Dagblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 14.07.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ1981. Erlent Erlent Erlent Erlent I REUTER Kampútseu-ráðstefnan haldin f New York: Ágreiningurínn hófst vegna kvöldverðarboðs — Haig utanríkisráðherra Bandaríkjanna afþakkaði kvöldverðarboð ASEAN-ríkjanna eftir að boð til ísraelsmanna hafði verið afturkallað Ráðstefna 77 þjóða um málefni Kampútseu hófst hjá Sameinuðu þjóðunum í gær. Það er samband þjóða í Suöaustur-Asíu (ASEAN- þjóðanna) sem stendur fyrir ráðstefn- unni. Fyrsta ágreiningsefni ráöstefn- unnar kom upp þegar í gærkvöldi er ASEAN-þjóðirnar buðu fulltrúum á ráðstefnunni tU kvöldverðarboðs. Á síðustu stundu var boðið til fuUtrúa ísraels afturkallað án nokkurra skýr- inga. í hópi ASEAN-þjóðanna eru Indónesía og Malasía, islamskar þjóðir, sem eru andsnúnar ísraeB- mönnum. SendifuUtrúi ísraels hjá Samein- uðu þjóöunum lét í ljós undrun sina vegna þessarar framkomu og i yfir- lýsingu var ákvörðunin kölluð sönn- un ..þeirrar hnignunar sem hefði átt sér stað varðandi kurteislega fram- komu hjá Sameinuðu þjóðunum á síðustu árum.” Þessi ákvörðun ASEAN-þjóðanna varð til þess að Alexander Haig, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, af- þakkaði boð um að taka þátt í kvöld- verði þingfuUtrúanna. Á fyrsta degi ráðstefnunnar í gær hvatti Haig Sovétmenn til að aðstoða við lausn Kampútseu-málsins. ASEAN-þjóðirnar hafa lagt til að friðargæzlusveitir Sameinuðu þjóð- anna verði sendar til Kampútseu. Til þess að af því ged orðið þarf sam- þykki Sovétmanna að koma til en þeir hafa eins og Víetnamar og fleiri kommúnistaþjóðir sniðgengið Kampútseuráðstefnuna. Haig varaði ráðamenn I Hanoi við því að eölilegu sambandi Bandaríkj- anna og Vletnam yrði ekki komið á meðan víemamskar hersveitir væru i Kampútseu. Einnig hvatti hann Sam- einuðu þjóðirnar til að veita Víetnömum ekki aðstoð meðan þeir hefðu herlið í Kampútseu. Walesa endur- kjörinn í Gdansk Lech Walesa, leiðtogi Einingar, sam- bands hinna óháöu verkalýðsfélaga I PóUandi, var I gær endurkjörinn for- maður I Gdansk-deUd Einingar og hefur þar með rutt þýðingarmikilU hindrun úr vegi á leiðinni að endurkjöri sem formaður landsamtaka Einingar. Walesa, sem er 38 ára gamall, hlaut 366 af 530 atkvæðum. Hann verður því sjálfkrafa fulltrúi á landsþingi Einingar í næsta mánuði. Fastlega er búizt við að Walesa verði einnig endurkjörinn formaður þar. Fjórir aðrir frambjóðendur voru boðnir fram auk Walesa en ýmsir úr hópi verkamanna telja hann ekki nægi- lega róttækan. Walesa gagnrýndi I síð- ustu viku verkföll starfsmanna ríkis- flugfélagsins LOT og hafnarverka- manna vegna þess að til þessara verk- faUa var gripið án þess að samþykki landssamtaka Einingar Iægi fyrir. Dr. Runcie rœddi kyn- lífsmál við Karl ogDíönu Dr. Robert Runcie, erkibiskup af Kantaraborg, lýsti þvi yfir I gær að hann hefði rætt fjölskyldu- og kyn- ferðismál við Karl prins og lafði Díönu Spencer vegna fyrirhugaðs brúðkaups þeirra 29. júlí næstkomandi. Erki- biskupinn mun gefa unga parið saman í St. Pauls dómkirkjunni í London. Dr. Runcie lét I ljós þá von að brúð- kaupið yrði til þess að lækna þau sár sem brezka þjóðin bæri nú vegna hinna stöðugu óeirða í landinu. Reagan Bandarikjaforseti á fundi með ieiðtogum svertingja i Denver fyrir skömmu. þá sýna skoðanakannanir að enginn af siðustu forsetum Bandarikjanna hefur notið Þótt myndin berí ekki annað með sér en vel farí á með forsetanum og svertingjunum jafnlitillar tiitrúar meðal svertingja og einmitt Ronald Reagan. Dayan styður Peres Moshe Dayan, fyrrum utanríkisráð- herra ísraels, kveðst reiðubúinn til að styðja stjómarmyndunartilraunir Peresar, formanns Verkamannaflokks- ins. Óháður þingmaður, Shulamit Aloni, kveðst einnig reiðubúinn að styðja Peres. Engu að síður er Shimon Peres talinn eiga litla möguleika á að mynda stjórn. Stjórnarmyndunartil- raunir Begins, forsætisráðherra, hafa einnig gengið illa vegna kröfuhörku trúarlegu flokkanna þriggja sem hann hyggst styðjast við. Habib held- ur áfram sáttatil- raununum Philip Habib, sáttasemjari Banda- rfkjastjórnar I eldflaugadeilu Sýrlands og Israels, kom I gær til Jerúsalem frá Beirút i þriðju umferð friðarumleitana sinna í Miðausturlöndum. Habib mun ræða við Begin, forsætisráðherra, Hann átti fund með leiðtogum Líban- ons á föstudag eftir að hann sneri til Miðausturlanda á ný frá Bandarikjun- um. REAGAN OVINSÆLL MEÐAL SVERTINGJA Enginn af síðustu forsetum Banda- ríkjanna hefur á fyrstu mánuðum valdaferils síns notið jafnlltillar tiltrúar meðal svertingja í Bandarikjunum og núverandi forseti, Ronald Reagan. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup- stofnunarinnar í júni nýtur Reagan stuðnings 65 prósent hvítra kjósenda í Bandaríkjunum en aðeins 20 prósent svertingja. Það sem er einkum sláandi við þessar tölur er hve afstaða hvitra manna og svartra til forsetans er ólík. Svertingjar, sem yfirleitt eru verr laun- aðir og búa við verri lífskjör en hvítir menn í Bandaríkjunum, telja að efna- hagsstefna Reagans með hinum mikla niðurskurði útgjalda dl félagsmála muni einkum bitna á sér. Reagan mætti nýverið á fund með samtökum svert- ingja í Denver en tókst engan veginn að sannfæra svertingja um að efnahags- stefna hans yrði þeim í hag. Reagan boðaöi að efnahagsstefna stjórnar hans myndi endurreisa allt þjóðlif Bandaríkjanna og það kæmi svertingjum til góða, ekki síður en öðrum. Ekki væri verið að vinna að hagsmunum einhverra ákveðinna þjóð- félagshópa, heldur allrar þjóðarinnar. Vafasamt þykir að ræða Reagans á fundinum hafi breytt nokkru um af- stöðu sverdngja tíl stefnu stjórnar hans. AUÐKYFINGUR FUND- INN SEKUR UM MORÐ —og umfangsmikið eiturlyf jasmygl til Bretlands Alexander Sinclair, 36 ára gamall auðkýfingur frá Nýja-Sjálandi, var í gær fundinn sekur um morö á eitur- lyfjasmyglara en handalaust lík hans fannst fyrir 21 mánuði. Sinclair var dæmdur eftír sex mán- aða réttarhöld. Hann var einnig fundinn sekur um aö hafa lagt á ráð- in um mjög umfangsmikið eiturlyfja- smygltil Bretlands. Tveir Bretar voru einnig fundnir sekir um aðild að moröinu og þátt- töku i eiturlyfjahríngnum. Sak- sóknarinn lýsti hringnum sem margra milljón punda samtökum sem væru í stríði við þjóðfélög heimsins og drcifðu hörmungum og hægfara dauða yfir Ástralíu, Nýja-Sjáland, Bandarikin og Bretland. Hinn myrti, Christopher Martín Johnstone, var skotinn í gegnum höfuðið eftír að hafa svikið for- sprakka eiturlyfjahringsins. Hendur hans höfðu veriö höggnar af og lík- , inu sfðan sökkt I vatn á Norðvestur- Englandi þar sem dýfingarmenn á æfingu fundu það fimm dögum síðar. Morðingjarnir höfðu barið andlit Johnstones meö hamri til að gera það óþekkjanlegt og rifið upp maga hans til að koma í veg fyrir aö líkið flyti upp á yfirborö vatnsins. 1 júni 1977 naut Carter forseti stuðn- ings 63% hvítra manna og 64 prósenta svertingja. í janúar 1975 naut Ford for- seti stuðnings 41 prósents hvítra manna og 24 prósenta svertingja. Richard Nixon naut stuðnings 66 prósenta hvitra manna og 42 prósenta svertíngja I júnl 1969 og réttum fjórum árum áður naut Lyndon B. Johnson 64 prósenta hvítra manna og 72 prósent svertingja eða meira en nokkur hinna forsetanna. írakarætla ekki að koma sér upp kjarn- orkuvopnum Saddam Hussein, forseti írak, neitaði þvf I gær að þegar hann talaði um nauösyn þess að arabalöndin eign- uðust kjarnorkuvopn væri hann i raun að segja aö írakar hefðu hug á að smiöa slíkt vopn. Forsetinn mælti þessi orð á opnunarhátíð alþjóðlegrar ráð- stefnu, sem haldin er til að sýna samstöðu með írak eftir árás ísraela á kjarnakljúf þeirra í Bagdad í júni. Orðrétt sagði Saddam Hussein: „Þeir sem æskja þess að friður og öryggi riki i Miðausturlöndum eiga að aðstoða Arabalöndin við að koma sér upp kjarnorkuvopnum, því ísraelsmenn hafa I raun yfir þeim að ráða.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.