Dagblaðið - 22.05.1981, Síða 2
14
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22.MAll981,
Sjónvarp næstu vika • ••
inu 1971. Leikstjóri Robert Day.
Aðalhlutverk Robert Forster, José
Ferrer, Darren McGavin og Herb
Edelman. Sagan gerist árið 1937.
Banyon einkalögreglumaður
kemst í bobba, þegar stúlka er
skotin til bana á skrifstofu hans
með skammbyssu hans. Þýöandi
Dóra Hafsteinsdóttir.
23.55 Dagskrárlok.
Föstudagsmyndin verður Auga
fyrir auga, bandarisk sjónvarps-
mynd frá árinu 1971. Með aðalhlut-
verk fara: Robert Forster, José
Ferrer, Darren McGavin og Herb
Edelman.
Laugardayur
30. maí
16.3u lþrótlir. Uinsjónarmaóur
Bjarni Felixson.
18.30 Einu sinni var. Sjötti þáttur.
Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. Sögu-
maður Þórhallur Sigurðsson.
18.55 Enska knattspyrnan.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Löður. Gamanmyndaflokkur.
Þýðandi Ellert Sigurbjörnssón.
21.00 Alan Prtce. Tónlistarþáttur
með Alan Price. Meðal annars er
brugðið upp myndum frá tónleik-
um, sem hann hélt í Manchester.
Þýöandi Ellert Sigurbjörnsson.
J.W. Coop, bandarísk kvikmynd
frá árinu 1971, verður sýnd laugar-
daginn 30. mai.
21.50 J.W. Coop. Bandarísk bió-
mynd frá árinu 1971. Höfundur
handrits og leikstjóri er Cliff
Robertson, sem leikur jafnframt
aðalhlutverk ásamt Christina
Ferrare og Geraldine Page. J.W.
Coop er látinn laus eftir að hafa
afplánað tíu ára fangelsisdóm.
Hann var atvinnumaður í kúreka-
íþróttum, áður en hann hlaut
dóm, og nú tekur hann upp þráð-
inn að nýju. Þýðandi Jón O. Ed-
wald.
23.35 Dagskrárlok.
Sunnudagur
31. maí
18.00 Sunnudagshugvekja. Séra
Halldór Gröndal, sóknarprestur í
Grensásprestakalli, flytur hug-
vekjuna.
18.10 Barbapabbi. Tvær myndir,
önnur endursýnd og hin frum-
sýnd. Þýðandi Ragna Ragnars.
Sögumaður Guðni Kolbeinsson.
18.20 Áin. Finnsk mynd um nátt-
úrulif við litla á. Þýðandi Guöni
Kolbeinsson. (Nordvision —
Sunnudaginn 31. mai kl. 18.20
verður sýnd finnsk mynd um nátt-
úrulif við litla á.
Finnska sjónvarpið).
18.40 Vatnagaman. í vetur voru í
Sjónvarpinu þættir með skoska
sundkappanum David Wilkie, sem
kynnti sér ýmsar greinar vetrar-
íþrótta. Næstu sunnudaga verða
sýndir fimm þættir, þar sem
Wilkie kynnist ýmsum vatna-
iþróttum. Fyrsti þáttur. Sjóskfði.
Þýðandi Björn Baldursson.
19.05 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Sjónvarp næstu viku.
20.55 Rigoletto. Ópera í þremur
þáttum eftir Verdi. Sviðsetning
svissneska sjónvarpsins. Stjórn-
andi Nello Santi. Aðalhlutverk
Peter Dvorsky, Piero Cappuccilli,
Valerie Masterson og Gillian
Knight. Paul-André Gaillard
stjórnar Suisse Romande-hljóm-
sveitinni og kór Grand Théatre í
Genf. Þýðandi Óskar Ingimarsson.
(Evróvision — Svissneska sjón-
varpið).
22.55 Dagskrárlok.
Aurland i Sogni i Vestur-Noregi.
SV0NA ERU SKÓR SAUMAÐIR - sjónvarp sunnudag
kl. 18,40:
Sérstæður
heimilisiðnaður
—allir gera því skóna
Þetta er mynd frá norska sjónvarp-
inu og er hún í þjóðlífsstíl.
Myndin fjallar um skógerð f Aur-
landi f Sogni, Vestur-Noregi. Þar
hafa verið gerðir skór sem minna
mest á mokkasínur og hefur þessi
framleiðsla átt sér stað mann fram af
manni. Nánast hver einasta fjöl-
skylda í öllu héraðinu hefur unnið að
þessum heimilisiðnaði með öðrum
verkum.
Vanur maður gerir ein 6—7 pör af
skóm á dag og fáum við að fylgjast
með einum slíkum að störfum.
Þýðandi myndarinnar er Jóhanna
Jóhannsdóttir.
-FG
BÆJARINS
BESTU
Stutt kynning á því athyglis-
verðasta sem kvikmyndahús
botgarinnar sýna
The First Great Train Robbery
Leikstjóri: Michael Crichton
Loikendur Sean Connery, Donald Sutheríand, Lesley-Anno Down
Sýningarstaður Tónabió
Um síðustu helgi benti ég hérna á síðunni öllum aðsjá Síðasta vals-
inn. Ég notaði jákvæðustu lýsingarorð sem ég gat fundiðog rétt vona
að sem flestir hafi farið að mínu ráði og séð myndina því nú — viku
seinna — er það of seint, því Tónabíó hefur skipt um mynd, sýnir nú
Lestarránið mikla. Jólin stóðu þvi stutt í þetta skipti og í staðinn fyrir
hina Ijúfu tónlistarmynd er sýnd nokkuð brokkgeng ævintýramynd.
Michael Crichton hefur á fáum árum tekist að skapa sér nafn sem
öruggur leikstjóri (Coma, Westworld) með skemmtilegt imyndunar-
afl. Með Lestarráninu sýnir Crichton áfram öryggi sitt en ímyndunar-
aflið virðist hafa yfirgefið hann í handritaritun. Lengst af er myndin
nokkurs konar blanda af Sting, Butch Cassidy and Sundance Kid og
Harry and Walter Go to N.Y., bara ekki alveg jafngóð. Það er nú
kannski ekkert furðulegt því myndir á borð við Lestarránið standa og
falla með persónutöfrum aðalleikaranna, og víst er að á því sviði eiga
Connery og Sutherland engan sjéns í t.d. Newman og Redford (hér á
ég alls ekki við leikhæfileika).
The Island
Leikstjóri: Michael Ritchie
Leikendur Michael Caine, David Warner
Sýningarstaður Laugarásbió
Þær eru margar furðusögurnar sem eru kvikmyndaðar úti í heimi.
Ein slik mundi án efa vera saga Peter Benchleys, Eyjan. Hér er á ferð-
inni alveg fáránlegur aksjón-þriller sem erfitt er að álta sig á af hverju
hcfur verið skrifaður. hvað þá heldur kvikmyndaður. Von
um skjótfenginn gróða hefur þó vafalaust vegið þyngst og til marks
um það má geta þess að myndin kostaði hvorki meira né minna en 22
milljónir dollara i framleiðslu, þó hvergi sé hægt að sjá merki um alla
þá aura. Þaðsakarekki aðgeta þessaðeyjaner nú talin til meiri hátt-
ar „floppa” I bandariskum kvikmyndaheimi, enda aðeins rákað inn
helmingi af framleiðslukostnaði. í gegnum tíðina hef ég fylgst með
ferli leikstjórans Ritchie (Semi-Tough, Prime-cut) og yfirleitt haft
gaman af. Þrátt fyrir að það sýni sig ekki í þessari mynd, þá er Ritchie
hæfileikamaður; hafið orð min fyrir því. Eyjan er engu að siður mynd
sem fljótt gleymist. Dolbyið i Laugarásbiói er hins vegar það besta i
bænumeinsoger.
Kramer vs. Kramer
Loikstjóri: Robort Benton
Leikandur. Dustin Hoffman, Meryl Streep, Justin Henry
Sýningarstaóur Stjörnubió
Ótvíræður sigurvegari óskarsverðlaunanna 1980 var Kramer vs.
Kramer, hún hlaut fimm stykki. Sennilega markar þessi mynd tíma-
mót i Bandaríkjunum hvað varðar efnivið og einnig hvað varðar upp-
risu gömlu drama myndanna þvi útfærsla og efnismeðferð er með
þeim hætti að gamaldags verður að telja. Ég er ekki alls kostar sátlur
við þessa mynd. hún byrjar vel og er sannfærandi framan af en siðan
er eins og viðkvæmnin verði alls ráðandi og fólk kemur ekki upp einu
orði án tára i augum. Einnig get ég ekki felll mig við þá mynd sem
dregin er upp af konunni i myndinni, henni er sýnt of mikið skilnings-
leysi af leikstjóranum. Hvað um það, myndin er vel leikin; Hoffman
og Streep standa sinar vaktir með prýði, lika hinn ómannlega eðlilegi
Justin Henry, sem reyndar eru nú gefnar kannski full fullorðinslegar
linur („Af hverju ertu svona sveittur i lófunum, pabbi?"). Þrátt fyrir
að Kramer vs. Kramer muni ábyggilega ekki komast í neina annála
og fljótlega gleymast í kvikmyndasögunni, þá er samt ástæða til að
benda fólki á þessa umfjöllun á þörfu umræðuefni.