Dagblaðið - 09.07.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 09.07.1981, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981. Veðrið Spáð er heegri norðlesgri átt um alit land næsta sóiarhring. Þurrt varður á veatanverðu landlnu, slðdeglsskúrir á Suðuriandl, kah og skýjað á Aust- fjtirðum og súld og kuldi fyrir norðan. Klukkan sex f morgun var hsegviðri, skýjað og 8 sttga hltl í Reykjavfc, austan 2, skýjað og 8 stiga hiti á Gufuskálum, norðaustan 2, skýjað og 7 stiga hhi á Gaitarvlta, norðvestan 3, rignlng og 5 stiga hiti á Akureyri, norðvestan 3, súld og 3 stiga hiti á Raufarhtifn, norflaustan 2, skýjafl og 5 stiga hhi á Dalatanga og norðan 3, láttskýjafl og 7 stiga hlti á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. I Þórshtifn í Fssreyjum var skýjafl og 9 stiga hlti, helðrSct og 19 f Kaup- mannahtifn, skýjafl og 16 í Osló, haið- rfct og 20 f Stokkhólmi, láttskýjafl og 18 í London, helðrfkt og 18 í Hamborg, láttskýjafl og 19 í Parfs, láttskýjafl og 20 f Madrid og helðrikt og 28 stiga hiti f New York. J Andlát Jóhanna D. Gisladótlir frá Þingeyri, sem lézt í Landspitalanum 3. júli sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. júlí kl. 10.30. Jón Ingi Kristjánsson, sem lézt þann 28. júní sl. var fæddur 19. desember 1936 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Aðalheiður Björnsdóttir og Kristinn Lýðsson iðnverkamaöur. Jón hóf ungur störf i matvöruverzlun sem föðurbræður hans áttu. þar vann hann til ársins 1957 er hann giftist Ástu Eyþórsdóttur, eftirlifandi konu sinni og fluttu þau f Hafnarfjörð. Þar hóf Jón störf sem matsveinn á skipum fyrst hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar en síðan hjá útgerð Einars Þorgilssonar og Co. Gegndi hann þeim störfum þar til hann missti heilsuna á seinasta ári. Þau Jón og Ásta eignuðust tvö börn. Útför Jóns fer fram í dag frá Hafnar- fjarðarkirkju. Eufemía Ólafsdóttir lézt 5. júlí. Sigrún Magnúsdóttir leikkona, Sólgötu 1 ísafirði lézt 7. júlí. Sigurður Helgi Sigurðsson Sólvangi við Fífuhvammsveg, Kópavogi, lézt 6. júlí. Sólveig Sigurðardóttir frá Keflavík, Neshaga 7 Reykjavík, verður jarðsung- in frá Keflavíkurkirkju laugardaginn ll.júli kl. 10.30. Ingibjörg Margrét Sigurðardóttir Skip- holti 10, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju á morgun, föstudag, kl. 15.00. Hinrik Nikulás Haraldsson Stigahlíð 6, verður jarðsunginn frá Hofskirkju í öræfum á laugardaginn kl. 17.00. Valdimar Þórðarson kaupmaður, Freyjugötu 4, hefur verið jarðsettur í kyrrþey. Elin Gunnarsdóttir Hjallavegi 26, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, föstudag, kl. 13.30. Jóhanna Daðey Gísladóttir frá Þing- eyri, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju á morgun, föstudag, kl. 10.30. Samkotntir J Hjálprœðisherinn General Arnold Brown talar I Neskirkju fimmtu- dags- og föstudagskvöld kl. 20.30. Kommandör Solhaug og frú og Brigader óskar Jónsson ásamt fleiri foringjum og hermönnum taka þátt i samkom- unni. Mikill söngur og hljóöfærasláttur. Allir vel- komnir. Sumarferð Frikirkjusafnaðar- ins (Reykjavik verður farin nk. sunnudag 12. júll. Lagt verður af staö frá Frikirkjunni kl. 9. Ekið veröur að Skálholti, aö Gullfossi og Geysi, um Laugarvatn og Þingvelli. Hádegisveröur verður snæddur að Skálholti. Upplýsingar fást hjá Ragnari í s. 27020 eða 82933 og hjá safnaðarpresti 1 sima 29105. Farseðlar verða seldir 1 Verzluninni Brynjö Laugavegi 29. Iþróttir fsiandsmótið (knattspyrnu 1981 Fimmtudagur 9. júli FELLAVÖLLUR Leiknir—Víkingur, 3. n. A, kl. 20. STJÖRNUVÖLLUR Stjarnan—Fram, 3. fl. A, kl. 20. ÞRÖTTARVÖLLUR Þróttur—Valur, 3. fl. A, kl. 20. GRÓTTUVÖLLUR Grótta—Týr, 3. n. B, kl. 20. KAPLAKRIKAVÖLLUR Haukar—FH, 3. n. B, kl. 20. VALLARGERÐISVÖLLUR Haukar—FH, 3. n. B, kl. 20. BORGARNESVÖLLUR Skallagr.—Reynir H., 3. n. C, kl. 20. ÓLAFSVÍKURVÖLLUR Vikingur Ó.—Ármann, 3. 0. C, kl. 20. VARMÁRVÖLLUR Afturelding—Hverageröi, 3. fl. C, kl. 20. Reykjavikurmótið (knattspyrnu 1981 Fimmtudagur 9. júli MELAVÖLLUR Þróttur—Léttir, 1. fl. A, kl. 20. AA samtökin 1 dag, fimmludag, veröa fundir á vegum AA-sam- takanna sem hér segir: Tjamargata 5 (s. 91-12010), ,græna húsið, kl. 14 og 21 (ungt fólk), Tjarnargata 3 (s. 91-16373) rauða húsið kl. 21, Laugarneskirkja safnaðarheimili kl. 21 og Kópavogskirkja kl. 21. Akureyri, (96-22373) Geislagata 39........21.00 Blönduós, Kvennaskóli.....................21.00 Dalvík, Hafnarbraut 4.....................21.00 Keflavík, (92-1800) Klapparstíg 7.........21.00 Patreksfjörður, Ráðhúsinu viö Aðalstræti . .. 21.00 Sauðárkrókur, Aðalgata 3..................21.00 Seyðisfjörður, Safnaðarheimili..................21.00 Staðarfell Dalasýsla, (93-4290) Staðarfell .... 19.00 Vestmannaeyjar, (98-1140) Heimagata 24 ... . 20.30 Vopnafjörður, Hafnarbyggö4................21.00 Á morgun, föstudag, verða fundir í hádeginu sem hér segir: Tjarnargata 5, kl. 12 og 14. Tónleikar Dönsk unglingahljómsveit leikur (Norrœna húsinu Fimmtudaginn 9. júlí kl. 18.00 verða haldnir tón- leikar í Norræna húsinu. Þar kemur fram dönsk hljómsveit frá Holstebro, „Holstebro Marimba Orkester”. í hljómsveitinni eru 16 unglingar sem leika á hin ýmsu ásláttarhljóðfæri. Á efnisskrá hljómsveitarinnar er aðallega tónlist af léttara tag- inu. Hljómsveitin hefur feröazt víða um lönd og vakið mikla hrifningu fyrir leik sinn. Á föstudag mun hljómsveitin leika á ElliheimUinu Grund, og á sunnudag í Bióhöllinni á Akranesi kl. 14. Ef veður leyfir mun hljómsveitin leika á torginu á Akranesi. Á mánudag hefur hljómsveitinni verið boðiö til Hveragerðis og þar mun hún leika í kirkj- unni fyrir dvalarfólk Elliheimilisins Áss. Það er ElIiheimUið Grund sem býður hljómsveitinni í þessa ferð. STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, AmagarOI vlð Suðurgötu: Handritasýning opin þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga frá kl. 14—16 fram til 15. september. Tiikyimsngar DAUÐA- GEISLIiMSM 9 GUNNAR MESSEL Dauöageialinn — 6. bókin (bókaf lokknum SOS Bók nr. 6 í bókaflokkum SOS (Special Operations * ENDURTEKIÐ - EN G0TT „Viltu lækka 1 þessum mönnum,” sagði konan i gærkvöldi, þegar undirritaður gerði skyldu sína og hlustaði á kórsöng á sumarvöku út- varpsins. Farið var að tilmælunum um leið og ég benti konunni á að út- litið væri alls ekki svo slæmt. Ég hefði klkt í prentaða dagskrá út- varpsins og kvöldið værióvejiju gott, endaði meira að segja með endur- teknum þætti Þorgeirs Ástvaldssonar umBítlana. Bítlarnir og Þorgeir brugðust ekki vonum okkar. Nauðsynlegt er að endurflytja þessa þætti sem voru fyrst fluttir á afar óheppilegum tima, seint á laugardagskvöldum. Sá tími hentar alls ekki þeim sem bezt muna þessa ágætu tónlistarmenn. Þótt dregið væri niður i sumarvök- unni var óhætt að hækka á ný þegar lestur Brynjólfs Jóhannessonar leik- ara hófst á Manni og konu. Sagan er sigild og ekki síður stórgóður lestur Brynjólfs. Síðar um kvöldið var önnur saga, allt öðru visi en einnig athyglisverð. Nýbyrjað er að lesa Miðnæturhrað- lestina þar sem greint er frá fangelsis- vist ungs manns i Tyrklandi. Sagan náði metsölu og eftir henni var gerð fræg mynd sem sýnd var hérlendis fyrir stuttu. Ekki er allt geðslegt sem sagt er frá þar, hvort sem satt er eða logið. -JH. Sercie, sveit málaliða sein eru reiðubúnir til að berjast við djöfulinn sjálfan ef næg laun eru 1 boði) er komin út og heitir hún Dauðageislinn. . Agostinho Neto, leiðtogi Angóla, sendi hersveitir sínar inn 1 Zaire og kallaði þá flóttamennina frá Katanga. Allt var það með ráðum gert — með aðstoð frá Kúbu og Sovétríkjunum. Mobutu, forseti Zaire, leitaði til Vesturveldanna um aöstoð til að hrinda innrásinni en fékk þar þvert nei svo að hann leitaði til SOS og Strenger majór varð við liðsbón hans og skæruliöaforingjans Savimbis. Orvaksveitir SOS koma á vettvang og ráðast til atlögu við inn- rásarliöiö. Stacy og Strotzky standa i ströngu og það reynir mjög á herkænsku þeirra og dirfsku . . . Vorþing umdœmisstúku IOGT 6 Suðurlandi Vorþing umdæmisstúkunnar nr. 1 minnir á aö um öll nálæg lönd er ýmiskonar vímuefnaneyzla kvíð- vænlegast fyrirbæri félagslega og veldur áfengið hvarvetna mestu tjóni allra vimuefna. Hér vofa sömu hættur yfir íslendingum sem öðrum nálægum þjóðum. Félagslega skiptir þvi höfuðmáli hvernig þeim voða er mætt og hvað gert er til varnar. Vorþingið leggur áherzlu á eftirtalin atriði. 1. Að vekja börn og unglinga til sjálfstæðrar hugs-1 unar og yfirvegunar um vímuefni og vimuefna- neyzlu og veita þeim í þvi sambandi nauðsynlega fræöslu. 2. Að efla félagslíf allra aldursflokka þar sem fólk svalar félagsþörf sinni án áfengis og annarra vimuefna. 3. Þar sem andlegt jafnvægi og innri friður er mik- ilsverð vörn gegn því að sótt sé eftir vimuefnum en félagsleg fullnæging og trú á lífiö og gildi sjálfs sín er mikilsverð forsenda þcss að menn séu sáttir við lifið verður naumast ofmetiö gildi þess sem er félagslega vekjandi og færir mönn- um áhugaefni. Þvi er mannbótafélagsskapur sem að því vinnur þjóðarnauðsyn. 4. Hamingja þjóðarinnar á komandi árum er mjög háð því að nógu margir skilji þann voöa sem vofir yfir og snúist gegn honum af fullum heil- indum. 5. Þar sem bindindishreyfingin helgar sig þeim verkefnum sem hér er bent á væntir vorþingiö þess að hún njóti vaxandi fylgis og stuðnings af opinberri hálfu á komandi árum langt umfram þaö sem nú er. Aðalfundur Sölu- stofnunar lagmetis Aðalfundur Sölustofnunar lagmetis var haldinn miðvikudaginn 27. mai sl. að Hótel Loftleiðum. Fund þennan sitja fulltrúar allra framlciðenda innan vébanda Sölustofnunarinnar auk fulltrúa stjórnvalda og samtaka iðnaðarins i Iandinu. Fráfarandi stjórnarformaður, Siguröur Björns- son, flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 1980. Fram kom, að starfsemi SL árið 1980 var 1 meginatriðum á hefðbundinn hátt, unnið var að sölu og markaðsstarfsemi, þjónustu ýmiskonar fyrir iðnaðinn svo og þróunarstörfum. Nokkur verðmætaaukning varð i útflutningi SL á árinu, en hann nam alls tæplega 3.6 milljörðum gkr., sem svarar til andvirðis 8 millj. dollara á meöalgengi ársins. Árið áður var útfiutningur 2.2 millj. króna. Eins og áður áttu ellefu lagmetisiðjur hlut að út- fiutningi ársins, þó mjög mismikinn, þar sem fjórar verksmiðjur framleiddu meginuppistöðu alls útflutnings á vegum SL, eða 93.2%. Þessar fjórar lagmetisiðjur eru K. Jónsson & Co. h.f., Akureyri, Norðurstjarnan hf., Hafnarfirði, Lagmetisiðjan Siglósíld, Siglufirði og Fiskiðjan Arctichf., Akranesi. Nokkrar nýjar vörutegundir komu fram á árinu, ber þar helzt aö geta framleiöslu Norðurstjöm- unnar hf. á síld í fjórum sósutegundum og til- raunaframleiðslu á hinum þekkta saltfiskrétti Bacalao a la Vizcaina. Heimir Hannesson framkvæmdastjóri gerði grein fyrir reikningum SL og Þróunarsjóðs lagmetis- iðnaöarins. Hagnaður á rekstri SL varð á árinu 2.2 mUljónir gkr. og er það í fyrsta sinn í sögu stofnunarinnar, að hagnaður verður af rekstri hennar án nokkurra styrkja eða framlags frá opinberum aðilum. Um ÞL er það aö segja, að eiginfjárstaðas sjóðsins er góð og hefur fariö batnandi á undanförnum tveim árum. Lögmaður stofnunarinnar, Ragnar Aðalsteinsson hrl., kynnti nýja löggjöf um SL og ÞL, sem Alþingi samþykkti nýlega. Samkvæmt henni taka framleiðendur nú stjóm stofnunarinnar að fullu í sinar hendur en ÞL verður algerlega aðskilinn frá Sölustofnun. Söluhorfur á árinu 1981 eru góðar og hefur salan á fyrstu 4 mánuöum ársins aukizt um 113% miöaö við sama tíma árið áður. Stjórnarkjör fór fram samkvæmt nýju lögunum og voru eftirtaldir menn kjörnir í stjórn til eins árs: Sigurður Bjömsson, Kristinn Ó. Guö- mundsson, Kristján Jónsson, Þorsteinn Jóns- son, Einar Sigurjónsson og varamenn: Pálmi Vilhjálmsson, Magnús Tryggvason, Michael Jónsson, Magnús Guðmundsson og Karl Bjarnason. Endurskoöendur voru kjömir þeir Tryggvi Jóns- son og Þórarinn Þ. Jónsson og til vara þeir Kristján Ármannsson og Sævar Jónsson. Skilríkjalaust veski fannst í miðbœ Reykjavfkur Nú nýlega fannst I simaklefa við símstöðina í Reykjavik seölaveski meö töluverðri upphæö af pen- ingum I. Engin skilríki vom í veskinu svo aö ekki er hlaupið að þvi að koma veskinu til skila en þaö vill hinn skilvísi finnandi endilega. Sá sem kannast við veskið eða veit hver hefur tapað því er beðinn að hafa samband viö DB i sima 27022. Útgáfufélagið Skálholt stofnað Með erfðaskrá, geröri 25. apríl 1972, arfleiddi Hannes Ástráðsson, Smiðjustíg 13, Reykjavík, Ðarnaspitalasjóð Hringsins að öllum eignum sinum, föstum og lausum. Hannes lézt hinn 23. okt. 1979. Raunverðmæti arfsins nemur ca. 50 millj. gkr. Kvenfélagið Hringurinn blessar minningu þessa ágæta manns, og sendir ættingjum hans kærar kveðjur. Frímerkin koma út 20. águsi í frétt i DB í gær um útkomu nýrra frímerkja sagði að merkin kæmu út 20. júlí. Þaö er ekki rétt, þau koma ekki fyrr en mánuði seinna, 20. ágúst og leiö- réttist það hér meö. Á kristniboðsárinu 1981 hefur verið stofnað útgáfu- félagð að tilhlutan kirkjuráðs til þess að gefa út blað, standa fyrir bókaútgáfu og annast sam- ræmingu og aðstoð við skylda útgáfustarfsemi. Fyrsta verkefni félagsins er að hefja útgáfu blaðs á hausti komanda og er i ráði að það berist almenningi hálfsmánaðarlega fyrst um sinn. Blaöið mun heita Viðförli og mun flytja almennt efni, skýra kristin sjónarmið i dagsins önn og verða vettvangur mál- efnalegra skoðanaskipta, auk þess að flytja fréttir af starfi kirkjunnar. Valdimar Jóhannsson forstjóri bókaforlagsins Iðunnar hefur sýnt þá velvild að afhenda biskupi fyrir hönd þjóðkirkjunnar firmanafnið Skálholt sem verða mun heiti hins nýja útgáfufélags. Utgáfufélagið Skálholt er sjálfseignarstofnun. Formaður stjórnar er Rósa Björk Þorbjamardóttir endurmenntunarstjóri en ritari er Ársæíl Ellertsson prentari. Framkvæmdanefnd skipuð þremur stjórnar- mönnum ber ábyrgð á daglegu starfi félagsins. For- maður hennar er Jón Sigurðsson skólastjóri 1 Bifröst og með honum þeir sr. Bernharður Guðmundsson fréttafuUtrúi og Páll Bragi Kristjónsson rekstrarhag- fræðingur. Aðrir 1 stjórn eru Gisli V. Einarsson framkvæmdastjóri, sr. Guðmundur Óskar Ólafsson formaður Prestafélags Islands, sr. Jónas Gíslason dósent og Maria Pétursdóttir formaður Kvenfélaga- sambands íslands. Sigurður Pálsson námsstjóri hefur verið ráöinn framkvæmdastjóri. Hannes Ástráðsson arfleiddi Barnaspftala Hringsins að öllum eigum sínum Frá stjórnarfundl útgáfufélagsins Skálholt. Talifl frá vinstri: Sr. Bemharflur Guflmundsson, Ársæll EU- ertsson, Maiia Pétursdóttir, Rósa BJörk Þorbjaraar- dóttir form. félagsins, Páll Bragi Kristjónsson, Glsli V. Elnarsson, sr. Guflmundur Óskar Ólafsson, Jón Sigurflsson form. framkvæmdanefndar, sr. Jónas Glslason og Sigurflur Pálsson framkvæmdastjóri félagsins. Mefl stjórnarmönnum er á myndinni, reyndar i ramma, Marteinn Lúter. Úr tapaðist (Kópavogi Sl. sunnudag tapaði 8 ára Kópavogsmær nýja úrinu sínu á túninu á milli Vogatungu og Hafnarfjarðar- vegar. Hún var þar að leik en vildi ekki vera með úrið á sér og lagði það í grasið en gleymdi þvi svo. Þetta er nýtt skólaúr með svartri ól og brúnni skifu. Ef einhver hefur fundið úrið eða veit eitthvað um af- drif þess er sá hinn sami beðinn að hafa samband viö. DB i sima 27022 sem fyrst. Halldór Beck fyrrv. flugstjóri er 60 ára í dag 9. júlí. Hann verður að heiman. Afmæli GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferðamanna- Nr. 126 — 7. júlf 1981. gjaldoyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandaríkjadollar 7,409 7,429 8,172 1 Steriingspund 14,170 14,208 15,629 1 Kanadadollar 6,165 6,182 6,800 1 Dönsk króna 0,9658 0,9684 1,0652 1 Norsk króna 1,2200 1,2233 1,345« 1 Sænsk króna 1,4327 1,4366 1,5802 1 Rnnsktmark 1,6406 1,6450 1,8095 1 Franskur franki U791 1,2825 1,4108 1 Belg. franki 0,1851 0,1856 0,2042 1 Svissn. franki 3,5492 3,5588 3,8147 1 Hollenzk florina 2,7279 2,7353 3,0088 1 V.-þýzktmark 3,0309 3,0391 3,3430 1 itöbkllra 0,00610 0,00611 0,00672 1 Austurr. Sch. 0,429« 0,4308 0,4739 1 Portug. Escudo 0,1161 0,1154 0,1269 1 Spánskurpesetí 0,0761 0,0763 0,0839 1 Japansktyen 0,03237 0,03246 0,03571 1 írsktDund 11,058 11,088 12,197 SDR (sórsttik dráttarréttindi) 8/1 8,4650 8,4777 ; _t' ; ‘ * Simsvari vegna gengisskróningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.