Dagblaðið - 22.05.1981, Blaðsíða 4
UÚF BLUESTONUST
OGAFSLÖPPUÐ
Flestar stefnur innan dægurtón-
listarinnar eru i mikilli sókn hér á
landi. Gróskan í jasslífi er öllum
kunn. Margar hliðargreinar
nýbylgjurokksins hafa á undan-
förnum mánuðum eignazt sína full-
trúa og almennt popp/rokk — stund-
um nefnt skallapopp — nýtur
stöðugrar hylli þó að ekki sé í tízku
nú að meðganga að neinn hafi gaman
af þeirri tónlist eins og er. Menn eru
jafnvel að fikta við að spila country
& western tónlist hér og þar.
Hljómplata
vikunnar:
Shades-JJ. Cale
Bluestónlistin hefur gjörsamlega
orðið útundan á þessum gróskutím-
um dægurtónlistar. Vonandi er
siðasti blúeskjafturinn þó ekki
endanlega þagnaður. Ég á voðalega
erfitt með að trúa því að enginn
hlusti lengur á slíka ágætis tónlist
sem bluesinn er.
Bandaríkjamaðurinn J. J. Cale
hefur átt sívaxandi fylgi að fagna á
undanförnum árum. Nafn hans vakti
fyrst athygli er Eric Clapton valdi lag
hans After Midnight á fyrstu sóló-
plötuna sína. Hún kom út árið 1970.
Fram til þess tíma hafði Cale streðað
við að fá fólk til að hlusta á sig en
með litlum árangri. Hann reyndi
meira að segja fyrir sér sem country
listamaður i Nashville. Nú orðið
hefur hann það prýðilegt. Hver stór-
stjarnan á fætur annarri velur lög
hans á plötur sínar og álit hans meðal
tónlistarmanna jafnt sem tónlistar-
unnenda er mikið.
J.J. Cale gerir þó fleira en að
semja lög fyrir aðra. Hann hefur sent
frá sér nokkrar LP plötur á undan-
förnum árum. Sú nýjasta nefnist
Shades og hefur að geyma tíu blues-
lög. Óhætt er aö mæla kröftuglega
með þessari plötu. Hún er einkar ljúf
áheyrnar. Lög Cales eru einfaldar og
snotrar melódíur og flutningur allur
afslappaður eins og mest má verða.
Það fer ekki á milli mála þegar
hlustað er á J. J. Cale hvaðan sá
ágæti Mark Knopfler stjórnandi Dire
Straits sækir áhrif sín. Söngur hans,
gítarleikur og jafnvel lagasmíðar
minna æði oft á J. J. Cale. En skítt
með allar samlíkingar. Þær koma
málinu ekkert við. Aðalatriðið er að
báðir eru þessir tónlistarmenn
skemmtilegir á að hlýða. Og farið nú
að drífa ykkur í að rifja upp blues-
tónlistina. Hún á ekki skilið að falla
alveg í gleymsku.
-ÁT-
„Dr. Jón Gálgan"
í Valaskjálf
Laugardaginn 23. maí kl. 18 mun Leikfélag Fljóts-
dalshéraðs sýna leikrit Odds Björnssonar ,,Dr. Jón
Gálgan” I allra slöasta sinn í Valaskjálf. Sýning
þessi er í tengslum við aöalfund Bandalags íslenzkra
leikfélaga sem haldinn er á Hallormsstað 22.-24.
mai.
Leikfélag Fljótsdalshéraðs er 15 ára á þessu ári og
gcfur i því tilefni út vandað afmælisrit, einnig er að
koma á markað snælda með söngvunum úr Dr. Jóni
Gálgan. Lögin eru öll eftir heimamenn.
9. sýning
á Morðið á Marat
Nemendaleikhúsið mun á sunnudagskvöldið sýna
leikritið Morðið á Marat eftir Peter Weiss í Lindar-
bæ. Þetta verður 9. sýning en ekki er vitað hvort
fleiri sýningar verða. Leikstjóri er Hallmar Sigurðs-
son, leikmynd gerði Gréta Reynisdóttir og tónlistin
er eftir Eggert Þorleifsson. Þeir nemendur sem taka
þátt í þessari sýningu eru allir á síðasta ári og er þetta
lokaverkefni þeirra. Á myndinni má sjá atriöi úr ein-
um kafla leikritsins sem nefnist umræða um dauöa
og líf, þar sem efni umræðnanna er jafnframt sýnt
meö látbragösleik.
Golf:
ÞOTUKEPPNIA HVALEYRINNI
—hart verður barizt um landsliðsstigin
Tónleikar
Ráðstefnur
Ráðstefna
skyndihjálparkennara
Helgina 22.—24. maí verður haldin ráöstefna i
Hrafnagilsskóla Eyjafiröi með skyndihjálpar-
kennurum útskrifuöum frá Björgunarskóla Land-
sambands hjálparsveita skáta.
Markmið ráðstefnunnar er að efia samstöðu
skyndihjálparkennara og leggja drög að félagi
þeirra. Slíkt félag hefur ckki verið starfandi, þrátt
fyrir mikinn fjölda kennara, og ennfremur að
tryggja það að kennarar hafi aðgang að þeim
nýjungum sem fram koma hverju sinni.
Kynntur veröur Björgunarskóli LHS., er stofn
aður var 30. sept. ’77. Thor B. Eggertsson hefur
verið skólastjóri skólans frá upphafi og byggt hann
upp eftir fyrirmynd Danska almannavarnaskólans.
Markmið Björgunarskólans er m.a'. að þjálfa og út-
skrifa leiðbeinendur á hinum ýmsu sviðum
björgunarmála.
Heiöursgestur ráöstefnunnar verður Jón Oddgeir
Jónsson, sem manna mest hefur unniö aö kennslu í
skyndihjálp. Einnig er öðrum gestum sem þesssi mál
varða boðið.
Fyrirlestrar
Fyrirlestur um
eldsneytisframleiðslu
á íslandi
Mánudaginn 25. mai kl. 17:15 mun dr. James H.
Kelley frá Tækniháskólanum i Kaliforníu flytja
fyrirlestur á vegum Verkfræði- og raunvisinda-
deildar Háskóla íslands um hugsanlega framleiðslu
eldsneytis á íslandi úr innlendri orku og innlendu
hráefni. Fyrirlesturinn verður fiuttur á ensku og
nefnist „Methanol from peat and hydrö-power as an
energy independence approach for Iceland”. Fyrir-
lesturinn er öllum opinn og verður haldinn í húsi
Verkfræði- og raunvísindadeildar (VR II) stofu 158.
Dr. Kelley er starfsmaður Jet Propulsion
Laboratory, sem er hluti af Tækniháskólanum í
Kalifomíu. Hann er jafnframt forstöðumaður fyrir
deild sem fæst við rannsóknir á framleiðslu vetnis og
notkun þess í afivélum, annaðhvort á þann hátt að
brenna því beint eða breyta því fyrst í fijótandi elds-
neyti, t.d. methanol.
Erindi dr. Kelleys til íslands er meðal annars að
kanna áhuga á slikri rannsóknarsamvinnu landanna.
Tilkynningar
Fyrsta opna golfmótið sem gefur
stig til landsliðs verður haldið hjá
Golfklúbbnum Keili á Hvaleyrinni
laugardag og sunnudag. Er það Þotu-
keppnin sem Flugleiðir standa að.
Leiknar verða 36 holur með og án
forgjafar.
Búast má við mjög góðri þátttöku
og verða örugglega allir beztu golf-
leikarar landsins með. Má þar nefna
Islandsmeistarann síðastliðin þrjú ár,
Hannes Eyvindsson, en þetta er
fyrsta opna mótið sem hann tekur
þátt í þetta keppnistímabil. Verður
skemmtilegt að fylgjast meö honum
og Sigurði Péturssyni sem hefur
sigrað í síðustu tveim opnum mótum.
Þeim sem huga á þátttöku skal
bent á að tilkynna þarf þátttöku í
Hér má sjá hluta þeirra verfllauna
sem veitt verða i Þotukeppninni
síma 53360 fyrir kl. 19.00 í kvöld.
Flugleiðir veita vegleg verðlaun og sá
sem kemst næst holu á 5. flöt vallar-
ins fær flugfar til Glasgow eða
Luxemborgar eftir vali.
-HK.
Hljómleikar í
Hafnarbfói
Föstudaginn 22. maí kl. 20.30 halda hljómsveitirnar
Orghestarnir, Tivolí og Jurkar hljómleika I Alþýðu-
leikhúsinu í Hafnarbiói.
Hljómsveitin Tivoli mun kynna lög af óútkominni
hljómplötu og bárujárnsrokk. En Orghestamir
og Jurkar munu eingöngu leika frumsamið efni.
Kór Átthagafólags Stranda-
manna í Reykjavík
heldur tónleika laugardaginn 23. maí í Fóstbræðra-
heimilinu Langholtsvegi 109 kl. 17. Á efnisskrá eru
innlend og erlend lög. Söngstjóri kórsins er Magnús
Jónsson og undirleikari Guðný Magnúsdóttir.
Fundir
Herstöðvaandstæðingar
funda á Hornafirði
Herstöðvaandstæðingar Austur-Skaftafellssýslu
koma saman í húsi verkalýösfélagsins Höfn Horna-
firöi föstudgaskvöldið 22. maí kl. 20.30.
Böðvar Guðmundsson syngur þar söngva sína,
Birgir Svan Símonarson les úr eigin verkum og
heimamenn veröa með ýmiss konar efni. Á
boðstólum verður kaffi og öl. Allir velkomnir.
ísland úr NATO — herinn burt.
Beltið getur bjargað þór
Um helgina mun Byggðarlagsnefnd I, J.C. Vik,
Reykjavík, hefja dreifingu límmiöa i bila sem hvetja
til notkunar bilbeltanna. Á miöunum stendur
„Beltið getur bjargaö þér”.
Dreifing þessara miða tengist annars vegar
áskorun Alfa-nefndar um fyrirbyggjandi aðgerðir
gegn slysum á alþjóðaári fatlaðra og hins vegar
frumvárpi á Alþingi um aö lögleiða notkun bílbelta.
Byggðarlagsnefnd J.C. Víkur hefur undanfarið
kynnt sér margvísleg gögn um bílbelti og notkun
þeirra hérlendis og erlendis. I framhaldi af því hefur
nefndin ákveðiö aö stuðla aö notkun bílbeltanna
Vorverkin haf in af fullum krafti:
Moldinni ekid heim
£ LI^A — moldarsala um helginatil
I nidU styrktarlíknarmálum
Nú eru vorverk í görðum hafin af
fullum krafti og um helgina má búast
við því að margir taki til hendinni í
görðunum viö hús sín.
Um þessa helgi, laugardag og
sunnudag, gengst Lionsklúbburinn
Muninn í Kópavogi fyrir sölu á mold
til styrktar liknarmálum. Moldin
verður keyrð heim til kaupenda á
öllu Stór-Reykjavíkursvæðinu og er
kaupendum gefinn kostur á því að
kaupa bæði stór og lítil hlöss þannig
að flestir ættu að geta fengið
moldarhlass við sitt hæfi.
Eins og fyrr sagði verður moldar-
salan bæði laugardag og sunnudag
og hægt er að panta hana í símum
40314 og 44026.