Dagblaðið - 11.06.1981, Síða 9

Dagblaðið - 11.06.1981, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I Gaddafi vill fá fiiðar- verðlaunin Nafn Gaddafi Libýuforseta er oft í fréttunum, enda er maðurinn fyrir það gefinn að vera í sviðsljósinu. Nú siðast komst hann á siður heimspress- unnar, er hann stakk upp á sjálfum sér sem næsta nóbelsfriðarverðlauna- hafa. „Libýa hefur komið á friði og öryggi í Chad og verðskuldar friðar- verðlaunin fyrir,” sagði Gaddafi í ræðu, sem hann hélt í Ndjamena, höfuöborg Chad. Þá sagði Gaddafi að Einingarsam- tök Afríku ættu að greiða kostnaðinn við dvöl herliðs Libýu í Chad. Að síðustu fór Gaddafi fram á það að Libýa fengi greiddar skaðabætur vegna innrásarinnar í Chad í desem- berí fyrra. Metvinn- ingur á spila- kassa Vist getur hann Jack Leighton frá Huntington Beach í Kaliforniu brosað út að eyrum, Hann hefur nefnilega unnið stærsta vinning, sem nokkurn tima hefur unnizt á spilakassa, litla 360.000 Bandarikjadali eða jafnvirði rúmlega 2,6 milljóna króna. Leight- on var aö spila i kassa á Flamingo Hilt- on hótelinu, þegar lukkuhjóUð tók skyndilega að snúast og peningar flæddu úr vélinni. Sennilega verður bið á að einhver fslendingur hrósi álika happi af viðskiptum sínum við islenzku spilakassana. FÓLK Silvia /eiðbeindi nemendunum við föndrið.... Drottningin settist við kennarapúltið . oglét sig ekki muna um að teikna listaverk á töfluna. Nemendur grunnskólans I Norrtálje við Stokkhólm voru himinlifandi yfir nýja kennaranum sem þeir fengu um daginn. Engin önnur en SUvia Svla- drottning kom í skólann og kenndi börnunum í nokkra tima. Verið var að vigja hinn nýja skóla, sem bæði er fyrir fötluð böm og heU- brigð, og kennsla Silviu var liður í opn- unarhátiöinni. Drottningin sagði sögur og teiknaði á töfluna og átti ekki I neinum vandræðum með að halda at- hygU nemendanna. Áður en Silvia sneri aftur heim I höll sina, spjallaöi hún við krakkana og gerðu þau viðtöl mikla lukku. Skemmtu bæði drottingin og börnin sér hiðbezta. Merkur hagfræðingur fallinn í valinn Hinn þekkti hagfræðiprófessor Barbara Ward andaðist fyrir skömmu á heimili sínu i Sussex 1 Bretlandi. Hún var 67 ára gömul. Barbara Ward var kunn fyrir af- skipti sín af umhverfisvernd en hún var framarlega í flokki á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfis- mál, sem haldin var I Stokkhólmi. Þá lét Barbara mjög tU sin taka I málum er vörðuðu málefni þriðja heimsins, auk þess sem hún hvatti til skynsamlegrar notkunar orkulinda jarðar. Það var þó á sviði hagfræðinnar sem Barbara gat sér beztan orðstir. Hún hlaut viðurkenningar frá fjöl- mörgum háskólum I Bandaríkjunum og var m.a. gestaprófessor við Har- vard háskóla. Fall löggunnar vakti lukku Það er ekki alltaf tekið út með sæld- inni að klæðast lögreglubúningi. Það fékk lögreglumaðurinn á myndinni að reyna nýlega. Knattspyrnulið frá Róm var að etja kappi við nágranna sína, er áhorfandi nokkur tók sig til og æddi inn á vöUinn. Svo sem reglur mæla fyrir um reyndi lögreglumaðurinn að hafa hendur i hári áhorfandans, en tókst þó ekki betur tU en svo að hann rak tána i grassvörðinn og steyptist á höfuðið. Áhorfendur ráku upp gleðióp við falUð, afbrotamaðurinn slapp en lögreglan sat eftir með sárt ennið. Grieg inn á hvert heimili MikUl áhugi virðist vera á hinni „týndu” sinfóníu norska tónskálds- ins Grieg, sem frumflutt var i Bergen fyrir skömmu. Hljómplötuútgáfu- fyrirtækið Polygram sem gefur plöt- una út á Norðurlöndum hefur þegar ákveðið aö stækka upplag hennar um 5.000 eintök, en upphaflega átti plat- an að koma út 17.000 eintökum. Utan Norðurlanda sér brezka fyrir- tækiö Decca um útgáfu plötunnar og átti sinfónian að koma út I 50.000 eintökum tU að byrja með. Forráða- menn þess fyrirtækis hafa einnig ákveðið að auka upplag sitt, því vist er að margir vUja hlýða á sinfóniuna. Nýr ávöxtur frá ísrael: Eldsúr og digur ísraelsmenn hafa hafið framleiðslu á nýjum súrum ávexti, sem kaUaður er Pomelo. Pomelo er digur sem fót- bolti og á bragðið ekki ósvipaður greip. Ávöxturinn er ákaflega vítaminrík- ur og þykir fyrirtaks forréttur eða ábætir. Hann er borinn fram í heUu lagi, gjarnan skreyttur með öðrum minni ávöxtum, og þegar hann er snæddur, er hann skorinn í báta. í Noregi er Pomelo þegar kominn á markaðinn og verða því nýjunga- gjarnir sælkerar að elta ávöxtinn þangað, því ekki er Pomelo á boð- stólum héráFróni. Klippti fólk og snyrti í 350 tíma samfleytt Hvfldu þig, hvUd er góð, eru orð sem vissulega eiga við um rakarann Pierre Oritz frá Huntington Beach í Kali- forniu. Oritz þessi setti um daginn nýtt met I að klippa fólk og snyrta. í 350 klukkustundir stóð Oritz við stól sinn og bætti þar með gamla metið um tæpa niu tíma. Það var sett I Dover á Eng- landi og var 341 klukkustund og 58 sekúndur. Lögum samkvæmt mátti Oritz sofa tvær klukkustundir á sólar- hring, en eflaust hefur hann sofið mun lengur, þegar töminni lauk.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.