Dagblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 28
 * Landlæknir vararvid Spánarferðum—íbili: ÞURFTIAÐ FÁ SÚREFN- ISGJÖF Á SJÚKRAHÚSI ems og allt ætlaði upp úr mér í hóstahviðunum, segir kona sem telur sig haf a fengið óþekktan öndunarfærasjúkdóm á Spáni 21 hef ur látizt syðra, 2500 á sjúkrahúsi „Ég tel þaö engan vafa að ég fékk þennan sjúkdóm. Ég hef aldrei fengiö öndunarerfiðleika eða asma áður,” sagði Þórdís Brynjólfsdóttir i morgun. Hún kom frá Mallorka á Spáni 26. mai sl. eftir þriggja vikna ferð. Landlæknir varaði í gær við öndunarfærasjúkdómi á Spáni er einkum hefði orðið vart í Madrid en í minna mæli í öðrum héruðum landsins. Landiæknir ráðleggur eldra fólki, ungbörnum, fólki með hjarta- og lungnasjúkdóma og fólki með of- næmi fyrir sýklalyfjum að velja ekki Spán sem sumarleyfísland, a.m.k. ekki í bili. Landlæknir bendir þó á, að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur ekki nauðsynlegt að stöðva ferðir til Spánar. „Þetta byrjaði nokkrum dögum eftir að ég kom út,” sagði Þórdís. Óþægindin byrjuðu í hálsi og froða kom upp úr mér. Þessu fylgdi mikill soghósti þannig að það var eins og allt ætlaði upp úr mér þegar ég hóst- aði. Ég leitaði þegar til læknis og var undir læknishendi allan timann á Spáni. Ég var sárlasin með hita og á i þessu enn. Ég leitaði til læknis hér heima og fór í rannsókn, myndatöku og blóðsýni var tekið. Niðurstöður þeirrar rannsóknar liggja ekki fyrir enn. Ég er betri i öndunarfærunum og lungun eru hrein, en er slæm í raddböndunum og mæðin. Önnur kona í hópnum veiktist einnig og var flutt í sjúkrahús á Spáni og þurfti að fá súrefnisgjöf.” „Þetta er svo nýskeð að þetta hefur ekki haft áhrif enn,” sagði örn Steinsen skrifstofustjóri Útsýnar í morgun. „Næsti hópur fer á okkar vegum til Spánar 4. júni. Afpantanir hafa ekki borizt en á það reynir i dag. Tilkynning landlæknis getur auð- vitað haft áhrif og alvarlegar af- leiðingar. Málið verður rætt í dag en við eigum von á skeyti frá heilbrigðis- yfirvöldum á Spáni.” „Það hefur ekki borizt eitt einasta tilfelli um þetta frá sólarströndum,” sagði Steinn Lárusson forstjóri Úr- vals í morgun. „Þessi tilkynning hlýtur að trufla fólk eitthvað, en í morgun fór full vél frá okkur til Spánar án þess að menn hefðu áður hringt vegna málsins. Ferðaskrif- stofur eiga bágt i málinu og ekki er hægt að útvega ferðir annað.” í Reutersfrétt i gær sagði að 21. fórnarlamb veikinnar hefði látizt og 2.500 manns hefðu tekiö veikina. Faraldur þessi hefur ekki verið greindur enn. - JH Þessi mynd var tekin I gœr úr TF-ERR, flugvéi Eliesers Jónssonar, og séryfir Nýjabœjarfjali. Fremst eru snarbrattar hlíðarnar sem snúa að Austurdal i Skagafirði. Á innfelldu myndinni eru JC-menn mættir við Gamla flugturninn á Reykjavlkurfiugvelli, reiðubúnir I leitarflug. DB-myndir Egill Sigurðsson og S. VIRÐIST SEM JORDIN HAFIGLEYPT TF-ROM — eftir geysiumfangsmikla leit eru menn engu nær um af drif vélar og manna Eftir geysiumfangsmikla leit að TF-ROM frá miðvikudagskvöldi í siðustú viku eru menn engu nær um afdrif hennar og mannanna um borð. Þó er talið ósennilegt að hún hafi farið í sjóinn. í dag er síðasti dagur skipulagðrar leitar og er þess vænzt að meira en fjörutíu flugvélar leiti. Er ætlunin að fljúga mun þéttar en hingað til hefur verið gert. Minnast menn margra fyrri leita þar sem oft hefur reynzt mjög erfitt að greina flugvélarflak úr lofti. í einu tilviki höfðu leitarflug- vélar flogið sex sinnum yfir staðinn' þar sem flakið var áður en það fannst. Ekkert hefur verið leitað á landi frá laugardegi heldur hafa göngu- menn verið í viðbragðsstöðu ef eitt- hvað skyldi finnast. Fjðldi JC-manna var í morgun mættur á Reykjavfkurflugvelli. Munu þeir sitja um borð í leitarflug- vélum. -KMU frjúlst, áháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1981. Á manndráps- fleka út af Kjalamesi — var bjargað tvo daga f röðaf sportbátum Uppi varð fótur og fit, bæði á laugardag og á sunnudag, er það frétt- ist fyrri daginn að heimatilbúinn fleka, sem á voru tveir strákar, hefði rekið frá landi. Aftur skeði svipuð saga á sunnu- dag, er annan strákanna rak aftur frá landi á sömu manndrápsfleytunni. Fyrri daginn var Slysavarnafélagið að fara af stað er fréttist um bát frá Snarfara á umræddum slóðum. Kom hraðbáturinn fleyi piltanna að landi. Á sunnudag kom skúta til hjálpar og kom flekanum að landi. Nú er búið að ganga svo frá fleyinu, að það fer ekki aftur á sjó. Strákurinn, sem á sunnu- dag rak frá landi, kvaðst reyndar hafa verið að færa flekann út fyrir nes eitt á Kjalarnesi til að eyðileggja hann, er hann rak frá landi hjálparlaust. -A.St. IVIKU HVERRI ÍDAG ER SPURNINGIN: í hvaða dálki, á hvaða blaðsíðu er þessi smáauglýsing í blaðinu í dag? Til sölu stórglæsilegur hraðbátur, 21 fet, með 75 hestafla Chrysler mótor. Sjón er sögu rík- ari. úppl. ísíma 92-2163. Hver er auglýsingasími Dagblaðs- SJÁ NÁNAR Á BAKSÍÐU BLAÐSINS Á MORGUN. Vinningur I þessari viku er Apple-tölva frú Radíóbúðinni, Skipholti 19, Reykjavlk. 1 dag er birt ú þessum stað I blaðinu spurn- ing, tengd smúauglýsingum blaðs- ins, og nafn heppins úskrifanda dregið út og birt I smúauglýsinga- dúikum. Fylgist vel með, úskrif- endur, fyrir næstu helgi veróur einn ykkar glœsilegri tölvu rikari. c ískalt Seven up. r>r hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.