Dagblaðið - 10.07.1981, Qupperneq 14

Dagblaðið - 10.07.1981, Qupperneq 14
22 DAGBLAÐIÐ. FOSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1981. Veðrið! Spáfl er góflu veflrl um allt land um helglna. Tabvert hlýnar fyrlr norflan og þar verflur bjart. Hmgir vindar blása um aHt landifl en hár sunnan- lands gaetl þykknafl upp annafl kvöld og jafnvel rlgnt á sunnudag. Klukkan sax í morgun voru austan 2 vlndstlg, 8 stíga hltl og láttskýjafl í ■ Reykjavát, logn, 6 stig og Mttskýjafl á Galtarvlta, suflaustan 2, 7 stíg og skýjafl á Akurayri, vestan 2, 5 sdg og súld á Raufarhöfn, logn, 6 stlg og al- skýjafl á Dalatanga og austsuflaustan 5, 9 stJg og skýjafl í Vestmannaeyj- um. I Kaupmannahöfn var 17 stlga hltl og helðHkt, 19 og skýjafl í Osló, 18 og helöHkt í Stokkhólml, 17 og mlstur f London, 18 og hslAHkt f Hamborg, 16 og Mttskýjafl f Madrid, 18 og helflrikt f Ussabon og 31 stlg og Mttskýjafl f Naw York. dóttur sem nú er látin. Eignuðust þau fjögur börn og eru þrjú þeirra enn á lifi. Hringur vann lengst af við verzl- unarstörf. Hann var lengi verzlunar- stjóri hjá KRON og síðar innkaupa- stjóri. Síðustu árin starfaði hann á skrifstofu tollstjóra. Þorgerður Þorvarðardóttlr, sem lézt 3. júlí sl., var fædd 3. nóvember árið 1925 í Hafnarfírði. Foreldrar hennar voru hjónin Þorvarður Þorvarðarson verk- stjóri og Geirþrúður Þórðardóttir. Þor- gerður fór til vetrarnáms í húsmæðra- skólann á ísafirði. Fljótlega eftir það giftist hún Höskuldi Ólafssyni lög- fræðingi. Eignuðust þau þrjá syni og eru þeir allir á lífi. Þorgerður var heimavinnandi húsmóðir. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að eigin ósk. Elín Gunnarsdóttlr, sem lézt 30. júní sL, var fædd 12. nóvember árið 1909 ii Reykjavik. Foreldrar hennar voru hjónin Maria Jónsdóttir og Gunnar Jónsson. Elin giftist Jens Guðjónssyni bifvélavirkja og eignuðust þau þrjú börn sem öll eru á lífi. Egill Krlstjánsson, Sóleyjargötu 17, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni á morgun kl. 10.30. Svanborg A. Jónsdóttir frá Björk i Hveragerði andaöist 8. þ.m. Guðmundur R. Benediktsson bifreiðar- stjóri, Spitalastíg 5 Reykjavík, lézt 2. júlí. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju á mánudaginn kl. 10.30. Ásmundur Steinsson, sem lézt 4. júlí, verður jarðsettur frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, á morgun kl. 14. Eufemia Ólafsdóttir, Aðalstræti 68 Akureyri, verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju á mánudaginn kl. 13.30. Inglbjörg Margrét Slgurðardóttir, sem lézt 1. júli sl., var fædd 2. ágúst árið 1904 að Akrakoti í Akraneshreppi. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurösson bóndi og Guðríöur Bjarna- dóttir. Ung fluttist Ingibjörg Margrét til Reykjavíkur. Hún giftist þar Ingvari Júlíusi Guömundssyni vélstjóra. Hann drukknaði árið 1940. Þau hjón eign- uðust fímm syni og drukknuðu tveir þeirra en þrír eru enn á lífi. Hringur Vigfússon, sem lézt 12. júli sl., var fæddur 7. júni árið 1908. Foreldrar hans voru Vigfús D. Jósefsson skip- stjóri og Áslaug Guðmundsdóttir. Hringur kvæntist þann 9. nóvember árið 1930 Jósefínu Guðrúnu ísaks- Ancflát 1 1 GLJAI Lyngási 8 Garðabæ SÍMI 53822 Sorppokagríndur Fástí ýmsum litum Vélhjólasendill óskast ullan daginn. BIAÐIÐ sími 27022 ÞverholtiH w 1 GÆRKVÖLDI gy Sigfús fékk bara tvö lög Þegar ég kveikti á útvarpinu í gær- kvöldi, heyrðist mér Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn vera aö tala um vandkvæði á aö halda úti lögreglu- vðktum alla nóttina í úthverfum borgarinnar. Ég held það stafi meðal annars af, hve lögreglan er önnum kafin við að meina neytendum að- gang aö matvörubúðum á laugar- dagsmorgnum. Borgarráð hefur gefiö út regiugerð um, aö kaupmenn megi ekki hafa opið á laugardögum á sumrin. Hins vegar er ekki orð um þaö i lögreglu- samþykkt Reykjavikur né í öðrum reglugerðum borgarinnar, sem bann- ar neytendum að ganga inn í opnar matvörubúðir á laugardögum. Niðurstaðan er, að ekki sé hægt að halda uppi nauðsynlegri löggæzlu í Reykjavík, af þvi að lögreglan er of önnum kafin við aö fremja tækni- villur. Orðið tæknivilla er hér notað sem fint körfuboltaorð yfir lögbrot. Gærkvöldið var fyrsta kvöldið í mörg herrans ár, sem ég nota til að hlusta á útvarp. Sannfærðist ég um, að nauðsynlegt sé að leyfa öllum, sem vilja, að útvarpa frjálst. Að minnsta kosti vildi ég ekki vera verkefna- snauður llfeyrisþegi í núverandi sjón- varpsfrii. Dagskráin í gærkvöldi var ekki þolandi. Hún var ýmist i ökkla eða eyra. Fyrst var flutt langsamlega vitlaus- asta og ómerkilegasta leikrit sem ég hef nokkru sinni heyrt. Eins konar gamanleikur, er gekk út á endalaust málæði leikara, sem gerðu sér upp fá- vitaraddir. Þetta nauðaómerkilega dagskrárefni var til skammar öllum, semaðstóðu. Stuttu síðar var frætt um jarð- skjálfta. Sem útvarpsefni voru þeir fyrirlestrar misheppnaðir. Þeir voru of þungir. Og ekki tókst tilraunin til að létta þá með tónlist, því að tengsl hennar við efnið voru eins langsótt og frekast mátti verða. Þetta minnti mig þó á, hve sorglegt er, að hér á landi skuli útvarp, sjón- varp, hljóðsnældur og myndsnældur ekki vera notað af krafti sem horn- steinn í skólakerfinu, meðal annars til að gefa kennurum tima til að sinna nemendum sem einstaklingum. Sigfús Halldórsson náði að spila tvö l,ög. Mín vegna hefði hann mátt spila allt kvöldið. Sýningar Sýning er lýsir þáttum ( sögu lækninga á íslandi fram til stofnunar Háskóla íslands Hún var opnuö I Þjóðminjasafni íslands á fyrstal dcgi VIII. nordiskc mcdicinhistoriskc kongressen i| Reykjavik 15.—17. júni og hefur verið opin almenn- ingi á venjulegum sýningartíma safnsins og verður svo í sumar. Stofn sýningarmuna er úr svonefndu Nesstofusafni en til þess er safnað á vegum Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar sem frá stofnun þess 1964 setti sér að markmiöi varðveizlu Nesstofu og safni henni tengt til eflingar sögu heil- brigðismála. Á undanfömum árum hefur Nesstofu- safni áskotnazt nokkurt safn tækja (liölega 1000), bóka og handrita er snerta þetta málefni og kann stjórn félagsins hinum mörgu gefendum hinar beztu þakkir fyrir hugulsemi þeirra. Um siöustu áramót skapaðist fyrir áhuga og vel- vilja þjóðminjavarðar aðstaöa í Þjóðminjasafni til þess að geta hafiö undirbúning þessarar sýningar sem framar öðru er hugsuð til þess að vekja athygli manna á þessum lítt plægða akri söguþjóðarinnar og hvetja til betri hirðu hans, m.a. með því aö halda til haga munum er þar aö lúta og þeirri sögu er þeim kunna að tengjast og umfram allt að sllkar sýningar megi sem fyrst hljóta varanlegan samastað i Nes- stofu. Á sýningunni er brugðið upp mynda f nokkrum sjúkdómum allt frá heiöni til loka læknaskólans* 1910, eins og á beinum er hægt aö greina. í annan stað er sýnt hvernig brugðizt var við ríkjandi kvillum á hverjum tima og sýndar helztu heimildir okkar þar að lútandi, skráðum sem i tækjabúnaði ásamt myndum af mönnum, spitölum og kennslustofnun-| um frá dögum Læknaskólans. Samtfmalist frá Hollandi Helgina 10.—12. júli verður l og á vegum Nýlista- safnsins, i samvinnu viö Wies Smalls forstjóra Gallerie De Appel i Amsterdam, Festival sem ber nafnið Samtimalist frá HoUandi og byggist á verkum 6 þarlendra listamanna. Er um að ræða fjölbreytta dagskrá, videosýningar, performance, kvikmyndir, fyrirlestra og instaUations. Þetta er þekkt Ustafólk ásamt Wies, sem hefur rekiö De Appel i Amsterdam um alllangt skeið. Það hefur i seinni tið breytzt i aö miðla upplýsingum á breiðari grunni en samtimaUst. Þessi heimsókn er studd fjárhagslega af hoUenzka rikinu að stórum hluta. í kvöld kl. 20.00 mun Nan Hoover flytja fyrir- lestur, sýna videomyndir af verkum sinum og gera performance, Shadows in A landskape. Nan er þekkt video- og performanceUstakona. I Regnboganum, C-sal, á morgun, laugardag, kl. 13.15 flytur Christine Koenigs stutta tölu og sýnir nýlegar kvUcmyndir eftir sig. Hún hefur gert margar| kvikmyndir og verk i formi ljósmynda. Prógramm hennar er um klukkutima langt. í Nýlistarsafninu kl. 16.00 heldur Wies SmaUs fyrirlestur um perfor- mance og styður hann meö stuttum dæmum af videospólum. í NýUstasafninu kl. 21.00 flytur Harry De Kroon sinn performance. Hann vinnur i breytileg' efni en hefur undanfarið getið sér orð sem perfor- manceUstamaöur. Krijn Gizen opnar installationverk utan húss kl. 16.00 sunnudaginn 12. júli. Krijn vinnur i þrivið efni. Verk hans eru i sterkum tengslum við lifið og, umhverfið og hann vinnur gjarnan með lifræn efni. Nicolaus Urban opnar installation sina innandyraj Nýlistasafnsins kl. 20.00 á sunnudagskvöld sem kemur til með að standa i fimm daga á eftir. Samkotnur ■ Tjaldsamkoma á sjúkrahús- túninu á ísafirði ísland fyrir Krist og Hvitasunnukirkjan á ísafirði gangast fyrir tjaldsamkomum á sjúkrahústúninu á Isafirði dagana 10.—15. júlí. Svipaðar tjaldsam- komur voru haldnar síðastliöið sumar við góðar undirtektir ísfiröinga. Að þessu sinni fáum við 5 manna hljomsveit, sem skipuð er fjórum kvenmönnum og einum karl- manni, I nokkurra daga heimsókn. Hljóöfæraskipan hljómsveitarinnar er þannig að kvenmennirnir spila á trommur, pianó, synthesizer og raddbönd. Karl- maðurinn spilar á bassa og raddbönd. Hljómsveitin Master’s Clay hefur ferðazt um þvert og endilangt Kanada við mjög góðar undirtektir. Einnig hefur hún spilað víðs vegar á íslandi undanfarna tvo mán- uöi við góðar undirtektir íslendinga. Fyrirhugað er að hljómsveitin heimsæki fyrirtæki á Isafirði og haldi einnig útihljómleika ásamt því að spila 1 tjald- inu. Einnig er væntanlegur í heimsókn kanadískur prédikari, Maury Blair að nafni. Blair átti mjög erfiða æsku. Hann varð háöur áfengi og eiturlyfjum og lenti I alls konar afbrotum. Hann var oröinn það forhertur aö sérfræðingar töldu ekki hægt að bjarga honum og voru búnir að stroka hann út hvað það varðar. Dag cinn, þegar hann var staddur í stórri byggingu, kom Jesús inn I líf hans, fyrirgaf honum syndir hans og frelsaði hann frá þeim og frá heljar- greipum eiturlyfjanna. Frá þeim degi er hann algjör- lega frjáls frá fyrra lifemi. Hann er einn af stofn- endum Teen Challenge í Kanada en þessi stofnun er | kristileg og hefur starfað mikið með ungu fólki sem er háð áfengi og eiturlyfjum og náð mjög góðum árangri. Blair mun fara frá ísafirði til Reykjavíkur og Keflavíkur. Rithöfundasamband íslands gagnrýnir íslenzka sjón- varpið Sunnudaginn 21. júnl sl. sýndi sjónvarpið þátt um Snorra Hjartarson sem danska sjónvarpið hafði látið gera og bauð fram á vettvangi Nordvision. Þátturinn var aö sjálfsögðu miðaður við danskar að- stæður þar sem Snorri er óþekktur. Ljóð hans hafa ekki verið þýdd á dönsku og þvl hafa danskir sjón- varpsáhorfendur ekki átt neinn kost á aö kynnast þeim. Af þessum sökum var áðurgreindur þáttur vitaskuld með öllu ófullnægjandi fyrir íslenzka sjónvarpsáhorfendur og átti litiö erindi við þá. Af þessu tilefni vaknar sú spurning hvort það sé I samræmi við menningarhlutverk islenzkasjónvarps- ins að flytja íslendingum danskar kynningar á Is- lenzkum skáldum og list þeirra. Heföi nú ekki veriö nær lagi að islenzka sjónvarpiö hefði látið gera myndarlega dagskrá í tilefni af þvi að Snorri Hjart- arson hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og það hefði boðið slikt efni fram i dagskrárskiptum Nordvision? Eða er niðurlæging islenzka sjónvarps- ins orðin slik að forystumönnum Ríkisútvarpsins finnist ef til vill ofur eðlilegt aö útlendingar kynni ís- lenzka menningu fyrir íslendingum? Stjórn Rithöfundasambands Islands vill minna á að tilgangur islenzks sjónvarps hlýtur að vera islensk dagskrárgerð. Nú er hins vegar svo komið að is- lenskur hluti dagskrárinnar er aðeins þriðjungur hennar, og er þó ýmislegt talið íslenzk dagskrárgerð sem hæpið er að kalla slíku nafni. Hér hefur orðið hrein afturför í starfsemi sjónvarpsins, sem þegar i stað verður aö ráöa bót á. Skorar stjórn Rithöfunda- sambandsins á útvarpsstjóra, útvarpsráö, ríkistjórn og alþingismenn aö beita sér nú þegar fyrir þvi að strax á næsta ári veröi íslenzk dagskrárgerö sjón- varpsins stóraukin svo að hún nemi að minnsta kosti helmingi dagskrárinnar. Jafnframt skorar stjórn Rithöfundasambandsins á útvarpsráð að láta gera röð sjónvarpsþátta um is- lenzka listamenn og verk þeirra og bjóða þá fram i dagskrárskiptum Nordvision. Alheimsleið- togi Hjálp- ræðishersins hérlendis Alheimsleiðtogi Hjálpræðishersins, Arnold Brown, dvelst nú hér á landi. Þetta er í fyrsta skipti sem æðsti yfir- maður Hjálpræðishersins kemur hingað til lands. Hann mun tala á nokkrum samkomum hérlendis, m.a. í kvöld í Neskirkju.öllum erheimill að- gangur. DB-mynd Bjarnlelfur. Forseti íslands í opinbera heimsókn til Svíþjóðar Vigdís Finnbogadóttir, forsed ís- lands, fer i opinbera heimsókn til Sví- þjóðar dagana 26.—29. október i haust í boði sænsku konungshjónanna. GENGIÐ GENGISSKRÁNING NR. 127 — 9. JÚLÍ1981 Feröamanna gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandaríkjadollar 7,449 7,469 8,218 1 Sterlingspund 14,034 14,072 16,479 1 Kanadadollar 6,184 6,200 8,820 1 Dönsk króna 0,9664 0,9690 1,0669 1 Norskkróna U196 1,2229 1,3462 1 Sœnsk króna 1,4339 1,4377 1,5816 1 Finnsktmark 1,6386 1,6430 1,8073 1 Franskur franki U701 1,2736 1,4009 1 Belg.franki 0,1849 0,1854 0,2039 1 Svissn. franki 3,5400 3,5496 3,9046 1 Hollenzk florina 2,7186 2,7259 2,9985 1 V.-þýzkt mark 3,0253 3,0335 3,3389 1 (tölsk líra 0,00608 0,00610 0,00671 1 Austurr. Sch. 0,4293 0,4306 0,4736 1 Portug. Escudo 0,1153 0,1156 0,1272 1 Spánskur peseti 0,0759 0,0761 0,0837 1 Japanskt yen 0,03261 0,03270 0,03597 1 Irskt Dund 11,062 11,091 12,200 SDR (sérstök dráttarróttindi) 8/1 8,4624 8,4862 ■’ ' Simsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.