Dagblaðið - 10.07.1981, Qupperneq 16

Dagblaðið - 10.07.1981, Qupperneq 16
24 (í DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1981. Menning Menning Menning Menning D Lífið á Costa de Losta Sumarrevía á Akureyri Sumarrevta '81. Httfundar: Þorvaldur Þorsteinsson og Her- mann Arason. Leikendur: Höfundar, Inga Lára Bachman, Inga Elnarsdóttlr, Kristín Halgadóttlr, Jóhann Hauksson og Gunnar Þorstelnsson. Undlrleikur: Inglmar Eydal. Frumsýning í SJáHstœðishúslnu Akurayrl 3. Júll. Utanferðir íslendinga, þessara eyjaskeggja og sveitamanna, svo og skilningur þeirra og misskilningur á erlendum siðum og menningu, hefur löngum verið vinsælt reviuefni. Þetta var rauði þráðurinn i mörgum fyrir- striðsrevium og nú i seinni tið hefur þetta efni orðið uppistaðan í leikrit- um (sbr. Sólarferð), kabarettum og skemmtiþáttum. Það fer ekki á milli mála að umsvif íslendinga á sólar- ströndum og uppátæki ferðaskrif- stofukónganna kalla á skemmtileg- heit af þessu tagi, glens, söng og al- mennt grin. Og auðvitað eru menn betur upplagðir til að hlæja að þessu, — og sjálfum sér um leið, — þegar þeir eru búnir að borða vel og kfkja f glas. Þetta allt nota þeir sér út í ystu æsar, aðstandendur Sumarrevíunnar sem frumsýnd var í Sjallanum um síðustu helgi. Boðið er upp á sérstak- an reviumálsverð, síðan hefst gaman- ið klukkan tíú um kvöldið og gengur hratt fyrir sig með bröndurum, söngvum, dansi og ötulli meðhjálp viðstaddra. Leikendur, sem allir eru nýliðar, hafa áttað sig á kostum góðs „slapstick” og láta áhorfandann aldrei fá ráðrúm til að gaumgæfa innihaldið í gríninu, heidur hrifa hann með I hröðum skiptingum. Ef einn brandarinn virkar ekki, þá kemur bara annar á eftir eða þá eitt- hvert sprell sem heldur manni við efnið. Iðar af Iffi og fjöri Það er svo sem ekki nýnæmi að söguþræðinum. Revian snýst um ferðaskrifstofu Braga Skjólberg sem er einskonar samnefnari fyrir hinn ís- lenska ferðaskrifstofukóng. Hann er hinn mesti refur og beitir öllum ráðum til að lokka trúgjarnan íslend- inginn til Costa de Losta og hins hrip- leka Hótels Allsbera sem iðar af lífi og fjöri, þ.e.a.s. morar allt í flóm. Svo koma við sögu ýmsar kunnugleg- ar týpur, sveitamaðurinn og kona hans, húsmóðirin vergjarna, ölóði eiginmaðurinn og flírulegur Beðið eftir flugtaki hjá Flugglöðum: frá v. til h. Jóhann Hauksson, Inga Einarsdóttir, Inga Lára Bachmann, Gunnar Þor- steinsson, Kristin Helgadóttir, Þorvaldur Þorsteinsson og Hermann Arason. spænskur þjónn. Og að sjálfsögðu er farið heiman og heim með flugfélag- inu Flugglöðum, eftír talsverðar tafir þó. Nú væri ósanngjarnt að ætlast til þess af nýliðum að þeir héldu damp- inum allt í gegn og það gerði revíu- fólkið e.t.v. ekki, en fór þó langt með það á frfskleikanum og leikgleðinni. Og allir hlógu nema einn Að öðrum ólöstuðum var það Þor- valdur Þorsteinsson sem dreif liðið áfram, allsendis laus við sviðs- skjálfta, hvort sem um söng, dans eða ræðuhöld var að ræða. Að baki hópnum var svo Ingimar Eydal eins og klettur í hafrnu, eöa kannski skjólberg. Og revian gerði það sem hún áttí að gera, kom fólki tíl að hlæja og skríkja. Einn maður í saln- um gerðist þó æ þungbrýnni eftir þvf sem leið á sprellið. Eftir á var mér tjáð að þar færi umboðsmaður stórr- ar ferðaskrifstofu á Akureyri. Einhver broddur hefur þá leynst í revíunni. HESTAR 0G FÓIK A HELLU Fjórðungsmót hestamanna á Hellu um síðustu helgi heppnaðist mjög vel, enda gengu veðurguðir í lið með móts- höldurum. Ljósmyndari DB var á staðnum og festi menn og hesta á filmu. Mikill mannfjöldi var á mótinu, 6—7 þúsund manns. Mótið fór vel fram, sérstaklega þegar tekið er mið af hinu mikla fjölmenni. Eyjólfur ísóifsson á Kolfinnu. Arnór Guöbjartsson i Útilffl ásamt syni sinum, Þresti Arnórssyni, og Tómasi Bjam- arsyni. Það gengur oft brösuglega að hemja hestana i startbásunum. Þarna er veriö að starta i 150 metra skeiði. Sigurður Björnsson framkvæmdastjóri sinfónfuhljómsveitarinnar ásamt eigin- konu sinni, Sieglinde Kahmann, tók iagið fyrir gesti á kvöldvöku. Bjarni Sveinbjörnsson eigandi Útilifs tekur lagið ásamt konu sinni, Mariu Tómasdóttur. Kynnirinn Gunnar Eyjólfsson leikari ásamt Klemenzi Jónssyni leiklistarstjóra rfkisútvarpsins. Sigurður Sæmundsson á Þór frá Gufunesi f A-flokki gæðinga. Á meðan Gunnar Eyjólfsson leikari las kvæðið Skúlaskeið settu hestar og knapar þetta Ijóð á svið með heilmiklum eltingaleikjum og látum. Stóðhestur ásamt afkvæmum sýndur. DB-myndir Sigurður Þorri Sigurðsson.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.