Dagblaðið


Dagblaðið - 11.06.1981, Qupperneq 1

Dagblaðið - 11.06.1981, Qupperneq 1
7. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981 - 128. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022. Engu logið um kínversku eldspýtumar: Neisti af eldspýtunni stórslasaöi afa minn” —86 ára gamall maður liggur illa brenndur eftir að neisti úr eldspýtu kveikti i fótum hans á sjúkrahúsi „Það er sárt að horfa upp á þessar kínversku eldspýtur fara svona með manninn,” sagði Herdis Hjörleifs- dóttir í morgun. Afi hennar, Berg- steinn Hjörleifsson, brenndist illa fyrir hálfri annarri viku er hann kveikti sér í sígarettu með kin- verskum eldspýtum sem hér eru á markaði. „Afi minn, sem er 86 ára gamall, var á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Hann var að horfa á fréttirnar í sjón- varpinu og gekk siðan fram til þess að reykja. Þegar hann kveikti á eld- spýtunni, brotnaði hluti af brenni- steininum og skauzt ofan i hálsmálið ábol semhann vari. Hann reyndi að klipa í brennistein- inn og toga bolinn af sér, en það skipti engum togum, að þegar í stað kviknaði í bolnum og hann varð al- elda. Afi minn kallaði á hjálp og hjúkrunarkonur komu þegar í stað honum til aðstoðar. Þær hlupu með hann beint inn í baðherbergi og sprautuðu á hann vatni og kældu hann. Síðan var hann fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Borgarspitalans og þaðan á Landspítalann. 12—14% af líkama hans er með 2.-3. stigs bruna og hann er brunn- inn frá mitti upp að höku og eyrum. Hann hefur verið svæfður tvisvar og reynd ágræðsla húðar á brjóst. Eftir fyrri svæfinguna ræddi ég við hann. Þá bað hann mig að tala við Dag- blaðið og vara við notkun á þessum eldspýtum, þær eru stórhættulegar. Síðari svæfingin var svo fullorðn- um manni erfið, þannig að hann þekkir ekki ættingja sina nú. Það er sárt að sjá því hann var vel hress áður en þetta geröist.” -JH. Herdís Hjörleifsdóttir með afa sínum Bergsteini Hjörleifssyni á Landspltalanum í Double Happiness, stórhœttulegar. Brennisteinninn skýzt i óliklegustu áttir og morgun. Gamli maðurinn var heldur hressari I morgun og þekkti Herdlsi, þannig varðþað m.a. tilþess að hann brenndist illa. að þau gátu skiptzt á nokkrum orðum. Bergsteinn telur kínversku eldspýturnar, DB-mynd: Einar Ólason. Læknar höfnuðu drögum að samningi við ríkið Sjúkrahúslæknar höfnuðu i gær- kvöldi samningsgrundvelli þeim er fyrir liggur eftir viðræöur þeirra við fulltrúa fjármálaráðuneytisins. Samninganefnd lækna iagöi til að efnisþættir samkomulagsins yrðu samþykktir. Einn nefndarmanna lagði þó til að þeim yrði hafnað. At- kvæði voru ekki greidd um málið en samþykkt dagskrártillaga þar sem lýst er stuðningi við áframhaldandi viðræður. Jafnframt lýstu fundar- menn þeirri skoðun sinni að „ýmis samningsatriði séu vanrædd og að fullnægjandi árangur liggi ekki fyrir.” Einn fundarmanna orðaði það svo i samtali viö DB að samningsdrögin hefðu„kolfallið á fundinum”. Páll Þórðarson framkvæmdastjóri Læknafélags íslands sagðist i morgun ekki vilja gera þá túlkun að sinni. Hann sagðist álfta að fundar- menn hafi „engum dyrum lokað á rikið”. Einnig að iæknunum haft þótt sem efnispunktarnir úr sam- komulaginu væru ónógir til að taka afstöðu td þeirra. Niðurstaða sjúkrahúslækna er þvi sú aö þeir hafna samningnum sem fyrir iiggur og vilja áframhaldandi viðræður viö ríkið. Hver viðbrögð ríkisvaldsins verða er hins vegar óljóst. Þorsteinn Geirsson, ráðu- neytisstjóri fjármála, hefur látið hafa eftir sér að samningaviðræöum væri lokið ( bili, a.m.k. ef samkomuiagið yröi feilt. Þá væri samkomulagið ekki lengur i sjónmáli. 1 samningsdrögunum er eingöngu fjaliað um ýmis réttindamál, svo sem lffeyrissjóðamál o.fl. Á fundinum í gærkvöldi heyrðust allháværar óánægjuraddir vegna þess að ekki hefur verið Ijallað um grunnkaups- hækkanir til lækna i viðræöunum undanfarið. -ARH. — sjá nánar á baksíðu ÞEIR FÓRUST MED TF-ROM Mognúa Indriflaaon kaup- maflur, Lundahólum 8 í Reykjavlk, 32 ára, leatur aftir alg alglnkonu og þrjú bflm. Jóhann Kr. Brlam mat- ralflalumaflur, Gyflufalll 6 I Reykjavlk, 22 ára, ókvaantur og barnlaua. HJÖrialfur Einaraaon trygglngaatarfamaflur, Langholtavagl 141 Raykjavlk, 26 ára, laatur aftlr alg alginkonu og þrjú bfim. Rafn Haraldaaon tann- amlflur og fyrrum hljófl- faaraleikari, HJallabrakku 43 í Kópavogl, 33 ára, laatur aftlr alg elglnkonu og altt bam.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.