Sr. Halldór S.
Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Altaris-
ganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Fjölskyldumessa
kl. 2. Óskað er eftir þátttöku fermingarbarna og for-
eldra þeirra. Kvöldbænir á föstu eru kl. 18.15 á
mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og
föstudögum. Þriðjud. 31. marz kl. 10.30 fyrirbæna-
guðsþjónusta. Beðið fyrir sjúkum. Föstumessa
miðvikudaginn 1. aprtl kl. 20.30. Sr. Karl Sigur-
björnsson. Kirkjuskóli barnanna kl. 2 á laugar-
dögum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. lO.Sr. Ragnar
Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr.
Arngrimur Jónsson. Messa kl. 2. Sr. Tómas
Sveinsson. Föstuguðsþjónusta fimmtudag kl. 20.30
Organleikari Orthulf Prunner. Sr. Tómas Sveinsson.
BORGARSPÍTALINN: Guðsþjónusta kl. 10 árd.
Organleikari Jón G. Þórarinsson. Sr. Tómas
Sveinsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Banasamkoma i Kárs-
nesskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 2. Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.
Söngur, sögur, myndir. Guðsþjónusta kl. 2. Prestur
sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Organleikari Jón
Stefánsson. Sóknarnefndin.
LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardagur:
Guðsþjónusta að Hátúni lOb, níundu hæð kl. 11
árd. Sunnudagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11 og
messa kl. 2. Vænzt er þátttöku fermingarbarna og
aðstandenda þeirra. Þriðjudagur: Bæna-
guðsþjónusta á föstu kl. 18. Æskulýðsfundur kl.
20.30. Föstudagur: Síðdegiskaffi kl. 14.30. Sóknar-
prestur.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30.
Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs-
son. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson.
Föstuguðsþjónusta Fimmtudaginn 2. apríl kl. 20.30.
Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson.
SELJASÓKN: Barnaguðsþjónusta að Seljabraut
54 kl. 10.30. Barnaguðsþjónústa í ölduselsskóla kl.
10.30. Guðsþjónusta að Seljabraut 54 kl. 2.
Miðvikudagur 1. apríl. Sameiginleg samkoma
Breiðholtssafnaða að Seljabraut 54 kl. 20.30.
Sóknarprestur.
SELTJARNARNESSÓKN: Bamasamkoma kl. 11
árd. I Félagsheimilinu. Sr. Frank M. Halldórsson.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Messa kl. 2.
Ferming. Organleikari Sigurður ísólfsson. Prestur
sr. Kristján Róbertsson.
•NÝJA POSTULAKIRKJAN, Háaleltisbraut 58:
jMessa sunnudag kl. 11 og 17.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskólinn lýkur
starfsemi sinni kl. 11. Munið skólabilinn. Ferming-
arguðsþjónusta kl. 14. Altarisganga mánudag kl.
■20.30.
Þorbjörg Höskuldsdóttlr sýnir að Kjarvalsstöðum
ásamt Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. Hér er Þor-
björg ásamt einu málverka sinna.
LISTASAFN ALÞÝÐU, Grensásvegi 16: Sýning á
verkum í eigu safnsins. Opið 16—20 virka daga,
14—20 um helgar.
GALLERÍ LANGBRÓK, Amtmannsstíg 1: Ingi-
björg Sigurðardóttir, Ullarleikur: ullarskúlptúrar,
ullarmyndir, ullarbelti. Opið til 3. april kl. 12—18
virka daga, 16—18 um helgar.
ÁSGRtMSSAFN, BergslaOastræti 74: Ný sýning á
verkum Ásgríms. Opið þriðjud., fimmtud. og
laugard. kl. 13.30—16.
GALLERÍ KIRKJUMUNIR, Kirkjustræti 10: Sig-
rún Jónsdóttir, batik, kirkjumunir o.fl. Opið kl. 9—
18 virka daga, 9—16 um helgar.
Kjarvalssýningin að Kjarvalsstöðum þykir einstakur
listviðburður, enda hefur fólk fjölmennt á hana.
Hér eru nokkrar mannamyndir listamannsins.
KJARVALSSTAÐIR: Kjarvalssalur: Úr fórum
Grethe og Ragnars Ásgeirssonar. Myndir eftir Kjar-
val, Gunnlaug Scheving, Höskuld Björnsson,
Ásgrím Jónsson, Guðmund Einarsson frá Miðdal
o.fl. Vestursalur: Þorbjörg Höskuldsdóttir og
Guðrún Svava Svavarsdóttir. Málverk 'og teikn-
ingar. Opið til 29. marz kl. 14—22 alla daga.
DJÚPIÐ, Hafnarstræti (Hornið): Frank van Mens,
teikningar. Opið 11—23.30alladaga.
GALLERÍ SUÐURGATA 7: Douwe Jan Bakker:
Um sérstakt framlag íslands og íslenzks samfélags til
sögu byggingalistarinnar. Ljósmyndir. Opnar
laugardag kl. 16. Stendur til 12. april. Opið 16—20
alla daga vikunnar.
, NORRÆNA HÚSIÐ: Engin sýning um helgina.
LISTMUNAHÚSIÐ, Lækjargötu 2: Engin sýning
um helgina.
Douwe Jan Bakker er íslendingum að góðu kunnur
enda óþreytandi við að ferðast hér og tjá sig um
landið i list sinni. Á morgun (laugardag) opnar hann
sýningu á myndum frá íslandi i Suðurgötu 7.
ÁRBÆJARSAFN: Opið samkv. umtali. Simi 84412
kl. 9—lOalla virka daga.
ÞJÓÐMINJASAFNIÐ v/Suðurgötu: Opið
þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud.
kl. 13.30-16.
TORFAN, veitingahús: Messíana Tómasdóttir, leik-
myndir, Ijósmyndir.
GALLERÍ GUÐMUNDAR, Bergstaðastræti 15:
Kristján Guðmundsson, ný málverk. Weissauer,
grafik. Opið 14—18 virka daga.
NÝLISTARSAFNIÐ, Vatnsstíg 3 b: Ólafur Lárus-
son óg Þór Vigfússon, ný verk. Opið 16—20 virka
daga, 14—20 um helgar.
NÝJA GALLERÍIÐ, Laugavegi 12: Hreggviður
Hermannsson, teikningar og olíumyndir. Opnar
laugardag.
MOKKA-KAFFI, Skólavörðustíg: Gunnlaugur
Johnson, teikningar. Opið 9—23.30 alla daga.
LISTASAFN ÁSMUNDAR SVEINSSONAR: Op-
ið þriöjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl.
13.30—16.
Hollendingurinn Frank van Mens sýnir i Djúpinu
fram yfir mánaðamót. Hér má sjá hann ásamt einni
,teikninga sinna.