Dagblaðið - 20.05.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 20.05.1981, Blaðsíða 20
20 (í DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ1981. Menning Menning Menning Menning I AFSOL OGMYRKRI Grafík Catheríne Anne TirrogAnne- LiseKnoff Margar ástæður liggja að baki hinum mikla uppgangi íslenskrar grafíkur undanfarin ár. Nefna mætti miklar framfarir i verkum grafíklista- mannanna sjálfra, dugnað þeirra og kynningarstarfsemi, ennfremur auk- inn áhuga almennings á grafik. En allt helst þetta í hendur. Einni ástæðunni enn megum við heldur ekki gleyma en það eru hinar fjöldamörgu grafíksýningar sem komið hafa erlendis frá og hafa haft jákvæð áhrif á smekk lærðra sem leikmanna, hafa innleitt nýja tækni og ný viðhorf. Nægir þar að nefna norræna, þýska, bandaríska og pólska grafík sem ýmsir aðilar hafa flutt inn til sýninga. Mikilvægt er fyrir grafíklistamenn okkar, búandi í einangruðu þjóðfélagi, að vera ætíð opnir fyrir hugmyndum að utan, án þess þó að gerast þrælar þeirra. Sórhœffl f sáldþrykki Kveikja þessara hugleiðinga eru tvær litlar grafíksýningar sem nú er að finnaí bænum. í Djúpinu sýnir ung bresk lista- kona, Catherine Anne Tirr, en sýn- ingu hennar lýkur reyndar í dag (mið- vikudag) og er nú hver síðastur að berja augum mörg ágæt verk hennar. Listakonan, sem er kornung en fjfil- menntuð (í fjórum breskum listaskól- um og cinum bandariskum), hefur sérhæft sig í sáldþrykki. Hún hefur einnig tekist á hendur ferðalög víða um heim, m.a. til Norður-Afríku, og eru þær ferðir henni kveikja margra grafikverka. Hver veit nema við eigum eftir að sjá íslandsmyndir KatrínarTirr. Verk hennar f Djúpinu skiptast í tvennt, annars vegar hálf-figúratífar ■ Catherine Anne Tirr ásamt nokkrum mynda sinna. stemmur frá Afríku, uppfullar af sterkum litum, hinum austurlenska basar undir miðdegissól, hins vegar stórar afstraktstemmur, sennilega undir áhrifum Bandaríkjadvalar. Allt er þetta haganlega gert en misjafn- lega áhrifamikið eins og gerist og gengur. Fínleg og kröftug Hálf-fígúratífu myndirnar eru fyrir alla muni iðandi af lifi og fara langt með að skapa það andrúmsloft sem höfundurinn er líkast til á höttum eftir en á hinn bóginn er of mikill basar í þeim sumum, aðeins of mikið glys. Viðamestu verkin á sýningunni eru afstraktmyndirnar, stórar um sig, tærar í lit, i senn kröftugar og fín- legar og e.t.v. undir áhrifum raffíner- aðra bandarískra málara á borð við Richard Diebenkorn og hans nóta. Þarna finnst mér Catherine Tirr hafa mest að segja og mest að kenna okkar fólki. í anddyrt Norræna hússins göngum við inn í allt annan heim. Úr sól og blíðu hverfum við inn í myrkv- aða veröld miðaldaskáldskapar, myndskreytingar Anne-Lise Knoff frá Noregi við Sólarljóð og Lilju. Prjónar vifl Við að fletta þeim bókum sem þarna eru, sjáum við þessar myndir listakonunnar í réttu samhengi, í takt við textann og rými bókarinnar. En þegar þær hafa verið teknar úr þessu samhengi, þá virka þær ekki allar nógu vel. Helst er að listakonan freistist til að prjóna við endalaust, í stíl við margbrotnar miðaldaskreyt- ingar og þykir mér hún ekki alltaf nota hin kristnu tákn með frumiegum hætti. Samt sem áður er lærdómur fólginn í beitingu listakonunnar á þurrnálinni, sem ekki á sér marga áhangendur hér á landi. . AI Frá sýningu á myndskreytingum Anne-Lise Knoff í anddyri Norræna hússins. AÐALSTEINN INGÓLFSSON Tónlist EYJÓLFUR MELSTED Hún er líka lýrisk Effie the Elephant er dæmigert stykki fyrir þá leið sem mörg tón- skáld velja til þegar samið skal fyrir túbu. Oftast sjá menn hana fyrir sér sem klunnalegt hljóðfæri og því er samlíkingin við fíl nærtæk. En Hindemith og Vaughan Williams vissu betur og komu auga á lýriska hlið þessa mikla hljóðfæris. Íslensk tónskáld mættu gjarnan gefa þessu ónýtta hljóðfæri meiri gaum en þau hafa hingað til gert. Aðstoðarmenn höfðu lúðurþeytar- arnir góða. Mæddi þar mest á Svein- björgu og Þorkatli. Þau gerðu sér bæði far um að laða leik sinn að þess- um óvenjulegu einleikshljóðfærum og útkoman var býsna góð. Streng- irnir hljómuðu lika blitt með í básúnutríóinu. Efnisskráin var I það langdregn- asta, en það var líka það helsta sem hægt var að setja út á þessa ágætu tónleika. -EM Bjarni Guðmundsson ásamt túbu slnnl. Tónleikar afl Kjarvalsstöflum 12. maí. Flytjendur: Bjami Guðmundsson, túba; Willi- am D. Gregory, bósúna; Sveinbjörg Vilhjálms- dóttir, pianó; Þorkoll Sigurbjömsson, pianó; Nora Kornblueh, celló; David Johnson, lág- fiflla. Efnlsskrá: Hobert Sanders: Sónata fyrir bósúnu og pianó; Alec Wilder: Effie the Eiephai t, svita fyrir túbu og píanó; Emst Krenek: Fimm þœttir fyrir básúnu og pianó; Paui Hlndemith: Sónata fyrir túbu og pianó; Vincent Persichetti: Serenafla nr. 0 fyrir básúnu, lágfiðlu og celló; Ralph Vaughan Willi- ams: Rómansa úr Túbukonsort. Hljóðfœri himnaföflur Botn Sinfónluhljómsveitar er að öllu óbreyttu sá hluti hennar, sem fæst fær einleikshlutverkin, en til eru þess dæmi að fyrir afskiptaleysið sé bætt og viðkomandi hljóðfærum gefiö tækifæri á að sýna sínar bestu hliðar. Túban og básúnan eru þó allt að einu fremur sjaldheyrðir gestir á kammertónleikum. Til er austur- rískur orðaleikur, með tilvitnun í Faðirvorið, þar sem sannað er að túban sé hljóðfæri Himnaföður og þar með göfugust allra hljóðfæra. Orðaleikinn skilja hins vegar einungis þeir sem vel eru að sér í linmæli vínerískunnar og því verður öllum nánari skýringum sleppt. Menn verða bara að trúa því að túban sé göfugust hljóðfæra án skýringa. Básúnan er aftur á móti elst allra málmblásturs- hljóðfæra í núverandi mynd, svo að báðar hafa sér nokkuð til ágætis. Datt hvorki af, nó draup William Gregory og Bjarni Guð- mundsson eru báðir veraldarvanir blásarar og tónleikar þeirra á Kjar- valsstöðum voru enn ein sönnun þess að hjá Sinfóníuhljómsveitinni okkar er botninn pottþéttur. Hin lýriska básúna er sterkasta hlið Williams Gregory. Það sýndi hann ótvírætt í sónötu Sanders og svo í Serenöðu Persichettis. Þættir Kreneks eru drepfyndin stykki, þar sem William og Sveinbjörg fóru á kostum og ég dáöist að þvi i aöra röndina hversu feimnislega grafalvarleg þau gátu verið i öllu sprellinu. Ekki lekur botninn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.