Dagblaðið - 01.08.1981, Síða 6

Dagblaðið - 01.08.1981, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1981. Og allir verða hvfldinni fegnir... —mesta umferðarhelgin er gengin í garð Þá er hún komin, verzlunarmanna- helgin. í gærdag var allt á fullu í Reykjavík en i dag er líklega ailt á fullu á landsbyggðinni. Blaðamaður og ljósmyndari DB lögðu I stuttan leiðangur í gærdag til að kanna stemmninguna. Á Reykjavíkurflugvelli voru vélar sífellt að koma og fara og var reynt að hagræöa fluginu þannig aö engin örtröð myndaðist á vellinum. Þaðan voru farnar 32 ferðir í gær til allra staða á landinu. Við Reykjavíkurhöfn var margra metra bílalest en það voru þeir sem ætluðu með Akraborginni. Akra- borgin var ekki komin er við vorum þarna á ferð en greinilegt var að fólkið vildi tryggja sér far. I „Rikinu” var ekki eins mikið að gera og oft á þessum degi. Einhver sagði okkur að fólk væri orðið svo forsjált að það væri fyrir löngu búið að birgja sig upp af áfengi. Á Umferðarmiðstöðinni var örtröðin ekki byrjuð en afgreiöslu- stúlkur þar sögðu að um kl. 18 yrði ,,allt brjálað” eins og þær orðuðu það. Þá var ekki síður mikið að gera hjá verzlunum, bensínstöðvum og á öðrum slikum stöðum. Sjálfsagt verða allir hvíldinni fegnir um helg- ina og svo er bara að vona að allir skemmti sér vel. Að minnsta kosti var það ekki kvíðið, fólkið sem DB-menn hittu í gær, og spjall við fer hér á eftir. -ELA F/ i J ELÍN ALBERTSDÓTTIR ÍÉk LJOSMYNDIR SIGURDUR ÞORRI SIGURDSSON IT Þær stöllur Helga Lilja og Kristín voru hressar i bragði enda á leið á dansieik annað- hvort i Húnaveri eða Miðgarði. FORUM FYRST TIL GRUNDARFJARDAR r —segir Sveinn Sæmundsson „Ég er á leið til Egilsstaða þar sem ég ætla að vera í sumarbústað mínum,” sagði Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi Flugleiða þar sem við hittum hann á Reykjavíkurflugvelli. Sveinn fer svo oft sem hann getur til Egilsstaða, en er hann ekki að flýja veðrið? „Nei, það er alltaf gott veður á Egilsstöðum og þegar það er gott þá er það gott. Þarna er alveg frábært að vera,” sagði Sveinn. Þá sagði hann að 32 ferðir væru farnar frá vellinum i gærdag, þar af 25 með Flugleiðum, 6 með Arnarflugi og 1 með Flugfélagi Norðurlands. Sveinn sagði að ekkert stopp væri á vellinum og þyrfti fólk yfirleitt ekkert að bíða. „Við reynum að láta þetta ganga þannig að hér myndist ekki örtröð,” sagði hann. ,,Með Sveini í förinni var eiginkona hans, María Jónsdóttir, en þau hyggjast vera á Egilsstöðum til Sveinn Sæmundsson og kona hans, Maria Jónsdóttir, voru á leið til Egils- þriðjudags. -ELA staða. A Egilsstöðum er f rábært aðvera —og síðan í Miðgarð eða Húnaver „Við erum að fara til Grundar- fjarðar f heimsókn. Ætli maður skreppi svo ekki yfir í Miðgarð eða Húnaver eða eitthvað annað,” sögðu þær Helga Lilja Pálsdóttir og Kristín Þórarins- dóttir þar sem þær sátu við gosdrykkja- þamb í afgreiðslunni á Reykjavíkur- flugvelli. Þær voru að blða eftir að vél- in færi. „Annars er bara að leggja af stað og sjá svo til hvernig allt verður. Við ætlum að tjalda I Grundarfirði og svo vonar maður bara að góða veðrið haldist,” sögðu þær stöllur. -ELA Þeir voru aö koma úr Flatey þar sem nóg var aö gera 1 fiskvinnunni. Til Reykjavíkur úr vinnu f Flatey „Við erum að koma úr Flatey,” sagði Konráð Jónsson úr Garðabæ. Hann sagðist vera að koma 1 bæinn til að hvíla sig frá störfum en i Flatey hefur hann unnið í sumar I fiskvinnu. ,,Ég hef engan áhuga á að fara neitt, ætla bara að taka það rólega,” sagði Konráð. Tveir vinnufélagar hans voru með í ferðinni, þeir Matthías Matthíasson, sem var að koma í bæinn til að heim- sækja dóttur sina á sjúkrahús, og mágur hans, Kjartan Gunnarsson. Þeir sögðu að það gæti nú vel verið að ball- ferð fylgdi með í ferðinni en vildu þó ekki fullyrða neitt um það. - ELA í Ámes og kannski lengra ,,Ég er að fara í Árnes. Ein? Nei, vinir mlnir eru farnir á undan og ég hitti þá þar,” sagði Guðrún Ólafsdóttir þar sem hún sat með allt sitt hafurtask fyrir utan Umferðarmiðstöðina. ,,Ég fór í Árnes I fyrra líka og það var ofsa- lega gaman og margt fólk. Það getur llka vel verið að við förum eitthvað lengra þvi vinir mínir eru með bil,” sagði Guðrún sem er úr Sand- gerði. Þar hefur hún starfað sem verk- stjóri I vinnuskólanum sem var slitið fyrir stuttu. Núna var það bara helgin sem hugsað var um, ekki hvað tæki við áeftir. -ELA Við erum hljómsveit in Tappi tíkarrass ,,Við ætlum í Þjórsárdalinn og tjalda þar. Hvað við ætlum að gera? Skemmta okkur. Hvernig? Þetta verður sko rokna suð. Við ætlum að elta stelpur eða annars, þær elta okkur," sögðu þrír hressir gæjar, þeir Hermann Gislason, Magnús Erlingsson og isleifur Leifsson 16 og 17 ára. — Þið eruð ekkert með áfengi, strákar, er það? ,,Við tölum nú ekkert um það sko. Við förum í Árnes á ball og segjum nú ekkert meira. — En komizt þið inn? „Heyrðu, við erum hljómsveitin Tappi tíkarrass?” Fleiri móðganir komu ekki frá blaða- manni, hvernig ætti hann llka að þekkja svona hljómsveitarstráka? -ELA Þetta er hljómsveitin Tappi tikarrass sem ætlar að skemmta gestum f Árnesi ásamt hljómsveitinni Chaplin. Hún Guórún ætlaði aó hitta vini sina sem komnir voru á undan henni f Árnes og kannski ætluðu þau eitthvað lengra. „Fórum i Bifröst i fyrra en förum I Flókalund núna,” sögðu hjónin Elin Jónasdóttir og Guðmundur Sigurðsson þar sem þau biðu eftir Akraborginnl. Verðum viku íFlókalundi „Við erum að fara í Flókalund og ætlum að vera þar I viku okkur til hressingar,” sögðu hjónin Elín Jónas- dóttir og Guðmundur Sigurðsson. Þar höfðu þau fengið starfsmannabústað. Þau hjón voru meðal fjölmargra sem biðu um þrjúleytið í gær eftir að Akra- borgin kæmi en hún átti að fara aftur kl. 4. „Þetta verður nú engin skemmti- ferð heldur ætlum við bara að hvíla okkur,” sögðu þau. „Við fórum í fyrra í Bifröst og þar var indælt að vera. Við ætlum að reyna þennan stað núna. Ætli við séum ekki að þreifa fyrir okkur hvar bezt er að vera. Svo finnst okkur bara að við eigum inni gott veður og um leið geta aðrir fengið að njóta þess,” sögðu þessi hressu hjón. - ELA

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.