Dagblaðið - 20.05.1981, Page 11

Dagblaðið - 20.05.1981, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. MAl 1981 II Smávegis hjálp þarf sfundum til að komast af stað en síðan er hjólað látlaust í hálfa klukkustund og þar með er stig unnið. DB-mvnd Sig. Þorri. Norræn trímmkeppni fatlaðra: Hjólað á skólalóðinni - hreyfihamlaðir nemendur í Hlíðaskóla stunda trimmið af kappi Skólar landsins eru um þaö bil að kveðja nemendur sína eftir langan og strangan vetur. Þau voru ekki mörg, börnin sem mættu okkur DB-mönnum á lóð Hliðaskóla i gær, en ánægð voru þau. Þetta voru 10 fötluð börn af 14 sem stunda nám i Hlíðaskóla. Þessi börn hafa verið í hópi þeirra sem hvað duglegastir hafa verið að safna stigum fyrir ísland í norrænni trimmkeppni fatlaðra sem stendur yfir þennan mánuð. Þau börn sem geta stundað hjólreið- ar voru öll á nýlegum hjólum, sem eru sérstaklega smiðuð fyrir hreyfi- hamlaða. Hjólreiðar hálfa klukku- stund á dag gefa þeim stig í keppnina. Einnig hafa þau verið iðin við að ganga ogsynda. „Börnin hafa verið ákaflega dugleg og stundað trimmið á hverjum degi allan mánuðinn,” sagði Hanna Ásgeirsdóttir, sjúkraþjálfari þeirra. „Að vísu misstum við tvö gallhörðustu vegna veikinda svo þau eru ekki með núna,” sagði Hanna. Sérdeild hreyfihamlaðra f Hlíðaskóla var stofnuð 1974. Deildin er hjálpar- bekkur fyrir fatlaða en þau blandast i almennar deildir skólans. Skólabíll kemur með bömin á morgnana og sækir þau er skóla lýkur. „Þau sem eru í hjólastólum eru keyrð þannig að allir fá stig. Mér finnst þetta hafa gengið mjög vel enda áhuginn mikill. Við stefnum að sjálfsögðu að sigri íslands í keppninni,” sagði Hanna. -ELA Börnin í sérdeild hreyfihamlaðra í Hliðaskóla ásamt starfsfólki dcildarinnar og Sigurði Guðmundssyni, framkvæmdasljóra keppninnar. Sóley Björk Axelsdóttir, 11 ára nemandi Hlíðaskóla: —ekki nægilegfræðsla ískólanum um fötlun ,,Ég byrjaði í skólanum 9 ára og líkar bara vel,” sagði Sóley Björk Axelsdóttir, 11 ára, sem við hittum að máli i Hlíðaskóla i gær. Sóley Björk hjólaði af niiklum móð er okkur bar að. „Ég er nú alltaf með hjólið heima en kom með það hingað í dag. Mér gengur ofsalega vel að safna stigum i keppnina. Ég hjóla, syndi og fer i göngutúra,” segir Sóley Björk. „Maður vonar auðvitað að ísland vinni þessa keppni. Mér finnst verst að krakkarnir hér í skólanum, sem ekki eru í sérdeildinni, sýna þessari keppni okkar fatlaðra engan áhuga. Ég held bara að þau viti ekki einu sinni um hana. Kennararnir hafa heldur ekkert verið að tala um hana, bara þeir sem eru í sérdeildinni. Annars tala ég mjög lítið við hina nemendurna. Fatlaðir eru svolítið sér. Kannski vegna þess að ég er svo feimin og af því að ég er ekki alveg eins og þeir.” — Hvemig er að vera með hinum krökkunum í bekk? Er nokkurn tíma rætt almennt um fötlun í bekknum, t.d. af kennurum? „Það er allt í lagi að vera með þess- um krökkum en það er aldrei nein fræðsla um fötlun. Ef krakkarnir vilja fræðast eitthvað um fðtlun verða þeir að gera það heima hjá sér,” segir Sóley Björk. „Mér finnst að svona fræðsla ætti að vera 1 öllum bekkjum. Ég ætti kannski aö búa til ritgerð um lif mitt svo krakk- arnir skilji það. Ég gæti svo sem gert það í sumar,” sagði Sóley Björk og var greinilega komin með allan hugann við ritgerðina sem við vonum sannarlega að verði til i sumar. -ELA „Krakkamlr i skólanum tala mjög litið um landskeppnlna. Ég held bara að þeir vlti ekki einu slnni um hana,” sagði Sóley Björk Axelsdóttir, 11 óra. DB-mynd Sig. Þorri. ÉG Æni KANNSKI AÐ BÚA TIL RIT- GERÐ UM LÍF MITT LIONSKLUBBURINN NJÖRDUR HJÓLREIÐAFÓLK Takið þátt í hjólreiðadeginum sunnudaginn 24. maí. Áheita- og þátttökukort fást á sundstöðunum, í sportvöru- verzlunum og hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra að Háa- leitisbraut 13. Á sunnudaginn kl. 13.00 verður safnazt saman við eftir- talda skóla: Hagaskóla — Hvassaleitisskóla — Hlíðaskóla — Langholtsskóla — Réttarholtsskóla — Laugarnesskóla — Breiðholtsskóla — Árbæjarskóla — Seljaskóla — Fellaskóla. Frá þessum skólum hjóla allir inn á leikvanginn í Laugar- dal. Þar afhenda þátttakendur þátttökukort og söfnunarfé og fá afhent í staðinn viðurkenningarskjöl. — Ýmis skemmtiatriði verða einnig á Laugardalsvellinum. Hjólum í þágu þeirra sem ekki geta hjólað. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.