Dagblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 10
10__________________________________________________________________DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAOUR 2. JÚNÍ 1981. (69. skoðanakdnnun Dagblaðsins: „Hvern vildir þú helzt fá í embætti biskups, nú þegar Sigurbjörn 1 Finarsson laetur af störfum?” J Pétur örlítið á undan Olafi Pétur Sigurgerisson vigslubiskup á Akureyri og Ólafur Skúlason dómpróf- astur i Reykjavík hafa miklu meira fylgi meðal landsmanna en aðrir þegar spurt er hvern menn vilji fá sem biskup að Sigurbirni Einarssyni frágengnum. Dagblaðið spurði landsmenn i skoð- anakönnun fyrir skömmu: „Hvern vildir þú helzt fá i embætti biskups, nú þegar Sigurbjörn Einarsson lætur af störfum?” Pétur Sigurgeirsson hafði i könnun- inni sjónarmunar vinning yfir Ólaf. Pétur hlaut fylgi 133 manna en Ölafur 114. Rétt er að hafa f huga að frávik 1 slikri könnun geta verið nokkur. t þriðja sæti kom Arngrímur Jónsson, prestur i Háteigssókn 1 Reykjavík, með 27 atkvæði. Siðan kom Þórír Stephensen dómkirkjuprestur með 1? atkvæði. Alls nefndi fólk 35 menn. Þeir eru taldir upp 1 meðfylgjandi töflu ásamt þeim atkvæðafjölda sem þeir hlutu. Sumir þessara manna munu ekki kjör- Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup Íslands, sem lætur af embætti sfðar á þessu an. DB-mynd Sig. Þorri. Séra Amgnmur Jónsson í Háteigssókn: „Útkoman er ágæt, mér þykirvæntumþað” „Ég er varla tilbúinn að tjá mig um þetta en segi bara að útkoman er ágæt, mér þykir vænt um það,” sagði séra Arngrímur Jónsson prestur í Háteigs- sókn þegar blaðamaður kynnti honum úrslit skoðanakönnunar Dagblaðsins vegna biskupskjörs. „ Allir prestar eru í kjöri og mitt nafn hefur vissulega verið nefnt í þessu sam- bandi. En ég hef ekki tranað mér fram eða haft viðbúnað á neinn hátt vegna þessa.” -ARH. Séra Arngrfmur Jónsson: „Allir prestar eru f kjörí.” gengir i biskupskjöri, til dæmis vegna aldurs, en sá kostur tekinn að geta allra sem nefndir voru. Halldór Gröndal, prestur i Grensás- sókn i Reykjavik, hlaut 8 atkvæði, Sig- urður Haukur Guðjónsson, prestur í Langholtssókn, Reykjavik, fékk 7, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur i Þykkvabæ, 5, Arni Pálsson, prestur i Kópavogi, 4 og Bernharöur Guö- mundsson, fréttafulltrúi kirkjunnar,, fékk 3 atkvæði. Aörír fengi 1 eða 2 at- kvæði. Eins og vænta mátti voru margir óákveðnir i afstöðu, eða alls 231 af 600 manna úrtaki, þaö eru 38,5%. 21 vildi ekki svara spurningunni eða 3,5%. Pétur Sigurgeirsson hlaut fylgi 38,2% þeirra sem tóku afstöðu. Ólafur Skúlason hlaut fyfgi 32,8%. Arngrímur Jónsson fékk fylgi 7,8% og Þórir Stephensen fylgi 4,3%. Allir aðrir fengu samtals aðeins 16,9% fylgis þeirra sem tóku afstöðu. Pétur og Ólafur fengu mikið fylgi um land allt. Pétur hafði þó mun meira en Ólafur úti á landsbyggðinni en Ólafur mun meira en Pétur á höfuð- borgarsvæðinu. Nú vita landsmenn að biskup verður ekki kjörinn í almennum kosningum. Hann munu brátt kjósa starfandi prest- ar, fastir kennarar guðfræðideildar, nokkrir fulltrúar leikmanna (( fyrsta sinn) og fáeinir aðrír. Úrslit þar geta þvi orðið öll önnur en úrslit meðal al- mennings. Úrtakið í skoðanakönnuninni voru 600 manns eins og I öðrum skoðana- könnunum DB. Helmingur fólksins er á Reykjavíkursvæðinu og þá helmingur utan þess. Helmingaskipti eru milli kynja. -HH. Ummæli fólks í könnuninni: „Allt öndvegjsmenn” Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu Pótur Sigurgeirsson vígslubiskup Akureyri....................133 Ólafur Skúlason dómprófastur Rvfk....... ................. 114 Amgrimur Jónsson Hóteigssókn Rvfk............................ 27 Þórir Stephensen dómkirkjuprestur Rvfk....................... 15 Halldór Gröndal Grensássókn Rvfk............................. 8 Sigurður H. Guöjónsson Langholtssókn Rvík.................... 7 Auður Eir Vilhjálmsdóttir Þykkvabæ............................ 5 Ámi Pálsson Kópavogi.......................................... 4 Bemharður Guðmundsson fráttafulltr. kirkjunnar................ 3 Áretíus Nfelsson fyrrv. prestur Langholtssókn................. 2 Birgir Snæbjömsson Akureyri................................... 2 Bjöm Jónsson Akranesi......................................... 2 Frank M. Halldórsson Nessókn Rvfk........................... 2 Heimir Steinsson rektor Skálholti............................. 2 Sigurður Pálsson vígslubiskup Selfossi........................ 2 Benedikt Amkelsson kristniboði, Birgir Ásgeirsson Mosfelli, Bolli Gústavsson Laufási, Bragi Friðriksson Kópavogi, Grimur Grimsson Suðureyri, Guðmundur Guðmundsson Útskálum, Guðmundur Óskar Ólafsson Neskirkju Rvfk, Guðmundur Þor- steinsson Árbæ Rvfk, Gunnar Bjömsson Bolungarvík, Hjálm- ar Jónsson Sauðárkróki, Hjalti Guðmundsson dómkirkju- prestur Rvfk, Hreinn Hjartarson Breiðholti Rvfk, Jónas Gfsla- son dósent, Kristján Róbertsson fríkirkjuprestur Rvík, Óskar J. Þoriáksson fyrrv. dómkirkjuprestur, Sigmar Torfason Skeggjastöðum, Sigurður Guðmundsson Hafparfirði, Tómas Sveinsson Háteigssókn Rvfk, Valgeir Ástráðsson Seljahverfi, Rvík og Þórarinn Þór Patreksfirði fengu hver...................1 Óákveðnir .................................................. 231 Vilja ekki svara............................................. 21 Ef aðeins eru teknir þeir, sem afstöðu töku, skiptist fyigið þannig milli fjögurra efstu manna: Pétur Sigurgeirsson....................................... 38,2% Ólafur Skúlason .......................................... 32,8% Amgrímur Jónsson ........................................ 7,8% Þórir Stephensen ........................................... 4,3 Aðrír samtals ............................................ 16,9% „Pétur Sigurgeirsson. Mér lizt vel á manninn,” sagði kona I sveit þegar hún svaraði spurningunni i skoðanakönn- uninni. „Vil helzt Pétur Sigurgeirsson og hefði mátt vera fyrr,” sagði karl í sveit. „Það er nú ekki vandi að velja hann séra Pétur,” sagði kona i Norður- landskjördæmi eystra. „Pétur Sigur- geirsson vígslubiskup hefur hreina köll- un. Hann yrði viröulegur eftirmaður Sigurbjörns Einarssonar,” sagði karl á Reykjavikursvæðinu. „Leizt bezt á Ólaf Skúlason i sjón- varpinu,” sagði kona á Akranesi. „Ólaf, vegna þess að ég vil ekki missa Pétur,” sagði kona á Akureyri. „Ólafur Skúlason er virðulegur maður og yrði ágætur biskup,” sagði kona á Reykjavikursvæðinu. „Ég vil skipta og reyna alveg nýjan mann og vildi sjá séra Guðmund á Út- skálum í embættinu,”. sagði karl í Reykjaneskjördæmi. „Það flytur eng- inn hugnæmari ræður en Halldór Gröndal,” sagði annar karl i Reykja- neskjördæmi. „Ég vil Auði Eir. Stendur Vigdfs sig ekki meö sóma?” sagði kona á Reykjavikursvæðinu. „Ég sé engan mann sem getur tekið sæti Sigurbjörns Einarssonar. Hann er afburða kennimaður og mikill kirkju- leiðtogi,” sagði kona á Reykjavikur- svæðinu sem kvaðst óákveðin. „Þetta eru allt öndvegismenn sem nefndir hafa verið sem biskupsefni. Þess vegna á ég erfitt með að gera upp hug minn,” sagði karl á Reykjavikursvæðinu. „Eru allir sem nefndir hafa verið ekki jafn- hæflr?” sagði karl á Reykjavikursvæð- inu. „Alveg sama, bara að það sé góður maður,” sagöi karl á Reykja- vikursvæðinu. „Það er vandfundinn jafnágætur biskup og Sigurbjörn Einarsson,” sagði kona á Reykjavikur- svæðinu. „Því miður kemur þetta andlega leiðtogaembætti okkur, leikmönnun- um, svo lítiö við að við fáum ekki að kjósa. Því gefur maður embættinu allt of litinn gaum,” sagði karl á Austurlandi. „Guð minn góður. Ég hef ekkert spekúlerað 1 biskupsembætt- inu,” sagði kona i Norðurlandskjör- dæmi vestra. „Það læt ég mig engu varða,” sagði kona á Reykjavikur- svæðinu. „Ég vil láta afnema biskups- embættið og öU prestsembætti,” sagði karl úti á landi. -HH. Séra Þórir Stephensen dómkirkjuprestur: „Spái Ólafi efsta sæti fyrstu umferðinni” „Þessi skoðanakönnun skýrir sig að mestu leyti sjálf. Þessir þrir efstu menn hafa allir geflð kost á sér og það er nú greinilcgt að þeir tveir, séra Pétur Sigurgeirsson og séra Ólafur Skúlason, eiga mestu fylgi að fagna meðal þessa úrtaks. Hins vegar held ég að þessi skoðanakönnun spegli ekki rétt viðhorf meðal þeirra sem eru á kjörskrá,” sagði séra Þórir Stephensen dómkirkju- prestur um niðurstöður skoðanakönn- unar. „Hvað sjálfan mig snertir hafa þessir hlutir aldrei flögrað aö mér þannig að mér kemur minn hlutur á óvart. Ég held að vel mætti athuga það að auka hlutdeild leikmanna i kjörinu, biskups- embættið er það mikilvægt þjóðinni. Það væri þó fullstórt skref að stiga i einu að koma á almennum kosninga- rétti. Mln spá er sú að séra Ólafur Skúla- son verði efstur eftir fyrri umferðina en svo er það spurning hvemig fer I siðari umferðinni,” sagði séra Þórir Stephen- sen dómkirkjuprestur. -SA.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.