Dagblaðið - 09.07.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 09.07.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1981. 17 þá til að stofna embætti vígslubiskupa, semvarðað lögum. Vigslubiskupar hafa ekki skyldum að gegna umfram presta nema biskup kveðji þá til starfa. Vigslubiskup Hóla- stiftis er jafnframt formaður prestafé- lagsins þar. Því fylgir töluvert starf, eins og t.d. nú á kristniboðsárinu. Sam- koman og sönghátíðin í iþróttaskemm- unni var áhrifamikil, en að þeirri hátíð stóð prestafélagið og kirkjukórasam- bönd á Norðurlandi. Undirbúnings- nefndir sjá að mestu um undirbúning þess. sem gerist hjá okkur á þessu ári. Ef fráfarandi biskup getur ekki vfgt sinn eftirmann. þá vigir annar hvor vigslubiskupa nýjan biskup. Annars þyrfti biskupsefnið að fara utan til vígslunnar. Ég hefi sem vigslubiskup endurvigt fjórar kirkjur og vigt tvo presta (séra Pálma Matthiasson á Hvammstanga og séra Jón Aðalstein Baldvinsson á Staðarfelli í Kinn).” „Biskup er maður fólksins" — Margir halda því fram að það sé ekki í anda lýðræðis að aðeins 150 manns taki þátt í biskupskjöri á sama tíma og yfir 90% landsmanna séu formlega innan þjóðkirkjunnar. Hvað vilt þú segja um það? ,,Sú afstaða sýnir að fólkið lítur meira og meira svo á að biskup sé maður fólksins rétt eins og prestanna. Viðhorf þetta virðist mér jákvætt. Ég tel það ávinning fyrir kirkjuna að leik- menn taki þátt í biskupskjöri. Þannig fá þeir ábyrgð með prestunum. Á Norðurlöndum hefur sú skipan verið umlengri tima.” — Staða kirkjunnar sem stofnunar. Starfar kirkjan i takt við tlmann, nær hún t.d. eyrum unga fólksins nægilega vel að þínu áliti? „Æskulýðsstarf kirkjunnar í núver- andi mynd er fárra áratuga gamalt. En barna- og unglingastarf kirkjunnar er eigi að siður jafngamalt kirkjunni þvi að það er á öllum timum köUun kirkj- unnar að uppfræða æskulýðinn og glæða trú æskunnar. Nú er unnið stórt átak i þessu efni og það horfir til heilla, á þvi er ekki vafi. Það skortir eflaust eitthvað á að við séum nógu vel í stakk búnir að mæta kröfum timans. Predik- unarmátinn hefur mikið breytzt frá þvi sem áður var. Svo góð sem Vídalíns- postUla var á sínum tima þá myndi lftt stoða nú að lesa þann húslestur þó að það geti uppbyggt mann persónulega að lesa þær ræður. Poppmessur voru eðUleg tilraun. Ég hlusta oft á messur 1 útvarpinu frá Englandi. Þar má heyra æskulýðssöngva á borð við þá sem við syngjum með gítarundirleik. Það er ekki nema gott um þetta að segja. Það kemur oft í ljós að kirkjan er at- hvarfið. sem fólkið leitar til. Að því leyti er kirkjan alltaf í takt við tímann. Hvar er skjól í vetrarhriðum vaxinnar ævi, ef ekki þar? Hvert leitum við þegar mannslíf týnast þegar sorgin knýr á dyr? Þá er kirkjan og það sem hún boðar hið trausta athvarf og ljós.” „Ekki að breyta breytinganna vegna" — Kemur til greina að aðskUja riki og kirkju á íslandi? Æviatriðií stuttu máli Séra Pétur Sigurgeirsson er fæddur 2. júní 1919 á ísafirði. Foreldrar hans voru Sigurgeir Sigurðsson biskup og kona hans Guðrún Pétursdóttir. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1940 og guð- fræðiprófi frá Háskóla íslands 1944. Hann stundaði framhalds- nám í guðfræði i Mt. Airy Semin- ary í PhUadelphiu 1944—45 og nám í blaðamennsku við Stan- ford-háskóla í KaUforníu haustið 1945. Blaðamaður við Kirkjublaðið i Reykjavík 1946. Vfgður aðstoðarprestur hjá séra Friðriki J. Rafnar vígslubiskupi á Akureyri 1947. Sóknarprestur á Akureyri frá 1. júlí 1948 með aukaþjónustu í Grímsey frá 1953. Vigslubiskup í Hólastifti frá 1969. Séra Pétur hefur gegnt for- mennsku í Æskulýðssambandi kirkjunnar í Hólastifti og Æsku- lýðsráði Akureyrar. Hann sat á þingi alheimssambands lútersku kirkjunnar í Hannover árið 1952 og 1 Minneapolis 1957. Séra Pétur Sigurgeirsson er kvæntur Sólveigu Ásgeirsdóttur, ættaðri úr Reykjavík. Börn þeirra eru: Pétur, Guðrún, Kristín og Sólveig. -ARH. — Sýnist þér að breytinga sé þörf á aðferðum við yfirstjórn kirkjumála, til dæmis hvað varðar biskupsembætt- ið? „Eitt af frumvörpum kirkjuþings felur í sér að biskupsembættin verði þrjú. Ég hygg að full þörf sé á þvi að sú skipan komist á. Fyrsta skrefið i þá átt væri t.d. að auka verksvið vígslubisk- upanna og leysa þá undan prestsþjón- ustu. Kirkjan þarf að hafa meira sjálfs- forræði í skipulagsmálum sínum svo að ekki þurfi í sérhverju tilviki að fara með slík mál fyrir alþingi. Ég hefi þjónað Grimsey frá því árið 1953 og fer að jafnaði þangað út einu sinni í hverjum ársfjórðungi. Mér er ofarlega í huga hvað verður um þessa þjónustu í framtíð. Æskilegast er að þar verði starfandi prestur með búsetu í eyjunni og hann verði um Ieið kennari. Þetta tvennt er vel hægt að sameina, eftir því sem ég get bezt séð. ” „Geri mitt bezta með Guðs hjálp" — Núverandi biskup er virtur maður og vinsæll meðal þjóðarinnar. Er ekki erfitt að taka við embætti af honum hvort sem þú verður eftirmaður hans eða annar? „Hver maður getur gert sér í hugar- lund að þetta er ábyrgðarstarf. Þjóðin lítur upp til og ber virðingu fyrir herra „Fyrsta messan var um borð f Dettifossi, þá ríghélt ég mér f það sem hendi var næst!” „Ég sá marga góða kosti við frí- kirkjufyrirkomulagið þegar ég var við nám og störf i Ameríku. Fólkið verður að fórna miklu til kirkju sinnar, gefur þar af leiðandi meira af sjálfu sér og er virkara í starfinu. Fyrirkomulag þjóð- kirkju á íslandi er gamalt og hefur reynzt vel. Ég er ekki viss um að annað skipulag henti okkur betur. Og þá minnist ég þess, sem Þórarinn Björns- son skólameistari sagði: „Ef eitthvað reynist vel á ekki að breyta því breyt- inganna vegna.” Hér búa menn við frelsi í trúarefnum og geta stofnað eða gengið í trúfélög að eigin ósk, svo framarlega sem ekki er brotið móti góðu siðferði og allsherjarreglu, eins og tekið er fram í lögunum. En enginn á- vinningur er að skipta okkur upp í mörg trúfélög. Ég komst að raun um það í Ameríku. Ef ætti að aðskilja ríki og kirkju þá yrði kirkjan að sjálfsögðu að fá aftur jarðeignir sínar. ” — Er prestsstarfið erfitt? „Erfiðast er þegar svo mikið hleðst upp af verkefnum að maður sér tæpast fram úr þeim. Skírnir, hjónavígslur, jarðarfarir og fermingar, allt tekur þetta sinn tíma auk annars sem er í verkahring prestsins að fást við. Einn þátturinn við aukaverkin svokölluðu er að þiggja heimboð til fólksins á eftir. Sárt er þegar timinn leyfir ekki slíkt. í því sambandi má minna á fermingar- veizlur. Það er eðlilegt að heimilin geri sér dagamun og kalli á vini sína þegar um slíka hátíð er að ræða. Við hjónin förum þá e.t.v. í 10—12 heimboð á dag. Ég þekki presta. sem setja sér það * mark að fara í öll húsin þar sem fermt er. Þá verður mjög að afmarka tímann! Veigamikill þáttur í starfi prestsins er sálusorgun.<eins og það t.d. að tilkynna fjölskyldum lát nákomins ástvinar og annast jarðarfarir. Slík þjónusta er mikið verk og vandasamt. Huggunar- ríkt er að finna hve fólk er oft á tíðum duglegt að mæta aðkomu dauðans. Þá brýzt trúin fram. Reynslan er sú að fólk getur borið mikið þegar á reynir. Að tala á milli hjóna reynir líka mikið á. Stundum er þegar augljóst að ekki er von til þess að hjónin sættist og þá er ekki mikið hægt að gera. Ef presturinn finnur að möguleiki er á því að hjónin búi áfram saman. þá er mikið verk fyrir höndum hjá prestinum. ” „Kristur var mesti kvenróttindamaður sögunnar" — Á kirkjan á Íslandi að láta þjóð- félagsmál til sín taka í meira mæli en við þekkjum eða láta sér nægja „boðun orðsins”? Ég vísa til þess að kirkjunnar leiðtogar í Suður-Ameríku taka fullan þátt í þjóðfélagsbaráttu gegn ofbeldisstjórnum herforingja. í Póllandi styður kirkjan umbótahreyf- ingar verkamanna og lýðræðisþróun- ina. „Kirkjunnar menn gefa sig óhjá- kvæmilega að þjóðmálum og stjórn- málum. Þar verða þeir að hlýða rödd samvizkunnar sem í öðru. Enda skulum við skoða feril Meistarans: Hann reyndi ætíð að rétta hlut manns- ins gagnvart ómannúðlegum laga- boðum. Kristur reis öndverður gegn banni við lækningum á sabbatsdögum. Við megum orða það svo að Kristur hafi verið mesti „kvenréttindamaður” sögunnar og jafnréttis. Það kemur skýrt fram í frásögn Nýja testamentis- ins. Rödd kirkjunnar þarf að heyrast og vera stefnumarkandi. Til dæmis létu kirkjunnar menn frá sér heyra þegar frumvarp um fóstureyðingar var á dag- skrá í alþingi og mælt var móti þvi að svokallaðar félagslegar ástæður rétt- lættu fóstureyðingu. Skiljanlegt er að örvænting grípi um sig þegar verðandi móðir telur sig ekki geta fætt barn sitt. En augu hennar opnast og annarra, sem að barninu standa, þegar það er fætt í heiminn. Þetta hefi ég svo oft fundið við skirnina. Þá geta menn ekki hugsað þá hugsun að hafa ætlað að fyrirfara lífi sem var til orðið. Mér dettur helzt í hug það sem einu sinni gerðist þegar menn báru börn sín út. Á þvi og fóstureyðingum af félagslegum ástæðum er stigsmunur, — ekki eðlis- munur. Nú er frumvarp í þinginu til að afturkalla þessar ástæður. Og ætti það frumvarp að ná fram að ganga. Sam- félagið á að bregðast öðruvísi við vandamáli þessu en núverandi lög gera.” „Páfi fagnaði okkur sem vinum" — Ég veit að þið hjónin hafið einu sinni átt þess kost að ganga á fund páfa 1 Vatikaninu. Mig langar til að þú segir dálítið frá því í lokin. „Við fórúm til Ítalíu árið 1972. Eitt af þvi sem við höfðum hug á í Róm var að hlusta á páfann á vikulegum fundi, sem hann er vanur að halda fyrir fólk hvaðanæva úr heiminum. Þann fund sækja að jafnaði átta þúsund manns 1 einu. Þá var páfinn Páll 6. Til þess að sækja þann fund urðum við að leggja inn skriflega beiðni til Vatikansins. Tveimur dögum síðar kom sendimaður páfagarðs með svarið. Þess var óskað að við kæmum á einkafund til páfa. Við vorum full eftirvæntingar enda óviss hvernig við ættum að koma fram fyrir hans hágöfgi. Það reyndust óþarfa áhyggjur. Páfinn gekk á móti okkur 1 móttökusalnum með útbreidd- an faðminn og fagnaði okkur sem vin- um. Við ræddum við hann um stund um gildi bæna og fyrirbæna. Þeirri samverustund lauk svo með því að við báðum öll saman Faðir vor. Páfi færði okkur minjagripi tíl endurminningar. Hann var í allri framkomu sinni manna auðmjúkastur og hiýr. Lítillátari mann hefi ég vart fyrirhitt á ævinni. Við búum enn að þessum kynnum.” - ARH „Leitið fyrst guðsrikis og þess réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki.” Þessa setningu úr Fjallræðunni skrifaði séra Pétur fremst i bibllu sem honum var gefin við upphaf náms f guðfræðideildinni á sinum tima. Bibiian sú hefur sfðan fylgt séra Pétri og liggur á borðinu bjá honum á myndinni. „Páll páfi sjötti var auðmjúkasti og lítiilátasti maður sem ég hef kynnzt nm dagana.” „Ekki gera spíritisma að trúarbrögðum" — Mér leikur forvitni á að heyra viðhorf þitt til kvenpresta. Og í leið- inni: Er Guð karl eða kona? „Guð er andi. Við verðum að halda okkur við það. Um kvenpresta er það að segja að nýir tímar kalla á nýjar ákvarðanir, eins og hefur átt sér stað 1 kirkjunni allt frá tímum postulanna. Ég er hlynntur því að konur gegni prestsembættí, ef þær vilja. Ég var fylgjandi því á sínum tíma þegar séra Auður Eir var vígð. ” — Hvað með spíritisma, hver eru viðhorfþíntílhans? „Maðurinn er gæddur duirænum hæfileikum, eins og það er kailað, — á því er ekki minnsti vafi. Auðvitað á að rannsaka þessa eiginleika, eins og hvað annað. En við megum aldrei gera þenn- an isma að trúarbrögðum. Spíritismi getur ekki komið í staðinn fyrir kristín- dóm. Ég vil ekki rengja það fólk sem segist komast í samband við framliðna. Mannssálin er svo margslungin að við höfum ekki komizt þar til botns. Við þekkjum berdreymið og að menn geri boð á undan sér. Biblían lýsir draum- um og vitrunum og tekur mark á þeim. Fólk á ekki að gjalda þess ef koma fram i sál þess einhver séreinkenni. En ég undirstrika; þessa hluti á að rann- sakameð varfærni. ” — Mig langar að víkja málinu að biskupsembættinu. Þú ert talinn einn þeirra sem helzt koma til greina sem eftirmaður herra Sigurbjörns Einars- sonar. Hver eru viðhorf þín til embætt- isins? „Eflaust erfitt embætti á stundum" „Biskup er fyrst og fremst þjónn Guðs og boðberi fagnaðarerindisins eins og við prestamir. En starf hans nær til þjóðarheildarinnar. Hann er andlegur leiðtogi kirkjunnar og ráð- gjafi, tílsjónarmaður presta og safn- aða. Embættið er eflaust mjög erfitt á stundum. Þekki ég það reyndar sem sonur fyrrum biskups og samstarfs- maður annarra biskupa. Umsjón emb- ættísins hefur aukizt til muna hin síðari ár. Nýjar greinar hafa bætzt við á meiði kirkjunnar: Barna- og æskulýðs- starf, hjáiparstofnun kirkjunnar, söng- máiastarfið, sjómannastarfið. Biskup hefur veigamiklu hlutverki að gegna f samstarfi við kirkjudeildir erlendis, sér- staklega á Norðurlöndum. Því hefi ég kynnzt á alþjóðaþingum og kynnisferð- um. Hér hefur biskup dugandi starfs- liði á að skipa og það er honum mikii hjáip.” Sigurbirni Einarssyni vegna verðleika hans. Það verður engum manni létt verk að taka við embætti af honum. Ef starfssystkini mín og leikmenn í kirkj- unni hafa hug á að velja mig næsta biskup þá mun ég með Guðs hjálp gera mitt bezta eins og hingað tO.” — Því var haldið fram opinberlega af presti sl. vetur að fjölmiðlar ættu sem minnst að skipta sér af biskups- kjöri. Með umfjöllunum um það væri verið að sviðsetja kosningabaráttu á borð við það sem við þekkjum úr póli- tikinni. Hvaða álit hefur þú á þessu? „Fjölmiðlar í núverandi mynd eru tiltöiulega nýtt fyrirbæri. Þeir eru stórt atriði í daglegu lifi fólksins og þjóðar- innar. Ekki er því undarlegt þó biskupskjör beri á góma þar. Áhugi fólksins á biskupskjöri sýnir að biskup- inn er í vaxandi mæli maður þess eins og prestanna. Þaðervel aðsvo sé.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.