Dagblaðið - 24.07.1981, Síða 1

Dagblaðið - 24.07.1981, Síða 1
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1981. 13 Hvað er á seyðium helgína? Guðsþjónustur sunnudaginn 26. júlí BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Séra Ólafur Skúlason. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgelið. Séra Hjalti Guömundsson. Kl. 6:00 orgeltónleikar, Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. FELLA- og HÓLASÓKN: Ouðsþjónusla í Safnaðarheimilinu Keilufelli 1, kl. 11 árdegis. Séra Hreinn Hjartarsson. HALLGRÍMSKIKRJA: Messa kl. 11, séra Ragnar Fj. Lárusson. Þriðjudagur 28. júli, Fyrirbænaguðs- þjónusta, beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10, séra Ragnar Fj. Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11, séra Arngrímur Jónsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Jón Stefánsson. Prestur séra Sigurður Haukur Guöjónsson. Minnum á fyrirhugaða ferð aldraðra miðvikudaginn 29. júli. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Altaris- ganga. (athugið siðasta messa fyrir sumarfri starfs- fólks kirkjunnar). Þriðjudagur 28. júlí. Bænaguðs- þjónusta kl. 18:00. sóknarprestur. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Þorbergur Kristjánsson. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Séra Frank M. Halldórsson. l.istasötn Sýningar I Torfunnl eru sýndar allar lelkmyndir Alþýfluleik- hússins, utan ein, frá stofnun þess. LISTMUNAHÚSIÐ, Lækjargötu 2: Taeko Mori opnar sýningu á listvefnaði, laugardag 25. júlí. MOKKA-KAFFI Skólavöröustíg: ítalinn Licato sýnir 12 myndir. Sýningin stendur til 19. ágúst. RAUÐA HÚSIÐ: Tumi Magnússon opnar sýningu á teikningum og „objectum”, laugardaginn 25. júli. Sýningin stendur til 2. ágúst. Opið er daglega frá kl. 15—21. DJÚPIÐ Hafnarstræti (Hornifl): Guðmundur Björgvinsson opnar sýningu á tæplega fímmtiu myndum, laugardaginn 25. júlí. Þar sýnir hann olíu- litamyndir, prentlitamyndir, myndir gerðar með tússi og svartkrítarteikningar. Sýningin er opin da^- lega frá kl. 11—23.30 og lýkur 12. ágús: SAFNAHÚSIÐ Selfossi: Jónina Björg Gísladóttir og Ólafur Th. Ólafsson opna samsýningu laugar- daginn 25. júlí. Jónína sýnir 20 vatnslitamyndir en Ólafur 25 olíumálverk. Sýningin stendur til 3. ágúst. NÝSLISTASAFNIÐ: í dag 24. júli lýkur sýningu á verkum sem unnin eru með gerningum, „innstall- ation” (uppstillingu), video-list og hljóðverkum. Fjölmargir listamenn eiga verk á sýningunni. Safnið er opið 15—22 en gerningar og performance hefjast kl. 20 eða21. á laugardag i Listmunahúsinu. Þrjár skátastúlkur á sfðasta Landsmóti á Ulfljótsvatni. Einhvern tfma var sagt þú ert ekki nema hálfur skáti fyrr en þú hefur SIGRUN JÓNSDÓTTIR r DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson. Utivera næstu vikumar: Skátar skemmta sér á Landsmóti f Kjama- skógi við Akureyri —f jölskyldubúðir starf ræktar og heimsóknardagur verður álaugardageftirviku Búizt er við um fimmtán hundruð manns á Landsmót skáta í Kjarna- skógi skammt frá Akureyri. Mótið hefst sunnudaginn 26. júlí og lýkur sunnudaginn 2. ágúS(. Skátar alls staðar að af landinu eru væntanlegir á mótið, svo og skátar víða að utan úr heimi. Meira að segja koma nokkrir ástralskir skátar. Tjaldbúðum í Kjarnaskógi verður skipt í tvennt. Annars vegar verður skátatjaldbúðin þar sem starfandi skátar hafast við yfir mótsdagana. Hins vegar er fjölskyldutjaldbúðin. Þar geta fjölskyldur skátanna hafst við í lengri eða skemmri tíma meðan á mótinu stendur. Þá verður gestum gefinn kostur á að koma í heimsókn á mótið á laugardaginn I. ágúst og fylgjast með störfum og leikjum skátanna. Þá um kvöldið verður kynntur aðalvarðeldur mótsins og mega allir sem áhuga hafa safnast i kringum hann. Á skrifstofu Bandalags íslenzkra skáta fékk DB þær upplýsingar að langt væri nú um liðið síðan Lands- mót hafi verið haldið norðan fjalla. Undanfarin þrjú mót hafa verið haldin að Úlfljótsvatni. Það eru Skátafélag Akureyrar og Valkyrjan sem hafa haft mestan veg og vanda af undirbúningi mótsins. Á Landsmótinu i Kjarnaskógi verður boðið upp á hefðbundna skátadagskrá með göngu- og fjalla- ferðum og skoðunarferðum til at- hyglisverðra staða á Norðurlandi. Meðal annars verður boðið upp á ferð til Grimseyjar. Dagskráin miðast aðallega við aldurinn ellefu til fimmtán ára. Einnig verður sérstök dagskrá fyrir eldri skáta. Auk ferðalaga fara þátttakendurnir í ýmsa leiki og leysa þrautir, sem þeir geta haft bæði lærdóm og skemmtan af. í vetur hefur farið fram mikil flokkakeppni sem nefnist ,,Á toppinn 1981”. Flokkarnir fengu stig fyrir frammistöðuna og keppa 36 þeir efstu til úrslita á Landsmótinu. Loka- keppnin verður í gangi alla móts- dagana og verðlaun afhent „toppflokknum” í lokin. -ÁT- BÚN AÐ ARBANKINN, EgllsslöOum: Silfur frá vík- ingaöld. Tit sýnis í sumar á venjulegum afgrtíma. GALLERÍ GUÐMUNDAR, Bergstaðastræti 15: Kristján Guðmundsson, ný málverk, Rudolf Weissauer, nýgrafik. Opið 14—18 atla virka daga. Krislján Guðmundsson sýnir ný málverk I Galleri Guðmundar. LISTASAFN ÍSLANDS v/Suðurgötu: Jón Stefáns- son og Gunnlaugur Scheving, olíumáiverk, teikn- ingar og vatnslitamyndir. Opið 13.30—16 daglega. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ v/Suðurgötu: Opið alla daga kl. 13.30—16. Saga lækninga á íslandi. Boga- salur: Sigurður Þorstejnsson guilsmiður. Opið fram i september. NORRÆNA HÚSIÐ: Anddyri: íslenskir steinar. Kjallari: Þorvaldur Skúlason, yfirlitssýning. Opin 14—20alladaga. TORFAN, veitingahús: Leikmyndir úr Alþýðuleik- húsinu. HÖGGMYNDASAFN Ásmundar Sveinssonar: Opið þriðjud., fimmtud., laugard. & sunnud. kl. 13.30—16. I Mokka kaffi sýnir ftall að nafnl Llcato 12 myndir. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR, Skólavörðu- holti: Opiðaliadagakl. 13.30—16. KJARVALSSTAÐIR: Vestursalur: Leirlist, gler, textíll, silfur, guli. Sumarsýning: Steinunn Marteins- dóttir, Haukur Dór, Jónina Guðnadóttir, Elísabet Haraldsdóttír, Hulda Jósefsdóttir, Sigríður Jó- hannsdóttir, Leifur Breiðfjörð, Guðrún Auðuns- dóttir, Ragna Róbertsdóttir,1 Ásdis Thoroddsen, Jens Guöjónsson, Guðbrandur Jezorski, Sigrún Ó. Einarsdóttir. Opið 14—22 alla daga. Kjarvalssalur: Kjarvalssýning. ÁSGRÍMSSAFN, Bergstaðastræti 74: Ný sýning á verkum Ásgríms. Opið þriðjud., fimmtud. & laugar- dagkl. 13.30-16. GALLERÍ KIRKJUMUNIR, Klrkjustræti 10: Sig- rún Jónsdóttir, batík, kirkjumunir. Opið 9—18 virka daga, 9—16 um helgar. ÁRBÆJARSAFN: Opið til 31. ágúst kl. 13.30—18 alla daga nema mánudaga. Strætisvagn 10 frá Hlcmmi gengur að safninu. Sérstakar sýningar: Ftugsögusýning & Ijósmyndir Péturs A. Ólafssonar. Guðmundur Björgvlnsson opnar sýningu i DJúpinu laugardaginn 25. júli, og er þetta fjúrða einkasýning hans. Listmunahúsið opnafl eftir miklar breytingar — fyrst sýnir þar japönsk vefkona, Taeko Mori Listmunahúsið Lækjargötu 2 opnar nú aftur eftir að miklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu. Fyrsta sýningin verður opnuð þar laugardaginn 25. júli en þar sýnir Taeko Mori sem er japönsk vefkona. Taeko er fædd í Shizovoka sem er borg nálægt Tokyo. Hún hélt til Tokyo og var þar við nám í 4 ár en árið 1974 hélt hún til Parísar og nam i Beauarts. Þaðan lauk hún brottfararprófi árið 1978. Taeko bjó í 3 ár í París þar sem hún tók þátt í mörgum sýningum, einnig hefur hún sýnt í Þýzka- landi. Þetta er fyrsta sýning hennar hér á landi, en hún hyggst setjast hér að ásamt eiginmanni sínum sem er isl., Á sýningu Taeko í Listmunahúsinu eru 24 verk, þar af 6 myndverk unnin með blandaðri tækni en hin eru ofin. Sýningin mun standa fram í miðjan ágúst. Guðmundur Björgvinsson sýnir í Djúpinu Laugardaginn 25. júlí kl. 2 opnar Guðmundur Björgvinsson myndlistarsýningu i Djúpinu. Þetta er fjórða einkasýning hans i Reykjavík, en hann hefur einnig haldið nokkrar sýningar úti á landi og tekið þátt í fjölda samsýninga. Að þessu sinni sýnir Guðmundur íæplega fimmtíu myndir allt frá nokkuð stórum oliulitamyndum niður i örsmáar myndir gerðar með prentlitum og tússi, þær smæstu varla stærri en meðalfrímerki. Einnig eru þarna mitt á meðal nokkrar svartkritar- teikningar. Viðfangsefni myndanna eru óhlutbundin stef við mannslikamann og umhverfi hans og geta menn eftir efnum og ástæðum séð það út úr myndunum sem þeir vilja. Sýningin er opin daglega kl. 11—23.30 og lýkur 12. ágúst. Systkini sýna á Setfossi Systkinin Jónína Björg Gisladóttir úr Kópavogi og ólafur Th. Ólafsson frá Selfossi, halda málverka- sýningu í Safnahúsinu á Selfossi 25. júli til 3. ágúst nk. Jónina Björg sýnir 20 vatnslitamyndir og Ólafur sýnir 25 oliumálverk. Jónína Björg hefur stundað nám i málaradeild Myndlistaskólans i Reykjavik undanfarin ár og ólafur útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskólans vorið 1979. Ólafur hélt einkasýningu á Selfossi 1979 og tók þátt í samsýningu á Selfossi haustið 1980. Jónina Björg sýnir nú i fyrsta sinn. Sýningin er opin daglega kl. 14—22. 'T' • ’ v .♦ J v/z 1 \S! M1

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.