Dagblaðið - 20.05.1981, Síða 17

Dagblaðið - 20.05.1981, Síða 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ1981. Litið inn á fræðslufund um bónusvinnu í ísbiminum: 17 \ „Fræöslan þyrfti að vera meiri —og í samráði við verkalýðsfélögin,” segir Bolli Thoroddsen starfsmaður ASÍ meðaltali síðustu tíu daga áður en hann eða hún veiktist. Vakin skal at- hygli á að samkvæmt lögum er at- vinnurekandi skyldur að tryggja allt starfsfólk sitt fyrir slysum. Einnig kom fram að verkstjóri má ekki taka neinn úr bónusvinnu og setja í tímalaunað starf nema veitt sé kaupuppbót eftir vissum reglum. Ýmis vinnuverndarákvæði samn- inganna voru rædd. Þannig má yngra fólk en 16 ára ekki vinna í bónus. Ekki má vinna bónusvinnu nema til klukkan sjö á kvöldin, og er það ákvæði sett til að sporna við óhæfi- lega löngum vinnutima. Loks er bónus ekki greiddur nema upp að vissum hámarksafköstum, sem kall- ast þak. Þetta er umdeilt ákvæði og jafnvel óvinsælt af mjög afkasta- miklu fólki, en verkalýðshreyfingin telur það nauðsynlegt frá sjónar- miðum vinnuverndar. Engar breytingar hjá verkstjórunum Nokkur umræða varð um verk- kennslu. Samkvæmt samningum eiga fyrirtækin að láta hana í té en á því vill verða misbrestur. „En óvant fólk fær tækifæri til að læra vinnu- brögðin með því að fá að æfa sig við hiiðina á okkur gömlu kellingun- um,” sagði ein kvennanna. Óskar tók öllu mjög vel sem kon- urnar sögðu og var ekki annað að heyra en þessi gagnkvæmu skoðana- skipti væru bæði fyrirtækinu og verkakonunum til góðs. „Það er enginn fullkominn og maður er glámskyggn á bein og galla,” sagði ein sú elzta. Og hvað sem þeim fannst um bónuskerfið þá voru þær allar sam- mála um það að verkstjórarnir á staðnum væru sérdeilis elskulegir og jákvæðir. „Gott að það skuli vera hægt að tala við þá án þess að fá hreytingar,” sagði ein sem mundi tímana tvenna. Það hefur reyndar komið fram áður í DB að aðbúnaður starfsfólks í Isbirninum er mjög til fyrirmyndar, matsalurinn óvenju bjartur og skemmtilegur og aðstaða til hrein- lætis og fataskipta prýðileg. En hvenær skyldi ófaglært fólk á íslandi geta lifað á átta stunda vinnu miðað við venjulegan vinnuhraða? -IHH. „Maður er búinn að vita meira en maður vissi,” sagði ein fiskvinnslu- kvennanna í ísbirninum þegar hún kom út af fræðslufundi um bónus- vinnu þar sem einn af rekstrarfræð- ingum fyrirtækisins, Óskar Einars- son, sagði frá því hvernig bónus er reiknaður út og helztu reglum sem um hann gilda. í flestum frystihúsum landsins er unnið eftir bónus- eða ákvæðisvinnu- kerfi og að meirihluta eru það konur sem eftir því kerfi vinna. Skoðanir þeirra eru mjög skiptar um ágæti þessa fyrirkomulags. ,,Það er geðbilun að vera að þessu,” sagði ein. „Bónusinn á eng- anréttásér.” „En þetta er bezt launaða vinnan fyrir okkur, sem ekki erum lærðar,” sagði önnur. „Ég hef unnið hérna í ísbirninum í átján ár og mundi ekki gera það ef ég væri ekki ánægð.” Byrjunarkaup í frystihúsi er kr. 22.59 á tímann í dagvinnu. Eftir árið verður það 40 aurum hærra. Eftir 4 ár er það orðið kr. 23.72. En með bónusvinnu er hægt að tvöfalda það. „Með djöfulgangi,” segja konurn- ar, en láta sig hafa það. Á staðnum verður að vera trúnaðarmaður Verkalýðsfélögin hafa eins og fyrr er sagt gert allítarlegan samning við atvinnurekendur um það hvernig að bónusvinnunni og útreikningum varðandi hana skuli staðið. Þar eru ákvæði um að hvergi megi taka upp þetta vinnufyrirkomulag nema á staðnum sé trúnaðarmaður starfsfólks vegna bónusvinnunnar. Slíkir trúnaðarmenn eiga að hafa sótt námskeið sem haldin eru af ASÍ, Vinnuveitendasambandi íslands og Vinnumálasambandi samvinnufélag- anna. „Allmörg slík námskeið hafa verið haldin frá því að bónussamningar voru fyrst gerðir, upp úr 1970,” segir Bolli Thoroddsen, starfsmaður ASÍ. Hann hefur það m.a. að atvinnu að ferðast um og aðstoða verkafólk í sambandi við bónusvinnuna og er staddur á þessu námskeiði í ísbirnin- um. Það er ekki fyrir trúnaðarmenn heldur almennt verkafólk og var skipulagt af fyrirtækinu í samráði við ASÍ. ,,Ég legg áherzlu á að fræðsla um 'þessi efni sé ekki einhliða af hendi fyrirtækjanna heldur í fullu Bolli Thoroddsen, starfsmaður ASÍ: Það skiptir miklu máli að skráning á vinnu- tima, vigtun og sýnataka af hráefni sé samvizkusamlega af hendi leyst, því skekkjur geta breytt kaupinu mikið, ýmist hækkað það eða lækkað. DB-myndir: Kinar Ólason samráði við hlutaðeigandi verkalýðs- félög,” segir Bolli en bætir því við að fræðsla og upplýsingar fyrir bónus- verkafólk sé alltof lítil. Karólína: Þetta er bezta vinnan fyrir okkur sem ekki erum lærðar. Ég hef unnið hérna í ísbirninum i átján ár og mundi ekki gera það nema ég væri ánægð. DB-myndir: Einar Ólason. Mikil reikningslist í ísbirninum var sá háttur hafður á að bjóða konunum, tiu í einu, á fræðslufundina og stóð hver fundur í fjórar klukkustundir. Við litum inn hjá einum hópnum og vorum konunum alveg sammála: þetta var mjög fróðlegt. Að vísu er mikil reikningslist að ftnna út bónusgreiðslur og gátum við ekki lært það á þessari stuttu stund. En okkur varð þó ljóst að til þess þarf að skrá vinnutíma í bónus mjög nákvæmlega og öll vigtun þarf að vera samvizkusamlega af hendi leyst. Ennfremur þarf að taka sýnishorn af hráefninu, sem verið er að vinna hverju sinni, með jöfnu millibili yftr daginn, ekki sjaldnar en á tveggja tíma fresti. Bónusgreiðslurnar eru byggðar á afköstum (vinnuhraða) og nýtingu hráefnisins. . ...x ■ -. Elín: Ég fór að vinna i fiski í byrjun stríösáranna. Við pökkuðum tlskinum í smjör- pappír fyrir Englandsmarkað. Aðstaðan var slæm. Við unnum í óupphituðum skúr en þaö var kolaofn í kaffistofunni og með því að nauóa í verkstjóranum fengum við oft að kveikja upp í honum. Þetta er allt annað lif í dag. Eins og að flytja aftan úr fornöld. „Það er þýðingarmikið að þetta sé allt rétt skráð,” sagði Bolli við ftsk- vinnlsukonurnar, „því útkoman getur breytt kaupinu mikið, ýmist hækkað það eða lækkað. Og trúnað- armaðurinn á að hafa eftirlit með því að allt fari fram í samræmi við gild- andi samninga. Hann á að vera ykkar fulltrúi og hefur mikið vald. Notið ykkur það!” Atvinnurekandi er skyldur að slysa- tryggja starfsfólkið Þeir Óskar og Bolii röktu siðan helztu ákvæði bónussamninganna og svöruðu fyrirspurnum kvennanna. Meðal annars kom fram að í veik- Sigríður og Ragnhildur, sú fyrri á átta börn, hin sjö: „Það er algengt aö hús- mæður fari út að vinna þegar búið er að ferma yngsta barnið. Bónusvinnan er mikil áreynsla, sálarlega og líkam- lega. Á kvöldin er maóur búinn að tæma alla orku, getur ekki tekið þátt í félagsmálum. En með djöfulgangi er hægt að hafa tvöfalt kaup.” indum og slysum á kaupið að jafn- gilda tímakaupi að viðbættum þeim bónus sem viðkomandi hefur haft að ✓

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.