Dagblaðið - 20.05.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 20.05.1981, Blaðsíða 8
Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir aprilmánuð 1981 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en siðan eru viðurlögin 4.75% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og mcð 16. júni. Fjármálaráðuneytið, 18. maí 1981 Norður-írland hefur verið mjög i fréttum að undanförnu vegna óeirða þar. Nokkrir blaðamenn hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa farið frjálslcga með staðreyndir í fréttaflutningi sinum af þcim atburðum. aldrei verið til. Michael Daly, sem sagði upp starfi sínu á New York Daily News, ritaði fréttapistil sem hljómaði eins og hann hefði setið með ritvél sína inni í brezkum brynvagni og þannig getað fylgzt með starfi brezkra hermanna úr návigi á götum Belfast-borgar. Daly feröaðist aldrei um í bryn- vagni og hermaðurinn sem hann vitnaði i, Christopher Bell, hafði aldrei verið til, ekki frekar en Jimmy í frétt Janet Cooke. Mál Teresu Carpenter er dálitið annars eðlis. Hún fékk Pulitzer-verð- launin fyrir þrjár morðfréttir. Ein þeirra var um morðiö á hinum frjáls- lynda stjórnmálamanni, Allard Lowenstein. Sá er framdi.morðið var félagi hans, Dennis Sweeney. Þó ekkert nafnanna i frétt Teresu Carpenter sé tilbúningur þá hefur hún verið sökuð um að skálda ýmis- legt annað og aö sverta minningu Lowensteins með þvi að styðjast við nafnlausar heimildir sem héldu því fram að Lowenstein hafi reynt að komast i kynvillusamband við Sweeney. Hún vitnaði í Sweeney ,,frá fang- elsisklefa hans” þar sem hann neitaði að hafa staðið í slíku sambandi við Lowenstein. Hins vegar hafði hún það eftir moröingjanum að Lowen- stein heföi einu sinni reynt við hann. Þó að Teresa Carpenter hafi aldrei talað við Sweeney þá láðist henni að láta það koma fram í fréttinni. Aðspurð sagði hún nýverið i blaða- viötali að hún hefði ekki notaö formiö „samkvæmt heimildum nærri Sweeney” vegna þess að það væri óþjált. Hún sagði einnig að hún hefði notaö setningu um hvað átt hefði sér stað í huga Sweeneys áður en hann skaut Lowenstein „vegna þess að ég vissi það í hjarta mínu að þetta var það sem Sweeney hugsaði”. Sidney Schanberg, blaöamaður New York Times, sem fékk Pulitzer- verðlaun fyrir fréttir sínar af falli Kampútseu, andmælir þessum aðferðum Teresu Carpenter, Schanberg segir að það sé rangt af fréttamanni að geta ekki um heimild- ir sínar vegna þess að það sé „óþjált”. Hann segir það einnig ra$gt af fréttamanni að halda því fram að hann viti hvað átt hafi sér stað í huga einhvers sem hann hefur aldrei rætt við. , ,Ég held að málið snúist um slæm vinnubrögð. Ef blöðin eru að falla í þá gryfju að taka upp slæm vinnu- brögð þá þarf að stöðva þá þróun. Ég veit ekki hvort frétt hennar er rétt eða ekki,” segirhann. James Wechsler, blaðamaður við New York Post, sem var vinur Lowensteins og er framarlega í hópi þeirra aö Teresa Carpenter verði svipt verðlaunum sínum, segist þess fullviss að frétt hennar sé ekki nákvæm. „í nýju blaöamennskunni verður tilfinning blaðamannsins fyrir hinu algjöra frelsi að skálkaskjóli fyrir ábyrgðarleysi,” segir hann. Blaðið The Village Voice hefur hins vegar stutt við bakið á Teresu Carpenter og segist standa við sér- hverja línu í frétt hennar. Blaðið segir að kynferðistilhneig- ingar Lowensteins hafi verið hugsan- leg ástæða til morðsins og því hafi orðið að gera skil í fréttinni. Blaðið neitar því að lesendurnir hafi veriö fengnir til að trúa því að Carpenter hafi átt viðtal viö Sweeney. Spurningin um sannsögli fréttar- innar er nú til meðferðar hjá óháða fréttaráðinu, sem er nokkurs konar siðareglunefnd bandarískra blaða- manna, skipað átján mönnum. Það varstofnaðárið 1973. Richard Baker, framkvæmdastjóri Pulitzer-nefndarinnar, segir að það muni velta á niðurstöðum hins óháða fréttaráðs hvort verðlaunaveitingin til Teresu Carpenter verði endurskoð- Uð. (Reuter) léttir meðfærilegir viðhaldslitlir fyrir stein- steypu. ÞÞ Þ. ÞORGRIMSSON & CO /V ■ ■ I rt -3 C \æ ■ O O C II Þiöppur Armúla 16 á Reykjavík ■ sími 38640 slípivélar sagarblöö steypusagir Þjöppur bindivírsrúllur Þekktur blaðamaður í New York varð í þessum mánuði að segja af sér þegar brezka biaðið London Daily Mail kallaði frétt sem hann hafði skrifað um skotárás brezkra hersveita á norður-írska unglinga „lyga- pakka”. Úthlutunarnefnd Pulitzer-verö- launanna bíöur nú eftir skýrslu frá óháöa fréttaráðinu vegna kvartana sem hafa borizt um að sú frétt sem fékk Pulitzer-verðlaunin í stað heróíinfréttar Washington Post sé ekki of trúverðug. Allar þessar þrjár fréttir voru skrif- aðar í nýjum, umdeildum stíl, sem kallaður hefur verið nýja blaða- mennskan. Þar er tækni skáldsög- unnar beitt að vissu marki. Þar eru skapaðar samsettar persónur og samtöl eru búin til og fléttað inn í fréttirnar. Takmark fylgjenda hinnar „nýju blaðamennsku”, og í þeirra hópi eru jafnvirtir fréttamenn og Norman Mailer og Thomas Wolfe, er að setja fram æðri sannleika, eitthvað sem hafið er yftr einfaldar staðreyndir og fá lesandann til aö lifa sig inn í atburðinn i stað þess að lesa aðeins um hann. En árangurinn af þessari nýju blaöamennsku getur líka stundum orðið ósannindi. Sú er að minnsta kosti skoðun þeirra er orðið hafa til að gagnrýna Janet Cooke, þá er ritaði heróín-fréttina, og tvo hina fréttamennina sem \ erið hafa í eldlín- unni síðan, þá Michael Daly af dag- blaðinu Daily News og Teresu Carpenter af Village Voice. Janet Cooke, sem er í raun upp- hafsmaður deilunnar, hefur fram að þessu neitað að svara öllum spurning- um um verk sín. Hún skrifaði lifandi sögu um svartan átta ára gamlan herófn-neytanda að nafni Jimmy. Siðar kom i Ijós að þessi drengur átti sér ekki stoð i veruleikanum, hafði Blaðamennirnir Woodward og Bernstein uröu heimsþekktir fyrir þátt sinn i afhjúpun Watergate-hneykslisins svonefnda. Síðan hefur mikill Ijómi leikið um blað þeirra, Washington Post. Nú hefur blaðið hins vegar orðið fyrir miklu áfalli þegar i Ijós kom að greinaflokkur i blaðinu um átta ára gamlan heróínneytanda var skáldskapur frá rótum. „Nýja blaðamennskan” í Bandaríkjunum umdeild: Mestu hneykslin gerast nú á ritstjómarskrifstofunum —Skáldskapurinn hef ur fengið aukið rúm í bandarískri f réttamennsku að undanförnu Mestu uppljóstranir bandarískra dagblaða þessa dagana virðast verða innan ritstjórnarskrifstofa blaðanna sjálfra til mikillar skapraunar fyrir ritstjóra og fréttamenn, sem að sjálf- sögðu vilja heldur finna hneykslis- málin á einhverjum öðrum stöðum. Deilur um trúveröugleika blaðanna hófust í síðasta mánuði í kjölfar þess að upp komst að frétt hins virta dag- blaðs Washington Post um átta ára heróínneytanda var hreinn og beinn skáldskapur blaðamannsins sem skrifaði fréttina. Það var ekki til að draga úr hneysklinu að áður en upp um þetta komst hafði viðkomandi blaöamaður fengið hin eftirsóttu Pulitzer-verðlaun fyrir frétt sína. Umræðurnar um þetta efni hafa engan veginn þagnað. Michael Daly. Hann varð að scgja upp vegna fréttaskrifa frá Norður-lrlandi, sem fengu þá einkunn að þau væru „lygapakki”. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. MAf 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.