Dagblaðið - 07.08.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981. 15
Hvað er á seyðium helgina?
o
Messur \
—smiðshöggið á leikár Alþýðuleikhússins
CHOW MEIN VIÐ
I AllftAlfirriMM — matseðillmeðháttífimmtíu
LftUUM ¥ kUI HH kínverskum réttum á Kimunni
Myndlr japönsku ilstakonunnar Tnkco Mori i List-
munahúsinu eru bsefll nýst&rlegar og vel gerflar. Hér
er eitt verka hennar, gert úr nœlonþróflum.
ÁRBÆJARSAFN: Opið til 31. ágúst kl. 13.30—18
alla daga nema mánudaga. Strætisvagn 10 frá
Hlemmi gengur að safninu. Sérstakar sýningar:
Flugsögusýning & ljósmyndir Péturs A. Ólafssonar.
LISTASAFN ÍSLANDS v/Suðurgötu: Jón Stefáns-
son og Gunnlaugur Scheving, olíumálverk, teikn-
ingar og vatnslitamyndir. Opið 13.30—16 daglega.
ÞJÓÐMINJASAFNIÐ v/Suðurgötu: Opið alla
daga kl. 13.30—16. Saga lækninga á íslandi. Boga-
salur: Sigurður Þorsteinsson gullsmiður. Opiö fram
í september.
LISTASAFN ALÞÝÐU, Grensásvegl 16: Lista-
verkagjafir til safnsins frá stofnun þess. 57 mynd-
verk eftir 29 höfunda. Opnað á laugardag kl. 14.
I Listasafni alþýflu vlð Grens&sveg verflur um
helglna opnufl sýnlng & listaverkagjöfum tll safnsins.
Hér er verifl afl hengja upp eitt verkifl, altaristöflu
Samúels Jónssonar i Sel&rdal.
Úr leikritinu Stjórnleysingi ferst af slysförum. Björn Karlsson, Arnar Jónsson, Bjarni Ingvarsson og Þráinn Karlsson eru
þarna i hlutverkum sinum.
STJÓRNLEYSINGINN FER í
Nýtt m&lverk eftir Þorvald Skúlason en yfirllts-
sýnlng & verkum hans stendur nú yfir i Norræna
húsinu.
SAFNAHÚSIÐ, Selfossi : — Magnús Jóhannesson
opnar málverkasýningu á laugardaginn og stendur
hún til 16. ágúst. Opin daglega kl. 16—22.
Þá er komið að því hjá Alþýðuleik-
húsinu að reka smiðshöggið á við-
burðaríkt leikár. Nú um helgina
leggur hópur af stað í leikför með
hláturstykkið Stjórnleysingi ferst af
slysförum. Fyrsta sýningin verður i
Búðardal á sunnudaginn. Förinni
lýkur á Akureyri þann 23. þessa mán-
aðar. Upp úr því verður tekið til
óspilltra málanna við að æfa fyrstu
verkefni næsta leikárs. Alþýðuleik-
hússmenn segja þvf að þó að endar
nái ekki saman 1 fjármálum leikhúss-
ins þá nái þeir alltént saman í starf-
seminni!
Stjórnleysingi ferst af slysförum
gekk síðastliðinn vetur í Hafnarbíói
við mikinn fögnuð áhorfenda jafnt
sem gagnrýnenda. Verkið er eftir
ítalska höfundinn Dario Fo. Silja
Aðalsteinsdóttir þýddi og Lárus Ýmir
Óskarsson leikstýrir. í helztu hlut-
verkum eru Arnar Jónsson, Elisabet
B. Þórisdóttir, Bjarni Ingvarsson og
Viðar Eggertsson.
Sýnignar á Stjórnleysingjanum
verða sem hér segir:
Búðardalur sunnudaginn 9. ágúst
Patreksfjörður mánudaginn 10.
ágúst
Þingeyri þriðjudaginn 11. ágúst
Flateyrimiðvikudaginn 12. ágúst
ísafjörður fímmtudaginn 13. ágúst
Bídludalur föstudaginn 14. ágúst
Skagaströnd sunnudaginn 16. ágúst
Sauðárkrókurmánudaginn 17. ágúst
Hofsós þriðjudaginn 18. ágúst
Siglufjörður miðvikudaginn 19.
ágúst
Ólafsfjörður fimmtudaginn 20. ágúst
Dalvík föstudaginn 21. ágúst
Akureyri laugardaginn 22. og sunnu-
daginn23. ágúst.
Allar sýningarnar hefjast klukkan
21 nema á Akureyri. Þar byrja þær
klukkan hálf níu.
-ÁT-
Senn líflur afl lokum sýningar Guflmundar
Björgvinssonar I Djúpinu. Hér er hann ósamt
nokkrum verka sinna.
Veitingahús vikunnar:
Reykajvík hefur lengi verið í hópi
þeirra örfáu höfuðborga heimsins,
þar sem ekki var kínverskur mat-
staður. En nú hefur verið bætt úr því.
Þar sem áður hét Rauða myllan
neðarlega við Laugaveg er kominn
staðurinn ,,Kirna Kínamatur”, þar
sem aðeins er boðið upp á kínverska
rétti sem matreiddir eru af ekta Kín-
verja. Hann heitir Kári Tran Nghi
Chien og fæddist fyrir þrjátíu og
þrem árum í Yang Chow í Kína, með
öllu grunlaus um að hann ætti eftir
að standa í eldamennsku við Lauga-
veginn. Hins vegar fluttist hann til
Vietnam, kvæntist þar, og kom síðar
hingað sem flóttamaður og sópaði
gólf á lagernum hjá SÍS, þangað til
núverandi eigendur Kirnunnar, Bragi
Guðmundsson og Guðrún Gísla-
dóttir, fréttu af honum. En þau hafði
nefnilega dreymt um að stofna kín-
verskan matstað f Reykajvlk næstum
alveg frá því þau kynntust fyrir tiu
árum og tveim mánuðum, þegar
bæði unnu við að útbúa heitan mat
fyrir farþega í millilandafluginu.
Aðalboðorð kínverskra meistara-
kokka er að láta hráefnið njóta sin
sem allra bezt og skemma það hvorki
með ofsuðu né of miklu kryddi.
Matartilbúningurinn er afar ein-
faldur. Áöur en matreiðslan hefst
hefur Kári skorið smátt alls konar
grænmeti, fisk og kjöt. Síðan býr
hann hvern rétt til á 3—4 mínútum úr
þeim hráefnum sem gesturinn óskar,
steikir 1 olfu og bætir við kjúklinga-
eða grænmetissoði. Hátt í fimmtfu
réttir eru á matseðli Kirnunnar, en
Kára verður ekki skotaskuld úr því
að búa til fleiri ef óskað er, til dæmis
þegar Japanir, Formósubúar eða
aðrir Asíumenn líta inn og biðja um
eitthvað sérstakt.
Við fórurri nokkur og smökkuðum
á fimm réttum. Það er langskemmti-
legast að þeir sem eru saman við borð
panti hver sinn rétt og skipti á milli
sín, enda eru Kfnverjar frægir fyrir
veizlurnar, þar sem réttir eiga að vera
jafnmargir gestunum.
Okkur bar saman um að maturinn
væri mjög góður. Einkenni hans virt-
ust okkur vera: léttur og lítið krydd-
aður. Kári notar mikið þriðja kryddið
til að draga fram bragðið i hráefninu,
en mjög lftið sojasósu. Hún er hins
vegar borin með, ásamt hrísgrjónum
og salati.
Það sem við fengum var 1. Vor-
rúlla (sem ég mundi kalla vorvefju),
fyllt svinakjöti. 2. Kjúklingur, smátt
saxaður, soðinn með pilsner og hnet-
um, 3. Súrt og sætt lambakjöt, með
ananast, papriku, ediki og sykri. 4.
Skötuselur f mildu tómatsoði og 5.
Smokkfiskur og karfi (sem svo
sannarlega er mannamatur!), einnig
soðið með tómötum.
Verðið á fiskréttunum er kr. 50—
60, á kjötréttunum kr. 70—80, en
'lækkar um tíkall i hádeginu, enda þá
færri réttir í boði. Vorvefjan kostar
kr. 40. Vínveitingaleyfi hefur Kirnan
ekki, en bjór eða te er drukkið með
Kári frá Kina við pönnurnar slnar. Hann leggur sál sfna f matreiðsluna og Ijómar
upp þegar hann fær gott hráefni, en er niðurbrotinn maður ef gestunum Ifkar ekki
maturinn. DB-mynd Einar Ólason.
matnum.
Þess skal að lokum getið að
Kirnan er notalegur staöur, engin
músík (guði sé loD, og á kvöldin
angar reykelsisilmur af sællegu
Búddalfkneski móti gestunum. En
um kaffileytið verða þó allar kín-
verskar stemmningar að vfkja, þá
bakar Guðrún pönnukökur og
vöfflur i grlð og erg og býður upp á
ósvikið íslenzkt eftirmiðdagskaffi.
-IHH
Guflsþjónustur i Reykjavikurprófastsdæmi sunnu-
daginn 9. &gúst 1981.
ÁSPRESTAKALL: Messa í Laugarneskirkju kl. 11.
Sönghópur frá Noregi tekur þátt í guðsþjónustunni.
Sr. Ámi Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11 árd.
Organelikari Guöni Þ. Guðmundsson. Sr. ólafur
Skúlason.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Ferming. Fermd
verða: Pétur Snæbjörn Johnson og Sonja Ragn-
hildur Liff Johnson frá Evanston, Illinois, Banda-
rikjunum, p.t. Grenimelur 28, Reykjavik. Dóm-
kórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friðriks-
son. Sr. Hjalti Guðmundsson. Kl. 18.00: Orgeltón-
leikar. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel Dóm-
kirkjunnar í 30—40 mínútur. Aðgangur ókeypis og
öllum heimill.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa ld. 11. Sr. Ragnar
Fjalar Lárusson. Þriöjud. 11. ágúst kl. 10.30: Fyrir-
bænaguðsþjónusta. Beðið fyrir sjúkum. Landspital-
inn: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Arngrimur
Jónsson.
KÓPAVOGSKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Altaris-
ganga. Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Organleikari Jón Stefánsson. Prestur sr. Sigurður
Haukur Guöjónsson. Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11 í umsjá Ás-
safnaðar. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Guðsþjónustan fellur niður vegna
safnaðarferðar austur undir Eyjafjöll. Sr. Frank M.
Halldórsson.
- I.istasötn
Sýningar
LEIKFÖR UM N0RDURLAND