Dagblaðið - 01.08.1981, Síða 4

Dagblaðið - 01.08.1981, Síða 4
Soda Stream hefur veríö kynnt vtös vegar um landið undanfarna daga. Þessi mynd var tekin niðrí f Austurstrsti á þríöjudag. Þá færði verzlunin Vfðir kynninguna út f góða veðríð f göngugötunni. DB-mynd Einar. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR I. ÁGÚST 1981. Það er girnilegt og gott nýja fslenzka grænmetið. Nýtt íslenzkt grænmeti tómatarnir aftur hærri í verði Nýtt Islenzkt grænmeti streymir nú á markað. Tómatar og agúrkur eru komin fyrir nokkru en nú er að koma blómkál, rófur, hvitkál, paprika og gulrætur. Þær gulrætur sem nú fást eru að vísu ennþá úr gróðurhúsum en væntanlegar eru úti- ræktaðar gulrætur. Sellerí og púrrur koma einnig á markað fljótlega. Kllóið af blómkáli kostar nú í heildsölu 35 krónur, rófurnar 11 krónur kilóiö, hvftkálið 14 krónur og paprikan 40 krónur. Gulræturnar kosta siöan 8 krónur búntið og er i þvi 270 til 300 grömm. Tómatarnir eru aftur komnir upp i 30 krónur kilóið en gúrkurnar eru enn á sama lága verðinu, 18 krónur kilóiö. Búast má við að kálmetið eigi eftir aö lækka verulega í verði á næstunni þegar framboðið eykst. Hér er gefið upp heildsöluverð þvi smásöluverð er mjög misjafnt. Áiagning á tómata og gúrkur hefur verið frjáls en er núna miðaö við 38% hámark. Er það á allt grænmeti. Margar verzlanir kjósa hins vegar að nýta sér álagninguna ekki að fullu. En miðað við að hún sé fullnýtt ætti blómkáliö aö kosta 48,30, rófurnar 15,18, hvitkálið 19,32, gulræturnar 11,04, tómatarnir 41,40, gúrkurnar 24,84 og paprikan 55,20 krónur. Ekki var enn vitað hvert yrði verðið á sellerii og púrrum. - DS Meira af örbylgjuofnum: Hægt að fá of na sem einnig grilla matinn Ég skrifaði grein um daginn hér á siðuna um örbylgjuofna. Fór ég þá í 5 verzlanir sem seldu slika ofna og sagði frá verði á hverjum stað. Nú hafa tveir verzlunarmenn til viðbótar haft samband við mig vegna þess að þeir voru ekki teknir með. En eins og allir geta ímyndað sér er ekki nokkur einasti vegur að fara í allar þær verzi- anir á iandinu sem selja slfk tæki. En til þess að gera þessum tveim, sem í mig hringdu, jafnt undir höfði og hinum má geta þess að Georg Ámundason hf. varð fyrstur til að flytja inn slíka ofna og er þvi brauð- ryðjandi á þessu sviði. Þar var okkur sagt að reynslan af ofnunum hefði verið mjög góð og væri til dæmis sér- lega sniðugt fyrir þá mörgu sem eiga lyklabörn að eiga slíka ofna. Þegar börnin koma heim geta þau sett eitt- hvað i ofninn og eiga ekki á hættu að brenna sig. Ofninn fer ekki f gang nema lokaður. Georg Ámundason er að sögn Dóru Snorradóttur sem þar vinnur eini aðilinn sem flytur inn ofna þar sem geislagjafinn sjálfur snýst en ekki diskurinn sem maturinn er settur á. Sagði hún þetta sniðugt þvi þá þyrfti ekki að snúa stórum stykkjum eins og lærum. Dóra sagði það ekki alveg rétt að engin skorpa myndaðist á kjöti i örbylgjuofnum. Hún væri að vísu ekki eins ríkuleg og i venjulegum ofnum en skorpa á lær- um eða öðrum stórum stykkjum væri góð. Hjá Karnabæ eru auk venjulegu örbylgjuofnanna til tvær gerðir ofna sem grilla matinn einnig þannig að góð skorpa næst fram. Þeir kosta 5700 og 5790 krónur. Húðin verður ekki eins þykk og í venjulegum bakaraofni. en húð engu að síður, og virtist vera sem margir teldu hana alveg ómissandi. - DS Ástæða til að vara við tízkuefni: UTURINN HVERF UR í SKELLUM — í stað þess að dof na jafnt ,,Já, það er rétt, hingaö hefur borizt mikiö af kvörtunum vegna þessara efna,” sagði Guðsteinn Guð- mundsson starfsmaður Neytenda- samtakanna. Efnin sem við hann var rætt um eru tfzkuefni, einkum notuð f buxur, pils og jakka. Er þetta örþunnt bómuilarefni í litum sem kallaðir eru fade-out á ensku. Er ætlunin að liturinn lýsist smám saman í þvotti. En sú hefur hins vegar ekki orðið raunin. „Fólk kemur hingað með hvít- skellóttar flikur sem það segist hafa þvegið i höndunum upp úr köldu vatni. Við höfum reynt að fá verzlan- irnar til að bæta þetta en ekki haft árangur sem erfiði. í aðeins einu til- felli hefur verzlunin fengizt til að borga litun á flíkinni,” sagði Guð- steinn. Hann taldi fulla ástæöu til þess að vara fólk við að kaupa flikur úr þessu efni nema að vandlega athuguðu máli. Bezt væri að fá skriflega yfir- lýsingu um það í verzluninni á hvernig þvotti hún tæki ábyrgð. Síðan ætti eingöngu aö nota þá þvottaaðferö 1 vitna viðurvist og þá væri grundvöllur til að kvarta rnun betri ef liturinn hyrfi. - DS ,,Ég veit til þess að t.d. i Dan- mörku eru svona gosdrykkjavélar sérlega vinsælar meðai ellilffeyris- þega. sem vilja gjarnan eiga gosdrykk til þess að bjóða barnabörnunum upp á þegar þau koma í heimsókn. Ellilíf- eyrisþegar eiga oft f erfiðleikum með að burðast með þungar gosdrykkja- flöskur til og frá verzlunum,” sagði Árni Ferdinandsson hjá Sól hf. í sam- tali við Neytendasíðuna. — Sól er þessa dagana að setja á markaðinn nýtt gosdrykkjagerðartæki til þess að nota i heimahúsum, svokallað Soda Stream. Einföld í notkun Tæki þetta er einfalt i notkun, í því er kolsýruhleðsla sem dugar i allt að hundrað „skot”. Hvað það dugar í margar gosdrykkjaflöskur fer eftir því hve mörg „skot” eru notuð á hverja flösku. Mörgum þykir gott að hafa mikla kolsýru í gosdrykkjum sínum og þurfa því að nota tvö „skot” í hverja flösku. Aðrir kjósa minni kolsýru. Fyrir utan vélina sjálfa og kolsýru- hleðsluna fylgja fjórir litrar af bragð- efnum og sex gosdrykkjaflöskur með loftþéttum töppum. Flöskur þessar eru hannaðar sérstaklega fyrir Soda Stream og eiga að þola mikinn þrýst- ing. — Bragðefnin sem fylgja eru appelsin, kóla, límonaði og tónic; vatn, en að sjálfsögðu er einnig hægt að fá hreint sódavatn úr Soda Stream vélinni. — Kolsýruhleðslan er pökk- uð i lofttæmdan plastpoka með áprentuðum leiðbeiningum. Árni tók fram að þessi loftdregni poki væri eins konar trygging fyrir þvi að neyt- endur fengju ekki f hendur leka kol- sýruhleðslu. Ef loft er í pokanum bendir það til þess að kolsýrubrúsinn leki. — Þegar kolsýran er búin úr brúsanum er honum skilað inn I ein- hverja af þeim verzlunum sem hafa Soda Stream á boðstólum og nýr brúsi fenginn fyrir 20 kr. Ekki er um að ræða aö fyllt sé á gamla brúsann. Greinargóður leiðarvísir á íslenzku fylgir með Soda Stream vélinni og að auki árs ábyrgðarskírteini. Vélin, ein kolsýruhleðsla, sex flöskur og tappar kosta 895 kr. og bragðefnin 30,35 kr. hver lítrafaska, sem blanda má allt að einn á móti 7. Hægt er að fá „skammtara” á bragðefnaflöskurnar og kosta 11,70. Aukaflöskur er hægt að fá og kostar sex flösku pakki 6,65 kr. — Árni Ferdinandsson sagði að verð á gosdrykkjaflösku úr Soda Stream væri um þriðjungur af verði á venjulegum gosdrykk. - A.Bj. HANDHÆG VÉL TIL G0S- DRYKKJAGERÐAR HEIMAVIÐ ™

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.