Dagblaðið - 27.03.1981, Side 4

Dagblaðið - 27.03.1981, Side 4
16 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981. Hvað er á seyðium helgina? Hretxviðar Hcrmannsson opnar sýningu um helKÍna i Nýja Galleriinu, LauXave]{i 12. I.ISTASAFN ÍSLANDS v/Suflurgötu: Málvcrk, tcikningar, grafik og skúlptúr eftir innlenda og crlenda listamenn. Opið þriðjúd., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 13.30—16. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR, Skólavörflu- holti: Opið miðvikud. og sunnud. kl. 13.30—16. Ný sýning á verkum Einars. Tonleikar Árnesingakórinn í Reykjavfk Sunnudaginn 29. marzeru fyrirhugaðir kaffitónleik- ar í Félagsheimili Fáksmanna við Bústaöaveg. Á boöstólum verður kaffi og kökuhlaðborð. Sungiö veröur eftir þörfum frá kl. 14.30—17.30. Árnesingakórinn hefur starfað af miklum krafti i vetur og sungiö m.a. fyrir aldraða og sjúka. Laugardaginn 4. apríl nk. heldur kórinná heima- slóðir og heimsækir Samkór Selfoss. KalTisalau verður með sönglegu ívafi og er til styrktar starfsemi kórsins. Stjórnandi kórsins er Guðmundur ómar óskarsson. Til vinstri er Erpingham, eigandi sumarbúðanna, valdasjúkur stórlax með mikla framtiðardrauma. Til hægri Kevin Riley, undirmaður hans, lævís og framagjarn og svífst einskis til að ná hærra upp i valdastiganum. Menntaskólinn við Sund frumsýnir Erpingham- búðimar eftir Joe Orton annað kvöld: Fríkað leikrit um geggjaðan sumar búðastjóra Nemendur Menntaskólans við Sund hafa lagt hart að sér síðustu vikur og nætursvefninn hjá þeim orðið i minnsta lagi, því oft hafa þau ekki komizt í leikfimisalinn tii æfinga fyrr en undir miðnætti. Saiurinn, sem er gríðarstór og í tengslum við gott leiksvið, er gjörnýttur af tveim skólum á daginn og leigður iþrótta- félögum á kvöldin. í vetur eru leiksýningar nemenda í fyrsta sinn á heimaslóðum, áður hafa þau leikið ýmist uppi i Breiðholti eða úti á Seltjarnarnesi. Leikritið sem þau sýna heitir Erpingham-búðirnar og er eftir Bret- ann Joe Orton. Joe Orton fæddist 1933 — af brezku lágstéttarfólki, og lagði gifurlega hart að sér til að vinna sig upp í leikhúsheiminum. Hann varð kynvillingur og kynntist öðrum slíkum, Kenneth Halliwell, og urðu þeir elskendur og sambýlismenn til æviloka. Fyrir lítils háttar arf sem Hallíwell hafði fengið og at- vinnuleysisbætur drógu þeir fram lifið við þröngan kost og skrifuðu báðir leikrit í gríð og erg. Orton varð skyndilega frægur 1964 með leikritinu Að skemmta herra Sloane. En þremur árum seinna leiddi af- brýðisemi, bæði kynferðisleg og metnaðarleg, til þess að Halliwell, elskhugi hans, rotaði hann til bana með hamri og batt síðan enda á sitt eigið líf. Orton hefur verið líkt við Oscar Wilde, ekki einungis vegna kynvillunnar, heldur vegna þess hve stillinn er knappur og fyndinn og hve óvægilega hann ræðst gegn allri gervimennsku. Erpingham-búðirnar er að sögn nemendanna í M.S. ,,mjög fríkað og hlægilegt”. Þar segir frá sumardval- arbúðum fyrir lág- og miðstéttar- fjölskyldur og eru þær reknar með hálfklikkuðum en harðsnúnum náunga. f þessum friðsælu búðum fer allt í bál og brand út af smámunum og sögðu nemendur að í leikritinu sæist hvernig einn brjálaður maður í stjórnunarstöðu gæti smitað allt umhverfi sitt af geggjun. Þýðing leiksins var gerð af enskunemendum skólans fyrir nokkrum árum undir leiðsögn Sverris Hólmarssonar. Leikendur eru um 15 en alls vinna um þrjátíu nemendur að sýningunni. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson. Sýningar verða laugardags- og sunnudagskvöld um þessa helgi og þá næstu, og auk þess á þriðjudags- og föstudagskvöld í komandi viku, alltaf kl. 21.00 í leikfimisalnum við Gnoðarvög/Skeiðarvog (leið 2). Miðar kosta kr. 30 og fást á skóla- tíma og við innganginn. -IHH. Keppnin um fallið í 2. deild: TAP í KVÖLD FELLIR KR EÐA HAUKA í 2. DEILDINA — jaf ntef li þýðir að öll liðin, Fram, KR og Haukar verða jöf n Lokaleikur „fallkeppninnar” illræmdu en umræddu er á dagskrá i Laugardalshöllinni klukkan 20 i kvöld og eigast þar við KR og Haukar. Um líf eða dauða, ef svo má að orði komast, er að tefla hjá þessum liðum því tap í kvöld hefur í för með sér fallið ógurlega í 2. deild. Jafntefli mun hins vegar tryggja báðum liðum gálgafrest, þvi þá eru liðin þrjú sem um fallið berjast, Fram, KR og Haukar, öll jöfn að stigum. Það mundi þýða aðra auka- keppni, takk fyrir. Framan af virtist svo sem Haukarnir myndu bjarga sér fyrst eftir sigur á Fram og síðan jafntefli við KR. Tap fyrir Fram sl. föstudag setti hins vegar strik í reikninginn og nú þurfa Haukarnir skyndilega að berjast hatrammri baráttu við KR um fallið. Leikir KR og Hauka í vetur í 1. deildinni voru hnífjafnir en Haukar höfðu sigur í báðum. Lengst af stefndi einnig í sigur þeirra í Firðinum, er liðin mættust fyrra sinni í fall- keppninni, en KR tókst að jafna í lokin. Hér fylgja úrslitin úr fall- keppninni með til gamans: Fram-Haukar 22—23 Fram-KR 17—17 Haukar-KR Haukar-Fram KR-Fram KR-Haukar 20—20 24—24 19—19 99_99 Eftir styrkleika liðanna sem koma upp úr 2. deildinni í vor að dæma er enn mikilvægara fyrir KR og Hauka að forðast fallið. AUar líkur eru þá á að þau sleppi einnig næsta vetur, því eins og dæmið lítur út nú virðast 2. deildarliðin ekkert erindi eiga upp í 1. deild — ekkert þeirra. Leikirnir i fallkeppninni hafa allir verið óhemju jafnir til þessa og engin ástæða er til annars en að ætla að svipað verði uppi á teningnum í kvöld. -SSv. Tónleikar Tónmennta- skóla Reykjavfkur Hljómsveit og lúðrasveit Tónmenntaskóla Reykja- vikur halda tónleika i Háskólabiói nk. laugardag, 28. marz, kl. 2e.h. Efnisskráin er fjölbreytt og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Gítartónleikar á Akureyri Laugardaginn 28. marz mun Pétur Jónasson halda gitartónleika i Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. Pétur hóf gitarnám við Tónlistarskólann í Görðum niu ára gamall og var kennari hans Eyþór Þorláksson gitarleikari. Vorið 1976 lauk hann einleikaraprófi frá sama skóla og burtfararprófi ári síðar Haustið 1978 hóf Pétur framhaldsnám við hinn þekkta gítarskóla Estudio de Arte Guitarristico i Mexicoborg og var einkakennari hans argentínski gítarleikarinn Manuel López Ramos. BurtfararpróFi lauk hann í ágúst 1980. Pétur hefur haldiðeinleikstónleika í Mexicoborg, Reykjavík, ísafirði, Akranesi og Höfn í Hornafirði og hlotið lofsamleg ummæli gagrýncnda. Auk þess hefur hann gert útvarpsþætti fyrir Radio Educación í Mcxicoborg og íslenzka ríkisútvarpið. Á efnisskránni eru verk eftir Luys de Narváez, Manuel M. Ponce, J.S. Bach, William Walton, H. Villa-Labos og Isaac Albéniz. Tónleikarnir hefjast klukkan 14.00. Leiklist FÖSTUDAGUR ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ: Kóngsdóltirin scni kun.ii ckki að tala kl. 15. Uppselt. Stjórnlcysingi t'ersl af siysförum kl. 20.30. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Ótcmjan kl. 20.30. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Sðlumaður deyr kl. 20. LAUGARDAGUR ALÞYÐULEIKHÚSID: Kóngsdóttirin scm kunni ckki að tala kl. 15. Kona kl. 20.30. KÓPAVOGSLEIKHÚSIÐ: Þorlákur þreytti kl. 20.30. LEIKFÉLAG REYKJ AVÍKUR: Rommi kl. 20.30. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Dags hriðar spor kl. 15. Síðasta sinn. Súlumaður deyr kl. 20. SUNNUDAGUR ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ: Kóngsdðttirin sem kunni ekki að tala kl. 15. Stjórnleysingi ferst af siysförum kl. 20.30. KÓPAVOGSLEIKHÚSIÐ: Galdraland kl. 15. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Skornir skammtar, frumsýning kl. 20.30. Uppselt. NEMENDALEIKHÚSIÐ: Peysufatadagurinn kl. 20. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Oliver Twist kl. 15.Sölumaður deyr kl. 20. Litla sviðið: Likaminn, annað ekki, kl. 20. Allrasíðastasinn. Jóhanna Norðfjörð tekur við af Herdísi Þorvaldsdóttur í Dags hríðar spor Síöasta sýningin á leikritinu Dags hriðar spor eftir Valgarð Egilsson átti að vera miðvikudaginn 18. marz sl. en fresta varð sýningunni vegna stórhríðar á Norðurlandi. Og hvernig getur svo illviðri norðan- lands stöðvað leiksýningu i Reykjavík? Jú, einn leik- enda, Leifur Hauksson sem stundar búskap á Ströndum, tepptist á Hólmavík og komst ekki suður. En nú hefur veðrið gengiö niður og ekkert þvl til fyrirstöðu að sýna leikritið. Ein breyting hefur verið gerð á hlutverkaskipan, þar eð Herdis Þor- valdsdóttir hefur fengið leyfi frá störfum, og mun Jóhanna Norðfjörð taka við hlutverki prófessors Þjóðlaugar i þcssari lokasýningu. Jóhanna lauk leik- listarprófi frá leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1960 og er þetta fyrsta stóra hlutverkið hennar. Hún hefur þó komið við sögu i Dags hríðar sporum þar sem hún var aðstoðarmaður leikstjóra þar til hún tók aö sér hlutverk prófessors Þjóðlaugar. Siðasta sýning á Dags hriðar sporum verður laugardaginn 28. marz kl. 15. Músagildran á Akranesi Næstkomandi sunnudagskvöld þann 29. marz verður frumsýnt hjá Leikklúbbi Nemendafélags Fjölbrautaskólans á Akranesi leikritið Músagildran eftir Agöthu Christie. Múagildan er þriðja verkefni leikklúbbsins og er þetta einnig þriðja starfsár hans. Leikstjóri er Auður Jónsdóttir og hafa æfing- ar undir hennar stjórn staðið i um sex vikur. Alls taka 17 manns þátt i sýningunni, þar af eru leikarar 8. Sýnt er i Fjölbrautaskólanum á Akranesi. önnur sýning verður þriðjudag 31. marz kl. 21.00. Galdraland sýnt í Kópavogsleikhúsinu Garðaleikhúsið hefur að undanförnu sýnt barna- leikritið Galdraland eftir Baldur Georgs í Kópavogs- leikhúsinu. Búið er að sýna það í Hafnarfirði, Hlé- garði, Sclfossi, Akranesi og í Keflavik en þar var það sýnt tvisvar fyrir fullu húsi. Einnig hafa tvær síðustu sýningar i Kópavogsleikhúsinu verið fyrir fullu húsi og er ætlunin að halda sýningum þar áfram um sinn. Alls starfa átta manns við sýninguna og eru leikarar þrir, þeir Aðalsteinn Bcrgdal, Randver Þorláksson og Þórir Steingrimsson. Sýningarstjóri er örn Gunnarsson og leikstjóri Erlingur Gislason. Kvikmyndir Solaris í MÍR-salnum Laugardaginn 28. marz kl. 15 verður kvikmyndin Solaris eftir hinn kunna sovézka leikstjóra Andrei Tarkovskí (grein um hann birtist í febrúarhefti Kvik- myndablaðsins) sýnd í MÍR-salnum, Lindargötu 48, 2. hæð. Myndin er byggð á vísindaskáldsögu eftir Pólverjann Stanislaw Lem og gerist að mestu í geimstöð fjarri jörðu. Tarkovskí lauk við Solaris 1972 og var hún næsta mynd hans á eftir Andrei Rúbljov, hinni umtöluðu kvikmynd, sem sýnd var i sjónvarpinu í vetur. Með aðalhlutverkin í Solaris fara nokkrir af kunnustu kyikmyndaleikurum Sovétrikjanna, m.a. Donatas Banionis, Natalja Bondartsjúk, Anatolí Solonitsyn (sem lék Andrei Rúbljov) og Júri Javert. — í myndinni er enskt tal. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Aðalfundir Styrktarfélag vangefinna Aðalfundur félagsins verður haldinn i Bjarkarási við Stjömugróf Iaugardaginn 28. marz nk. kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf. Eggert Jóhannesson, for- maður Þroskahjálpar, kemur á fundinn. Kaffi- veitingar. Stjórnmálafundir Alþýflubandalagsfólag Setfoss og nágrennis Opinn fundur með Svavari Gestssyni félagsmálaráð- hcrra verður að Kirkjuvegi 7 Selfossi sunnudaginn 29. marz kl. 14 e.h. Allir velkomnir. Menntskælingar á Akureyri: f rumsýna: ER Á MEÐAN ER — í samkomuhúsinu á sunnudaginn Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir bandaríska gamanleikinn Er á meðan er eftir Kaufman og Hart í Samkomuhúsinu á Akureyri sunnudaginn 29. marz kl. 20.30. Leikstjóri er Guðrún Alfreðs- dóttir. Næstu sýningar eru í Sam- komuhúsinu á mánudags- og þriðjudagskvöldið kl. 20.30. Er á meðan er 'er ærslaleikur og þekktur sem slíkur. Menntskælingar á Akureyri hafa áður sviðsett verkið, það var árið 1964. í því bregða höfundar upp mynd af bandarísku þjóðlífi á krepputímum á raunsæjan en gamansaman hátt. Leikararnir og starfsfólk við uppfærslu á Er á meðan er eru allt nemendur við Menntaskólann. Alls taka 40 manns þátt í sýningunni, þar af fara 19 með hlutverk. Er á meðan er 34. verkefni Leikfélags MA og jafnframt 2. leikrit eftir Kaufman og Hart. Hitt var Gestur til miðdegisverðar, sem var á verkefnaskránni árið 1958. -ARH.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.