Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 26.08.1981, Qupperneq 24

Dagblaðið - 26.08.1981, Qupperneq 24
r frfálst, nháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST1981. ,.Fólk spyr hvort ég sé orðinn öfugur” — segir Hallgrímur Marinósson sem bakkaríHrúta- fjörðinnfdag „Það er óhætt að segja að þetta til- tæki hafi vakið gífurlega athygli,” sagði Hallgrímur Marinósson, sá sem bakkar nú umhverfis landið, alls 1560 kílómetra. ,,Ég hef margoft verið stöðvaður,” sagði hann. „Fólk spyr mikið um söfnunina sem fer fram með bakkinu. Nú og svo vilja menn vita um heilsufarið. Hvernig ég hafi það í hálsinum, hvort ég sé nokkuð að verða öfugur og svo framvegis.” Hallgrímur var á Blönduósi er blaða- maður DB náði tali af honum í morgun. Þaðan bakkar hann að Stað í Hrútafirði í dag. Þarnæsti áfangi er Borgarnes og til Reykjavíkur kemur Hallgrímur um fimmleytið á föstudag. „Ferðin hefur gengið vel til þessa,” sagði Hallgrímur. ,,Ég held alveg áætl- ún enda ætlaði ég mér rúman tíma í upphafi. Ég varð þó fyrir því óhappi um dag- inn að bakka útaf á Breiðdalsheiði. Ég var í mestu makindum að troða mér í pípu og vissi ekki fyrr til en ég var kominn út af. Það var dýrmæt reynsla sem ég fékk við þetta. Alla vega treð ég mér ekki í pípu á ferð eftir þetta.” Þá mun Hallgrímur hafa lent í smá- erfiðleikum er hann bakkaði upp á jarðfastan stein á veginum á Möðrudal. Skodabifreiðin sem hann ekur festist á steininum og tók dálitinn tíma að ná henni niður. Engar skemmdir urðu á bílnum. -ÁT- TT VIN Q NIN Q jUR IVÍKU HVERRI Vinningurvikunnar: Crown-sett frá Radíó- búðinni Vinningur í þessari viku er Crown-sett frá Radíóbúðinni, Skipholti 19, en ekki myndsegul- band eins og sagt var á bakslðu I blaðinu í gœr og á mánudag. 1 vik- unni verður birt, á þessum stað í blaðinu, spurning tengd smáaug- lýsingum Dagblaðsins. Nafn hepp- ins áskrifanda verður slðan birt daginn eftir I smáauglýsingunum og gefst honum tcekifceri til að svara spurningunni. Fylgizt vel með, áskrifendur. Fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glœsilegum hijómflutningstœkjum rikari. c ískalt Sevenup. hressir betur. Eftirmáli biskupskjörs: SERA ARNIKÆRIR UR- SKURD KJÖRNEFNDAR — mörgum stuðningsmönnum sr. Ólafs heitt í hamsi en fremur ólíklegt talið að dómsmálaráðherrann taki kærur til greina ,,Ég sætti mig ekki við að kjörnefnd ógildi atkvæðin þrjú vegna formsatriði þegar fyrir liggur að þau bárust fyrir tilsettan tíma. Umslag með atkvæði Jósafats var stimplað í ráðuneytinu að mér sjáandi. Mér finnst röksemdir kjörnefndar ekki fuilnægjandi og hyggst því kæra úr- skurð hennar,” sagði sr. Árni Páls- son í Kópavogi við Dagblaðið í morgun. Þrjú atkvæði í biskupskjöri voru ekki talin í gærmorgun, þar sem fylgiskjöl vantaði. Stuðningsmenn sr. Ölafs Skúlasonar telja sig hafa „átt” tvö atkvæðanna, þannig að heildar- úrslitin hafi ráðizt á úrskurði kjör- nefndar en ekki atkvæðagreiðslu presta og leikmanna. Eitt at- kvæðanna þriggja átti Jósafat J. Líndal, sparisjóðsstjóri í Kópavogi. Sr. Árni Pálsson fór með atkvæði hans í dómsmálaráðuneytið á tilsett- um tíma og ætlar nú að kæra til dómsmálaráðherra meðferð kjörnefndar á því. Sr. Árni sagðist í morgun vilja að atkvæðið yrði talið gilt, Jósafat teldi sig hafa sent öll plögg með umslaginu sem hann fékk í hendur: „Er ekki hugsanleg handvömm þeirra sem sendu út kjörgögnin? Umrætt fylgiskjal hafi kannski aldrei verið sent tU Jósafats? Það er ekki fullyrðing, heldur spurning, sem mér finnst kjörnefnd ekki velta fyrir sér.” Jósafat Líndal furðaði sig á því, í samtaU við DB í morgun, að „kjör- stjórn blaðri í menn hverjir eigi at- kvæðin sem ekki voru talin með. Það er ekki látið viðgangast í öðrum kosningum.” Ekki er vitað hvort fleiri kærur kunni að berast vegna biskupskjörs. Friðjón Þórðarson dómsmála- ráðherra mun birta afstöðu sína til kæruefna i næstu viku, eftir að kærufrestur er runninn út. Stuðningsmönnum sr. Ólafs er mörgum hverjum heitt í hamsi vegna afstöðu kjörnefndar. Talað er t.d. um „orðhengUshátt kjörnefndar- manna”. í röðum Ólafsmanna er talað um að litlar líkur séu á því að ráðherra taki kærur til greina. Einnig hefur DB heyrt það sjónarmið að endurtaka beri biskupskjörið ef kærur verða samþykktar. Annars væri orðið opinbert hvað þeir þrír kjósa sem um er rætt. Og bókstafurinn segir kosninguna eiga að vera leynilega. -ARH. Bílskúrinn er nú horfinn — hann stóð þar sem fólkið á myndinni stendur. Blll sem stóð þar I götunni var með splundraða framrúðu og einnig brotnuðu rúður / nœstu húsum. DB-mynd: Gunnar Örn. Bílskúr i Hafnarfírði splundraðist ísprengingu — orsökin talin leki í gaskút — Engan sakaði Bílskúr við Bröt'ukinn 8 í Hafnar- firði sprakk í lof' upp um ellefuleytið í gærkvöldi. Að.ins er eftir brak og rúst- ir þar sem b’.skúrinn stóð og flest sem í honumvp: ónýtt. Rúð' i brotnuðu i næstu húsum, svo og rúða í bíl er stóð á götunni nálægt skúmum. Þá brotnuðu rúður í nálægu gróðurhúsi. Engan mann sakaði en eignatjón er víða í grenndinni. Eigandi bílskúrsins hefur vinnuað- stöðu til járnsmíða, pípulagna og fleira í skúrnum. Hafði hann verið að vinna þar um kvöldið en var farinn af vettvangi. Annars hefði hann vart verið til frásagnar af einu eða neinu. Talið er að gaskútur hafi lekið og loftið í bílskúrnum verið orðið mettað gasi. Síðan hefur gasmettaða loftið komizt í snertingu við olíu, rafmagn eða glóð og sprenging orðið. Hennar varð vart í mörg hundruð metra fjar- lægð en þó fólk væri nærri gluggum í nálægum húsum hlaut enginn maður skaða af. -A.St. „Ekkert klárt í Fischer-málinu ennþá” — segir Jóhann Þórir Jónsson, sem falið var að vinna að málinu „Þaö hefur ekkert gengið ennþá,” sagði Jóhann Þórir Jónsson er blaða- maður DB spurði hann í morgun hvort eitthvað hefði gengið viö að ná sambandi við Bobby Fischer. Eins og komið hefur fram i fréttum mun Fischer hafa haft samband við Campomanes, varaforseta FIDE, og lýst því yfir að hann vildi tefla opinberlega á ný og þá sem heims- meistari. Friðrik Ólafsson fól Jóhanni Þori að vinna að málinu, en sá síðarnefndi sagði í morgun að ekkert væri klárt i málinu. Hann kvaðst telja það miður að fréttir um þetta mál hefðu borizt héðan til Mexikó þar sem Friönk Óiafsson hefði orðið fyrir óþægind- um vegna þessa máls og öruggasta leiðin til að koma Fischer úr jafnvægi væri umfjöllun um málið i heims- pressunni. Skákáhugamenn hafa yfirleitt tekiö fréttum um málið með varúð og jafnvel talað um að hér geti veriö um að ræða „kosningabombu” hjá Campomanes sem hyggi á framboð gegn1 Friðrik Ólafssyni til forseta- embættis FIDE á næsta ári. -GAJ.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.