Dagblaðið - 10.07.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 10.07.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ1981. 5 ER KISTA ÓLAFAR RÍKU 4 SKARÐIFUNDIN? Skarð: Séð undir gólf Skarðskirkju. Efst á myndinni er altarið og neðst tveir menn að störfum við uppgröft. Sama ættin hef ur búið þar í nær átta aldir — Ólöf ríka kom af stað styrjöld milli Dana og Englendinga eftir víg manns hennar Á þvl fomfræga höfuðbóli Skarði á Skarðsströnd hefur sama ættin búið lengur en á nokkru öðru býli á landinu eða á niundu öld. Þar bjó fyrst Húnbogi Þorgils- son, sem talinn er hafa verið bróðir Ara fróða. Kristinn Jónsson, sem nú býr á Skarði, er26. ættliðurinn frá Húnboga. Einn þekktasti afkomandi Húnboga sem bjó á Skarði er án efa Ölöf rika, dóttir Lofts Guttormssonar á Skarði. Maður hennar var Björn hirðstjóri Þorleifsson. „EigiskalgrátaBjörnbónda . . .” Bjöm hirðstjóri var mikill höfðingi og sem hirðstjóri átti hann 1 útistöðum við enska verzlunarmenn og árið 1457 drápu enskir menn hann er hann var að sinna embættisskyldum 1 Rifi á SnæfeUsnesi, en tóku Þorleif son hans tU fanga. Sagt er að þeir hafi brytjað lík Björns 1 stykki og sent Ólöfu konu hans. Þegar hún spurði tíðind- in varð henni að orði sem frægt er: „Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði og hefna.” Lét Ólöf taka þrjú ensk skip á ísafiröi og drepa margt manna af þeim 1 hefndarskyni fyrir mann sinn. Einnig tók hún marga Englendinga til fanga og voru um skeið um 50 menn í haldi að Skarði og hafði hún jafnmarga menn til að gæta þeirra. Heitir þar Mannheimar er fangamir voru geymdir, en þeir voru látnir gera stétt mikla úr hellum fyrir framan Skarðskirkju. Ólöf rika fór síðan á fund Danakonungs og kærði vig bónda síns. Með þvl er talið að komið hafi tU 5 ára styrjaldar mUli Dana og Englendinga og er Ólöf því eini fslendingurinn sem hrundið hefur af stað styrjöld milli þjóða. Við Skarð er hin fræga Skarðsbók kennd. í Skarðskirkju voru ávallt merkir gripir og má þar nefna útskorna og málaða altaristöflu sm talið er að Ólöf hafi gefiö kirkjunni. Altaristafla þessi var send á heimssýninguna f París árið 1900. - JR Ef myndin prentast vel má greina gyllta þræði i piastöskjunni sem maóurinn heidur á. DB-myndir Kristján M. Unnarsson. EUnborg Bogadóttir Magnusen á Skarði ræðir við séra Ingiberg Hannesson um forn- leifafundinn. Fremst er Kristinn Jónsson, bóndi á Skarði. —gullþræðir úr f lík f undust er fornleifafræðingar byrjuðu að grafa undir kirkjunni Þeir hófu þegar að grafa undir kirkj- unni þar sem kistan fannst. Kistan var mjög fúin enda lfklegt að hún hafi legið i jörðu f nokkrar aldir. Fljótlega fundust gullþræðir sem taldir eru úr flík þess sem í kistunni hvilir. Rennir það stoðum undir þær getgátur manna að f kistunni séu líkamsleifar mannveru sem í lifanda lífi hefur verið vel efnum búin. Þorvaldur Brynjólfsson kirkju- smiður hefur fundið ýmislegt fleira merkilegt undir Skarðskirkju. Má þar nefna úthöggvinn stein, rétthyrndan. Fornleifafræðingarnir litu á hann og töldu að hér gæti verið um stein að ræða sem fluttur hefði verið til landsins fyrr á öldum og hefði jafnvel getað verið í steinkirkju. -KMU Skarðskirkja. Undir suðurvegg kirkjunnar, dökka veggnum, er holan sem grafin var og kistan fannst i. Maria Bjarnadóttir, dótturdóttir Krist- jáns Sveinssonar augnlæknis, dvelst nú f sumar á Skarði. Hún fyigist þarna með Guðmundi Óiafssyni safnverði að störfum þar sem kistan er. Þorvaldur Brynjólfsson kirkjusmiður, sem kom niður á kistuna þegar hann var að grafa fyrir styrktarstoð sem steypa átti undir suðurhlið Skarðskirkju. Er kista Ólafar rfku á Skarði fundin? Sú spuming brennur nú á vörum eftir að komið var niður á forna kistu undir altarinu í Skarðskirkju í Dölum á þriðjudagskvöld. Þorvaldur Brynjólfsson kirkju- smiður hefur unnið að endurbótum á kirkjunni að undanförnu. Hann var að grafa undir gólfi kirkjunnar fyrir steypumóti þegar hann kom niður á forna trékistu. Heimamönnum kom þegar í hug að hér væri komin kista Ólafar ríku sem átti að vera jarðsett undir altari Skarðs- kirkju. Þjóðminjasafni var gert viðvart og f gær fóru þrir menn frá safninu að Skarði til rannsókna á fundinum. Þeir eru Guðmundur Ólafsson safnvörður, Barði Valdimarsson fornleifa- fræðingur og Þorvaldur Friðriksson, nemi í fornleifafræði. Guðmundur Ólafsson safnvörður bendir á kistuna. Eins og sjá má á enn efUr að grafa töiuvert frá henni. Krístinn Jónsson bóndi Skaröi: „Ég er hjátrúarfullur og hræddur við þetta” — Ólöf gamla gæti gert vart við sig og hrætt ung börn á bænum ,,Ég er hjátrúarfullur og hræddur við þetta. Ólöf gamla gæti gert vart við sig og hrætt ung börn á bænum,” ■sagði Kristinn Jónsson bóndi á Skarði. „Ég vil helzt ekki láta hreyfa við þessu. Ég vona að ég ráði því. Það sem er einu sinni komið ofan i kirkjugarð á að vera þar. Déskotans fræðingarnir hafa ekkert leyfi til að hrófla við gömlu konunni. Gamlar sögur segja að Ólöf ríka liggi úndir altari Skarðskirkju. Lik- lega er eitthvað að marka þessar sögur því þegar verið var að grafa þarna, eftir að altarið var tekið burtu, var komið niður á gamla kistu úr tré. í kringum hana var hlaðið grjóti.” Kristinn sagði að þegar eftir fund- inn hefði Þjóðminjasafninu verið gert viðvart. Unnið er að endurbygg- ingu kirkjunnar að Skarði og hefur sú viðgerð staðið nokkurn tima. Stöku sinnum er messað i kirkjunni, auk ferminga og jarðarfara. Þess má geta til gamans að þegar Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, var á ferð um Dalasýslu fyrir skömmu heimsótti hún kirkjuna. Þar afhenti Pétur Þorsteinsson, sýslu- maður Dalamanna, forsetanum fyrsta eintak af ljósprentun Skarðs- bókar. Sr. Ingiberg Hannesson, sem þjónar Skarðskirkju, sýndi forsetan- um merka altaristöflu kirkjunnar, svo og predikunarstólinn, en hann er gamall með fagurlega máluðum myndum. -ELA/JH ..........— h Forntrékista fannst undir gólfi Skarðskirkju:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.