Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.05.1981, Qupperneq 28

Dagblaðið - 20.05.1981, Qupperneq 28
Frekar að veita meiri upplýsingar og aðvaranir en banna sölu á lími: „SNIFFIД ER STÓR- HÆTTULEGUR LEIKUR —segir Hrafn V. Friðriksson, forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits ríkisins fijálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ1981. Lokaðist inni á flóamarkaði FMikiíbrigð aðþvíað krakkar þefíaflími til að komast í vímu: \„Fullfrískir krakkar eru að skaða heilsuna varanlega” —„geta kallað yfír sig taugaskemmdir, ” segir aöstoöarborgarlæknir | I ..imffiiiu*' ,.f« Kfl lalaA «A af»rt ■AiUimtnn 1 ct Adýr o« hxtlulc|ur - o| Km kai |da auSxklkia ntS I 'ldiai atuu aS Itlja t»S atyldu ikaSacmi þcu aS þcfa af llmiMr kallaS yfi. Uf varanlcgar la <€ Frásögn DB af límþcfjandi unglingum í laugardagsblaöinu vakti mikla athygli. „Á því leikur ekki minnsti vafi að „sniffið”, það að þefa af lími, er stórhættulegur leikur. Hér er um að ræða upplausnarefni sem fara auðveldlega í gegnum lungu og út í blóðið. Þau sækja i taugavefi og valda m.a. heilaskemmdum séu þau notuð í ríkum mæli,” sagði Hrafn V. Friðriksson yfirlæknir, forstöðu- maður Heilbrigðiseftirlits ríkisins, í samtali við DB í gær. í forsíðufrétt blaðsins á laugardag- inn var greint frá áhyggjum manna vegna áráttu unglinga að þefa af alls kyns límefnum í þeim tilgangi að komast í vimu. Þar greindi Ólafur Þórarinsson eftirlitsmaður í miðbæ Kópavogs frá því að hann hefði gengið á bensínstöðvar í bænum og beðið afgreiðslumenn að afgreiða ekki lím til unglinga. OLÍS-menn hafi tekið erindinu vel en aðrir tekið dræmar undir þá málaleitan. Fundur var haldinn i vetur á skrif- stofu landlæknis um límmálið. Hann sátu, auk landlæknis, forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits, aðstoðarborgar- læknir, fulltrúi lögreglunnar og fleiri. „Rætt var meðal annars um að setja ákveðnar reglur um sölu á lím- inu. Til dæmis að banna sölu til unglinga i sjoppum og á bensínsöl- um,” sagði Hrafn V. Friðriksson. „Meirihluti fundarmanna taldi slík bönn hins vegar til lítils. Réttari leið væri að upplýsa fólk um efnin og gefa viðeigandi aðvaranir. Heilbrigðiseftirlitið tók sýni af lím- inu og kannaði merkingar á umbúð- um. Allt eru þetta innfluttar vörur og aðallega með enskum og þýzkum áletrunum. Merkingarnar voru alla vega og uppfylltu í heildina tekið ekki ákvæði íslenzkrar reglugerðar þar að lútandi. Það hefur staðið til að taka þessa reglugerð sérstaklega fyrir og gera úttekt á því hvernig verzlanir fara með hættulegar vörur. í sambandi við límið, þá stendur ekki til að gera afgreiðslufólk ábyrgt fyrir því að unglingar kaupi efnin og misnoti. Hins vegar væri ástæða til að gefa verzlunarmönnum meiri og betri upplýsingar um vörur af þessu tagi. Ég geri þó ráð fyrir að verzlunarmenn hafi þá sómatilfinn- ingu til að bera að selja ekki ungling- um lím ef grur.ur leikur á að það verði misnotað. Hver á að hafa vit fyrir börnum ef ekki þeir fullorðnu? Það hlýtur að vera skylda hvers og eins,” sagði * forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits ríkisins. -ARH. Drengur fyrir bfl og slasað- ist alvariega Alvarlegt umferðarslys varð á Hafnarfjarðarvegi á öðrum tímanum í gærdag. Ellefu ára gamall drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl og slasaðist alvarlega. Slysið varð á Hafnar- fjarðarveginum, skammt norðan tengibrautar milli Hafnarfjarðar- vegar og Kringlumýrarbrautar. Drengurinn var í hópi barna úr Snælandsskóla í Kópavogi en tveir kennarar voru á leið í Nauthólsvík með börnin á hjólum. Bíllinn kom suður veginn og varð drengurinn fyrir bílnum er hann fór yfir veginn. Billinn var á talsverðri ferð og mæld- ust hemlaför hans 35 metrar. Drengurinn var þegar fluttur á Borgarspítalann, þar sem hann gekk undir mikla aðgerð. Hann var á skurðarborði á 11. tíma. Hann var- mikið slasaður á höfði, höfuðkúpu- brotinn og kjálkabrotinn og auk þess handleggsbrotinn. Lögreglan hafði fréttir af drengn- um í morgun og lá þá ekki fyrir hvort drengurinn væri í lífshættu en þó vonir um að aðgerðin hefði tekizt. -JH. Bíllinn var á talsverðri ferð og mœldust hemlaför hans 35 metrar. Höggið var mikið og hjólið var gjörónýtt eftir. DB-myndir: Bjarnleifur. Samkomulag um að Norðmenn og íslendingar veiði 700.000 tonn af loðnu næsta árið: ísiandfær 617.000 tonn i sinn hlut Hlutur íslendinga i loðnuveiðum næsta árið verður rúmiega 617.000 tonn. Norðmenn munu á sama tima veiða tæplega 83.000 tonn. Samtals verða því veidd 700.000 tonn af loðnu á komandi sumri og vetri. Samkomulag þar að lútandi náðist á fundi aðila sem hófst i Osló í gær. Jón Arnalds ráðuneytisstjóri er í for- ystu íslenzku sendinefndarinnar en forystu fyrir Norðmönnum hefur kollegi hans úr norska sjávarútvegs- ráðuneytinu, Gunnar Gundesen. Loðnukvótinn í ár er nokkru hærri en hann var í fyrra. Þá var leyft að veiða alis 640.000 tonn. Norðmenn hófu veiðar á undan íslendingum og veiddu meira en sem nam þeirra um- samda hluta. Af þeim sökum eru nú dregin 22.000 tonn af þeirri kvóta á komandi vertíð. -ARH. Einn af viðskiptavinum flóamarkaðs Sambands dýraverndarfélaga íslands, í Hafnarstræti 17, lokaðist inni á mánu- dagskvöld er verzluninni var lokað. Viðskiptavinurinn hafði fengið sér sæti í svokölluðum „helli” sem er innst í verzluninni og var þar að skoða blöð þegar ljósin slokknuðu skyndilega og allt datt í dúnalogn. — Viðskiptavinur- inn sem var kona paufaðist þarna um í myrkrinu nokkra stund, þar til hún fann rofa og gat kveikt Ijós. Tókst henni að gera vart við sig og starfs- maður annars staðar í húsinu hafði samband við formann Dýraverndunar- sambandsins, Jórunni Sörensen, sem sá til þess að konunni var hleypt úr prís- undinni. Ekki varð konunni meint af inniset- unni og hló að öllu saman er hún var komin út undir bert loft. -A.Bj. Náttúruvemdarráð athugar Ægissíðuna Náttúruverndarráð hefur nú fengið til umsagnar fyrirhugaða uppfyllingu við Ægisíðu í Reykjavík. Fór ráðið bréflega fram á það við borgarráð og vitnaði i lög sem kveða á um að Náttúruverndarráði sé skylt að fjalla um allar breytingar á umhverfinu. Árni Reynisson framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs sagði í morgun að málið yrði tekið fyrir á fundi í dag og rætt um það hvernig umsögninni yrði hagað. Ekki væri ljóst nú hversu langan tíma þetta tæki. Óskað hefur verið eftir því við ráðið að það hraði umsögnsinnieftirmætti. -DS. pr C T rr n TT VIN NIN m ÍVIKUHVERRI ÍDAG ER SPURNINGIN: I hvaða dálki, á hvaða blaðsíðu er þessi smáauglýsing i biaðinu í dag? Til sölu Ford Cortina árg. '71 og Hillman Hunter árg. '71. Skoðaðir '81. Gotl verð. Uppl. isima 43453 eftirkl. 18. Hver er auglýsingasimi Dagblaös- ins? SJÁ NÁNAR Á BAKSÍÐU BLAÐSINS Á M0RGUN. Vinningurfyrstu vikunnarer Útsýnarferð til ftalíu Heppinn DB-áskrifandi verður dreginn út 1 vikunni og svari hann léttum spurningum um smiaug- lýsingar DB hlýtur hann Lignano- ferð að launum. Nýir vinningar verða veittir vikulega næsta hálfa árið i þessum leik Dagblaðsins. Sanitas drykkir LÆKKAÐ VERÐ

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.