Dagblaðið - 05.06.1981, Page 4

Dagblaðið - 05.06.1981, Page 4
20 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ1981. Hvrað er á seyöium helginal Dagana 4.—17. júnl sýna þrir finnskir listmálarar verk sin i Eden i Hverageröi. Elina O. Sandström, sem nú sýnir i sjöunda skiptið i Eden um hvitasunnuna, hefur verið búsett hér 6 landi i 9 ár. Sýnir hún nú um 30 oUumálverk, að mestu fslenzkt landslag og náttúru. Juhani Taivaljarvi, mágur Elínar, sýnir nú 13 mál- verk og eru fyrirmyndirnar að mestu finnskar. Liisa Urholin- Taivaljarvi, systir Elínar, er með 34 „miniatyrer”-blómamyndir á sýningunni. Sýning þessara þriggja fínnsku Ustmálara er sem fyrr segir i Eden i Hveragerði dagana 4.—17. júní. Grótar Ingimarsson sýnir á Akureyri Laugardaginn 6. júni kl. 16 opnar Grétar Ingimars- son sýningu á málverkum og teikningum í Iðn- skólanum á Akureyri. Þetta er fyrsta einkasýning Grétars, en áður hefur hann verið á nokkrum samsýningum. Sigurflur örlygsson sýnlr i DJúpinu tUbrigfli sin um eitt stef, lyftuhjól sem hann sá f Kaupmannahöfn fyrir nokkrum mánuðum. ÁSGRÍMSSAFN, Bergstaflastrsetl 74: Ný sýning á verkum Ásgrims. Opið þriðjud., fimmtud. & laugar- dagkl. 13.30—16. GALLERÍ KIRKJUMUNIR; Kirkjustreti 10: Sigrún Jónsdóttir, batik, kirkjumunir. Opið 9—18 virka daga, 9—16 um helgar. HÖGGMYNDASAFN Asmundar Sveinssonar: Opið þriðjud., fimmtud., Iaugard. & sunnudag kl. 13.30—16. LISTASAFN ÍSLANDS: Málverk, teikningar, skúlptúr & grafik eftir innlenda og erlenda lista- menn. Anddyri: Grafikgjafir til safnsins. NORRÆNA HtJSIÐ: KJallari: Storm P. sýning. Opin daglega kl. 14—19. Anddyri: Sigrid Valtin- gojer, grafik. GALLERl LANGBRÓK, Amtmuinntig 1: Keramik eftir Rögnu Ingimundardóttur, Rósu Gfsla- dóttur og Sóley Eiriksdóttur. Opiö til 12. júni kl. 12—18 virka daga, 14—18 um helgar. NÝLISTARSAFNIÐ, Vatnsstig 3b: Biennale de Paris: íslenzkir þátttakendur i alþjóðlegri sýningu ungra myndlistarmanna í Paris 1980, Ámi Ingólfs- son, Helgi Þ. Friöjónsson, Níels Hafstein. Opnar laugardag kl. 16. Opiö 20—22 virka daga, 14—20 um helgar til 19. júni. GALLERl SUÐURGATA 7: KANAL 2, danskir myndlistarmenn sýna blönduð verk, málverk, klippimyndiro.fi. Opnar laugardag kl. 16. STÚDENTAKJALLARINN v/Hringbraut: Ljós- myndasýning frá Albaníu. Stendur til 7. júni. Opiö 11—23.30 alla daga. LISTASAFN ALÞÝÐU, Grensásvegl 16: Jakob Jónsson, málverk, teikningar, vantslitamyndir. Opið 14—22 alla daga. KJARVALSSTAÐIR: Vestursalur: Hafsteinn Aust- mann, ný málverk. Opið 14—22 alla daga. DJÚPIÐ, Hafnarstrsetl (Hornifl): Sigurður örlygs- son, málaðar mónótýpur. Stendur til 10. júni. Opið 11—23.30 alladaga. Flnnsklr mólarar •ýnafEden Óvenjulegasta sumarferðin: / algjörrí ró á Amarvatnsheiði —ekki lofað tómu Mallorkaveðri í sex daga hesta- og veiðif erðum um Amarvatnsheiði Það er sagt hafa færzt í vöxt á und- anförnum árum, þessum árum sólar- landaferða, að íslendingar ferðist um eigið iand. Innlendi ferðamanna- bransinn leggur nú á það mikla áherzlu i auglýsingaherferð að for- eldrar kenni börnum sinum að þekkja landið. Líklega bjóða fáir upp á skemmti- legri tækifæri til þess en Arinbjörn Jóhannsson frá Brekkulæk í Mið- fíröi. Hann byrjaði í hittifyrrasumar á að fara með túrista — bæði islenzka og útlenda — i hesta- og veiðiferðir um Arnarvatnsheiði. Gerðu þær ferðir ágæta lukku og í sumar hefur Arinbjörn fyrirhugað niu slíkar feröir. Hefst sú fyrsta 27. júnf næstkomandi og stendur i sex daga, eins og raunar hinar ferðirnar átta. Arinbjörn heldur til á sumrin i eyöibýlinu Aðalbóli i Miöfiröi. Þar hittast menn eða þá að hann sækir væntanlega ferðalanga, sem komið hafa með Norðurleiðarrútunni frá Akureyri eða Reykjavík, að Lauga- bakka. Fyrstu tvo dagana er dvalið á Aðalbóli við útreiðar og veiðar i Austurá en á þriðja degi er lagt á heiðina og stefnt aö Strípalóni, sem þar heitir. Allur farangur er fluttur á trússahestum en Arinbjörn leggur til, auk reiðskjótanna, allan mat og nauðsynlegan veiðiútbúnað. Þar á heiðinni er siðan dvalið næstu þrjá dagana við veiðar og útreiðar og gist i leitarmannakofa. Maturinn er ekki af verra taginu — spriklandi silungur (nokkur mál, sem þátttakendur i ferðinni veiða sjálfir, og svo staðgóður islenzkur sveita- matur. Trúlegast má búast við kraft- mikilli kjötsúpu i fyrstu máltíð, við komuna i Aðalból á fyrsta degi. Á sjötta degi er haldiö niður af heiðinni síödegis og gist á Aöalbóli. Sitja menn gjarna uppi fram eftir nóttu og ræða ævintýri vikunnar — og liðka sára bossa eftir óteljandi út- reiðartúra. Heim halda menn svo á sjöunda degi eftir hádegismatinn. Arinbjörn Jóhannsson dvelur i Þýzkalandi á vetrum en heldur svo til heiða á íslandi þegar bjart er orðið allan sólarhringinn. Hann vill ekki hafa nema 6—7 manns i hverri ferð, svo hægt sé að sinna öllum, og leggur á það áherzlu að menn kunni eitthvaö að fara með hesta svo allir fái notið ferðarinnar. Hann lofar góðum mat, kyrrð og friðsemd fjaUanna, hreinu lofti, góðum hestum, veiðileyfum og nauösynlegum „græjum” og „ekki alltaf góðu veðri”, eins og segir í bæklingnum hans. Áætlað verð i sumarer kr. 1.780. Upplýsingar um ferðirnar gefa Úti- vist, Lækjargötu 6 Reykjavik, sími (91)14606, og Arinbjöm Jóhannsson, AðalbóU Miðfirði, simi (95)1311. -ÓV Veitt i Arnarvatni stóra i hcsta- og veiðiferð um Arnarvatnsheiði. Einnig er veitt i Stripalóni og fleiri vötnum. Svartifoss í Skaftafelli. Ferðafélag íslands er einmitt með skipulagða hópferð í þann sælureit í fyrramálið kl. 8. DB-mynd Hörður. Aðalferðastaðimir um hvftasunnuna: Þórsnrörkin og SnæfeHsnesið Ætlar þú að vera á faraldsfæti um hvítasunnuna, rýjan min? Ef svo er þá er margt vitlausara en að bregða sér til fjalla eða ferðast eitthvað um landið. Ferðaklúbbar og stærstu deildir Ferðafélags tslands bjóða upp á hópferðir. Annars má ferðast hvernig og hvenær sem menn lystir. íbúar á Stór-Reykjavíkursvæðinu eiga til dæmis kost á eftirtöldu: Ferðafélag Islands býður Þórs- merkurferð kl. 20 1 kvöld, föstudag. Sumir ganga á Eyjafjallajökul, aðrir láta sér nægja minna. Félagsmenn borga kr. 380, utanfélagsmenn kr. 420. Ferðafélagið er lika með ferð i Skaftafell kl. 8 í fyrramálið sem kostar kr. 380 (félagsmenn), kr. 420 (utanfélagsmenn). Og siöast en ekki sízt er það SnæfeUsnes kl. 8 í fyrra- máUð. Gengið er á SnæfeUsjökul og margt annað sér til gamans gert. Kostnaöur er kr. 345 (félagsmenn), kr. 380 (utanfélagsmenn). Á hvitasunnudag býður Ferða- félagið dagsferð kl. 13. Gengið er á Ásfjall i grennd við Hafnarfjörð. Ánnan hvitasunnudag er önnur dags- ferð kl. 13. Þá skal tölta upp á Stóra- Meitil í Þrengslunum. Utivist býður Snæfellsnesferð í kvöld kl. 20. Gengið er á jökuUnr eða meðfram ströndinni og búið í vel- lystingum á Lýsuhóli. Kostnaöur er kr. 460 (félagsmenn) og kr. 480 (utanfélagsmenn). Þórsmerkurferð er lfka á dagskrá Útivistar í kvöld kl. 20. Gist er i nýj- um skála félagsins eða í tjöldum. Kostnaður er kr. 340 (félagsmenn), kr. 360 (utanfélagsmenn). Þá má enn geta Þórsmerkurferðar Farfugla. Lagt er af stað í fyrramálið kl. 8 óg gist í tjöldum. Kostnaður er kr. 280 (félagsmenn), kr. 300 (utan- félagsmenn). Eins og þú sérð, lesandi góður, er úr nógu að velja. Búast má þó við að uppselt sé i einhverjar af framantöld- um ferðum. Nóg var a.m.k. ásóknin í þær þegar DB haföi samband við skrifstofur félaganna fyrir helgina. Því má ekki dragast að hafa samband við skrifstofurnar og kanna málið. Hvað sem þú gerir af þér um helg- ina þá er við hæfl að segja: gleðilega og góða h vitasunnu I - ARH Grétar sýnir um 20 oliumálverk og u.þ.b. 40 pastelmyndir og nokkrar tússmyndir. Myndirnar eru flestar fráárinu 1981 en þær elztu fráárinu 1977. Sýning Grétars Ingimarssonar veröur opin á virkum dögum frá kl. 17 til 22 en um helgar milli kl. 16 og 22. Sýningunni lýkur sunnudaginn 14. þ.m. Postulíns8ýning íHamragörflum Íjúnf1981 í tilcfni þess að félagsheimiliö Hamragarðar á 10 ára afmæli hefur verið efnt til sýningar á postulinsmun- um, sem nemendur á námskeiðum i postulínsmálum 1 Hamragörðum og PostuUnsstofunni hafa gert undir leiðsögn Sólveigar Alexandersdóttur. Hér er um að ræða um 200 muni, mjög fjölbreyti- leg aö gerö, og mun þetta vera í fyrsta skipti sem slik sýning er haldin hérlendis. Postulinsmálun hefur öðlazt miklar vinsældir á siðustu árum sem tómstundastarf og þcssi sýning er vitnisburður um þaö sem hægt er að gera á þessu sviöi Ustsköpunar. Sýningin á postuUnsmnnnnum l Hamragörflum verflur opin almenningi um hvitasunnuna, sunnudag og mánudag 7.—8. Júni þá ld. 15.00 tii 22.00.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.