Dagblaðið - 26.08.1981, Side 1
7. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST1981. —191. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMl 27022.
Eftirmálar biskupskjörs:
Réðu „ógildu atkvæðin”
úrslitum í biskupskjöri?
—séra Árnikærirúrskurð kjömefndar ,
—sjananarabaksíðuogbls. 9
Séra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup og kona hans, frú Sólveig I blaðsmenn sóttu þau heim í gœr. Þar hringdi síminn látlaust og
Ásgeirsdóttir, í blómahafi á heimili þeirra á Akureyri í gœr. Dag- \ heiilaóskirnar streymdu að. DB-myndEinar Ólason.
„ALTEKINN AF ÞVÍ SEM NÚ TEKUR VIД
— segir séra Pétur — sjá nánar bls. 8
ENDASTUNGUST
UTAN VEGAR OG
LENTU í SKURÐI
— alvarlegt slys við Stokkseyri
Piltur og stúlka, 17 og 16 ára, slös- og það síðan endastungizt utan vegar
uðust alvarlega í útafakstri i gær- og staðnæmzt í skurði.
kvöldi. Þau voru saman á stóru Að sögn lögreglunnar á Selfossi er
mótorhjóli, Kawasaki 750, er slysið pilturinn mikið brotinn og liggur í
varð skammt vestan Stokkseyrar, gjörgæzludeUd Borgarspítalans.
austan við Hraunsá. Stúlkan slapp betur en er þó slösuð
Við slysstaðinn er nýlega búið að og vareinniglögðinn.
leggja sútlag á veginn og er hann Mótorhjólið er ekki á ökutækja-
rennisléttur og beinn. Sýnilegt er að skrá og númerslaust. Pilturinn og
ökumaður hefur misst vald á hjólinu stúlkan eru frá Stokkseyri. -A.St.
Erfiðleikar frystihússins á Hofsósi:
HÆTT VIÐ UPP-
SAGNIR í BIU
„Það hefur verið ákveðið að taka
Skafta inn tU löndunar á morgun og
að aflanum úr honum verði skipt
milU frystUiúsanna þriggja,” sagði
GísU Kristjánsson, frystihússtjóri á
Hofsósi í samtaU við DB í morgun.
MikU óvissa hefur verið í atvinnu-
málum á Hofsósi að undanförnu.
Hraðfrystihúsið á Hofsósi hefur ekki
fengið neitt hráefni úr Skafta, togara
Útgerðarfélags Skagfirðinga á
Sauðárkróki vegna greiðsluerFiðleika
frystihússins gagnvart útgerðarfélag-
inu. Hefur verið óttazt að til upp-
sagna kæmi af þeim sökum ef breyt-
ing yrði ekki á.
Gísli sagði að komizt heft nú verið
hjá uppsögnum í biU en framtíðar-
lausn lægi ekki á lausu. Viðræður
færu fram mUli útgerðarfélagsins og
ráðamanna á Hofsósi sem vonandi
bæru þann árangur að atvinnuleysi
yrði ekki.
-GAJ.
Breytir
engu um
verð-
bólguna
- segir þjóðhagsstjóri
,,Ég sagði aö eins og þá horfði
væri líklegt að vísitala
framfærslukostnaðar hækkaði um
40% frá byrjun þessa árs til ársloka.
Ég held að gengisbreytingin muni
ekki breyta þeim horfum. Hún er
ekki það mikil að hún breyti þeim á-
ætlunum,” sagði Ólafur Davíðsson
þjóðhagsstjóri í spjalli við DB i
morgun. Hann var spurður hvort
4,76% gengisfelling íslenzku krón-
unnar, sem kom til framkvæmda i
morgun, hefði áhrif á þá skoðun
hans, sem sett var fram í viðtali i
fjölmiðlum nýlega, að veröbólgan
yrði 40% á árinu. Það er það mark
sem ríkisstjórnin hefur sett sér.KMU
Danska krón-
an upp fyrir
þá íslenzku
íslenzka krónan er nú aftur orðin
lægst Norðurlandagjaldmiðla. Fyrir
gengisfellinguna i morgun var sölu-
gengi dönsku krónunnar 0,9641 kr.
en er nú 1,0156 kr. Sölugengi dollar-
ans var í morgun 7,923, sterlings-
pundið var skráð á 14,531, vestur-
þýzka markið á 3,1807, japanska
yenið á 0,03437 og sænska krónan
var skráð á 1,4982. -KMU.
Þrótturfékk
Norðmenn
í morgun vat dregið til Evrópu-
mótanna í handknattleik i Sviss.
íslandsmeistarar Vikings og FH sitja
yfir i 1. umferð — Bikarmeistarar
Þróttar leika viö Kristienstad,
Noregi, i 1. umferð Evrópukeppni
bikarhafa. -hsím.