Dagblaðið - 20.05.1981, Síða 12

Dagblaðið - 20.05.1981, Síða 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1981. Irfálst, óháð dagblað Útgefandi: DagblaAið hf. Framkvœmdastjóiri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal.^ íþróttir: Hallur Símonarson. Monning: Aðalsteinn Ingólffson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gísli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Práinn Þodoifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjóri: Valgorður H. Sveinsdóttir. Ritstjórn: Siðumúla 12.! Afgroiösla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalsími blaðsins er 27022 (10 línur). Bílbelti Stóra bróður Áfengi er talið svo hættulegt, að tíundi hver maður verði fyrir skakka- föllum af ofnotkun þess, auk tjóns, slysa og sorgar, sem margir neytendur þessarar vöru dreifa meðal vanda- manna sinna og ókunnugra. Hvatningar til bindindis eða hófsemi hafa ekki borið árangur. Þess vegna finnst sumum rétt að banna áfengi til að hindra menn í að hafa ekki vit fyrir sjálfum sér, til að hindra menn í að valda sér og öðrum óbætanlegu tjóni. Við höfum reynt vínbann hér á landi og deilum um árangur þess. Alténd sprakk vínbannið. Allir fá tækifæri til að hafa ekki vit fyrir sér, þrátt fyrir hvatn- ingar og frýjuorð. Menn fá að leika sér að eldinum. Tóbak er talið svo hættulegt, að notendur þess kalli yfir sig vanheilsu, alvarlega sjúkdóma og ótímabæran dauða. Þeir valda fjölskyldum sínum fjárhagstjóni og eru ekki borgunarmenn fyrir brunaslysum, sem þeir geta valdið. Notkun tóbaks er satt að segja svo alvarleg, að van- notkun bílbelta er hreinn barnaleikur í samanburði. Samt leyfir Stóri bróðir mönnum að nota tóbak eins og áfengi, þótt hann vilji nú refsa mönnum fyrir að nota ekki bílbelti. Við höfum mörg önnur dæmi um, að mönnum líðist að hafa ekki vit fyrir sér. Þeim leyfist að valda sér líkamlegu og fjárhagslegu tjóni og að dreifa um sig vandamálum, sem þeir gætu ekki bætt, þótt þeir vildu. Vísindamenn hafa komizt að raun um, að íslend- ingar séu að meðaltali tíu kílóum yfir kjörþyngd. Þetta leiðir til fjölda ótímabærra dauðdaga og rýrðrar getu manna til að framfleyta fjölskyldum sínum. Samt er þetta leyft. Vísindamenn hafa komizt að raun um, að mönnum sé hollt að hlaupa nokkra vegalengd á degi hverjum til að halda sér í formi, fækka fjarvistum frá nýtum athöfnum, tryggja tekjur sínar og lengja starfsævina. Samt er þetta ekki opinber skylda. Hagfræðingar hafa reiknað út hið gífurlega tjón þjóðfélagsins af vanhirðu foreldra um tennur barna sinna, sem leiðir til svimandi dýrra skólatannlækninga. Samt er foreldrum ekki refsað fyrir að valda þessu tjóni. Hinn litli maður hefur ekki vit fyrir sér. Hann hleypur ekki. Hann borðar sykur. Hann burstar tennur ekki nógu vel. Hann er of feitur. Hann reykir tóbak. Hann drekkur áfengi. Stóri bróðir veit hins vegar betur. Stóri bróðir hefur vald til að refsa mönnum fyrir að haga sér ekki rétt Hann refsar mönnum fyrir að stöðva ekki bíla við aðalbrautir, aka yfir löglegum hámarks- hraða og fyrir ölvun við akstur, þótt engin slys hafi orðið. Stóri bróðir hefur ekki enn tekið tannburstun og skokk upp á sína arma. Hann gerir það kannski síðar. Um þessar mundir er hann að þrýsta þingmönnum til að gera vannotkun bílbelta refsiverða. Á því sviði skal nú hafa vit fyrir fólki.. Tölurnar, sem Stóri bróðir flaggar, eru alvarlegar. Trúlega mætti finna jafngildar tölur um manntjón og líkamsskaða af sykuráti, svo ekki sé talað um aðra leyfða hluti á borð við tóbak og áfengi. Menn kunna að hlæja nú. En ríkið er jafnt og þétt að þrengja að frelsi borgaranna, líka frelsi þeirra til að hafa ekki vit fyrir sér. Með sama áframhaldi hættum við að hugsa, því að Stóri bróðir sér um allt, veit allt og bannar allt. KENNINGIN En hvað ég skil þá menn vel, sem finnast deilur um trúmál ein af plág- um mannkyns. Samt fengi ekkert mig til að þegja, þegar mér fyndist nærri mér höggviö í þeim efnum. Hefi ég þó um ævina þagað við margvísleg- um óhróðri og ósannindum, en það hefir yfirleitt verið á öðrum vettvangi en trúarinnar. Hinn 20.2. birti Velvakandi stutta grein eftir mig, sem athugasemd við skrifum Anandamurtis. Viku seinna (26.2) birtist í Morgunblaðinu grein eftir séra Árelíus Níelsson. Þessi grein hans heitir Trúarbrögð mann- kyns. Lestur beggja groinanna sýnir ljóslega, að að efnl til er grein séra Á.N. svar við minni, þótt grein hans sé dagsett 1.11. Grein hans er vörn fyrir trúarleg viðhorf heiðingjanna, sem eiga orðiö talsverð ítök í íslenzku kirkjunni. Skoðanir séra Árelíusar Ég ætla að byrja á því að rekja í fáum orðum skoðanir séra Á.N. í trúmálum eins og þær koma fram í greininni. öllum heilbrigðum manneskjum er gefinn hæfileiki til trúar og ástar. Trúin leitar fyrst afls utan persón- unnar. Hún leitar skjóls. Hún lítur til þess afls með ótta og lotningu. Aflið er — í einu orði sagt — Guð, en hann hefir mörg nöfn. Trúarbrögðin eru stórfljót. Ekkert virðist sameiginlegt nema það, að maðurinn er trúrækin vera. öllum trúarbrögðum ber virðing. Kristindómurinn? Hann er sprott- inn af hugsun og trúarleit ofurlítils flokks gyöinga — essenanna. Fyrir starfi og boðun Jesú vottar í greininni aðeins í einu orði: veginum. Jesús er vegurinn. (Þetta fínnst mér vera líkt og hjá trúhneigðum hindú- um, sem sumir eiga mynd af Jesú.) „Margir telja kristindóm hin einu réttu trúarbrögð í einu og öllu. En varlega skyldi dæmt.” Hjá séra Á.N. gildir sem sé, aö sá fræjum efans í plógfarið, því að ekki er ráð nema i tíma sé tekið. Gyðingdómurinn? Hann er upp- runninn 1 Armeníufjöllum og við Efrat-fljót. Séra. Á.N. er ekki lagið að greina á milli menningararfs og guðstrúar. Og hann tekur nákvæm- lega ekkert mark á því, sem Biblían segir um efnið. Samkvæmt skoðun- um af því tagi, sem séra Á.N. boðar, þá er Biblían safn þjóðsagna, gert af mönnum í leit að guði. Sagan af því, að Guð hafi birzt Móse á Hóreb- fjalli, eru spaklega uppspunnin fræði. Sama er að segja um opinber- un hans á Sínai-fjalli. Það er skiljan- legt, að prófessor í félagsfræði geti talað um „þokuheim trúarbragð- anna”, þar sem menn persónugeri heilaspuna sinn (útvarpserindi 22.2). Erfiðara er að sætta sig við, að prestur kirkjunnar boði slikt, eða samkynja skoðanir. Séra Á.N. er opinberun trúarinnar algjörlega framandi. Hann virðist reiðubúinn að trúa flestu — nema Biblíunni. Af greininni einni saman er ómögulegt að álykta annað en að séra Á.N. sé heiðingi. Hann trúir á guö, annars væri hann ekki að leita hans. En þetta gera heiðingjarnir líka. Þeir trúá á guð — flestir. Enginn maður er kristinn af því einu að trúa á guð, þótt sú skoðun virðist útbreidd. Kristin trú byggist ekki á trúarleit essena né neinna annarra, heldur á opinberun Guðs fyrr og síðar, fyrst og fremst eins og sú opinberun birtist í starfi, boðun og persónu Jesú. Og þegar Jesús sagðist ekki tala af sjálfum sér, þá var hann alveg áreiðanlega ekki að tala um essenana. Biblían er ekki tvær aðferðir til að leita að hjartaslögum Guðs, eins og séra Á.N. heldur fram, heldur er hún ,,leit” Guðs að manninum. í Biblí- unni opinberar Guð manninum þekk- ingu á sér. Hún er opinberun Guðs til manna, fyrst og fremst gyðinga. Orð séra Á.N.: „í nær 2000 ár hefir verið álitið, að kristileg trúarbrögð væru svo að segja alfarið af gyðinglegum átrúnaði f jr Utvarpsþankar Hálfrar aldar afmæli Ríkisútvarps- ins var haldið með pomp og pragt eins og vera bar þó hart sé í ári hjá Stofnuninni. Leyfist mér, sem skráðum útvarps- notanda í 45 ár, að bera fram heilla- óskir eftir dúk og disk. Það var gleðilegt að menntamála- ráðherra skyldi við það tækifæri . „gefa” Útvarpinu byggingasjóð sem það á sjálft, eða leyfí til að nota hann. Kannski er stjórnmálamönn- um að fara fram þrátt fyrir allt. En annað gerði menn dapra í sinni: að stofnunin er talin vera á þröminni fjárhagslega, 22% hækkun á sl. ári gerði litla stoð, þyrfti helst að vera 70% sögðu þeir sem ekkert sjá nema stórhækkun afnotagjalds. Þessi bágindi renna okkur til rifja. Útvarpið er óskabarn okkar, gamla fólksins. Þótt ótrúlegt þyki nú, var í talsvert ráðist að kaupa útvarpstæki á kreppuárunum 1930—40, og allt dýrt sem til þess þurfti (rafhlöður o.fl.). Mín vegna má hækka afnota- gjaldið, en þá vil ég og margir fleiri betra efni og betri stjórn (mér er illa við orðið stjórnun). — Skal nú vikið að þessum þáttum. Nú má góðhjartað fólk vart vatni halda vegna okkar gamla fólksins, verði útvarps- og sjónvarpsdagskrá stytt (þó er tíkallinn hans Svavars talinn eftir, en það er annað mál). Min vegna má stytta útvarpsdagskrá um 4—5 klst á dag. Á fyrstu árum út- varps hófst dagskrá kl. 7 og lauk kl. 10. Flestir ánægðir með þá skipan, enda efni oftast vel valið. Þegar farið var að láta útvarp glymja á vinnu- stöðum allan daginn og alla daga, þá varð það til hrellingar í stað hugar- léttis. 1 blaðaviðtali 1978 sagði Andrés Björnsson útvarpsstjóri: „Ríkisút- varpið er fyrst og fremst menningar- stofnun.” Eiður Guðnason bætti um betur í þingræðu í.vetur leið og sagði að útvarpið væri „mesta menningar- stofnun þjóðarinnar”. Hér er nú ekki verið að klipa utan af hlutunum, enda kann aö vera að Eiður eigi þessari stofnun pólitískan frama sinn að þakka, eins og fleiri fjölmiðla- menn. En hvernig hefur útvarpið rækt menningarhlutverk sitt í seinni tíð? Ekki skal amast við skemmtiefni í hófi, en ýmsir hávaðahópar hafa gerst ágengir og þeir fengið sitt fram. Þetta fólk þykist þurfa þætti fyrir mismunandi aldurshópa, svo sem lög unga fólksins, hlöðuball, nýtt undir nálinni, tónhorn, súpur, popp og púkk. Grautargerðin er þynnt út í „þynnkuna allra hinna”. Ýtt undir kynslóðabil. Ekki trúi ég öðru en allir aldurs- flokkar vilji hlusta á t.d. Svavar Gests, Pál og Þorgeir og Jónas Jónasson. í Mogga las ég fyrir nokkru í forystugrein „af sérstakri alúð hefur útvarpið hlúð að varðveislu tung- unnar”, og víst má finna þess mörg dæmi. En þegar hlustað er á kveðjur sem skreyta hina ýmsu „kæru ómiss- andi þætti”, þá fara að renna á mann tvær grímur. Vegna nöidurs um of stutta þætti mætti e.t.v. hafa eina kveðju 1 upphafi t.d.: „Sendum æðislegar, klístraðar og rennblautar og viðbrenndar ástar- og saknaðar- kveðjur til allra sem vilja þekkja okkur með spes flippuðum kveðjum til útvarpsráðs, sem má eiga afgang- inn ef einhver verður.” Spurningin er: Ber útvarpinu skylda til að elta dynti fólks sem heimtar lágkúru? Árni Björnsson skrifar í DB 12. 2. 1979: „Útvarpinu ber nefnilega engin lagaleg og því síður siðferðileg skylda til að að vera fyrst og fremst einhver afþreyingarstofnun, jafnvel þótt hug- stola mannfjöldinn æski þess.” í út- varpslögum segir svo um þetta í 3. gr-: „Rikisútvarpið skal stuðla að al- mennri menningarþróun þjóðarinnar og efla íslenska tungu. Það skal meðal annars flytja efni að sviði lista, bókmennta, vísinda og trúar- bragða, efla alþýðumenntun og veita Einokun ríkisútvarps- ins verður aflétt Fræg er frammistaða Útvarps Reykjavíkur þegar fárvirðrið gekk yfir landið í vetur. Útvarpið flutti fregnir af veörinu fram eftir nóttu eða þar til það gekk yfir Reykjavík. Þá lauk útsendingum og útvarps- menn föru að sofa meðan fárviðrið gekk yfir hinn helming landsmanna. í þessu sama fárviðri brotnaði langbylgjumastur í Reykjavík. Fjöl- mörg byggðarlög heyrðu ekki í út- varpi í meira en tvo sólarhringa. Þar á meðal var Borgarfjörður. Þar heyrðist aðeins i kanaútvarpinu á Keflavikurflugvelli. Þessi dæmi undirstrika betur en margt annað, hvernig landshlutaút- varpsstöðvar hefðu snúið dæminu við. Slíkar stöðvar hefðu getað flutt sveitungum sínum nákvæmar fréttir af gangi mála og verkað betur sem öryggistæki en sofandi útvarpsstöð suður í Reykjavik. Nú er búið að stofna samtök sem ætla að berjast fyrir því að rekstur út- varpsstöðva á íslandi verði gefinn frjáls. Þessi samtök voru stofnuð á Hótel Sögu sl. mánudagskvöld. Hvað er frjálst útvarp? Áhugi fyrir breytingum á útvarps- málum fslendinga er mikill. En samt er talsverð andstaða fyrir hendi. Þessi andstaða er fyrst og fremst til komin vegna þess að fólk þekkir ekki hvaðfelst 1 „frjálsu útvarpi”. Það er ekki til frjálst útvarp, er algengt viðkvæði. Satt er það. Frjálst útvarp er i sjálfu sér ekki til. Það er heldur ekki meiningin með frjálsu út- varpi að setja á stofn útvarpsstöðvar þar sem flytjendur og aðstandendur gera hvað sem þeim sýnist, án tillits til velsæmis eða annars. Frjálst útvarp er fyrst og fremst eitthvað annað en einokunarútvarp. Útvarp Reykiavík er einokunarút- varp. Aðeins ríkið má reka útvarps- stöðvar hér á landi samkvæmt núgildandi lögum. Með frjálsu út- varpi er átt við að fleiri en ríkið fái að reka útvarpsstöðvar. Auðvitað verða allar útvarpsstöðv- ar að sæta reglum og aðhaldi. Þannig er það alls staðar í heiminum og þá ekki síst í Ameríku þar sem útvarp er af mörgum tali hvað „frjálsast”. Það er kannski helst á íslandi sem út- varp þarf ekki að fara eftir öðrum reglum en það setur sér sjálft. Samtök um frjálsan útvarpsrekst- ur vilja breytingu á útvarpslögunum. Þau vilja að félögum, fyrirtækjum og einstaklingum verði leyft að sækja um rekstur útvarpsstöðva. í þeim löndum sem leyfa einkaút-

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.