Dagblaðið - 10.07.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 10.07.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1981. „ . M,— , Ollum tilboðum ígerð sumarhúsa BSRB hafnað: VERÐUR HÆSTA „TIL- BOÐINU” TEKID? Viðræður haf nar við umboðsaðila danskra húseininga Viðræður standa nú yfir á milli BSRB og Hosby-húsa sf. á Akureyri um gerð 30 sumarhúsa fyrir banda- lagið. Alls bárust tilboð frá 21 fyrir- tæki í þetta verk, þar á meðal fiá Hosby-húsum sf. sem hefur umboð fyrir danskar húseiningar, en þeim var öllum hafnað. Athygli hefur því vakið að BSRB skuli nú taka upp við- ræður við umboðsaðila dönsku hús- eininganna, sérstaklega þar sem tilboð þeirra var allmiklu hærra en tilboð stærstu fslenzku fyrirtækj- anna. Þessi ákvörðun var tekin að vand- lega athuguðu máli, eftir að bygging- amefnd og sérfræðingar hennar höfðu fjaUað um hvernig sumarhús hentuðu okkur bezt, sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB í samtaU við Dagblaðið. Kristján sagði að BSRB hefði óskað eftir tilboðum í sumarhús af öllum stærðum og gerðum og það hefði verið þungt á metunum að dönsku húsin væru mjög vönduð og að hægt væri að nota þau jafnt að sumri sem vetri. Einangrun væri mjög góð í þessum húsum, t.a.m. þrefalt gler i öllum gluggum, en stærð húsanna væri 63,8 fermetrar. — Það er ómögulegt að bera þessi til- boð saman með tilliti til verðs, sagði Kristján er hann var spurður að því hvort upphaflegt tilboð Hosby-húsa hefði verið miklu hærra en tilboð is- lenzku keppinautanna. Sagði Kristján að þar spilaði inn i að húsin væru mjög ólík að stærð og gerð og t.a.m. væri einangrunin í dönsku húseiningunum mun betri en i þeim islenzku. Ekki hafði Kristján heldur upplýsingar á reiðum höndum um hvað hver fermetri kostaði i hinum ýmsuhúsum. Þau sumarhús sem BSRB ætlar nú að láta reisa verða á Eiðum á Austur- landi og í landi Stóru-Skóga í ná- grenni Munaðarness, en þá jörð keypti BSRB árið 1978. 15 hús verða á hvorum stað og verða húsin ( Stóru-Skógum tengd aðstöðunni í Munaðarnesi, en þar á BSRB fjöl- mörg sumarhús, m.a. 13 sumarhús frá Húsasmiðjunni og 45 norsk hús. að sögn Kristjáns mun byggingar- nefndin hafa haft reynsluna af þess- um húsum að leiðarljósi er hún fjall- aði um val á framtíðarhúsum fyrir bandalagið. -ESE. Engin kvörtun borízt vegna okkar húsa á bænum Núpi INNANHÚSSSJÓNVARP — eftireldsvoða jr r BSRB á nú fjölmörg sumarhús i Munaðarnesi, þar sem myndin er tekin, en á þeim sjást hús frá Húsasmiðjunni. Nú stendur til að reisa fjölda húsa bæði á Eiðum og i landi Stóru-Skóga i nágrenni Munaðarness. tslenzkir framleiðendur sumarhúsa una þvi illa að BSRB standi i samningum við erlendan framleiðanda og segjast bjóða mun ódýrari vöru. „Vinna flutt úr landi fyrír milljónir króna” —segir Heiðar Elimarsson hjá Þaki hf. , ,Það er ekki hægt að þegja yfir máli sem þessu því að þarna er verið að fiytja vinnu úr landi fyrir milljónir króna, algjörlega að ástæðulausu, sagði Heiðar Elimarsson hjá Þaki hf., en það fyrirtæki gerði tvö tilboð í gerð sumarhúsa fyrir BSRB og voru þau bæöi miklu lægri en tilboö umboðs- aðila dönsku húseininganna sem BSRB hefur nú hafið viðræður við. Heiðar sagði að munurinn á hærra tilboði Þaks hf. og tilboði Hosby-húsa Miklar sf. væri um 44%, íslenzka fyrirtækinu í vil. ,,Við gerðum tilboö í gerð 25 húsa, samtals 5.531.000 krónur, en tilboð Hosby-húsa er 7.986.000 krónur fyrir sambærileg hús. Þetta þýðir að dönsku húsin kosta um 100.000 krónum meira hvert en okkar hús og ég get fullyrt að við treystum okkur til að gera anzi mikið til viðbótar fyrir þessa upp- hæð,”sagði Heiðar. Heiðar tók það fram að 1 útboðs- gögnum hefði hvergi verið minnzt á að nota ætti sumarhúsin allt árið eða að þau ættu að vera sérstaklega ein- angruð. Það væri þvi léleg röksemd að hafna íslenzku húsunum á þeim for- sendum því að þau væru flest mjög vel einangruð og t.a.m. væru húsin frá Þaki hf. betur einangruð en mörg ein- býlishús. ,,Það virðist sem stefnan sé að flytja þessa vinnu úr landi og jafnvel velja eitthvað sem ekki hentar íslenzkum að- stæöum. BSRB er t.a.m. meö fjölda norskra húsa í Munaðarnesi sem hvorki halda vatni né vindum og hafa þau reynzt ákaflega illa svo að ekki sé meira sagt,” sagði Heiðar Elimarsson aðlokum. - ESE —segirSnorri Halldórssoní Húsasmiðjunni Ég vil ekki tjá mig um þetta mál strax, sagði Snorri Halldórsson í Húsa- smiðjunni hf. er DB hafði samband við hann vegna „sumarbústaðamálsins”, en Húsasmiðjan hf. var eitt þeirra fjöl- mörgu íslenzku fyrirtækja sem smíðað hafa sumarhús undanfarin ár og gerðu tilboð í verkið. Snorri sagði þó að þau sumarhús sem Húsasmiðjan hf. hefði boðizt til að reisa væru 45 Termetrar að stærð og væru þau miklu vandaöri en venjuleg sumarhús. Þetta væru sams konar hús ✓ ' Segi ekkert — segirfram- kvæmdastjóri Hosbyhúsasf. Ég vil ekkert láta hafa eftir mér um þetta mál að svo komnu, sagði Þorkell Pálsson, fram- kvæmdastjóri Hosby-húsa sf. á Akureyri, er DB hafði samband við hann vegna viðræðna Hosby- húsaog BSRB. Þorkell sagði málið á við- ræðustigi en það myndi væntan- lega skýrast næstu daga. Ekki vildi Þorkell heldur greina frá upphaflegu tilboði fyrirtækisins. -ESE A KLEPPSSPITALA Eldur kom upp á bænum Núpi undir EyjafjöUum um hádegisbiUÖ i fyrra- dag. Mikill eldur var í húsinu og uröu töluverðar skemmdir á innbúi. Lög- reglunni á HvolsvelU var tilkynnt um eldinn um kl. 13 og var hún komin á staðinn skömmu siðar. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en húsiö er óíbúðarhæft. TaUð er að kviknað hafi í út frá eldavél. -ELA. Innanhússsjónvarpskerfi spretta nú upp sem gorkúlur víðs vegar um bæinn og á þetta bæði við um fjölbýlishús og stofnanir. Nú siðast var sett innanhúss- sjónvarp á Kleppsspítala, sem væntan- lega mun koma vistmönnum og starfs- mönnum til góða í framtiðinni. Sigriður Pálsdóttir, formaður starfs- mannaráðs Kleppsspitalans, sagði í samtaU við Dagbiaðið aö spitaUnn heföi átt þetta kerfi lengi eða allt frá því um 1970 er spítalanum voru gefin þessi tæki. Sigriður sagði aö það væru fyrst og fremst sjúkUngarnir sem nytu góðs af þessu en kerfið hefði verið sett upp með fullu samþykki yfirstjórnar spitalans. og BSRB ætti f Munaðarnesi en þó með betri einangrun. Þau hús hafa reynzt mjög vel að sðgn Snorra og engin kvörtun borizt vegna þeirra, hvorki frá BSRB eða öðrum. -ESE. Áskriftarsími Eldhúsbókarinnar 24666 ELDHÚSBÓKIN lre>juií«lu 14 HAFNARSTRJETI Geríö langa buxnaferð stutta. Byrjið í Partner- búðinni. Póstsendum Radial-dekk á flostar U gundir hila. Mjög hagstætt u-rð. Eiguni fyrir- liggjandi hin vinsælu kanadisku radial-dekk á flcstar gerðir bila. Kostir: slitþol 50—100% meira en vcnjulcgra dekkja, betra grip’léttir bilana i stýri, eru ótrúlega mjúk. Ómar og Jón unnu Borgarfjarðar- „ralUð" á kanadiskum radial-dekkj- uin frá okkur og þökkuðu þeim meðal annars sigurinn. Krlendis eru yfir 90% bila á radial- dekkjum. Gúmmivinnustofa Skipholti 35. Sitni 31055. -ESE

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.