Dagblaðið - 11.06.1981, Side 27

Dagblaðið - 11.06.1981, Side 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981. 31 C Utvarp Sjónvarp D IKÝRHAUSNUM - útvarp kl. 22,35: Empire State og aspirín, hamborgarar og gervitennur — ekki verður ofsagt að allt á sér sína sögu Venju samkvæmt veröur sín ögnin af hverju í þættinum í kvöld, óskyld efni með öllu og sitt úr hverri áttinni. Röð efnanna á eftir að koma í ljós en Sigurður Einarsson, umsjónarmaður þáttarins, kvaðst m.a. mundu spjalla um sögu hamborgarans, Empire State bygginguna i New York, aspirin og gervitennur. Raunar væri nú hægt að finna nokkuð brosleg tengsl milli þessa fjögurra fyrirbæra en varla mun það vera ætlunin. Hvaö sem þvi líður er hamborgarinn víst upprunninn i Asiu, á að hafa borizt þaðan til Evrópu og siðan til Bandaríkjanna, svo ekki virðast þeir siðarnefndu hafa tilurð hans á samvizkunni, eins og margir hafa vafalaust haldið. Empire State bygginguna kannast flestir við, enda ein af þessum tilraun- um mannsins til þess að hefja sig til himins. Sú skepna sem helzt hefur verið oröuð við Empire State er annar ná- frændi okkar, King Kong. Gervitennur ætti Sigurður Einarsson að vita vel flest um, því hann er tann- smiður að atvinnu, og það kann að vera ástæðan fyrir því að hann hefur sérstaklega kynnt sér aspirín, hugsan- lega hefur ekki verið vanþörf á. -FG. „ÉG MAN ÞAÐ ENN” — útvarp ífyrramálið kl. 11: Gunnar M. Magnúss les kafla úr „Skáldinu á Þröm” — ævisögu Magnúsar Hj. Magnússonar f fyrramálið mun Gunnar M. Magnúss, rithöfundur, lesa kafla úr bók sinni „Skáldið á Þröm”, sem er ævisaga Magnúsar Hj. Magnús- sonar. Það verður í þættinum ,,Ég man það enn”, i umsjá Skeggja Ás- bjarnarsonar, kennara. Gunnar M. Magnúss fæddist 2.12. 1898 á Flateyri við Önundarfjörð. Hann lauk kennaraprófi 1927 og kenndi í ein tuttugu ár, að mestu í Reykjavik. Hann var við framhalds- nám í Kennaraháskólanum i Kaup- mannahöfn 1936—37 og hefur lagt drjúga hönd á plóginn hvað varðar kennslu yfirleitt og ekki síður hagsmuni kennara, enda gegndi hann fjölda trúnaðarstarfa fyrir þá árum saman. Þess má einnig geta að Gunnar M. Magnúss var forstðöu- maður fyrsta námskeiðs fyrir at- vinnulausa unglinga i Reykjavfk, 1935, en annars er ferill hans of margþættur til þess að hægt sé að gera honum nein viðunandi skil i stuttri yfirlitsgrein. Þrátt fyrir margvísleg önnur tíma- frek störf sin, hefur Gunnar M. Magnúss verið mjög afkastamikill rithöfundur. Hann hefur skrifað fjöl- margar bama- og unglingabækur, smásögur, ein þrjú leikrit, ritgerðir og stór ritverk ýmiss konar, að ljóðum hans ógleymdum. -FG. FRANZISCA GUNNARSDOTTIR Gunnar M. Magnúss, rithöfundur. UNNUSTA FJ ALLAHERM ANNSINS—útvarp kl. 20,50: Fjallahermaðurinn Salvatore —ást hans og af brýði ná út yf ir gröf og dauða Leikrit vikunnar verður „Unnusta fjallahermannsins”, eftir Eduardo Anton. Leikstjóri er Helgi Skúlason en með aðalhlutverk fara Helga Bach- mann og Gisli Halldórsson. Þýðandi er Málfríður Einarsdóttir. Leikritið var áöur flutt 1962 og er rúmlega klukku- tima langt. Eduardo Anton er ítalskur, þekktur fyrir gamansemi sfna og á hún aö njóta sín vel 1 þessu leikriti, ekki sízt í lýsing- um hans á þorpslffinu. Anita er orðin 25 ára gömul og er ógift — það er annars ekkert gaman- mál i ítölsku þorpi. Eins og vænta má vekur þetta hörmungarástand umtal i litla samfélaginu hennar en þá ber svo við að hún kynnist fjallahermanninum Salvatore. Hvort fjallahermenn eru eitthvert sérstakt og hugsanlega sérræktað af- brigði hermanna fylgir ekki sögunni, en óneitanlega minnir orðið á fjalla- geitur (gemsur) og þær kalla ekki allt ömmu sína, hvað dirfskunni viðvíkur. Eitthvað hefur Salvatore samt tekið geiturnar umræddu sér til fyrirmyndar, því varla er trúlofunin afstaðin, fyrr en hann vill endilega sýna fram á hugrekki sitt — og ferst auðvitað, einmitt þegar allt virðist ætla að enda eins og i gömlu, góðu ævintýrunum. Aldrei verður á hljóðvarpið borið, að ofangreint nálgist að vera orðrétt frá þeirri ágætu stofnun komið, en eftir- farandi setningarbútur er það svo sannarlega: . . . „ást hans — og afbrýði — nær út yfir gröf og dauða”. Helgl Skúlason, leilutjóri „Unnustu fjallahermannslns”, eftir Eduardo Anton. VIDEO Video — Tæki — Fiimur Leiga — Sala — Skipti Kvikmyndamarkaðurinn — bimi 15480. Skólavörðustig 19 (Klapparstigsmegin). KVIKMYNDIR Sigurður Elnarsson, tannsmiður, um- sjónarmaður þáttarins: Í kýrhausnum. Öneitanlega er nú púður i svona orðalagi. -FG. Útvarp Fimmtudagur 11. júnf 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttlr. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. Flmmtu- dagssyrpa — Páll Þorsteinsson og Þorgeir Ástvaldsson. 15.10 Mlðdeglssagan: „Litla Skotta”. Jón Oskar les þýðingu sina á sögu eftir George Sand (17). 15.40 Tónleikar. Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. \ 16.20 Siðdegistónlelkar. Sinfóníu- hljómsveit íslands leikur „Fjalla- Eyvind”, forleik eftir Karl O. Runólfsson, og „Ólaf Liljurós”, balletttónlist eftir Jórunni Viðar; Jean-Pierre Jacquillat og Páll P. Pálsson stj. / John Browning og Cleveland-hljómsveitin leika Pianókonsert op. 38 eftir Samuel Barber; George Szell stj. 17.20 Litll barnatimlnn — Vor i sveitinnl. Heiðdís Norðfjörð stjórnar barnatíma á Akureyri. Börn í Hrafnagilsskóla aðstoða við gerðþáttarins. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Fréttlr.Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Hall- dórsson flytur þáttinn. 19:40 Ávettvangl. 20.05 Dómsmál. Björn Helgason hæstaréttarritari segir frá skaöa- bótamáli vegna vinnuslyss í bygg- ingarvinnu. 20.30 Einsöngur í útvarpssal. Þuriöur Baldursdóttir syngur lög eftir Robert Schumann og Felix Mendelssohn. Guðrún A. Krist- insdóttir leikur með á píanó. 20.50 Unnusta fjallahermannsins. Leikrit eftir Eduardo Anton. Þýð- andi: Málfríður Einarsdóttir. Leikstjóri Helgi Skúlason. Leik- endur: Helga Bachmann, Gisli Halldórsson. Helga Valtýsdóttir, Áróra Halldórsdóttir, Helgi Skúlason, Þóra Friðriksdóttir, Guðmundur Pálsson, Jónína Ólafsdóttir, Katrin Ólafsdóttir og Hrafnhildur Guðmundsdóttir. (Áður útv. i des. 1962). 22.00 Vlðar Alfreðsson leikur létt lög. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagsins. Orö kvölds- Ins. 22.35 I kýrhausnum. Þáttur i umsjá Sigurðar Einarssonar. 23.00 KvöldtónleikBr. a. Diverti- mento í C-dúr eftir Joseph Haydn. Hljómsveit tónlistarmanna í lág- sveitum Austurrikis leikur. b. Dúó i G-dúr fyrir fiðlu og víólu eftir Franz Anton Hoffmeister. Arthur Grumiaux og Arrigo Pelliccia leika. c. Sónata nr. 1 i G-dúr fyrir strengjasveit eftir Gioacchino Rossini. Enska kammersveitin leikur; Pinchas Zukerman stj. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Önnumst kaup og sölu allra almennra veðskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla. Getum ávallt bœtt við kaupendum á við- skiptaskrá okkar. Göð þjónusta. — Reynifl viðskiptin. Vcnllircfa - AtsirluHliiriiiii Nýja húsinu v/Lækjartorg. 12222 Bjóðum stoltir PENTAX MV, MV-1, MX, ME-super og LX myndavélar PENTAX linsur, flösh og fylgihlutir. Góð greiðslukjör! Landsins mesta úrval af Ijósmyndavörum td: 35 geröir myndavéla, 50 gerðir af linsum, 35 gerðir af töskum, 85 gerðir af filterum og um 100 gerðiraf filmum —eitthvað fyrir alla! Verslið hjá # fagmanninum LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 SIMI 85811

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.