Dagblaðið - 10.07.1981, Qupperneq 11

Dagblaðið - 10.07.1981, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1981. ——“ 11 Ráðstef nur og ráðleysi Á seinni árum hefir alls konar ráðstefnuhald aukist stórlega viöa um lönd, einnig hér á landi. Er nú svo komið að ráðstefnuhald er snar þáttur í ferðamálum. Flugfélög, hótel og margir fleiri hafa gott af. Fólkið, sem ráðstefnurnar sækir, fær oft ágæta skemmtiferð út úr þessu öllu, að ógleymdu því sem að er keppt, meiri fróðleik, betri skilning á mönnum og málefnum auk ferðalaga viðs vegar. Kostnað af ráðstefnum greiða þátttakendur sjaldnast sjálfir, nema þá að hluta, enda eru þeir full- trúar fyrir það opinbera, stofnanir eða fyrirtæki. Hér á landi eru margar ráðstefnur haldnar fyrir erlenda menn og er reynt að fá þá til að koma til landsins á þeim tima, þegar minnst er um feröamenn og er það gott fyrir hótel, flugfélög og aðra. Árið 1980 var helgað börnum, ár barnsins. 1981 er ár fatlaðra og næsta ár hefir verið ákveðið — af Sam- einuðu þjóðunum — að verði ár aldraðra. Ráðstefna verður haldin í Vínarborg dagana 26. júlí — 6. ágúst 1982. Fyrstu ráðstefnur er verið að halda hér á landi um ár aldraðra 1982. öldrunarráö íslands skal stofnað. öldrunarfræðafélagið hélt nýlega norræna ráðstefnu um öldrunarmál, aðallega læknisfræðileg, og var hún fjölsótt, 150 manns komu frá Norðurlöndum og 100 íslendingar. Hvert sem litið er rfkir ráðleysi, í málefnum aldraðra, þrátt fyrir allar ráðstefnur. Ljósir blettir eru fáir. Sjómannasamtökin halda áfram af fullum krafti við Hrafnistu i Hafnar- firði, um 80 hjúkrunarpláss. B-álman er komin á stað og ber innilega að fagna því, hvenær hún kemst i gagnið veit vfst enginn i dag, en við segjum oft hálfnað er verk þá hafið er. Og svo eru þau f Kópavoginum einnig að koma upp sfnu Hjúkrunarheimili aldraöra fyrir 40. Ráðagerðir og teikningar eru vfða og undirbúningur og framkvæmdir hafnar en að mestu er hér um íbúðir fyrir aldrað fólk að ræða. Oft og mörgum sinnum hefi ég tekiö þátt í ráðstefnum, þingum og alls konar fundum um ellimálin — öldrunarmál. Einnig hefi ég átt sæti i nefndum og stjórnum og hlustað á ótal erindi, endalausar umræður, ræðuhöld, ályktanir og samþykktir gerðar. Allt er þetta gott svo langt sem það nær. Besta við þetta allt eru persónuleg kynni margra ágætra karla og kvenna, sem vinna að þessum málum af lffi og sál, hugsjónafólks sem reyndar er alltaf að verða sjaldgæfara. I stað koma sérfræðingar og svo stóri hópurinn sem vill allt yfirtaka og öllu ráða og hrópar hástöfum — nú get ég — formaður hélt hátíðaræðu — ég æda ekki að tala um fortíðina, það var gert á sínum tima, nú er það framtíð- in sem gildir. Ástæður eru fyrir þvi að ég hefi dregið nokkuð úr starfi minu og það fyrsta, sem ég gerði, var að hætta að mestu þátttöku f nefndum og ráöstefnum. Að sjálfsögðu höldum við okkar störfum áfram, ellihjálpin verður mörgum að liði þegar þar að kemur, en á Litlu Grund verða höfuðstöðvar hennar. £ „Kópavogsbúar hafa sýnt í verki hverju samtök fólks geta áorkað um málefni aldraðra.” þegar hinir hafa rutt brautina. Þannig hefir það reyndar alltaf verið, nú siðast fyrir nokkrum dögum. 30 ára afmælisfundur — hátíðafundur, Ég vona að árangur verði mikill og góður á væntanlegum ráöstefnum og þingum og þar verði samtök um framkvæmdir til úrlausnar. Gísli Sigurbjömsson Ráðstefnan f Vinarborg á næsta ári er og spor i rétta átt. Teikningin er til af öllu saman, fundargerðir, fundar- samþykktir og tillögur einnig. Peninga til framkvæmda vantar að mestu, en fyrst og fremst samvinnu. En allt þetta stendur til bóta. Kópa- vogsbúar hafa sýnt í verki hverju samtök fólks geta áorkað um málefni aldraðra. Gfsli Sigurbjörnsson forstjóri. — Margar sögur hafa verið sagðar af misheppnuðum kaupum á notuðum bílum. Einnig hafa margir orðið fyrir því að selja óprúttnum náungum bíla og lítið sem ekkert haft upp í sölu- verðið, nema gagnslausa vixla. Þótt að öllu sé farið með gát, valinn traustur bilasali og fundinn ráðsettur kaupandi getur ýmislegt farið úrskeiðis. Ég mun segja frá minni reynslu i bílasölumáli. Þessi saga er eingöngu sögð 1 þeim tilgangi að les- endur Dagblaðsins lendi ekki í sömu vandræðum og ég lenti 1 nú fyrir skömmu. Reynt aö selja bíl Um mitt árið 1979 ákvað ég aö selja bifreið mína Audi 100 LS árgerð 1975 sem ég hafði keypt nýja siðla sumars árið 1975. Bílinn setti ég fyrst til sölu á bilasölu Guðfínns, þar var verðið ákveðið 3,7 millj. gkr. Fljótlega var fundinn kaupandi og var bifreiðin þvf umskráð, en þessi kaupandi týndist aftur. Þar sem ég var búinn að kaupa nýjan bíl hjá Ford umboðinu spurðist ég fyrir um hjá þeim hvort þeir mundu vilja taka bilinn upp 1 kaupverð nýja bilsins. Það reyndist auðsótt en verðið, sem gamli bíllinn var metinn á, var kr. 3,5 millj. sem mér þótti heldur lítið. Bíllinn seldur hjá Heklu hf. Næst sneri ég mér til Heklu hf. og fékk þá til að taka að sér sölu á bíln- um. Verð var ákveðið af sölumanni 3,8 millj. gkr. Nokkuð margir dagar liðu án þess að kaupandi gæfi sig fram. Þá ákvað ég að lækka verðið á bílnum niður í 3,6 millj. gkr. Þar sem komið var nokkuð fram á sumar var farið að draga úr eftirspurn á notuðum bflum. Verðið, sem ég ákvað, var þvf aðeins lægra en bílar af þessari tegund og árgerð höfðu verið seldir á fyrr um sumarið. Loks rann upp sú stund að kaup- andi fannst að bílnum, var það ungfrú eða frú. Þegar ég sá konuna minnti hún mig á konu sem fyrir nokkuð mörgum árum hafði ekið aftan á bflinn minn að vetri til i mikilli hálku.Sú kona bað mig um að blanda ekki lögreglunni í málið en lofaði að koma til mín daginn eftir og greiða tjónið. Það gerði þessi kona reyndar ekki. Furðulegt er hvað manni getur stundum dottið f hug. Auðvitað hlaut þetta að vera einhver allt önnur kona sem ók aftan á bíl- inn minn. Þess vegna fór allt fram í mestu vinsemd, frúin ákvað hvernig greiða skyldi fyrir bílinn og ég sam- þykkti. Allir virtust ánægðir, sölu- maðurinn með uipboðslaunin, seljandinn yfir því að vera laus við bílinn og kaupandinn yfir því að hafa eignast góðanbil. Þá leið eitt ár Bfllinn var seldur 1 júli 1979. Fyrstu vikuna f október á sl. hausti hringdi sölumaðurinn hjá Heklu i mig og vildi fá mig til að upplýsa sig um hvaða árgerð billinn hefði verið Gætið að ykkur í bflasölumálum upp á ágætum lögfræðingi sem tók málið að sér. Þann 22. janúar var mér gert að mæta fyrir bæjarþingi. Þegar ég mætti þar hafði málinu verið frestað. Smávegis skýrslugerð fór einhvern tíma fram. Snemma í júni sl. hringdi lögmaður sá, er ann- aðist málið fyrir mig, og taldi rétt að við reyndum sættir. Niðurstaða málsins varð svo á þessa leiö: Sátt Kjallarinn sem hann seldi fyrir mig árið áður. Þetta þótti mér alldularfulít. Eðlilega fannst mér að hann ætti að vita um árgerð bílsins sem hann seldi og auk þess var bíllinn keyptur á sinum tlma hjá Heklu. Þá sagði sölumaðurinn: „Sjáðu til, billinn var seldur sem árg. 1976, en er árgerð 1975. Þú hefur skrifað undir afsal fyrir bflnum og þar stendur að bíllinn sé árg. 1976.” Það þarf vonandi ekki að taka það fram að ég var löngu búinn að gleyma hvað stóð í afsalinu og eflaust skrifað undir án þess að lesa textann. Ég treysti því að sölumaður hefði gengið rétt og löglega frá þessum pappírum. Þetta fannst mér nú ekki mikið mál því árgerðir 1975 og 1976 af Audi 100 LS er nákvæmlega eins að ytra útliti. Þetta voru þvi aðeins leiðinleg mistök að minu áliti. Ég AgnarGuðnason ^ „Þessi saga er eingöngu sögö í þeim tilgangi, aö lesendur Dagblaðsins lendi ekki í sömu vandræðum og ég lenti í.. verðlagði bílinn á sínum tima miðað við þá árgerð sem hann var og þann km -fjölda sem bllnum hafði verið ekið. Ég vonaði bara að bíllinn hefði ekki skyndilega versnað hjá frúnni þegar hún tók eftir mistökunum. Nú vill frúin peninga Skömmu síðar hringdi sölumaður- inn í mig aftur og spurði hvort ég gæti mætt á skrifstofunni hjá sér, mundi frúin einnig mæta. Ég, kom á tilskildum tíma. Skömmu síðar kom frúin, ábúðarmikil á svipinn og gaf mér frekar illt auga. Það fór mjög vel á meö sölumanninum og frúnni. Ég hélt á tímabili að hann væri sonur konunnar. Það var vitlaust ályktað hjá mér, ég komst að því síðar. Þeim hafði dottið i hug nákvæmlega sama upphæðin sem mér bæri að endur- greiða frúnni, gkr. 550 þúsund. Verðmismunur á árgerðum Sölumaðurinn sýndi mér það svart á hvltu hvað mér bæri að greiða. Billinn hafði verið seldur á 3,6 millj. gkr. og þar sem 10% verð- munur væri á bílum milli árgeröa þá ætti ég að greiða frúnni 360 þúsund gkr. að viðbættum vöxtum 1 rúmt ár af allri upphæðinni. Það var nú al- deilis ekki verið að taka með i þessa útreikninga að útborgunin i bilnum hjá frúnni var aðeins 1.6 millj. gkr. Auk þess virtist það ekki skipta nokkru máli hvað sambærilegir bilar hefðu verið seldir á um likt leyti og minn bíll var seldur. Ég átti býsna erfitt með að skilja þessa röksemd sölumannsins en frúin skildi þetta allt saman ákaflega vel, enda virtist hún nokkuö töluglögg. Gat það verið að þessi bifreið hefði ekki verið meira virði en rúmar 3.2 millj. gkr. þegar hún var seld samtímis sem bilar af tegundinni Audi 100 LS árgerð 1975 voru yfirleitt seldir á 3.5—3.7 millj- ónir gkr. þetta sumar? Ekki vildi ég samþykkja að greiða frúnni þessa upphæö á stundinni. Þá benti frúin mér á að næst mundi ég heyra frá lögfræðingi hennar. Þetta þóttu mér mikil tíðindi að konan skyldi hafa heilan lögfræðing á sínum snærum. Sölumaðurinn var ákaflega vingjarn- legur við frúna, hann taldi rétt að ég borgaði sem allra fyrst en á það gat ég ekki fallist. Boðaður á sáttafund Þann 28.11 1980 fékk ég bréf frá lögfræðingi þar sem hann fór fram á að ég greiddi kr. 649.552. Kröfubréfi þessu svaraði ég með alllangri greinargerð. Næst barst mér sátta- kæra. Þar var ég boðaður á sáttafund 12. janúar 1981. Fundur var settur, gerðabók opnuð, lögfræðingur frúarinnar sagði lítið, en ég heil- mikið. Ég held bara að enginn hafi haft áhuga á því sem ég var að segja, jafnvel ekki þegar ég bauðst til að greiða frúnni 2000 nýkr., þótt ég teldi að hún ætti engan rétt á endur- greiðslu. Fundinum lauk án þess að sættir næöust enda held ég að til hans hafi ekki verið stofnað i þeim til- gangi. Stefnt fyrir bæjarþing Nú fannst mér tími til kominn að ráðfæra sig við lögfræðing. Ég hafði reyndar aldrei þurft á þeirra þjónustu að halda áður svo ég hafði engan lögfræðing á mínum vegum. Mér gekk þó tiltölulega vel að hafa „Stefndi greiði stefnanda kr. 3600 og kr. 1400 í málskostnað.” Greiðsla hefur þegar farið fram. Ég geri ráð fyrir að allir hafi orðið ánægðir nema ég. Ýmislegt hefur maður þó lært af þessu máli og fyrir það ætti ég að vera þakklátur. Nú mun ég i framtiðinni lesa vel yfir þau skjöl sem ég skrifa undir. Þá mun ég vanda vel val á kaupanda næst þegar ég sel bil og sama gildir um bilasöl- una. Þá er hér að lokum vinsamleg ábending til þeirra sem enst hafa til að lesa þessa kjallaragrein „Gætið ykkar á óprúttnum bílabröskurum og hinumeinnig.” Agnar Guðnason blaðafulltrúi.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.