Dagblaðið - 10.07.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 10.07.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ1981. 10 fijálst, óháð dagblað Útgefandi: Dagblaðiö hf. s. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí rítstjómar. Jóhannes Reykdal. íþróttir: Haliur Simonarson. Monning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur P&lsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atii Rúnar Halldórsson, Atii Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, E!in Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Krístján Már Unnarsson, Sigurður Sverrísson. Ljósmyndir: BjamleHur Bjamleifsson, Einar Óiason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Svoinn Þormóðsson. Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkori: Þráinn Þorieifsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Hali- dórsson. Dreifingarstjórí: Valgerður H. Svoinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsia, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur: Þverholti 11. Aðaisimi blaðsins er 27022 (10 linur). Sotning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Askriftarverð á mánuði ITr. 80 J)0. Verö í lausasöiu kr. 6,00. Gengislækkun íágiíst? Gengislækkun gæti orðið á næst- unni, hugsanlega upp úr 1. ágúst. Rikis- stjórnin hefur fengið bréf frá iðnrek- endum með rökstuddum kröfum um stuðning við iðnaðinn. Meðal þess, sem iðnaðurinn biður um, er gengisfelling. Gengisfelling getur verið nauðsynleg leiðrétting. Þeir, sem gagnrýna ,,gengisfellingarpólitík”, ættu að beina spjótum sínum að undirrót gengisfellinga. Árum saman hefur sama sagan gerzt. Stjórnvöld hafa ekki haft hemil á verðbólgunni. Hún hefur verið margföld á við það, sem gerist í helztu viðskiptalöndum okkar. Við það vex kostnaður við framleiðsluna meira hér en hjá samkeppnisþjóðunum. Þar sem verðið á útflutn- ingsmörkuðunum breytist tiltölulega lítið í erlendri mynt, kallar þessi þróun á síendurteknar gengisfell- ingar til að rétta hlut útflutningsatvinnuveganna. Ríkisstjórnin gekkst um síðustu áramót fyrir „fest- ingu” gengis krónunnar. Sú ráðstöfun leysir í sjálfu sér engan vanda. Sé gengi haldið föstu, meðan verðbólgan hér er langt umfram verðbólgu í viðskiptaríkjunum, verður afleiðingin hallarekstur útflutningsframleiðsl- unnar og atvinnuleysi. Hjá þessu var að nokkru komizt vegna hækkunar Bandaríkjadollars. Krónan hefur lækkað mikið gagn- vart dollar það, sem af er árinu. „Bati viðskiptakjar- anna stafar að verulegu leyti af gengisbreytingum að undanförnu, einkum hækkun Bandaríkjadollars gagn- vart Evrópumyntum,” segir Þjóðhagsstofnun í yfirliti um framvindu efnahagsmála. En þessi hækkun dollars hefur ekki verið einhlít lausn á vanda útflutningsatvinnugreinanna. Iðnaður- inn fær ekki hið sama út og sjávarútvegur. Evrópu- gjaldmiðlarnir hafa lækkað gagnvart dollar. íslenzkur iðnaður geldur þess á útflutningsmörkuðum sínum. Hann geldur þess einnig í samkeppni hér heima. Þetta er sama saga og fyrr. Gengi krónunnar er jafn- an miðað við þarfir sjávarútvegs. Sjávarútvegur hefur notið góðs af hækkun dollars. Þegar verðbólga hér er vfir 40 prósent, er ekki við öðru að búast en að kröfur comi um gengislækkun. Gengið er þá í reynd fallið, aðeins eftir að breyta íinni opinberu skráningu þess. Iðnaðurinn nýtur auk þess ekki sömu starfsskilyrða og sjávarútvegur og landbúnaður. Sjálfur grundvöllur gengisins er skertur með tilfærslum til hinna síðar- nefndu. Mismununin í þessu efni kemur fram í mismunandi launaskatti, aðstöðugjaldi og skattfríðindum í útvegi. Til að vega upp á móti þessu var síðustu tvö ár lagt svo- nefnt aðlögunargjald á innfluttar iðnaðarvörur. Gjaldið féll niður um áramót. Iðnrekendur saka Tómas Árnason viðskiptaráðherra um að hafa klúðrað því máli, þannig að aðlögunargjald verði ekki lagt á að nýju. Undir það er rétt að taka. Starfsskilyrði iðnaðar- ins hafa enn ekki verið leiðrétt, þótt aðlögunargjaldið sé dottið upp fyrir. Grundvöllur gengisskráningarinnar er enn rangur og iðnaðinum i óhag. Verði aðlögunargjald ekki lagt á, má ekki dragast, að starfsskilyrði iðnaðarins verði leiðrétt. Grundvöllur gengisskráningarinnar gæti þá orðið réttur að því leyti. Auk þess hefur iðnaðurinn mikið til sins máls, þegar hann gerir kröfur um gengisfellingu á næstunni, svo að hann fái sömu kjör og sjávarútvegur. Eftir þingkosningamar í ísrael: Heittrúarmenn með lykilaðstöðu í ísra- elskum stjómmálum —Agudat-f lokknrinn setur einungis f ram trúarlegar kröfur en lætur sig utanríkismál og fjármál ákaf lega litlu varða Menachem Begin. „Hann hefur já- kvæða afstöðu til trúarinnar,” segir rabbi Porush. Átján rabbíar, sem verja mestum hluta tima síns við íhuguir helgra texta og fornra gyðinglegra rita, hafa öðlazt lykilstöðu i stjórnmálum ísra- elsríkis. Þessir rabbiar, sem þekktir eru sem lögmáls-vitringarnir, móta afstöðu hinna fjögurra þingmanna hins heit- trúaða Agudat-flokks sem kosnir voru á ísraelska þingið, Knesset, í þingkosningunum í síðustu viku. Rabbí Menachem Porush, einn fjögurra þingmanna flokksins, sagði i samtali við fréttamann Reuters- fréttastofunnar nú i vikunni: „Eng- inn getur myndað stjórn án okkar.” Sú fullyrðing hans verður tæpast dregin í efa þar sem ljóst virðist að stóru flokkarnir tveir, Likud-banda- lagið og Verkamannaflokkurinn, sem samtals hlutu 97 þingsæti af 120, geta ekki unnið saman. Til þess er ágrein- ingur þeirra of mikill eins og Shimon Peres, formaður Verkamannaflokks- ins, benti á í vikunni. Af því leiðir að smáflokkar, eins og Agudat-flokkur- inn, fá lykilaðstöðu i þinginu og geta sett sig á talsvert háan hest gagnvart stóru flokkunum sem eiga allt sitt undir stuðningi þeirra. Vitað er að Agudat-flokkurinn hefur sett fram mjög harðar en jafn- framt lítið veraldlegar kröfur fyrir stjórnarþátttöku sinni. Að því er rabbí Porush segir mun flokkurinn krefjast þess að þrenn ný lög fái brautargengi sem skilyrði fyrir stj órnarþátttökunni. „í fyrsta lagi viljum við að allir gyðingar leggi niður vinnu á sabbat- inum (hvíldardeginum) nema þeir vinni við varnir landsins eða við að bjarga lífi manna. Við viljum banna sölu á kjöti sem ekki er „kosher” (þ.e. ekki i samræmi við kröfur hins gyðinglega lögmáls um matarvenjur. Agudat-flokkurinn krefst þess til dæmis að sala á svínakjöti verði bönnuð). í þriðja lagi viljum við nýja skilgreiningu á þvi hverjir eru gyðing- ar, skilgreiningu sem útilokar þá sem teknir hafa verið inn í gyðingasamfé- lagið af rabbíum sem ekki eru rétttrú- aðir,” sagði rabbí Porush. Leiðtogar Agudat-flokksins með Begin forsætisráðherra. „Enginn getur myndað stjórn án okkar.” kenna það ekki og starfa innan tak- marka þess að hugmyndum okkar og markmiðum,” sagði hann. Rabbl Porush viðurkennir að flokki hans hefur orðið meira ágengt á sfðastliönum fjórum árum í stjórn Begins heldur en á næstu 29 árum þar á undan frá stofnun fsraels- ríkis. „Begin hefur jákvæða afstöðu til trúarinnar. Við hlökkum til nýs fjög- urra ára tímabils árangursriks sam- starfs við hann,” segir hann. Fyrri kröfur Agudat-flokksins tefldu rfkisstjórn Begins oft i hina mestu hættu. Krafa Agudat-flokks- ins um bann við fóstureyðingum af félagslegum ástæðum mætti harðri andstöðu og hafði næstum orðið stjórn Begins að falli. En Agudat- flokkurinn fékk sitt fram og aug- ljóst sýnist að fái flokkurinn aðild að næstu rikisstjórn Israels eins og allt bendir til þegar þetta er skrifað þá er vist að hinn heittrúaði Agudat-flokk- ur mun ekki láta neins ófreistað til að fá trúarlegum kröfum sínum fram- gengt. Ekki þarf að tjölyrða um það að þessar kröfur Agudat-flokksins eru ákaflega umdeildar. Ráð rabbianna er hulið leyndar- dómsmóðu. Lögmálsvitringarnir halda sig vel utan við sviðsljósið og láta hinum fjórum þingmönnum flokksins eftir að verja hagsmuni þeirra. Rabbí Porush segir að ráðið sé skipað hinum raunverulegu leið- togum gyðinga í hverri kynslóð. „Þeir eru hvorki kosnir né útnefnd- ir,” segir hann. „Mikilfengleiki þeirra er öllum augljós þannig að þeir öðlast sjálfkrafa sæti i ráðinu. Þeir bera af öðrum dauðlegum mönnum einsoggull afeiri.” Rabbíarnir átján eru allir leiðtogar Jeshivas (skólar í gyðinglegum fræðum). Þeir eru nánast dýrlingar i augum þeirra 150 þúsund heitttrúar gyðinga sem leitast í einu og öllu við að lifa lift sínu í samræmi við bókstaf Gamla testamentisins. Hinir fjórir þingmenn Agudat- flokksins hafa reynzt klókir stjórn- málamenn og eru engan veginn van- metnir af öðrum þingmönnum Knesset. „Kröfur þeirra kunna að virðast heimskulegar en þeir reyna að fá þeim framgengt eftir mjög skynsam- legum leiðum,” sagði einn þing- manna Knesset sem ekki vildi láta nafns sinsgetið. Hreyftng þeirra er áhugalitil um sionismann og lætur sig einnig utan- ríkis- og fjármál litlu varða. Agudat- flokkurinn hafnar þeirri skoðun Þjóðlega trúarflokksins að sionism- inn sé óaðskiljanlegur hluti gyðing- dómsins. „Við erum ekki þjóðernishreyfing. Við erum þjóð Tórah-hreyfingarinn- ar (Mósebókanna fimm),” segir rabbl Porush. Hann bætti því við að fyrir stofnun ísraelsrfkis árið 1949 hefði flokkur hans staðið gegn Síon- ista-hreyfingunni. , ,En þegar ríkið hafði verið stofnað og viðurkennt af þjóðum heimsins þá hefði verið fráleitt af okkur að viður- Josef Burg, leiðtogi Þjóðlega trúar- flokksins. Flokkur hans telur sfonism- ann óaðskiljanlegan hluta gyðing- dómsins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.