Dagblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981. f DB á ne ytendamarkaði ANNA [ BJARNASON Eiturefni ígörðum: Ekki sannað aó eitrið valdi lakkskemmdum Vantarábyrgan aðila íþjóðfélaginu til þess að rannsaka áhrif eiturefnisins, segir Brandur Gíslason garðyrkjumaður, sem unnið hefur við garðaúðun í átta ár „Þaö er alls ekki sannað að eitur- efnið, sem notaö er til þess að úða með garða, eyðileggi lakk á bilum. Lakkskemmdir geta átt sér margar orsakir eins og t.d. ef lökkun er rang- lega undirbúin, eöa jafnvel billinn er bónaður í sólskini. Viðmælandi DB á neytendasíðunni 5. júní sl. er því að fara með staðlausa stafi, þegar hann fullyrðir að lakkskemmdir á bil hans stafi af eiturúðun,” sagði Brandur Gíslason, garðyrkjumaður, sem rekur fyrirtækið Úöi. Eins og nafnið bendir til sér fyrirtækið um að eitur- úða garða borgarbúa. Brandur hefur unnið við garðaúðun 1 sl. átta ár. ,,Það er hvergi tekið fram á um- búðum eiturefnisins að það eyðileggi bílalakk. Það hefur aldrei verið minnzt á það hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna, sem flýtur efni þetta til landsins, að það skemmi bílalakk. — Það vantar hins vegar einhvern ábyrgan aðila til þess að rannsaka hvort eitrið skemmir lakk á bílum. Ef svo reynist ætti tafarlaust að banna notkun þessa eiturefnis hér á landi. Gríðarlega háar fjárupphæðir eru i húfi,” sagði Brandur. Brandur sagði einnig að fyrirtæki hans ætti tvo bíla sem notaðir eru við starfsemina. Eins og nærri má geta hefur eiturefnið oft farið á bílana, en ekki hefur borið á lakkskemmdum á þeim. — Hins vegar sagði Brandur, að starfsmenn fyrirtækisins hefðu jafnan meðferðis brúsa með hreinu vatni. Ef eiturefnið fer á bíla er það samstundis skolað af. — í því tilfelli er rætt var um í DB 5. júni var eitrið sem sprautaðist á bíl- inn skolað af samstundis. Var það varla lengur á bílnum en i um það bil fimm mínútur. Varúðin aðallega vegna barnanna Eftir að garðar hafa verið úðaðir er þeim lokað allt upp í vikutíma. Hins vegar er fullorðnu fólki óhætt að sinna venjulegum störfum í garöin- um. Þær ströngu varúðarráðstafanir sem settar eru eiga aðallega við börn, sem eiga til að setja það sem á vegi þeirra verður upp í sig. — Brandur sagði að fyrirtæki hans væri með tvo bíla og fimm manns i hverjum bíl. Tveir þeirra líta eftir að ekkert laus- legt sé í görðunum eins og t.d. leik- föngogannað slíkt. -A.Bj. Meira fyrir mánaðarlaunin: Lýs, maðkur og önnur óværa sem herjar á tré garðeigenda lcggst ekki jatn hart á allar trjátegundir. Hinn bráðfallegi brekkuvíðir virðist sérlega vinsæll hjá trjá- maðki. Hins vegar hafa garðyrkjumenn sagt okkur á ncytcndasiðunni að óværa sæki mun síður á heilbrigðar plöntur sem vcl er hugsað um. — DB-mvnd Hörður. Nýja heimilisdag- bókin um næstu Bókin góða bera nafnið „HeimUis- bókhaldið þitt” og eru einkunnarorð hennar „Meira fyrir mánaðarlaun- in”. Þau hafa einnig verið einkunn- arorð neytendasiðunnar þau þrjú ár sem hún hefur verið svo að segja dag- lega í Dagblaðinu. Bókin verður send til áskrifenda Dagblaðsins þeim að kostnaðarlausu. Þar aö auki fá kaup- endur Vikunnar einnig þessa ágætu bók. Nýtt veggspjald er einnig vænt- anlegt fyrir júnílok. Það ætti því ekki að vera neinn vandi að fylgjast með því í hvað pen- ingunum er eytt, — eða að spara við sig á ákveðnum sviðum, í framtið- inni. -A.Bj. mánaðamót Það hefur víst ekki farið framhjá lesendum neytendasíöunnar að við erum „að biða eftir” heimilisdag- bókinni okkar. Hún sér væntanlega dagsins ljós fyrir mánaöamótin júnf/júlí. Þessa dagana er verið að leggja slðustu hönd á þessa merku bók. Sundurliðað heimilisbókhald í bókinni eru hentugir dálkar fyrir dagleg útgjöld heimilisins. Þar er einnig að finna uppgjörsdálka fyrir vikuna, mánuðinn, hálft ár og að sjálfsögðu heiltár. Hægt er að færa sundurliðað heimilisbókhald ef fólk vill, t.d. með þvi að fylgjast náið með hverju er eytt í „sjoppunni”, eða í lyf, eða á veitingahúsum, i „rikinu” o.s.frv. Eða þá í einhverja ákveðna matarteg- und, eins og t.d. hverju er eytt í kaffi, te, brauð, eða hvaðeina sem keypter. UpplýsingaseöiU til samanburðar á heimiliskostnaði Hvers vegna heimilisbókhald? , ,Kæra neytendasíða! Ég hef lengi ætlað að senda þér upplýsingaseöil í heimilisbókhaldinu og læt nú loksins verða af þvi. Ég hef haldið bókhald í rúmlega ár,” segir m.a. í bréfi frá húsmóður sem búsett er áSuðurlandi. „Þar sem ég bý úti á landi og fer ekki í búðir nema þrisvar i mánuði, kaupi ég fyrir mikið í hvert sinn. Mjólkina fæ ég senda heim og greiði mánaöarlega. Hvernig reiknið þið út meðaltal- ið?” Þessi „sveitakona” biður okkur að birta ekki nafn hennar og virðum við þaðaðsjálfsögðu. Meðaltalið reiknum við út á þann hátt að við deilum með tölu heimilis- manna í þá upphæð sem farið hefur í mat og hreinlætisvörur yfir mánuð- inn. Sú tala er síðan færð í ákveðinn dálk með samsvarandi tölum frá öðrum fjölskyldum af sömu stærð. Loks eru dálkarnir lagðir saman og deilt (með fjölda seðla frá hverri fjöl- skyldustærö. Þannig er fundið út meðaltal hverrar fjölskyldustærðar fyrir sig. Þá færum við einnig bókhald fyrir alla staði sem við fáum upplýsinga- seðla frá. Við getum tekið dæmi af t.d. Reykjavík. Meðaltal hverrar fjöl- Raddir heytenda skyldu frá Reykjavik er fært inn í mánaðardálk. Meðaltalið er síðan fundið með því að deila með tölu þeirra sem sendu inn seðla hverju sinni í samanlagða töluna. Upplýsingaseölar berast yfirleitt frá rúmlega þrjátfu stöðum og gefur þvi auga leið að frá mörgum berast ekki nema einn eða tveir seðlar. Varla getur þvi verið um marktækt meðal- tal að ræða frá þeim stöðum. Þetta „meðaltal” okkar frá hinúm ýmsu stöðum er því birt meira til gamans fyrir þá sem þar búa. Þeir geta þá borið sig saman við aðra á sama stað eöa á nálægum stöðum, heldur en að þar sé um að ræða vísindalega úttekt á þvi hver framfærsluvisitala er á stöðunum. Við' höfum fengið fyrirspurnir um hvers vegna við erum að „standa i þessu heimilisbókhaldi”. Þvi er fljót- svarað. Við teljum að af heimilisbók- haldinu sé spamaður. Okkur finnst einnig að hjálpa eigi fólki til þess að „borða ekki upp” öll launin sin. Við teljum einnig að með því að gera sér grein fyrir því hve miklu þarf að eyða i mat sé frekar hægt að gera áætlanir fyrir framtíðina. -A.BJ.I | Hvað kostar heimilishaldið? I Vinsamlega scndió okkur þennan svarseðil. Þannig cruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamjðlun mcðal almennings um hvert sé mcðaltal hcimiliskostnaðar I fjölskyldu af sömu stærð og ,vðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- I tæki. 1 Nafn áskrifanda l-------------------------------------;----------- | Heimili_________________________________________ i i Sími \------------------------------------------- l I Fjöldi heimilisfólks —,— i 1 Kostnaður í maímánuði 1981 i i---------------------------- i Matur og hreinlætisvörur kr.-------------------- i Annaö i \m kr_______1 i Alls kr. , i IÍKLV i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.