Dagblaðið - 09.07.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 09.07.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. JULÍ1981. DB á ne ytendamarkaði Sumarréttir úr tómötum og gúrkum Níi er sá tlmi árs sem tómatar of agúrkur eru hvaö ódýrast. Því er til- valið aö nota þetta góða grænmeti eins mikiö og mögulegt er. Uppskrift dagsins, reyndar eru þær tvær, eru einmitt af réttum úr tómötum og agúrkum. Tómatar hafa meira að segja lækkað um nærri helming í verði nú nýlega. Uppskriftirnar eru úr bókinni Grænmeti er góðmeti sem Sðlufélag garðyrkjumanna gaf út fyrir nokkr- um árum. Agúrkubátar mað laxaaalatl: 1 stór agúrka. KRYDDLÖGUR: 4 msk. edlk 3 msk. salatolia salt plpar sykur LAXASALAT: 75 gr reyktur lax eða síld 50 gr rækjur 1 harðsoðið egg u.þ.b. 1 tsk. rifin plparrót SKRAUT: steinselja Kljúfið agúrkuna eftir endilöngu og skafið kjarnann úr með teskeið. Skerið gúrkuna f 4—5 sentimetra ianga bita. KRYDDLÖGUR: Hrærið eða hristið saman edik, sal- atoliu, salt, pipar og sykur. Látið agúrkubitana liggja i kryddleginum 1 u.þ.b. 15 mfnútur. Snúið bitunum öðru hverju og takiö þá siðan upp úr leginum. Látið vökvann renna af og raðiö þeim á fat. LAXASALAT: Skeriö lax og egg i litla teninga og leggið i skál ásamt rækjum. Dreifið piparrótinni yfír og hellið kryddleginum saman við. Látið salat- ið liggja um stund i kryddleginum. Setjiö salatið síðan f agúrkubátana þar sem kjarninn var. Skreytið með steinseljugreinum. Berið réttinn fram, t.d. sem forrétt eða á kalt borð með snittubrauði. Tómatar fylltlr með túnflskealati: 8—10 stórir, þroskaðir tómatar Uppskrift dagsins TÚNFISKSALAT: 200 gr agúrka 1 dós (165 g) túnfiskur 2 msk. kapers 150—200 gr oliusósa (mayonnalse) 1 tsk. sinnepsduft 1 tsk. franslct slnnep 2—3 msk. smásaxað dill - , salt pipar sitrónusafi SKRAUT: dUl Skerið sneið ofan af tómötunum þar sem stilkurinn hefur setið. Holið þá með teskeið og látið vökvann renna af þeim. Afhýðið agúrkuna, skerið hana eftir endilöngu og skafið kjarnann úr. Skerið hana i litla ten- inga. Hetlið vökvanum af túnfiskin- um og skerið hann í bita. Hrærið út í olfusósuna: sinnepi, söxuðu dilli, salti, pipar og sftrónusafa. Blandið ennfremur saman við agúrkutening- unum, túnfiskinum og kapers. Setjið salatið i tómatana. Leggið dill- grein ofan á hvern tómat til skrauts. í staðinn fyrir túnfisksalat má nota ýmis önnur salöt, t.d. rækjusal- at, krækiingasalat, humarsalat, ávaxta- eða grænmetissalat, fisk-, kjöt- eða kjúklingasalat. -DS. Risa- vaxin agúrka Gísli Sjgurbjörnsson í Ási í Hvera- gerði heimsótti okkur um daginn með þessa risavöxnu agúrku. Gúrkan hafði gleymzt þegar siðast var tínt, orðið eftir og vaxið svona hressilega. Hún vó 1 kiló og 900 grömm og hefði samkvæmt þvi átt að kosta 78 krónur og 85 aura hefði hún verið seld á algengu gúrkuverði. Það mun ekki vera óalgengt i Ási að grænmeti nái þar miklum vexti þó þetta sé eins- dæmi. En dæmi eru til um 400 gramma tómat. Grænmetið fer allt til neyzlu á borðum fólks sem dvelst að Ási og á sjúkrahús verði afgangur. Gúrkan stóra bragðaðist ljúflega hér á ritstjórninni. Hýði hennar vai örlítiö trénað en að öðru leyti var hún ótrénuð. Einn starfsmanna ritstjórn- ar orðaði það svo að hún væri ,,út- lenzk” á bragðið þvi hún var fremur bragðdauf. -DS. Upplýsingaseðill; til samanburðar á heimiliskostnaði! Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega scndið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- | andi í uppiýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar j fjölskvldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki cigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. 11 Nafn áskrifanda Heimili Gúrkan stóra var meðalmanni nóg sem heil máltið. Kristján Már fær sér hér vænan bita. Á Inn- felldu myndinnl sést að gúrkan ekkert trénuð eða hol að inn- an elns og við bjuggumst þó hálf- partinn við. DB-myndir Elnar Ólason. ;i Sími 'I ---- i Fjöldi heimilisfólks----- .•jKostnaður í júnímánuði 1981 i Matur og hreinlætisvörur kr. i Annað kr. ! Alls kr. i VIKW „Asíur” úr agúrkum I Margir hafa komið að máli við | okkur um að birta einu sinni enn I uppskrift er við höfum verið með að sultuöum asfum. Það eru agúrkur sultaðar á einfaldan hátt. — Birtum l við því uppskriftina eina ferðina 1 enn: I 15 agúrkur | 1 litri edlk 1/2 Iftri vatn , k 5 stk. laukar (meðalstórir) u/ 1 pakki asiukrydd, má vera melra 750 gr sykur 1 hnefi gróft salt Gúrkurnar eru flysjaðar, klofnai og kjarnarnir teknir úr. Grófa saltini stráð yfir og gúrkubitarnir látnii liggja yfir nótt. Þá er lögurinn útbú- inn. Takið gúrkubitana upp úr salt- ieginum og látið þá út í löginn og einnig laukinn, flysjaðan og skorinn i sneiðar. Þetta er látið vera á köldum stað í sjö sólarhringa og hrært í einu sinni á dag með trésleif. Þá er allt hit- að vel upp að suðu, en má ekki sjóða og síðan látið á tandurhrein glös. Ef vill má láta rotvarnarefni út í, eina msk. í litra af vökvanum. KUóið af agúrkum kostar núna um 24 kr. I. flokkur og um 16 kr. II. flokkur. Ekkert mælir á móti því aö nota II. flokk i sýrðar asiur. Bragðið er nákvæmlega það sama. _________

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.