Dagblaðið - 11.06.1981, Page 2

Dagblaðið - 11.06.1981, Page 2
2 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. JONÍ1981. Pe/urwð/uu/i Amerískt eikar parkett PermaGrain er nýjasta nýtt Það sem gerir PermaGrain frábrugðið öðru venjulegu gólf- parketti er að: Viðhald er ekki lengur vandamál því PermaGrain er GEGNUMVÆTT með ACRYL, sem gerir óþarft að lakkaeða bóna. PermaGrain er einfalt í niðursetningu — handlaginn annast það sjálfur. PermaGrain er hljóðeinangrandi — ekkert hljóðglamur þar sem PermaGrain er á gólfi. Berið saman PermaGrain og venjulegt parkett og þér munuð sannfærast um yfirburðina. Fyrirliggjandi gerðin AMERICANA, stærð 12”xl2”x- 5/8 Fleiri gerðir væntanlegar. Einnig fyrirliggjandi tilheyr- andi lím. bb Þ. ÞORGRÍMSSON & CO CO Ármúla 16 — Sími38640. Tráullsplattfabrikema Sænskar sementlimdar TRÉULLAR-plötur i lol't frá verksmiöjunni t- produkterna Tráullsplattíabrikcrna. NÝKOMIN SENDING. Plötu- stærð 60 X 120 cm. 30 mm þykkt. Einnig DONN, þýzk lofta-upphcngikerfi l'yrir plötur þessar. & Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 16, sími 38640. TWI rillITTTflHBllllllimiMBIS FILMUR OG VELAR S.F. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. Vemdare TnakstursM'ar mc * kcppnikaPI’ ra„ýbíla a * Meira en ^kONUiökSdc>'fa hlandinota __ cínnig þif!- . ««• •%£>’***>>- Z«- **-' þaö borxar sif!- 'l0WórtsnaVðar ÖRYGGIS SMYRILL HF. Ármúla7 Reykjavík Sfmi 84450 r m iyn|| — Þetta er alveg nógu hátt, gæti Sigmar B. Hauksson, útvarpsmaöurinn góökunni, verið að scgja, en bréfritari er á þeirri skoöun að útvarpshúsið sé tveim til þrem hæðum of hátt. ÚTVARPSHÚSIÐ ER 0F HÁTT Guðrún Jacobsen skrlfar: Reykvíkingar! Fljótum nú ekki lengur sofandi að feigðarósi. Stöndum nú einu sinni allir saman. Mótmælum því ófyrir- gefanlega slysi að einum bankanum enn verði plantað niöur í miðborg- inni og nú fyrir framan fegursta út- sýnisstað borgarinnar, Arnarhól. Það er meira en nóg að útvarpshús- ið er einum tveim til þrem hæðum of hátt. Ef þið trúið mér ekki góðii sam- borgarar þá labbið bara sjálfir upp á hólinn. Loftleiðlr unnu brautryðjendastarf fyrir 12 árum seglr bréfritari. Flugleídir í blíðu og stríðu Amerikufari skrifar: Tæpast er ofmælt að sameining flugfélaganna tveggja, Loftleiöa og Flugfélags íslands, hefur dregið lif- seigan og fóðurþungan dilk á eftir sér, þann sem Flugleiðir heitir. Sá timi er liðinn þegar flugfélögin tvö kepptu um hylli farþeganna og þeir (farþegarnir) sáu sjálfir um hólið 1 formi meðmæla þegar rætt var við kunningja að ferð lokinni. Án efa eru •slfk meðmæli beztu auglýsingarnar. Nú hins vegar, undir sameiginlegri stjórn, eða réttara sagt óstjórn, er fá- títt að sjá þakkarbréf eða hólskrif í fjölmiðlum frá farþegum um af- bragðsþjónustu Flugleiða en kvart-. anir farþega eru þeim mun tíðari og þær í fjölbreyttara lagi. Einn „ánægður Flugleiðafarþegi” lét þó frá sér heyra í dálkum Velvak- anda Morgunblaðsins fyrir nokkru. Sá upplýsti landslýð um nýja tegund þjónustu sem eftir því sem hann taldi kæmi „óumbeðin” frá félaginu! Hann gat sem sé hlustað á „stereó”-tónlist að eigin vali án þess að trufla næsta mann! — og þannig styttist löng flugleið til muna, sagði hann. — En hvaðan skyldi nú þessi ,,stereó”-tónlist vera tilkomin i flug- vél Flugleiöa hf? Frá Dönum, sem leigðu Flugleiðum hf. vél sumarlangt. SAS hefur slíka afþreyingu á boð- stólum fyrir sina farþega á lang- leiöum, þótt Flugleiðir geri það ekki. Þessi . „danska” flugvél Flugleiða er þvi eina vélin, að þvi er Flugleiðir upplýsa.sem hefur þennan útbúnaö. — Þeir farþegar sem með öðrum vél- um fljúga eiga ekki kost á þessari þjónustu. Fyrir meira en áratug buðu Loft- leiðir farjvegum sinum upp á þessa þjónustu og voru fyrstir til þess að taka hana upp af fslenzkum flugfé- lögum. En það var líka á tímum sam- keppninnar sem nú má ekki minnast álengur. Það er því ekki Flugleiðum að þakka að nú vill svo til að i leiguvél þeirra, og henni einni, eru sæti sem þeir SAS-menn telja sjálfsögð með það fyrir augum að farjiegar geti not- ið tónlistar, meðan á flugi stendur. Hitt er svo annaö mál að „hól- bréf” áðurnefnds farþega, sem birtist í Velvakanda Morgunblaðsins, var nafnlaust en slik tilskrif flokkar blaöafulltrúi Flugleiða undir „at- hafnir hálfvaxinna götustráka’ ’! En ekki þurfti lengi að biða. Stuttu seinna birtist i Velvakanda Morgun- blaðsins annað bréf undir fullu nafni — og var það ekki hólbréf, nema síður væri. Sá haföi verið farþegi Flugleiða og kvartaði hann undan 6 klst. biö á Akureyrarflugvelli meðan Flugleiðir luku við æfmgaflug við flugvöllinn! Og fleiri kvartanir berast um þjón- ustu Flugleiða. Það er nánast orðið daglegur viðburður að svo yfirbókað sé í flugvélar félagsins að allt að 40 farþegar hafa þurft að horfa á eftir þeirri flugvél sem þeir áttu bókað í. Einnig eru dæmi um að farþegar, fullborgandi og bókaðir, séu beðnir að rýma sæti fyrir öðrum sem standa fast á rétti sínum að fara með því flugi sem þeir hafa borgað fyrir. Svona atburðir gerast æ og aftur, einkum á Atlantshafsleiðunum, sem þó eru sem fyrr gullnáma félagsins, þrátt fyrir „vantrú” forstjórans á þessum fiugleiðum. Það virðist ekki tekið út með sæld- inni að stjórna samsteypumistökun- um Flugleiðum, enda vart á færi stjórnenda og forstjóra sem eru svo vanhæfir sem raun ber vitni. — Að- skilnaður flugfélaganna innan Flug- leiða er enn sem fyrr brýnasta hags- munamál islenzkra flugfarþega.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.