Dagblaðið - 20.05.1981, Side 5

Dagblaðið - 20.05.1981, Side 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. MAl 1981. 5 Vinnudeila tefur innanlandsf lugið —eldsneytisaf greiðslumenn knýja á um endurskoðun á sérsamningi Flugeldsneytisafgreiðslumenn á Reykjavíkurflugvelli eiga nú í deilu við vinnuveitanda sinn, Olíufélagið Skeljung. Hafa þeir gripið til þess ráðs að taka fulla matar- og kaffí- tfma samkvæmt venjulegum Dags- brúnarsamningum f stað þess að taka þá þegar tími gefst til frá störfum eins og áður hefur tfðkazt hjá þeim. Þetta hefur haft þau áhrif að flug- vélar Arnarflugs og Flugfeiða hafa tafizt lftillega vegna þess að ekki hefur verið unnt að afgreiða þær með eldsneyti þegar afgreiðslumennirnir hafa verið í mat eða kaffi. Afgreiðslumennirnir vinna á vökt- um og er deilt um ákvæði i sérsamn- ingi. Þeir vilja að svokölluð sér- hæfnisprósenta verði tvöfölduð en afgreiðslumennirnir fá nú greitt 5% ofan á kaupið fyrir að afgreiða flug- vélaeldsneyti sem er vandmeðfarnara en annað eldsneyti. Þeir vilja einnig fá greiddan auka matartímaað lok- inni vakt vinni þeir lengur en sem vaktinni nemur. Hefur olíu félagið falliztá þákröfu. Sérsamningur afgreiðslumannanna átti að endurskoðast við gerð síðustu aðalkjarasamninga en þar sem sú endurskoðun hefur dregizt mjög á langinn ákváðu starfsmennirnir að grípa til þessara aðgerða. - KMU Vegaáætlunin til 1984 ákveðin ífjárveitinganefnd: 411,4 MILUÓNIR KRONA TIL VEGA- MÁLA Á ÁRINU —til nýrra þjóðbrauta á að verja 183 milljðnum og 17 milljónum til brúarsmíði 1981 um 52% í stað 42% sem gert var 411,46 milljónum króna á að verja til vegamála á árinu 1981, samkvæmt tillögum fjárveitinganefndar sem voru til síðari umræðu í sameinuðu þingi f gær. Er gert ráð fyrir að þessar tillögur nefndarinnar nái samþykki Alþingis og verði sendar ríkisstjórninni sem ályktun Alþingis. Þessar 411 milljónir skiptast svo í aðalflokka, að 19,15 milljónir renna til stjórnunar og undirbúnings, 103,7 milljónir eiga að fara í sumarviðhald þjóðvega og 33 milljónir til vetrarvið- halds. Til nýrra þjóðbrauta á að verja samtals 183 milljónum króna, til brúa- gerða alls tæplega 17 milljónum, til fjallvega 4,5 milljónum króna, til sýslu- vega 13 milljónum, til vega í kaupstöðum og kauptúnum 29,72 milljónum króna, til vélakaupa og áhaldahúsa 2,5 milljónum og 1,2 milljónum til tilrauna. Vegaáætlunin nú nær til fjögurra ára. í meðförum fjárveitinganefndar hækkaði áætlunin milli áranna 1980 og ráð fyrir í fjárlögum milli þessara ára. Árið 1982 er áætlað að verja alls 582,3 milljónum króna til vegamála, 597,35 milljónum árið 1983 og 612,50 milljónum króna árið 1984. í teknalið vegaáætlunar er gert ráð fyrir að bensínverð hækki upp úr miðjum maí og að þúngaskattur hækki 1. júnf til samræmis við byggingavísi- tölu. Eins og kunnugt er frestaði ríkis- stjórnin hækkun bensíns á dögunum. Var hún þá borin þeim sökum að frest- unin væri gerð til að bensínverðhækk- un kæmi ekki fram í kaupgjaldsvísitölu fyrr en 1. september. í teknahlið vegaáætlunar er gert ráð fyrir að bensíngjald, þungaskattur og gúmmígjald til vegamála nemi 239,6 milljónum kr. 1981, ríkisframlag verði 31,66 milljónir króna, lánsfjáröflun nemi 110 milljónum og önnur fjáröflun 30,2 milljónum króna. Lárus Jónsson um vegáætlun ríkisstjórnarínnar: „Stóru stökkin orð- in að hænufetum” Niðurskurður frá upphaflegum áætlunum um 6,8 milljarða gkr. „Frá 1978 hafa skattar á bensín hækkað um 115,4 milljónir króna,” sagði Lárus Jónsson (S) sem harðlega gagnrýndi það sem hann kallaði stefnu- leysi ríkisstjórnarinnar i vegamálum, á þingi igær. „Sáralítið af þessum auknu skatt- byrðum hefur runnið til vegamála og ekkert til brúarsmíði. öll skattaaukn- ingin hefur því farið í eyðsluhít ríkis- stjórnarinnar,” sagði Lárus. ,,Ef sama hlutfall bensíngjalds hefði runnið til vegaframkvæmda frá 1978 og gerði 1975 til 1978 væru 46 milljónir króna komnar i vegakerfið, sem runnið hafa í eyðsluhítina,” sagði Lárus. Hann gagnrýndi og að lántökur til vegamála hefðu aukizt um 105% frá 1980 til 1981 en þarna væri um að ræða víxla sem falla myndu á skatt- greiðendur. Lárus bar fram að á árunum 1974— 1978 hefði (miðað við fast verðlag) verið varið 177,3 milljónum kr. til vega- og brúagerðar en á árunum 1979—1981 væri sú tala 181,6 milljónir króna. „Stóru stökkin sem gera átti í vega- málum, og mikið var gumað af, eru orðin að hálfgerðum hænufetum,” sagði Lárus, „þvf sá niðurskurður sem gerður hefur verið á upphaflegum áætl- unum nemur 68 milljónum nýkr. eða 6,8 milljörðum gkr.” - A.St. Ekki færri en tvö hundruð kflómetrar — af bundnu slitlagi á árí hverju segir FÍB „Félag íslenzkra bifreiðaeigenda lýsir yfir ánægju með það átak sem fyrirhugað er í vegagerð fram til ársins 1985. Félagið telur að með þvf átaki náist mikilsverður árangur í gerð vega með bundnu slitlagi.” Svo hljóða upphafsorð ályktunar sem vegamálanefnd FÍB sendi frá sér fyrir nokkru. Þar segir ennfremur að einungis sé viðunandi árangurs að vænta í vegagerð verði ekki hvikað frá þeirri stefnu að leggja slitlag á a.m.k. tvö hundruð kflómetra af vegum á ári hverju. Sættir FÍB sig ekki við minna átak f þessum efnum. Félagið lítur svo á að gerð vega með bundnu slitlagi sé eini kostur f slendinga í vegagerð. Itrekuð er sú þjóðhagslega hag- kvæmni sem felist f lagningu slitlags. Bent er á að aðeins lítill hluti af' því fé sem tekið sé af bifreiðaeigendum, í margháttuðum sköttum á ári hverju, renni til lagningar bundins slitlags. í lok ályktunarinnar segir að ekkert þétti betur dreifða byggð í landinu en góðir vegir, sem séu einnig ein megin- forsenda velsældar þessarar þjóðar og tryggi byggð landsins betur en flest annað. -KMU Áskriftarsími Eldhúsbókarinnar 24666 ELDHÚSBÓKIN iri'iuentii 14 Til nýrra þjóðbrauta á að verja 183 milljónum króna f ár, samkvæmt tillögum fjárveitinganefndar Alþingis. Gert er ráð fyrir að tillögurnar verði samþykktar. DB-mynd Magnús Karel. Teg. 10 L Teg. 50 K Tegund 10 L: 65% hómull, 35% polyester. Litur: blátt. Stœróir: 4—14. Tegund 30 Þ: Rifflað flauel. Litir: vlnrautt, miUibrúnt. Ijóshlátt, drapp. Stœrðir: 1—6, sama snið og 10 L. Tegund 80 D: 65% bómull, 35% polyester. l.itur: hlátt. Starðir:4—14. Tegund 70 S: 100% bómull. Litir: hvítt, karrygult, bleikt, grwnt „army”og Ijósdrapp. Stwrðir: 4— 16. PÖNTUNARSÍMI75253 Tegund 20 H: 100% bómull. Litir: bvítt, Ijósgult, bleikt, grœnt „army ”og Ijósdrapp. Stierðir: 4—16. Tegund 50 K: Stœrðir: 4—14 eru úr 65% bómull og 35% polyester. Litur: hlátt. Stœrðir: 28—40 eru úr 14 oz denim. Tegund 60 F: Rifflað flauel. Litir: svart, navy hlátt, kaffibrúnt og drapp. Stœrðir: 28—40, sama snið og 50 Á SÚL- 0G SUMARTILBOÐ Glœsilegar buxurfyrir allan aldur Númer í barna- og unglingastærðum Tegund 4 5 6 7 8 10 12 14 16 20H Kr. 142 145 148 152 156 160 164 169 174 70S Kr. 174 177 180 183 186 190 195 200 205 80D 50 Kr. 127 130 133 136 139 144 149 154 — Númeri barnastærðum Tegund Kr. 1 2 3 4 5 6 112 115 117 120 121 124 126 129 10 L Kr. 102 107 30 Þ Kr. 105 110 Tegund 50 K: Fullorðinsstærðir NR. 28—40 Kr. 188 Tegund 60 F: Fullorðinsstærðir NR. 28—40 Kr. 203 Sendum í póstkröfu PÓSTVERZLUNIN AKRAR pöntun þinni utan skrifstofu- tíma. Mundu að taka fram stcvrð og lit. Pósthólf 9140 129 Rvík. — Sími 75253

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.